Dagur - 14.05.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 14.05.1966, Blaðsíða 8
8 KJÓSENDAFUNDUR B-LISTANS SMATTOGSTÓRT ALEIT, AÐ KÓPAVOGUR um og alveg sérslaklega þegar j !*>«•. rm verður í Bori»arbíó t. mrstk. lauiiardaíi U A 14. maí kl. 1 síM. 10 KRAMBjODKMH \\ B-USTVNS JL\TJA STlTfAH KTfílK ÍÍ+fShtttt*. Iíai4v'?»>rþ*í*w Í3œ&*rtit*rt. ixinénrt*****. Sj ómannadagurinn er á morgvin Kapp róður og útisarakoma við höfnina SJÓMANNADAGURINN er á morgun og af því lilefni verða hér, sem víða annars staðar, há- tíðarhöld, á vegum sjómanna- dagsráðs. En formaður þess er Björn Baldvinsson, skipstjóri. Séra Björn O. Björnsson flyt- ur messu árdegis, en útisam- koma hefst kl. 13.30. Þar verð- ur lúðrablásfur, Geysissöngur, kappróðrar, sjómenn heiðraðir, hlýtt á ávarp Egils Jóhannsson- ar skipstjóra og þar verða ein- hverjir skemmtikraftar langt að komnir. En sérstök barna- samkoma verður í Sjálfstæðis- húsinu kl. 3 e. h. og dansleikir um kvöldið. Fólk er hvatt til að sækja vel samkomur sjómannadagsráðs, bæði í viðurkenningarskyni við sjómannstéttina og sjálfs sín vegna. Þegar almenn hátíð er haldin, eiga menn að hjálpast að og gera hana veglega. (BA-LIDID KEPPIR I NOREGI Býr sig þannig undir fyrstudeildar keppnina í knattspyrnu, sem verður eflaust harðsótt Handjámaðir stjórnar- þingmenn úr Norður- landskjördæmi eystra réðu úrslitum í álmálinu. Handjárnaðir bæjarfull- trúar stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með — og móti staðsetningu álverksmiðju við Eyjafjörð. Inflúensa i Grímsey INFLÚENSAN lagði flesta Grímseyinga í rúmið og fór mjög geyst. Lagði hún víða allt heimilisfólkið í rúmið í einu. Ein nú er veikin í rénum. Fresta varð fermingu, sem vera átti um sl. helgi. Hlé hefur orðið á hrognkelsa- veiðum vegna veikindanna. Bjargfuglinn er farinn að búa um sig, en varp hefst þó ekki fyrr en eftir 20. maí og e. t. v. seinna nú vegna þess hve seint vorar. □ KNATTSPYRNULIÐ ÍBA á að leika sinn fyrsta leik i fyrstu- deiidarkeppni íslandsmótsins við Þrótt 30. maí. Sá leikur verð ur í Reykjavík. En hinn 23. maí fer flokkurinn til Noregs og keppir í eða við nágrenni Osló- ar og í Álaborg. Sú ferð er und- irbúningur íslandsmótsins og nauðsynlegur vegna þess, að þjálfunarskilyrði hér á Akur- eyri hafa brugðizt. Það er t. d. nú fyrst, sem völlurinn á Odd- eyri er lagfærður og er ráðgerð- ur þar æfingarleikur um helg- ina. Einar Helgason kennari hef ur haft á hendi þjálfun ÍBA- liðsins í vetur. Fleiri voru með en áður í reglulegri þjálfun og knattspyrnumennirnir sagðir áhugasamir. Jens Sumarliðason verður fararstjóri knattspyrnu- mannanna í Noregsferðinni. ÍBA-liðið var í þriðja sæti í fyrstudeildarkeppninni í fyrra. Því hefur verið spáð, að það nái toppinum í ár. En ekki er sá sigur auðunninn eða naést án fyrirhafnar. Hins vegar mega knattspymumennimir okkar vita um það, að til mikils er af þeim ætlazt, þótt þeim sé ekki allt upp í hendur rétt, og með drengilegum . iþróttaafrekum eru heimabyggðinni dýrmætar gjafir gefnar. □ VÆRI SOMABÆR íslendingur kvartar um, að Dag ur hafi „brotið“ reglur blaða- manna með því að segja frá því, að nýi íslendingsritstjórinn sé úr Kópavogi. Dagur vissi því miður ekki, að Kópavogur væri svona afleitur, í augum ritstjór- ans — hélt satt að segja, að þetta væri sómabær og að þar byggi gott og dugandi fólk. SPURT UM LEIÐRÉTTINGU Hefur íslendingsritstjórinn, sem ekki vill láta kenna sig við Kópa vog, fundið skekkju í útreikn- ingi Sigurvins Einarssonar al- þingismanns, sem birtur var hér í blaðinu? Sé svo, er hann góð- fúslega beðinn að Iáta Degi í té leiðréttinguna. AFSÖKUN FYLGIR UPP- GJÖF HVERRI Viðtal íslendings við Jónas Rafn ar minnir á þá reynslu, að af- sökun fylgir að jafnaði uppgjöf hverri. Stjórnarþingmenn héðan lentu í mannraun nokkurri og vita, að þeir áttu að gera betur en þeir gerðu. Jónas Rafnar veit, að í skýrslu stóriðjunefnd- ar, dags. 14. nóv. 1964 stendur, að verðmunur á raforku frá Dettifossi og Búrfelli (orðrétt) „þurfti út af fyrir sig ekki að þýða, að Dettifossvirkjun hent- aði ekki fyrir aluminium- vinnslu“. Hugleiðingar J. R. um mótmælaundirskriftirnar nyrðra eru út í hött. Tilgangur þeirra var að mótmæla hinum ill- ræmda álsamningi, sem lá fyrir og var Jagður fyrir þing það, sem nú er nýlokið, en ekki að fjalla um önnur mál. VILLTIST í SKAKKA FLUGVÉL Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlag hins op- inbera til ýmissa framkvæmda um 20%, náði einnig til sjúkra- húsa. Öngþveitið í sjúkrahúss- og heilbrigðismálum, stríðið við Iæknana o. fl. er einn þátturinn í þeim stóra málaflokki, sem ber núverandi ríkisstjóm miður gott vitni. Það má segja um mæta menn og konur, sem nú vilja láta að sér kveða opinber- lega í þessum málum, og undir íhaldsmerkinu, að þeir hafi villzt í skakka flugvél. „E1NINGIN“ í ALÞÝÐU- FLOKKNUM „Húmoristinn“ við Alþýðumann inn á Akureyri gerir ýmsum glatt í geði með sínum tiltekt- ÖRN VIÐ EYJAFJÖRÐ Ætijörðin þarfnast landsbyggðar og landsbyggðin á skilið betri ríkisstjórn. UNDANFARIÐ hefur örn hald- ið til út með Eyjafirði og stund- um haft næturstað skammt frá bóndabæ. Hann er mjög dökkur og mun því ungur fugl. Gæsir óttast hann mjög en svartbakur inn gerir sér dælt við hann. Krummi flýgur stundum á eftir erninum, í hæfilegri fjarlægð og sýnist þá minnstur fugla. Yfir varplöndum æðarfugls- ins er á sumum stöðum enn mik ill snjór, en byrjaður mun hann að verpa og velur sér til þess auða bletti í nágrenninu. Spó- inn, maríuerlan, steinklappan og grátittlingurinn hafa nú bætzt við farfuglana og nú hlýt- ur sumartíðin að vera nærri. □ honum tekst upp við að gera grín að sjálfum sér og flokks- kríli sínu, sem á einn mann í bæjarstjórn. í vetur bað liann Olgeir á Vatnsleysu að vera fréttaritara sinn í Fnjóskadal! Nú lofar hann hátíðlega eining- una í Alþýðuflokknum, sem hvergi eigi sinn líka, en skrifaði sjálfur undir harðorð mótmæli gegn álmálinu, sem flokksmenn hans á Alþingi greiddu atkvæði með. Öðru hverju hrópar hann liúrra fyrir flokkskrílinu og seg ir, að það muni koma þrem mönnum í bæjarstjórn eða jafn- vel mynda meirihluta eftir kosn ingar! Um sjálfan sig talar liann gjarnan í þriðju persónu, en lætur stúlkuandlit, klippt úr blöð um, tala um menn og málefni! ÖðriTliverju leggur hann raun- ar gott til mála og er sjálfsagt bezta sál, en vel væri ef barna- læknirinn á AM-Iistanum gæti losað hann við barnaskapinn. FÆR WILSON SENDIBRÉF FRA SIGURJÓNI? Úr því hér er tekið upp létt lijal um Sigurjón, þykir, að gefnu til efni, rétt að fá honum annað umhugsunarefni, sem líka gæti verið gott fyrir ýmsa að liug- leiða hér á Iandi. Sigurjón seg- ist vilja „mótmæla tveggja flokka kerfi að bandarískri fyr- irmynd“. Því nefndi hann ekki brezka fyrirmynd í þessu sam- bandi? Veit hann ekki, að ná- lega 100 atkvæða meirihluti Wilsons í brezka þinginu bygg- ist á því, að það má nú heita, að tveggja flokka kerfi ríki, en það er af því að jafnaðarmenn og íhaldsmenn þar í landi styðja einmenningskjördæmafyrir- komulagið, sem Alþýðuflokkur inn hér á landi hefur ekki mátt heyra nefnt. Wilson fékk 48% atkvæða í kosningunum en 97 atkvæða meirihluta á þingi. Flokkur með atkvæðamagn, sem svaraði til 50—60 þingsæta í hlutfallskosningu, fékk 12 þing sæti. Ekkert íslenzkt blað hef- ur, svo Degi sé það kunnugt, minnzt á „rangláta kjördæma- skipun“ í Bretlandi í sambandi við sigur Verkamannaflokksins þar í vor. Vill Sigurjón ekki ráð leggja Wilson að nota nú sinn myndarlega jafnaðarmanna- meirihluta til að breyta kjör- dæmaskipuninni í Bretlandi? BAK VIÐ TJÖLDIN Orðrómur er uppi um það, að ýmsir skapþungir en þöglir Al- þýðuflokksmenn hér í bæ, ætli nú að veita flokki sínum hirt- ingu við kjörborðið, og sé það gert í góðum hug í því skyni, að reyna að framkalla hughvarf hjá foringjunum og fá þá til að gera sér grein fyrir, að fram- tíð hans sé vonlaus í þjónustu Sjálfstæðisflokksins. I aðal- stöðvum Sjálfstæðismanna syðra, hafa menn áhyggjur aí slíku. Kunnugir segja, að Bjarni Benediktsson og jafnvel fram- takssamir undirforingjar hans . kunni að taka þá áhættu að (Framhald á blaðsíðu 2.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.