Dagur


Dagur - 21.05.1966, Qupperneq 5

Dagur - 21.05.1966, Qupperneq 5
i m Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Úivarpsumræðor ÚVARPSUMRÆÐUR Akurevringa um stjórnmál bæjarins s.l. þriðju- dagskvökl hafa verið umtalsefni manna á milli. Fólk spjaflar um það, sem þar var sagt og um frammistöðu einstakra ræðumanna. Sumir reyna að gizka á hvernig þessum ræðu- mönnum hafi verið innanbrjósts og hvernig þeir haldi í raun og veru sjálfir, að fylgi þeirra sé háttað. Margir eru sammála um, að fram- ámenn Sjálfstæðisflokksins óttist fyfg istap. Þessvegna liafi tveir efstu menn D-listans verið svo daufir í dálkinn, sem þeir voru, en Gísli Jónsson reiður við Dag og að þess- vegna hafi flokksforustan fengið konu, sem áður var talin ópólitísk í eitt varamannssætið. Ýmislegt þykir líka benda til þess, að Alþýðubanda- lagið uggi um sinn hag og þessvegna hafi þeir Ingólfur og Jón fengið unga manninn úr félagi ungra Sjálf- stæðismanna í þriðja sætið. Hann eigi að bæta upp Þjóðvarnarmenn- ina, sem fóru. Ræðumenn Alþýðu- flokksins báru sig svo mannalega, að broslegt þótti, töluðu um 50 ára af- mæli fiokksins, sögðu að nú væru að hefjast uppgangstímar fyrir hann og væri liði hans þegar fylkt til atlögu. En Alþýðuflokkurinn hefur nú um fjölda ára lifað og starfað undir kjörorðinu: Alltaf að tapa. Álitið er, að Bragi lumi á vitneskju um nokkra gamla Sjálfstæðisinenn, sem nú ætli að kjósa A-listann af einhverjum ástæðum og þessvegna svona drjúg- ur, en gæti ekki að hinu, sem tapast á móti. Ræður fulltrúa B-listans finnst flestum bera þess vott, að þeir séu bjartsýnir. Þeir hafi heldur ekki reynt að dylja það á neinn hátt, að hér sé um hreint framboð Framsókn- arfélaganna að ræða. í baráttusæti og fyrsta varamannssæti séu ungir og vaskir Framsóknarmenn, sem bærinn þekkir, sem slíka, einbeittir forsvarsmenn norðlenzkrar félags- hyggju og framtaks. í málflutningi Jieirra fimm ræðu- manna, sem fram komu af flokksins hálfu kom fram í senn, málefnaleg fræðsla, Iiófleg en skorinorð gagn- rýni og sameiginlegt stefnumark. Þeir leiddu hjá sér pexið, sem sumir ræðumenn hinna flokkanna lentu í sín á milli, en svöruðu hiklaust því, er að Jieim var beint og tilefni gaf til andsvara, jafnframt Jiví sem þeir gáfu skýrslu um störf fráfarandi bæj- arstjórnar, gerðu Jieir grein fyrir at- vinnulífi bæjarbúa og helztu verk- efnum komandi ára Iiér í bæ og Jrýð- ingu landsmálanna fyrir bæinn. □ Séð yfir verksmiðjuliverfi samvinnumanna við Glerá. (Ljósm.: E. D.) VOR A AKUREYRI ÞRÓTTUR MANNSINS. Hér í höfuðstað Norðurlands, sem er í fámennara lagi miðað við heiðurssæti sitt, má það ekki gfeymast, að í manninum býr sá máttur, sem furðu miklu getur I til vegar komið, og að árangur- 3 inn af starfi mannkynsins er I ekki nema að nokkru leyti háð- \ ur þeim ytri skilyrðum, sem í fyrir liendi er á hverjum stað. í Þéss vegna liafa menn sums- < staðar í hrjóstrugum löndum íi með óblíðu veðurfari komizt | lengra á framfarabrautinni en ) aðrir, sem heima eiga í löndum | hinnar eilífu sumarveðráttu, þar 3 sem akrar og aldingarðar eru j sjálfsánir. Það sem á skorti gjafir J náttúrunnar, héfur verið unnið ’ upp með því, sem í manninum býr og þar hefur náð þroska. ► SKÓLAR OG MANNRÆKT. Akureyri er skólabær og að því mun stefnt, að hún verði það í enn ríkara mæli en nú. Skólarnir á Akureyri eru, eða eiga a. m. k. að vera, ásamt heimilunum, gróðrar- stöðvgr mannræktarinnar í þess um bæ og víðar. íþróttahús, íþróttasvæði og öll íþróttaað- staða innan bæjar og utan eru einnig gróðrarstöðvar. Og slík- ar gróðrarstöðvar eru fleiri: Bókasöfn, og önnur fræðasöfn, kirkja, samkomusalir, þar sem iðkuð er list og liennar not- ið, liús þjóðskáldanna þar sem minningin vakir um það, sem snjallast var hugsað og ort á þjóðtungu vorri. í slík- um gróðrarstöðvum dafna hinir ungu meiðir og hinir eldri endur nærast, en við tekur síðan það líf og það starf, sem ber árang- ur eftir Jieim þroska, sem náð varð. Þar á þekkingin að auka meðfætt afl, þar á að þjálfa liug og hönd og þar á að auka verk- liug og lífsfögnuð, sem ekki þarfnast gleðilyfja. HVER VERÐUR FRAMTÍÐ MENNINGARMÁLA? Á þessu sviði eru mikil verk- efni framundan á komandi ár- um: Að auka og efla gróðrar- stöðvar mannræktarinnar í þessum bæ. Við, sem vonumst eftir að lifa árið 1980, og það vonum við líklega mörg hér í bæ, getum a. m. k. .reynt að gera okkur í hugarlund, livað þá verði komið í kring eða eigi að geta verið, ef hér verður þró un til réttrar áttar. Sjálfsagt verður Amtsbókasafnið þá búið að starfa mörg ár í hinni veg- legu bókhlöðu, sem nú er í smíð um. íþróttahöll æskulýðsins, sem undanfarin ár hefur verið draumur eða hugsjón, en nú tekin ákvörðun um, fyrir mörg- um árum orðin að veruleika. Leiklist, tónlist og myndlist bú- in að eignast sína miðstöð hér í bæ með salarkynnum við hæfi. Náttúrugripasafn og minjasafn komin á þá sýningarstaði, að þau geti notið sín að fullu sem menningarstofnanir og vaxið. Nýtt menntaskólahús risið á þeim stað, sem nú er og kenn- aradeildin tekin þar til starfa. Vaxandi iðnskóli á grundvelli þeirrar aðstöðu, sem nú er ver- ið að byggja upp í samræmi við nýja alvinnuhætti. Tækniskóli Akureyrar orðinn fastur í sessi og garðyrkjuskólahugmyndin, sem nú á undir högg að sækja, komin í framkvæmd. Vera má, að mönnuin verði þá heldur ekki, eftir 15 ár, farin að finn- ast það nein goðgá, að hér starfi ein eða fleiri háskóladeild ir eins og í Færeyjum, þar sem íbúar eru álíka margir og á Norðurlandi, og að í ljós verði komið, að ofurlítil samkeppni á því sviði gæti verið menntalífi þjóðarinnar lioll, ef ekki nauð- synleg. VERKEFNI KOMANDI KYNSLÓÐA. Ef til vill mætti þá emnig vænta þess, að um 1980 hafi at- vinnulíf Akureyringa og mennta- og menningarstofnanir bæjarins þegar skapað þau við- fangsefni, sem til þess þarf að drýgri hluti en nú af þeim liópi atgervismanna, sem héðan fer úr skólum bæjarins til framhalds- menntunar innanlands og utan, komi hingað aftur til starfa og gerist brautryðjendur nýrrar framsóknar á Akureyri og um gervallt Norðurland áður en 20. öldin gengur úr garði. Þar er sú sveit, sem illt er án að vera, ef velli skal halda til aldamóta, en J>á verða Akureyringar, eftir- reikningsreglunni í fyrri grein, orðnir helmingi (100%) fjöl mennari en þeir eru nú. í sambandi við vaxandi að- hlynningu að sjúkum, hrumum Unga fólkið er „auðlegð íslands” HAUKUR ÁRNASON sagði í útvarpsumræðunum: „Hugs- andi, traust, athafnasamt og menntað ungt fólk er auðlegð fslands. Tæknikunnátta, verkleg menning og félagsþroski er skilyrði hagkvæmrar nýtingar auðlinda. En búseta fólksins í landinu öllu er þjóðarnauðsyn. Uppbygging menningar og menntamiðstöðva er styrkasta stoð þess, að svo megi verða. Tækniskóli fslands væri á Akureyri cf landinu stjórnuðu þjóðlegir bjartsýnismenn“, — Haukur sagði líka, að starfs- árangur undirbúningsdeildar tækniskólans hefði reynzt betri hér en í Rcykjavík. Ilin tilvitnuðu unimæli hans eru rökföst og snjöll. Þá reynir á háltvísi kvenna, er hún bregzt körlum segir ungfrú GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR, skólastýra á Laugalandi og vanheilum hér í höfuðstað Norðurlands, verður væntan- lega einnig vaxandi þörf fyrir starfskrafta úr hópi hinna sér- lærðu menntamanna héðan og starfsskilyrði batnandi. Fjórð- ungssjúkrahúsið hér mun stækka og er sú stækkun í und- irbúningi, en því aðeins verður það þó hlutverki sínu vaxið, að þangað komi eftirleiðis, eins og hingað til, það starfslið, er ekki stendur öðrum að baki. Akur- eyri mun þá, ef rétt horfir, hafa eignazt sína nýju heilsuverndar- stöð, og sitt séríbúðarhverfi fyr- ir aldrað fólk, sem þarf að njóta hæfilegrar hvíldar eftir unnin störf í þágu samfélagsins. Og enn mætti á þessu sviði og öðr- um lialda áfram að skoða sig um í skuggsjá þeirrar framtíð- ar, sem bjartsýnir menn vonast eftir og vilja helga krafta sína til að skapa. Og hvar á þessu landi ættu menn að hafa rétt til að vera bjartsýnir — ef ekki við Eyja- fjörð á vori? □ H USM.F.ORA FR.EÐSLAN við Eyjajjörð á sér . langa sögu og me.rjia, póll ekld verði hún rakin hér. Þar urðu enn pdttaskil með stojnuh þess skóla, scm jyrir mí- lega 30 árum tóh lil slurja ágömlu skólasetri, Laugalandi í Önguls- staðahreþþi, og slarfar þar enn. Húspiœðraskólinn á Laugalandi hejur jajnan verið vel sóttur. Við hann liafa starfað margar ágœlar kennsluhonur og einnig liejur hann notið jyrirgrciðslu og kennslu séra Benjamins Kristjáns- sonar, scm löngum hefur vcrið skólanefndarformaður þessa skóla. Eg skraþþ fram i Laugaland i fyrradag þcirra erinda að talia myndir af námsmeyjum og kcnn- urum, sem þá stundina voru við- staddir, og að rœða við forstöðu- konuna um stund, en hún er cf- laust yngsta forslöðukona i hús- mccðraskólum þessa lands, aðeins 22 ára gömul. Ilún heitir Guð- ríður Eiriksdótlir frá Kristnesi i Eyjafirði. Varð kennari við skólann bcint frá húsmceðrakenn- araþrófi, en er nú forstöðukona. ILún svaraði'góðfúslega nokkrum sþurningum blaðsins. Ertu orðin hér fastráðin for- stöðukona, ungfrú Guðríður? Nei, cg tók aðeins að mér stjórn skólans í forföllum forstöðukon- unnar, Lenu Hallgrímsdóttur. Hvað eru nemendur margir í vetur, og hverjir kenna? Námsmeyjar eru núna 38 tals- ins og við erum fjórar kennslu- konur. Auk mín: Emelía Kofoed- Hansen, sem kennir heimilisstörf, Rósa Finnsdóttir, sem kennir handavinnu og Sigrún Gunnlaugs- dóttir, sent kennir vefnað. Auk þess er séra Benjantín ICristjáns- son stundakennari skólans og að- stoðarstúlka Hólmfríður Guð- mundsdóttir. Skólanum lýkur 15. júní. Hve gamlar eru námsmeyj- arnar yfirleitt? Skólinn tekur ekki yngri stúlk- ur en 17 ára. Þær elztu nú eru tví- tugar. 1 fyrra voru nokkrar eldri. Er ekki óþægilegt að kenna þeim, sem eru eldri en kenn- arinn? Það fer ekki eftir aldrinum, segir ungfrú Guðríður, heldur þroska og skapgerð nemandans, hvort kennslan" er áuðveld eða ckki.það cr :nj ýln'íu leytiskemmti- legra að kenna þroskuðum stúlk- um. Hins vegar ér auðveldara að hafa álirif á þær sem óþroskaðri eru og stundum líka nauðsynlegra. Eru stúlkurnar ekki flestar trúlofaðar? Nokkrar eru opinberlega trú- lofaðar, og þangað til stúlkurnar opinbera hvílir auðvitað leynd .yf- ir þeirra einkamálum svo sem vera bcr. En þær koina ekkert frekar í skólann, sem þannig hafa ákveðið framtíð sína og ætla cf til vill að stofna heimili strax að skóla lokn- um. Þær' koma til þess að öðlast hcr nauðsynlega menntun, sem kernur sér vel á mörgum sviðum, og hún opnar einnig leiðir til meira náms. Stúlkurnar. komast hér líka í skóla án verulegrar und- irbúningsmenntunar, skólatíminn ýmiss konar samvinnu milli hinna eyfirzku skóla. Skólastaðinn þarf að velja á ,,heitum“ stað, og við eruin svo lánsöm að eiga slíka staði og getum valið um. Samtalinu er lokið og blaðið þakkar ungfrú Guðríði Eiríks- dóttur, yngstu skólastýru landsins, fyrir hin ágætu svör. E. D. 'S* 'y* 'y* 'j* 'y* Vöf* '/*?*'S*'/*'S* 'S*'S*'ý* 'S*'S*'S*'S*'/*'J f 1 Onga fólkið sækir fram og | styður Franrsóknarflokkinn. ÞAB KÝS B-LISTANN *r$ *r'/*rv*rv*r':*r'*r', *rv*rr*rf>*rt *r*/*rv*r*, Vií verSum á knýja Iram breylla stelnu gagnvart landsbyggðinni Guðríður Eiríksdóttir. er aðeins einn vetur eða níu mán- aða skóli, en allt þetta styður að góðri aðsókn húsmæðraskólanna. Hvernig er að stjóraa 40 kvenna hópi? í heimavistarskóla skapast meiri samstaða nemenda en í öðrurn skólurn. Hér eru nemendur og kennarar undir sarna þaki og eiga fleira sameiginlegt en í heiman- gönguskólum. Sumir tala um „klaustur" í sambandi við hús- mæðraskóla. Það má til sanns veg- ar færa að því leyti, að hér verða nemendur að fylgja ákveðnum reglum og þeir verða líka að læra að taka tillit til annarra. Flestar stúlkur ltafa gott af því, jafnvel af strangari reglum en hér gilda. Það verða allir að neita sér um eitt og annað í lífinu og temja sjálfan sig, til þess að öðlast það síðar, sent mjklu meir er um vert. Hvort erfitt sé að stjórna nemend- um má svara á margan veg. Mér finnst gaman að því að starfa með ungum stúlkum. Þau störf ganga oftast betur„ sent eru gleðigjafi í sjálfu sér, þótt við erfiðleika sé að glíma öðru hverju. Verðið þið ekki siundum fyr- ir óvelkomnum heimsóknum? Venzláfólk og vinir nemenda eru alltaf velkonmir í skólann. En okkur er ekkert um það gefið, þegar út af bregður með kurteis- ina, þegar t. d. drukknir menn heimsækja þetta kvennaheimili okkar. Slíkt er frekleg móðgun við skólann og ökkur allar. í þessu efni veltur mest á því, hvernig nemendurnir sjálfir bregðast við. Það reynir jafnan mikið á liátt- vísi kvenna, þegar hún bregzt karlmönnunum. Finnst þér ekki nauðsynlegt að koma upp héraðsskóla í Eyjafirði? Jú, það finnst tnér nauðsynlegt og alveg ..sjálfsagt, og hafa síðan OG ENN ræðir blaðið við ungt fólk, fyrst við þrekinn niann og nálega tveggja metra lráan, kunnan liljómsveitarstjóra, bind indismann og tónlistarkennara. Þessi maður er Ingimar Eydal, borinn og barnfæddur Akur- eyringur, fjölskyldufaðir hér í bæ en nú í vetur kennari við Tónlistarskóla Dalvíkur og barna- og unglingaskóla þar. Hvernig líkar þér starfið á Dalvík, Ingimar? Mjög vel, kennslan við Tón- listarskólann á Dalvík og söng- kennslan við barnaskólann hef- ur verið ánægjuleg og aðsókn að Tónlistarskólanum töluvert rnikil því hátt á fjórða tug nem- enda stundar þar píanó- og orgelleik. Við erum tveir, sem þar kennum, Gestur Hjörleifs- son og ég. Þú ert kunnugur skenuntana- lífinu liér í bæ? Já, og mér finnst skemmtana- lífið hér á Akureyri vera spegil- mynd af skemmtanalífi hér á landi, hvorki betra né verra. En hér vantar tilfinnanlega vínlaus an skemmtistað fyrir ungling- ana. Rekstur hans þyrfti að vera miklu leyti í höndum ungl- inganna sjálfra, en undir eftirliti Æskulýðsráðs. Æskulýðsráð og unglingaklúbbar hafa gert tölu- vert í þessa átt, en þyrfti að vera meira. Hver er skoðun þín á þjóðmál unum eins og þau eru um þess- ar mundir? Við eigum við stærra og erfið ara byggðavandamál að stríða Ingimar Eydal, en nokkur þjóð. önnur, og er ekki annað sýnilegt, en að stjórn arvöldin geri allt sem þau geta gert til þess að auka þennan vanda. Iðngreinar eru teknar kverkataki til að losa vinnuafl í þágu Swiss Alupiiníum. Og hræddur er ég um, að állar stór- framkvæmdirnar á. Suðurlandi reynist landsbyggðinni þungar í skauti, — verði landsbyggðinni Bílasímar B-listans BIFRÖST SKIPAGÖTU 18 SIMAR: 1-12-44 og 2-14-36 Fyrir Glerárhverfi: SKRIFSTOFAN LÖNGUHLÍÐ 2 SÍMI1-23-31 Gjörið svo vel að nota bíla B-listans. KJÓSIÐ SNEMMA. - xB-LISTINN. meiri blóðtaka en hún þolir. Framkvæmdir samvinnusamtak anna, sem gerðar eru í þágu landsbyggðarinnar, eru heftar, svo sem vörudreifingarmiðstöð hér í bæ, sem byrjað var að byggja vegna Norðurlands alls, en fjármagn fæst ekki til. Það er eins og aldrei beri á slíkum fjárskorti í Reykjavík. Finnst þér Norðlendingar nægilega vel á verði gagnvarí liöfuðborgarvaldinu? Nei, því er nú verr. Það er aumt hlutskipti ýmissa framámanna hér í bæ, sem annars eru sæmilega af guði gerðir, að vera aðeins bergmál af annarlegum áróðri að sunn- an, gera sig jafnvel minni menn með því að verða opinberlega tvísaga í þýðingarmiklum mál- um til að þóknast stjórnmála- foringjum að sunnan. Við lands- byggðarbúar þurfum að mynda einskonar breiðfylkingu og mynda á þann hátt þróttmikið viðnám, snúa vörn í sókn. Með því að standa saman er hægt að knýja fram breytta og skynsam legri stefnu stjórnarvalda gagn- vart landsbyggðinni en nú er. Með þetta í huga munu margir kjósa þann stjórnmálaflokk, sem bæði er stærsti stjórnmála- flokkurinn í þessu kjördæmi og eini landsbyggðarflokkurinn hér á landi — Framsóknai’flokk- inn, segir Ingimar Eydal oð lok- um og þakkar blaðið fyrir ákveð in og greinargóð svör. E. D. *IIIIIIIIIIIIIIIIIIII|II|||I|||||MIIIIIIII|||||||||||||||||||||||. | Akureyringar! Hjálpið I | stjórnarþingmönnum I I kjördæmisins til að I I hrisfa af sér hand- I | járnin með því að j I kjósa B-LISTANN. I | Annars sitja þeir áfram I | í járnum og gefa ekki j I unnið með | ! Norðlendingum. i IIMIMIIUIM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.