Dagur - 21.05.1966, Síða 7

Dagur - 21.05.1966, Síða 7
I SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) bankastjóri á sama stað, meðan þeir dvöldu hér í vikunni sem leið? Voru þeir kannski að semja ræður fyrir einhverja, samanber hugsanagang sunnan- piltanna um það efni? SNÆLDA EÐA RENTU- KAMMER Þá finnst þeim sunnanpiltum, að þeir liafi náð sér lieldur bet- ur niðri á Degi, með því að prenta upp einhver ununæli Reykvíkings í Tímanum í fyrra, um eflingu höfuðborgar- innar! Engum kemur á óvart, þó að Reykvíkingur skrifi um málefni Reykjavíkur í reykvískt blað og beri hag hennar fyrir brjósti. En ístöðuleysi Sjálf- stæðismanna hér á Akureyri og blaðs þeirra gagnvart Reykja- víkuráhrifum og Reykjavíkur- valdi, er ógeðfellt fyrirbrigði og hættulegt fyrir Norðurland. Hér verður það að kallast rauna- saga, að bæjarstjórnarfulltrúar- sem kalla sig Sjálfstæðismenn, skuli snúast eins og sælda í norð lenzku stórmáli, ef andað er á þá að sunnan. Ef slíkt yrði al- mennt hjá bæjarfulltrúum, má alveg eins stjórna Akureyri frá einhverju rentukammeri fyrir sunnan og láta unga menn úr Reykjavík eða Kópavogi fljúga á milli með pappírana. ÞARF ÞAÐ AÐ VERA ÚTLENT? Blað Sjálfstæðismanna hér, flyt ur þá frétt og telur til hneyksl- unar, að Tíminn hafi sagt 13. þ. m., að reykvískir kjósendur eigi að svara því, livort þeir vilja, að „Reykjavík haldi áfram að vera borg liins íslenzka fram- taks“. Hvað meina mennirnir? Finnst þeim sjálfsagt, að Reykja víkurframtakið sé útlent, eða hvað? Ekki munu margir Norð- lendingar vera á þeirri skoðun. HEILAR í ÓLAGI Sjálfstæðisforustunni liér í bæ myndi ekki veita af því, að fá sér „rafmagnsheila“ eða a. m. k. aðra heila en þá, sem nú hugsa á hennar vegum. Á einni síðu ís lendings í fyrradag eru það kall aðar „falskar forsendur“ að hafa landsmál og landsstjórn í huga í sambandi við bæjarstjórnar- kösningamar. Á næstu síðu seg- ir blaðið hins vegar, að vel- gengni á Húsavík sé m. a. að þakka „traustri stjórn þjóð- mála“. Eru þetta ekki „falskar forsendur“ á Húsavík, eða hvað? Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn fulltrúa í bæjar- stjórninni þar. í forystugrein á sömu síðu segir, að um upp- byggingu Akureyrar verði að liafa „nána samvinnu við ríkis- valdið“. Hvernig geta það þá verið „falskar forsendur“ í bæj- arsíjómarkosningum, að hafa þetta sama ríkisvald í huga og reyna að aðvara það í kosning- um, ef ástæða þykir til. Og nú væri ráð fyrir þá Sjálfstæðis- menn, að leggja sína gömlu heila í bleyti. AKUREYRARIÐNAÐURINN OG FRAMTÍÐIN Vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í landsmálum m. a. í tolla- og innflutningsmálum, er stærsti atvinnuvegur Akureyringa, iðn- aðurinn, í stórhættu, og sumar greinar lians hafa þegar lagzt niður. En við iðnað á Akureyri vinna mörg hundruð karla og kvenna. Stjórnarstefnan gagn- vart iðnaðinum er landsmál, og Sjálfstæðismenn vilja ekki að um það sé talað, en hér er jafn- framt um að ræða stórmál fyrir íbúa Akureyrar og framtíð bæj- arins. Þess vegna hefur Amþór Þorsteinsson og fleiri Framsókn armenn rætt þessi mál hiklaust, hvað sem hver segir, og hvetja Akureyringa til að hafa þau í huga við kjörborðin á morgun. TIL LfTILS GAGNS Sá orðrómur gengur í bænum, að hart sé lagt að mörgum kon- um, að kjósa D-listann, vegna Ingibjargar Magnúsdóttur. Sé þeim jafnframt bent á þann mögulcika, að þær geti strikað út af listanum þá, sem ofar eru, ef þær vilji ekki styðja þá menn. Þessum konum skal á það bent, að kosningalög eru nú, eftir að stjórnarskránni var breytt 1959, þannig úr garði gerð, að hcita má útilokað, að útstrikanir hafi nokkur áhrif á úrslit kosninga. Látið því ekki vikapilta að sunnan hlakka yfir því að hafa narrað ykkur til að kjósa D-Iistann á þessum röngu íorsendum. LÚÐRABLÁ STUR Efsti maður A-listans, Þorvald- ur Jónsson, liafnaði í blaðavið- tali „lúðrablæstri"4 og sagði slík „meðul,, litlu breyta, þótt fagur gæti verið. Annar maður á sama lista, Bragi Sigurjónsson, auglýsti sjálfur hljómsveit i útvarpsum- ræðum um bæjarmál, er leika myndi á kjósendafundi A-list- ans, vonlítill um almenna þátt- töku án skemmtiatriða. ER GÍSLI SÁ EINl? Gísli Jónsson gerði sig brosleg- an með því að segja frá í út- varpsumræðum, að hann hefði spurt mann úti í bæ, livort hann liefði skrifað, eða bæri ábyrgð á nafnlausri klausu liér í blaðinu og fengið neitandi svar. Ætli Gísli sé eini fullorðni maðurinn á Akureyri, sem veit ekki að allar nafnlausar grein- ar í blöðum eru á ábyrgð rit- stjórans? Það yrði seinlegt verk fyrir Gísla í nálega 10 þúsund manna bæ, að fá vitneskju um greinarhöfunda með þessari að- ferð! «11111111111111111IIIllllllll1111111111111111IIIIIIllllIII!■■■■ ,,, 1 Kosningaáróður og [ [ peningaviðskipti eiga | | ekki samleið. [ ~II|||IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKM 11111111111111? FIMM MENN FRÁ B-LISTANUM FULLTRÚAR B-listans í út- varpsumræðunum sl. þriðjudags kvöld voru, Stefán Reykjalín, Sigurður Jóhannesson og Hauk- ur Ámason í fystu uniferð, Arn- þór Þorsteinsson í annarri um- ferð og Sigurður ÓIi Brynjólfs- son í síðustu umferð. Stuðningsfólk B-listans hefur ástæðu til að þakka þeim glögg- an, ákveðinn og myndarlegan málflutning af listans hálfu. Árni Björnsson kennari Klukkan hringdi. Hann er dáinn, horfum við á auða rúmið. Ljósgeislar frá lífsins armi lýsir þögult grafar húmið. Allt sitt líf hann byggði á bjargi, byggði aldrei neitt á sandi. Ungum kenndi árum saman, árdagsmaður, víðsýnn andi. Hann var miklum gáfum gæddur, gjörfilegur öllum þótti. Góðra vina gleðimiðill. Gæddur var hann eikarþrótti. Ungur hóf sitt hreina merki, hataði allt óhreint þvaður. Stór og trúr hann var í verki, vökufús og hugarglaður. Hann var orðsnjall fleslum framar. Fræddi bæði gamla og unga. Duft hans þekur þögul moldin, þögnuð er hin snjalla tunga. Minningin hin m.ijcja, hljóða mun hans vinum lengi orna. Þegar nóttin íoks er íiðín lýsa eldar bjartra morgna. Hann er látinn, liéðan kvaddur, hnípnir vinir sakna og trega. Heilög rödd þó hefur talað. Hann mun lifa eilíflega. En við þökkum verk hans vönduð. Vonglöð lítum upp til hæða. Signi guð hans lága leiði. Lofum liöfund allra gæða. Sigurður Sveinbjörnsson. MUNIÐ minningarspjöld Elli- heimilis Akureyrar. Fást í Skemmunni. MINJASAFNIÐ á Akureyri er opið á sunnudögum kl. 2—4 e.h. Á öðrum tímum, vegna skóla- og aðkomufólks, eftir samkomulagi. Sími safnsins er 11162, safnvarðar 11272. GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ Auglýsingasími Dags er 1-11-67 HAGKAUE AKUREYRI Lokað næsfkomandi mánudag 7 DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Ágúst Þor- leifsson, sími 11563. BÆGISÁRPRESTAKALL: — Síra Theódór Jónsson átti aldarafmæli 16. maí sl. Þess verður minnzt með athöfn í Bægisárkirkju sunnudaginn 12. júní n. k. Á. S. HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Álf- heiður Karlsdóttir Ólafsfirði og Einar Benediktsson Hvassa felli. — Ennfremur ungfrú Kristín Kristinsdóttir Dalvik og Villy Hinrikssen Akureyri. SKARLAKÓR AKUREYRAR heldur æfingu á venjulegum stað, mánudaginn 23. þ. m. kl. 8.30 e.h. Áríðandi að allir félagar mæti. Stjórnin. +----------------* f Dagur gefur ekki úf j aukabiað á síðúsfu j síundu, bækling eða j dreifibréf. FEGURÐAR- SAMKEPPNIN í Yikunni. mrnwtm SJÓMANNSEFNI Vantar 14—15 ára pilt á bát, sem stundar færi og snúrvoð. Sími 11166. TAPAÐ PIERPONT karlm. úr tapaðist, sennilega í mið- bænum, s. 1. laugardags- kvöld. — Vinsamlegast skilist á afgreiðslu Dags. TILBOÐ ÓSKAST í sendiferðábifreiðiná A-37 Chevrolet árgerð 1955. Fataverksmiðjan HEKLA Akureyri Til sölu: 6 manna CHEVROLETH árgerð 1955. Nýsprautað- ur. Uppl. í síma: 2 - 13 - 13.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.