Dagur - 28.05.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 28.05.1966, Blaðsíða 2
2 r Utflutningur Vestur-Evrópu til vanþróaðra landa f jórum sinnum meiri en Bandaríkjanna ÞEGAR HEIL STÉTT ER VITT FYRIR DUGNAÐ MARGT var rætt í hópi þeirra 280 bænda, sem sátu ársfund Mjólkursamlags KEA á fimmtu daginn. Og í fyrsta sinn um ára- bil voru bændur verulega óánægðir með sinn liag, eftir að stórkostleg tekjuskerðing þeirra, sem mjólkurframleiðslu stunda, liggur Ijós fyrir, enda barðorð mótmæli samþykkt á fundinum. En þrátt fyrir óánægju, sem er eðlileg og þjóðfélagið sem heild hefur ekki viljað bæta úr sérstaklega, má vænta þess, að úr rætist. Verðlagning búvara mörg undanfarin ár var óheppi- leg, svo sem nú er komið í Ijós, en það tekur mörg ár að breyta þróuninni á þann veg, sem'nú er talin æskilegast, þ. e. að auka sauðfjárframleiðslu en draga úr mjólkurframleiðslunni. í heild munu Eyfirðingar í bændastétt hafa allbreið bök til að þola nokkur áföll, án þess að bugast, enda um hinar ágætustu sveitir að ræða við Eyjafjörð, ræktun mikil, byggingar góðar og félagssamtök traust. Það kom fram í skýrslu samlags- stjórans, Jónasar Kristjánsson- ar, að á siðustu 4 árum hefur mjólkurframleiðendum á félags svæðinu fækkað um 86. En að meðaltali lagði hver mjólkur- framleiðandi inn 41 þús. lítra mjólkur. Framleiðendur eru 492 „BÆRINN OKKAR" LEIKFÉLAG AKUREYRAR sýnir Bæinn okkar í Iðnó í Reykjavík annan í hvítasunnu kl. 3 og 9. Leikstjóri er Jónas Jónasson. □ r - Osekkjað korn . .. (Framhald af blaðsíðu 1). Vonandi er hér um að ræða byrjun á hagkvæmari flutning- um korns hingað til lands en tíðkast hefur fram að þessu. Er Jíklegt, að innan tíðar þyki eins fráleitt að flytja sekkjað korn ogiþað þykir nú, að flytja olíu í tunnum landa í milli. □ talsins. Af sveitadeildunum er Qngulsstaðadeild hæst í mjólk- urframleiðslu, lagði inn 3.126.014 Itr. á árinu, næst Saurbæjar- deild með 2.531.711 ltr. og í þriðja sæti var Svarfdæladeild með 2.513.209 ltr. Tala þeirra innleggjenda, sem á síðasta ári sendu yfir 100 þús. ltr. til sam- lagsins hafði hækkað úr 10 í 14. En hæst meðaltal mjólkurinn- leggjenda, utan Akureyrar, er í Hrafnagilsdeild. Þar hafði með- albóndinn 59.660 ltr., bændur á Svalbarðsströnd 57.890 að meðal taii. Smjörbirgiðir um sl. áramót voru 432 tonn og af ostum 145 tonn. Á árinu 1964 voru seld héðan til útlanda 332 tonn smjörs, en á síðasta ári ekkert. Samlagsstjórinn ræddi nokk- uð um nýju mjólkurvinnslustöð ina, sem bygging er hafin á. Hann hvað þá hættu óðum nálg- ast vegna þrengsla í gamla sam- laginu, að mjólkurvörur frá Ak- ureyri skipuðu ekki þann sess í áliti neytendanna, sem verið hefði til þessa. Bankar og lána- stofnanir neita nú að lána fé til byggingarinnar. Afleiðing þess er stöðvun framkvæmdanna. ÞÓ UNDARLEGT megi virðast, jókst útflutningur Vestur- Evrópu til vanþróaðra landa enn um 12 af hundraði árið 1965, en árið áður nam aukningin 7 af hundraði. Virðist sem Vestur- Evrópa hafi mjög styrkt að- stöðu sína á þessum vettvangi í samkeppninni við Bandaríkin. Útflutningur þeirra til vanþró- aðra landa nam á liðnu ári ein- ungis 3 af hundraði, en árið 1964 nam aukningin 13 af hundraði. Þessir útreikningar hafa ver-: ið gerðir af Efnahagsnefnd Sam einuðu þjóðanna fyrir Evrópu (ECE), sem jafnframt komst að þeirri niðurstöðu, að sú mjög útbreidda skoðun, að vanþró- uðu löndin munu neyðast til að haga innflutningsaukningu sinni eftir útflutningsaukning- unni á árinu 1965, hefði ekki reynzt rétt enn sem komið er. Þetta stafar af því að innflutn- ingur Vestur-Evrópu, Banda- ríkjanna og Japans til vanþró- uðu landanna jókst að verð- mæti um ca. 6 af hundraði á fyrstu þremur ársfjórðungum 1965 miðað við sama tímaskeið 1964. Verzlunin hina leiðina jókst um 12 af hundraði. Aukning Japana á útflutningi til vanþróuðu landanna var veruleg, eða samtals um 40 af hundraði. Mismunurinn á innflutnings- aukning Efnahagsbandalags- landanna og EFTA-landanna var ekki mikill árið 1965, þrátt fyrir samdráttinn í brezkum innflutningi og verulega aukn- ingu þýzks innflutnings. Inn- flutningur Frakka og Svisslend inga var óbreyttur, en innflutn- ingur ítala dróst saman. Á Spáni og í Grikklandi varð veruleg aukning á innflutningi, en í Júgóslavíu minnkaði hann. Breytingar á útflutningi voru áþekkar. í öllum iðnaðarlönd- um Vestur-Evrópu jókst hann um ca. 10 af hundraði, en á í- talíu um heil 20 af hundraði. Gagnstætt útreikningum beindist útflutningsaukningin ekki að svæðisbundnum við- skiptum, heldur að útflutningi til annarra svæða. Vei'ðmæti út flutningsins til Norður-Amer- (Framhald á blaðsíðu 5.) Innanlandsflug Flugfélags íslands - Síldarleitarskip eg síldveiðar (Framhald af blaðsíðu 8). mannafélagi Eyjafjarðar að þeg- ar yrði hafinn undirbúningur að smíði síldarleitarskips og and- virði skipsins yrði greitt af út- vegsmönnum og sjómönnum og yrði tekið (4% af óskiptum síld arafla og kaupendur síldarinn- ar legðu fram 14% á móti. Það virðist því að ekki hefði mátt dragast öllu lengur að koma þessu máli af stað. Hinn 17. maí sl. var undirritaður samningur um smíði síldarleitarskips og verður skipið byggt í Bretlandi og á að afhendast eftir 13 mán- uði frá undirskriftardegi. Má því telja að tillaga Útvegsmanna félags Eyjafjarðar hafi borið skjótan og góðan árangur. Dauft er yfir síldveiðum á Austfjarðármiðum. Sl. nótt fengu 11 skip um 1600 lestir eða um 11 til 12 þúsund mál. Settar hafa verið upp vigtar við flest löndunartæki síldarbræðslanna og verður öll bræðslusíld vegin í sumar. Talið hefur verið að 135 kg. (150 Itr.) væri í hverju síldarmáli. Við athugun sl. haust og nú í vor hefur þessi þungi reynzt nokkru meiri eða uppí 147 til 148 kg. úr máli enda síldin sem vegin hefur verið mjög mögur, eða 8 til 9% feit. Eins og sagt var frá hér í blað inu fyrir nokkru koma síldar- og hafrannsóknarskipin saman hér á Akureyri að loknum sín- um rannsóknum. Ákveðið hafði verið að skipin kæmu hingað 14. júní n. k. en að beiðni Norð- manna verður komið hingað tveim dögum fyrr eða 12. júní. ÞEGAR sumaráætlunin hefir að fullu gengið í gildi verður flug- inu hagað þannig: Frá Reykjavík til Akureyrar verða þrjár ferðir á dag, nema á miðvikudögum, þá eru tvær ferðir. Af þessum tuttugu ferð- um í viku verða 18 með Friend- ship og tvær með DC-3 flug- vélum. TU þessa hafa miðdagsferðir. milli Reykjavíkur og Akureyr- ar oftast haft viðkomu á fleiri stöðum norðanlands. í sumar verða þessar ferðir að mestu leyti flognar beint milli stað- anna t. d. á föstudögum, laugar- dögum og sunnudögum. Til Vestmannaeyja verða 18 ferðir í viku, þar af þrjár á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum, en Stangveiðitíminn fer senn að hefjast. Veiðisögur rifjast upp, aðrar eru framundan. Og hér bregður írskur skopteiknari upp mynd af veiði og veiðimönnum. tvær ferðir aðra daga. Fjórtán ferðir verða flognar með Friend ship og fjórar með DC-3. Til Egilsstaða verða ellefu ferðir í viku beint frá Reykja- vík, en auk þess ferðir um Akur eyri á þriðjudögum, fimmtudög um og á sunnudögum frá ísa- firði, Akureyri og Höfn í Horna firði. Til ísafjarðar . verða ferðir allá dága Vikúnnar. Til Hafnar í Hornafirði verða 4 ferðir í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og Iaugardögum. Til Sauðárkróks verða einnig fjórar ferðir, og sú nýbreytni tekin upp, að flogið vei'ður milli Reykjavíkur og Sauðárkróks án viðkomu annars staðar, á mánu dögum, miðvikudögum, föstu- dögum og laugardögum. Til Húsavíkur verða þrjár ferðir í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Patreksfjarðar verður einnig flogið þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Fagurhólsmýrar verður flogið á miðvikudögum. Til Þórshafnar og Kópaskers verður flogið þrisvar í viku, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum. í sambandi við sunnudagsferð ina frá Reykjavík til ísafjarðar skal þess getið, að flugvélin held ur áfram frá ísafirði til Akur- eyrar, Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði, snýr þar við og hef- ir viðkomu á sömu stöðum. Fyr- ir þá, sem viljá skoða landið úr lofti er hægt að fljúga með þess um ferðum kl. 10.00 á sunnu- dagsmorgni frá Reykjavík, fara alla leið til Hoi'nafjarðar og aft- ur til Egilsstaða, en taka þar flug beint til Reykjavíkur. í sambandi við flugferðir inn anlands verða í samráði við um ferðardeild póstþjónustunnar og sérleyfishafa, skipulagðar áætl- unarbílferðir til byggðarlaga í nágrenni flugvallanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.