Dagur - 28.05.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 28.05.1966, Blaðsíða 8
8 Ít' ' SMÁTT OG STÓRT h’ < fci ■ ,, ti Mrj *&■:r~•• Snjóskaflinn mikli í Vaðlaheiði var 12 nielra hár 10. maí. (Ljósm.: E. D.) Ja rðabólaf ra m k væmd i r drógust saman I SKÝRSLU þeirri, um jarða- bætur og búnaðarframkvæmd- ir, sem lögð var fyrir aðalfund Búnaðarsambands Eyjafjarðar í vetur kennir margra grasa. En jarðræktarráðunautur er Jón Tr. Steingrímsson. Hann segir, að jarðabóta- menn á félagssvæðinu hafi ver- ið 327 á árinu 1965 eða nokkru færri en árið áður. Af birtum tplum skýrslunnar megi sjá, segir ráðunauturinn, að allar framkvæmdir hafi dregizt sam- an, nema hlöðubyggingar og súgþurrkunarkerfi. Nýræktir voru 315.411 m’ í ptað 483.266 m= árið 1964. Vélgrafnir skurðir voru 108.247 m3 á móti 178.825 m0 ár- ið 1964. Votheyshlöður voru 460 m' en 786 m“ árið áður. Þurrheyshlöður voru 15.340 ms en voru 12.406 m3 árið áður. Sauðfjárrækt. Á síðasta ári skiluðu 9 sauð- fjárræktarfélög skýrslum til ráðunauts. í þeim eru 61 félagi og höfðu þeir skýrslufært 1807 ær. Það tvennt virðist koma fram íhaldið tapaði á Dalvík Á DALVÍK urðu úrslit kosn- inganna þau, að Framsókn bætti við fulltrúa — tók hann frá Sjálfstæðisflokknum. Sveit- arstjórnin er skipuð 7 mönnum. Framsóknarflokkurin fékk 3 xnenn kjörna, Alþýðubandalag 2, Alþýðuflokkur 1 og Sjálfstæð isflokkur 1 mann kjörinn. FuIItrúar B-listans eru: Bald- vin Magnússon, Jón Stefánsson cg Inga Ásgeirsdóttir. Auglýst hefur verið starf sveitarstjóra. í skýrslum þessum, að vest- firzku ærnar skili meira kjöti en þær þingeysku séu frjósam- ari. Þá getur ráðunauturinn sér staklega um „sæðingarlömbin" undan hrútum frá Holti í Þist- ilfirði og skyldum hrútum, sem þaðan voru keyptir og notaðir hér á sæðingarstöð. Segir hann, að mörg lambanna séu góð og sum afbragðsgóð. Jafnbeztu hrútarnir væru undan Þokka, en Spak myndi hann velja fyrir ærföður. Rúningsnámskeið voru all- víða haldin um landið á vegum Bí og sendi BSE menn þangað til að læra að fara með vélklipp ur og að vetrarklippa sauðféð. Skýrslur hinna tveggja ráðu- nauta BSE, þeirra Ævars Hjart- arsonar og Stefáns Þórðarsonar, verða gerðar að umtalsefni síð- ar. O Mikill kosningasigur á Sauðárkróki BLAÐIÐ spurði Guðjón Ingi- mundarson á Sauðárkróki, sem var efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins þar, um kosn- ingaúrslitin og hinn mikla sigur flokksins, sem í því fólst, að bæta við sig tveim bæjarfull- trúum. Nú hafið þið þrjá bæjarfull- trúa? Já. Höfðum einn áður, en höf- um nú þrjá. Að þessu sinni var um hreint flokksframboð fjög- urra stjórnmálaflokkanna að ræða, en svo hefur ekki verið við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar og „óháðir“ listar truflað. Við síðustu kosningar, 1962, fengu Framsóknarmenn 113 at- kvæði, en nú 274 atkvæði. Hverju þakkar þú þennan mikla sigur? Það var einhuga samstaða um (Framhald á blaðsíðu 7.) Guðjón Ingimundarson. TÖLUR — SEM TALA Kosningatölur liafa verið birtar og lesnar í útvarp. Þær tala skýru máli. Málgögn flokkanna tála svo til kjósenda og gefa skýringar á sigrum og ósigruni, fagna eða hryggjast. fslending- ur, sem út kom 26. maí, er ein allsherjarstuna, skætingur og mótsagnir. En vonandi er, að „Eyjólfur hressist“ og sviðinn yfir ósigri Sjálfstæðisflokksins hér í bæ minnki þegar frá líð- ur, en jafnvægi Iiugans gæti meira en nú. MARGAR SKÝRINGAR Sjálfstæðismenn, sem nú una allra manna verst sínum hlut eft ir bæjarstjórnarkosningarnar, hafa á liendinni ýmsar skýring- ar, snúa jafnvel ósigri í sigur. Morgunblaðið segir t. d. nú eft- ir kosningarnar: „Sjálfstæðis- menn lögðu áherzlu á það í þessari kosningabaráttu, að leggja verk sín skýrlega fyrir kjósendur.“ Já, ekki var við gcðu að búast, þegar slíkt var gert! ÞRÍFÆTT FOLALD í LAND- EYJUM Það þykir tíðindum sæta, að nú í vor fæddist þrífætt folald suður í Landeyjum og vantaði aði annan framfótinn. Folaldið er að öðru leyti hið sprækasta og ber sig furðu fimlcga yfir á þrem fótum. DÝR VEIÐIVIKA Stangveiðimönnum til huggun- ar (og konum þeirra) skal þess getið, að ferðaskrifstofur í Eng- landi bjóða fólki upp á viku- dvöl við laxveiðar í Víðidalsá í Húnavatnssýslu, ásamt ferða- kostnaði öllum og veiðileyfinu, fyrir nálega 60 þús. ísl. krónur. Þetta er dýrt sport og sýnir, að útlendingum er vel til þess trú- að, að fórna stærri peningaupp- hæð fyrir leyfi til laxveiða, en hér þykir við hæfi venjulegs fólks. HUNDAR BlTA Um það leyti er sölubúðum var lokað á miðvikud.kvöldið varð 5 ára telpa fyrir því óhappi, að hundur beit liana í andlit og varð af nokkur áverki. Hundur inn var gulur að lit. Eigandi fyrirfannst enginn. — Þetta er ekki í fyrsta sinn, að liundar bíta börn hér í bænum, slikt hefur borið við nokkrum sinn- um á undanförnum vikum. — Hér verður að taka í taumana. SlLDARLEITARSKiP OG SlLDVEIÐAR UNDANFARNA daga hefur mátt heyra í útvarpinu auglýs- ingu, þar sem óskað er eftir skipi til síldarleitar í sumar. Undanfarin sumur hafa tvö skip auk Ægis annazt þessa leit m/s Hafþór og m/s Pétur Thorsteins son. Skip þessi eru að flestra dómi mjög hentug til þessara starfa og hafa tvímælalaust kom ið að mjög miklu gagni og auk- ið aflamagn veiðiskipanna veru- lega. Ríkið hefur nú eignazt Haf þór en Pétur Thorsteinsson ver- ið leigður. Nú fæst hann ekki í leigu þar sem eigendur hyggj- MÁNUÐI Á EFTIR Vegamálaskrifstofan syðra tel- ur, að vegirnir séu mánuði seinna en venjulega, að lagast eftir veturinn. Á Norður- og Austurlandi var vetrarríki þó meira, en vegirnir eru óðum að lagast, þótt sumir fjallvegir séu raunar lokaðir. BÆJARSTJÓRNAR- MEIRIHLUTI? Alþýðuflokkur og Alþýðubanda lag hafa bréflega óskað við- ræðna við Framsóknarflokkinn á Akureyri, með myndun bæjar stjórnarmeirihluta í huga. Mál þessi eru nú til athugunar og á fyrsta viðræðustigi. Slúðursög- ur eru á kreiki og ættu menn að trúa varlega. LÖG Á AÐ VIRÐA Benedikt Kristinsson, vistmað- ur á Kristneshæli minnir á í góðu bréfi, hvað Alþingi sam- þykkti í vetur um sinubruna um varptímann. En sinu má ekki brenna eftir 1. maí. Og hann segir: „Hvað ætla Eyfirð- ingar Iengi að halda áfram þeim Ijóta sið, að brenna sinu eftir að varp fuglanna er hafið?“ Og enn segir Benedikt: „Ég hafði aldrei heyrt getið um það fyrir norðan, að sinubrennsla væri nauðsynleg og ekki þrifust skepnur verr þar“. Bréfritarinn hefur lög að mæla. STRÍÐSFRÉTTALETUR! Alþýðumaðurinn segir frá sigri flokks síns með stríðsfréttaletri í gær. Rétt er, að flokkurinn bætti við sig atkvæðum hér á Akureyri og náði manni frá íhaldinu, einnig í Reykjavík. En þegar litið er á kosningarn- ar í heild stendur fulltrúatala Alþýðuflokksins í stað. HÆTTULEGT BÁTUM Sjómenn hafa kvertað yfir því, að sjór brjóti timbur úr bryggju á Oddeyri og reki það um fjörð- inn. Sé slíkt bátuni hættulegt, sem rétt er, og væri þörf á, að rífa það, sem undir skemmdum liggur eða gera við það ella. ast gera hann út á síldveiðar. Er því allt útlit fyrir að einu leitarskipi verði færra en und- anfarin sumur, og er það illa farið. Á aðalfundi LÍU sl. haust var samþykkt tillaga frá Utvegs- (Framhald á blaðsíðu 2.) Akureyringar leika við Þrótt á mánudag á Laugardalsvell- inum í Reykjavík FYRSTI leikurinn í Knatt- spyrnumóti íslands (I. deild) !; fer frain á Laugardalsvellin-' um í lícykjavík n. k. mánu- dag (annan í hvítasunnu) og mæta Akureyringar Þróttur um, nýbökuðum Reykjavík- urmeisturum. Engu er hægt að spá um úrslit leiksins, en ÍBA-liðið er nú í Noregi og leikur þar æfingaleiki. Beztu óskir fylgja I. deild- arliði okkar Akureyringa og vona menn að það standi sig vel í sumar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.