Dagur - 28.05.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 28.05.1966, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1168 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Bændnr á fundi EYFIRZKIR bændur og nágrannar úr Þingeyjarsýslu fjölmenntu á árs- fund Mjólkursamlags KEA á fimmtu daginn, sem er 38. ársfundur eða aðalfundur stofnunarinnar. Og all- an þennan tíma hefur Jónas Krist- jánsson veitt henni forstöðu af sín- um alkunna dugnaði og hagsýni. Nokkrir Jiröngsýnir bændur fluttu kýr sínar úr héraðinu þegar Mjólk- ursamlag IvEA var stofnað og mót- mæltu á þann hátt þessari grein sam- vinnustarfs við Eyjafjörð. En Mjólk- ursamlag Kaupfélags Eyfirðinga átti eftir að verða eyfirzkum bændum og framförum þeirra mikil lyftistöng. Eyfir/.kir bændur hafa síðan verið stórstigir í framfaraátt, hafa t.d. auk- ið mjólkurframleiðslu sína tvítugfalt á þessu árabili. Aukin ræktun og framleiðsla hinna ágætustu matvæla hefur lengi verið stolt Eyfirðinga samfara margþættri menningu, eink- um á sviði félagsmála. Ræktun og menning hafa átt samleið í Eyjafirði eins og víðast annarsstaðar. Nokkrir örðugleikar steðja nú að bændastéttinni vegna offramleiðslu á smjöri, vonandi þó aðeins tíma- bundnir. Hin geigvænlega verðbólga j og hækkun framleiðslukoslnaðar inn anlands, hefur breikkað bilið milli innanlandsverðsins og þess verðs, sem erlendis fæst fyrir þá vöru og aðrar útfluttar búvörur, svo útflutn- ingsbætur hrökkva skammt. Innvigt- unargjald hefur nú verið lagt á mjólk og nemur það yfir sumarmán- uðina um krónu á lítra, en jafnhliða var smjörverðið lækkað niður í 50 kr. ■ í heildsölu hvert kíló. Innvigtunar- gjaldið er tilfinnanlegtekjuskerðing, sem óséð er, að bætt verði. Mjög er þetta á annan veg hjá sjávarútvegin- um. Nú síðast fékk Iiann 80 milljón króna styrk, sem tekinn var af mat- arpeningum almennings. I fyrra sigldu öll síldarskip af miðunum til hafna, til að mótmæla nýjum síldar- : skatti. Ríkisstjórnin lét undan síga. Útvegsmenn hé»ta stöðvnn bátaflot- ans þegar þeim býður svo við að horfa, og samtök launþega hóta verk- föllum til að knýja fram úrbætur í kjarmálum. Allir þessir aðilar hafa neytt stjórnarvöldin til að breyta stefnunni. Nú eru bændur beinlínis víttir fyrir að framleiða of mikið, en ríkisvaldið neitar að veita þeim að- i stoð í tímabundnum örðugleikum. ! Sýnilegt er, að hér er ein stétt órétti l»eitt, svo freklega að furðu sætir. Ég man vel komu ykkar tveggja Laugamanna og þótti hún ánægjuleg. Einir allra manna, þeirra sem hér fengu engi í mínu minni og þeir skiptu tugum tuga, hlupuð þið á sund frá heyþurrki svo ég vissi til. Ég horfði á spretthlaup ykkar á bakkanum þegar upp úr kom og langaði í leikinn, hafði látið þetta sama eftir mér einstaka sinnum og helzta íþróttaafrek mitt mun hafa ver- ið að synda yfir Laxá fram og aftur, í nokkrum straumþunga af Fjallsengi í Langey. Ég véfengi það ekki sem þú segir um námskeiðið. Fullviss að ég hefði numið eitthvað ung ur af rosknum bónda í Borgar- firði eða Eyjafirði, en hér er komið að raunalegu umræðu- efni. Máli okkar hrakar þrátt fyrir margföld fjárframlög og dýra vinnu fræðimanna í skól- um landsins. Viljinn ræður meiru en þekkingin um málfar alls þorra fólks sem annars teldist fullvita. Dæmin sýna að margur alls ólærður maður tal- ar og ritar enda betra mál, þó honum verði á í réttritun og greinarmerkjum, en sprenglærð ur háskólamaður. Málsspell- virkjum má skipta í þrennt. í fyrsta flokki eru þeir sem vinna að skemmdum tungunn- ar í ræðu og riti, í blöðum, bók- um og útvarpi, flestum ætlandi að vita betur. Þar er — svo ný- leg dæmi séu nefnd — lands- kunnur náttúrufræðingur sem komst „í kritiska situation". Heimskunnur liagfræðingur, sem komst svo að orði: „Ég mundi telja að rétt mundi vera“ ásamt tugum af „rnundum" í stuttu máli — útvarpsviðtali. Höfundurinn sem hafði „litríkan persónuleika“ að nafni á tíma- ritsgrein, bætti svo skáldi við. Bóndinn, er vantaði mannskap til að smala heimahagana — ekki mannafla, menn eða lið —. Blaðamaðurinn, sem alltaf segir það ku, — væntanlega borið fram þó ku — og segir: Hinn 39 ára N. N. ætlar — ekki þó ku ætla — að ganga í það heilaga með hinni 16 ára gömlu S. S. o. s. frv. Skáldsagnaþýðandi, er leggur yngismey af mikils met- inni ætt þessi orð í munn við unnustann, eftir ótal vonbrigði og raunir „en hvað þú hefur verið sætur gæi“. Útvarpsmað- urinn, sem ræddi um sjarma og tradition í sömu andrá og „plat- aði“ litlu síðar. Þannig mætti telja endalaust og liggur hverjum manni í aug- um uppi alls ólærðum hvað þá hinum. Annar flokkur og margfalt stærri er svo sá sem tekur þetta allt upp mótþróalítið, elur ósómann í barmi sér og á vör- um, sumir án þess að gera sér nokkra grein fyrir því, nægir ef hann skilur hvað aðrir segja svona nokkurn veginn, leiðrétt- ir aldrei böm sín eða unglinga hvað þá fullorðið fólk. Þetta fólk skoar og neblear, speguler- ar. Það reddar og græjar á víxl fer í bransa og bisniss, kuplar t. d. „úr kúm yfir í sauðfé“, það hífar og halar og bakkar og tommar. Tommustokkur og trei tomma eru á tungu smiðsins. Þetta fólk telur flest í stykkj- um, treitommuna, „mannskap- inn“, „beljur og rollur“, rjúpur, lax og silung, vörupartíin .... Unga fólkið sem nú nefnir „skvísur og gæa“ veit fæst um uppruna orðanna. Börnin ekki, þetta verður þeirra móðurmál, og svo er um allt annað sams- konar. Þriðji flokkurinn er sá harka lýður, sem steypir sér yfir þau útlend orð og bögumæli sem hann kemst yfir eins og hrafn á hræ eða þorskur á agn. Vinn- ur á í sínu umhverfi þó virðing in sé öllu minni en 1. flokkn- um hlotnast. Móti þassum þunga straumi er svo í andófi sá hluti þjóðar- inar, sem vill vernda málið og leggur það á sig að tala ekki óhugsað, hverju sinni, árangur viðleitninnar er misjafn, en þetta skilur, að vilja, eða vilja ekki. Hér skiptist ekki eftir starfi og stöðu né búsetu. Þenn- an flokk fylla börn á skólaaldri í bæjum og sveitum jafnt og þeir menntamenn þjóðarinnar, sem bera hæst hróður hennai' og allir þar á milli. Málfræði- þekking ræður hér minnstu um, en greind óneitanlega. Hálærð- ur heimskingi talar oftast hrognamál. Ég mundi telja að jákvæðan árangur mundi nást svo gripið sé til orðalags hagfræðingsms lieimskunna ef málfræðikennsl- unni, í þeirri mynd sem hún er nú, væri vikið þannig við að úr lienni drægi um %—Yz- í þess stað kæmu leiðbeiningar kenn- ara, studdar jöfnum höndum lestri úrvalsbóka og úrkasti, jafnframt því sem hann leiðrétti þeirra eigin málfræði, götumál bæjanna, orðfæri sveitafólksins. Ég styð þetta mál mitt með eig- in raun. Ég las íslendingasögur flestu öðru fyrt' og meir og margt bóka á góðu máli, blöðin á uppvaxtarái'um mínum voru rituð á annan veg en nú er tíð- ast um dagblöðin. Foreldrar mínir töluðu gott mál. Faðir minn leiðrétti orð mín „þetta er ekki gott mál, þetta er bögumæli, þetta er dönskusletta, þetta er nú af út- lendum toga spunnið.“ Hann kenndi mér fyrstu atriði mál- fræði og 4 mánaða barnaskóla- nám jók þar litlu við, en ég lærði að hugsa og spyrja, vildi ekki vera verrfeðrungur, og hafðir þú veitt einhverju at- BARNASKÓLANUM í Sól- garði í Saurbæjarhreppi var slitið í byrjun maí. 60 nemend- ur voru í skólanum í vetur, þar af 15 í unglingadeild. Hæstu einkunn í unglingadeild hlaut Ingibjörg Angantýsdóttir, 9,57. Hæstu einkunn á fullnaðarprófi barna hlaut María Ingadóttir, Stóradal, 8,88. Skólastjóri er Angantýr H. Hjálmarsson. Frú Edda Eiríks- dóttir, Stokkahlöðum, kenndi við skólann, eins og síðastliðið ár. Daníel Pálmason, Gnúpu- felli, kenndi líka nokkurn tíma af vetrinum í forföllum Eddu. Skólinn í Sólgarði er heiman- gönguskóli. Það skólafyrirkomu lag reyndist illa í vetur, vegna illviðra og ófærðar. Alls féllu niður þrjár vikur af kennslu af þeim sökum. Ófærðin bitnaði eingöngu á yngx'i deildum skól- hygli um málfæri mitt þá er ráðningin hér. Áhrif þessarar kennslu eða áhi'ifa heimilisins má og ráða af öðru. Óttar bróð- ir minn, sem er klakfræðingur og var langyngstur okkar syst- kina, kom heim frá Ameríku fyr ir rúrnu ári eftir 16 ára dvöl meðal þeirra, er töluðu öll önn- ur mál en íslenzku. Aldrei man ég eident orð, bögumæli né í'anga beygingu af vörum hans og lagði þó hlustir við. Þetta vit um við að er ekkert einsdæmi, þax-na er ákveðinn vilji að baki, sem mætti verða möx'gum minn isstæðari en er og til þess að líkja eftir. III. Orðum þínum og ágizkun um að mér muni hafa verið kæi'ari bókin, en skóflan vil ég víkja ögn við, láta bókina liggja milli hluta, en gera samanbui'ðinn á reku, kvísl, fyrii’skei'a og undir ristuspaða annars vegar, oi’fi og hrífu hins vegar. Ég varð aldrei bygginga- né jarðabótamaður, ekki handgenginn þeim vei'k- fæi-um er þarf að beita við þau stöi'f, hefði þess þó vei’ið full þörf. Túnið hér á Fjalli var lengi 18 dagsláttur og fóðraði aðeins 3 kýr. Örðugt með aukn- ingu, gi’jótholt og melhólar eða láréttar mýrar á alla vegu. Þetta er jörð sem Pétur þjóð- hagfi’æðingur hefði dæmt óbyggð og ráðstafað okkur sem hér búum á eitthvert eyðigóð- býli eða suður að Straumi. Hluta þess túns hefi ég slegið í 60 ár og finnst ekkert vei'k skemmtilegi'a á sumardag, en að fara með oi'f og hrífu, í'aun- ar engu síður á engi en túni. Fjárhii'ðing á vetri, skógrækt og græðsla örfoka lands mun ánægjulegri en grasrækt, enda þótt hún varði okkur bænd- ux-na mestu, hefir ávallt gei’t það og aldrei meir en nú. Ég oi'ðlengi þetta ekki meir þó mörgu mætti við auka. Bréfið er orðið helzt til langt, en þú mátt að nokkru sjálfum þór um kenna. Ég vona að þú haldir svo áfx'am stefnunni sem vei'ið hefur. Fjalli 3. mai'z 1966. Ketill Indriðason. ans. Þeim unglingum og böi’n- um úr eldri deild, sem lengst áttu að sækja í skólann, var um tíma komið fyrir á bæjum í nánd við skólastaðinn, svo hægt væri að halda áfram kénnslu, þótt ófærð væx'i á vegum. — Vatnsskortur var almennur í Saui'bæjarhi’eppi, þegar leið á veturinn. Þá þx-aut einnig vatn í Sólgarði. Daníel Pálmason bóndi í Gnúpufelli bauðst þá til að skjóta skjólshúsi yfir skólann, svo þar fór kennsla fram á þriðju viku. Ellen Hákanson á Mógili ann- aðist leikfimikennslu í öllum barnaskólum fi'aman Akureyr- ar, en sú grein kennslunnar féll alveg niður seinni hluta vetrar, vegna snjóa á vegum. (Fréttatilkynning). Frá barnaskólanum í Sólgarði 5 Hann fann upp barnavapinn Þórarinn Kr. Eldjárn átlræður Fréftebrél úr Reykjadel HVER fann upp barnavagninn, þetta gagnlega og bráðnauðsyn- lega fai’artæki? Charles Burton, (Bandaríkjamaðui', sem uppi var í tíð Viktoríu drottningar) var orðinn ákaflega leiður á að snúast í kringum litlu börnin. — Hann gætti barnsins síns, þeg ar konan hans var veik, og einn daginn datt honum í hug að fara ÞRESTIR SYNGJA Á AKUREYRI EINS og getið var um í síðasta blaði syngja Þrestir í Hafnai'- firði hér í Samkomuhúsinu á hvítasunnudag kl. 5. Söngstjóri er Hei'bert Hriberschek. Undir- leikari er Skúli Halldórsson og einsöngvarar eru Árni Gunn- laugsson og Ólafur Eyjólfsson. Söngskrá 16 atriði er mjög fjöl- breytt og glæsileg. — Sjá aug- lýsingax-. — Miðar eru seldir í Bókabúð Jóhanns Valdimai's- sonar og við innganginn. □ OFT HEFUR það skeð, að ýms tízku- og menningarfyrirbæi’i hafa borizt hingað til landsins í þann mund, þegar þau voru að verða úrelt erlendis. í þessu sambandi verður mér hugsað til þess áróðurs, sem sumir af lækn um okkar hafa rekið um nokk- urt skeið gegn neyzlu mjólkur og smjörs hér á landi. Spyrji maður starfsbræður sína á Norð urlöndum um svona áróður hjá þeim, eru viðbi'ögðin alls staðar svipuð og á þessa leið: „Eruð þið með þetta núna. Það er um gai'ð gengið hjá okkur“. Og nú auglýsa þeir þessar vörur sem hollustu fæðuna, án afskipta læknavísindanna. í áróðri sínum hafa læknar okkar haldið því fram, að svo mikils sé neytt hér á landi af mjólk og í-jóma, að það geti valdið aukningu kolesterols í blóðinu, og orsakað á þann hátt hjarta- og æðasjúkdóma. Ef hér er átt við, að neyzla mjólkur- fitu sé miklu meiri hér en alls staðar annars staðar, þarf að skoða það nánar. Þessi sama fita er vitanlega í öllum mjólk- urafurðum, sem á boðstólnum eru, en þær eru: neyzlumjólk, rjómi, smjör ostar og mjólkur- og rjómaís. Þó að allmikið sé drukkið hér af mjólk, er smjöx’- neyzlan ekki sérlega mikil, og neyzla í'jóma, osta og ístegunda er lítil. Þegar á heildina er litið er notkun mjólkurfitu því ekki meii'i hér á landi en í sumum nágrannalöndunum. Fi’á því að kenningin um skaðsemi mjólkui'fitunnar kom fyi’st fram, hefur lækna og nær- ingarfi-æðinga greint mjög á um í’éttmæti hennai’, Raddir þeirra, sem telja hana ranga, hafa smám saman orðið háværari, og í gönguferð. En hann varð að taka barnið með, en það var þungt og hann var örþreyttur á að bei'a það. Þegar hann svo kom lreim, tók hann stóran kassa, setti undir hann fjögur hjól og handfang framan á. Og svona vai'ð fyrsti barnavagninn til. Þetta var árið 1848, en mikið var hlegið að Burton, þegar hann kom akandi með barnið í stað þess að bera það. Fólk benti á hann — og glotti, og þetta þótti svo bráðfyndið, að blöðin skrifuðu gamangreinar um þenn an furðulega mann. Seinna fór svo Burton til London til að reyna að fá uppfinningu sína fi'amleidda. En það gekk ekki vel. Hann var að vei'ða gjald- þi'ota, þegar Viktoi'ía drottning heyi'ði getið um uppfinningu hans. Hún pantaði strax barna- vagn handa nýfæddu barni sínu. Og bráðlega bar það vott um velmegun að eiga barnavagn, og hver móðir með sjálfsvirð- ingu, keypti barnavagn handa börnum sínum. □ heyrðust loks svo um munaði á fundi, sem haldinn var í Salz- burg og Bad Reichenhall í Þýzkalandi í fyrri hluta septem- ber 1965. Þetta var alþjóðlegur Stefán Björnsson. fundur um næringu og menn- ingarsjúkdóma. (11. INTERNA- TIONAL KONVENT FUR VI- TALSTOFFE, ERNÁHURNG, UND ZINILISATIONSKRANK HEITEN). Hann sátu pró- fessorar, læknar og næring- arfræðingar frá mörgum lönd- um. Umræðurnar snerust mikið um áhrif fæðunnar, einkum fit- unnar í fæðunni, á þróun hjarta- og æðasjúkdóma, enda sagði pi'ófessor Parade í fi’amsögu- erindi sínu, að tilgangur fund- arins væri að finna á vísinda- legum grundvelli samhengið á milli fæðunnar og þróunar æða- kölkunai-. Þáttur smjörfitunnar í fæð- unni var mikið ræddur, og þá fyrst og fremst kenningin um skaðsemi hennar fyrir æðakex'f- ið. í 36. ályktun fundarins seg- ir, að þessari kenningu hafi ver- ið hai'ðlega mótmælt, einkum af I FYRRADAG, 26. maí, varð Þórarinn Kristjánsson Eldjái-n, hi-eppstjói'i á Tjöi-n í Svarfaðar- dal, áttræður. Hann hefur alla ævi átt heima á Tjöx-n, fæddist og ólst þar upp, bjó þar síðan lengi búi sínu og eyðir þar nú ævikvöldinu hjá ástvinum. Ef tína ætti saman og telja fram störf Þórarins í þágu al- mennings, yrði það langur listi, enda fyrr skjalfestur hér í blað- ínu og víðar. Hitt er líka meira um vert fyrir hann sjálfan, sveitunga hans og sýslunga, að hann er mikið karlmenni, vitur dreng- skaparmaður, hjartahlýr og ráð hollur. Þess hafa margir notið og munu senda afmælisbarninu kveðjur sínar og þakkir svo sem verðugt ei’. Það má um Þórai'in segja, að hann yrði leiðtogi og mikill héraðshöfðingi „af sjálfum sér" vegna mannkosta sinna og vits- muna. Eyfix’ðingar þakka hon- um nú leiðsögn hans og forustu prófessor Pchweigart. Hann sýndi fram á að kolstei’ol er lífs- nauðsynlegt efni, sem líkaminn myndar að mestu leyti sjálfur, og nemi dagleg eigin fram- leiðsla 3—5 grömmum. Úr fæð- unni fái líkaminn 1 gr. af kole- steroli, og af því eina grammi stafi aðeins 1/10 frá smjöri, og er þá miðað við miðlungs smjör neyzlu. Neyzla smjörs hafi því í rauninni enga þýðingu. í sama streng tók dr. Anemueller og lagði áherzlu á, að kolesterolmagn smjörsins væri skaðlaust. í skýrslu fundarins er gerður samanburður á kolestex-olmagni YFIRLEITT er ekki gerður greinarmunur á kynjum við upptöku í háskóla, þó að Banda ríkin svöruðu þessari spurningu á þá leið, að „þegar tveir um- sækjendur um háskólavist, ann ar kai-lmaður, hinn kona, upp- fylla sömu skilyrði, eru meii’i líkindi til að karlmaðui'inn fái upptöku.... Séu báðir um- sækjendurnir teknir í skólann, eru meiri líkur fyrir því að karlamaðurinn ljúki prófi, og Ijúki báðir umsækjendur prófi, eru miklu meiri líkindi til að karlmaðurinn leggi út í fram- haldsnám og sérhæfi sig á ein- hverju sviði en að kvenstúdent- inn gei’i það.“ Iijónaband veldur fráhvarfi frá nárni. Danmörk, Noregur og Finnland og þakka skapara sínum fyrir góðan samfylgdarmann. Sjálfum finnst ég vera betri maður af því að kynnast Þór- arni og læt aðrar vangaveltur lönd og leið. Fyrir það er ég þakklátur og gleðst yfir því að mega votta það á meðan sól er enn ekki til viðar gengin. Ég sendi Þórarni á Tjörn mínar innilegustu hamingjuósk- ir í tilefni af á.tti’æðisafmælinu, minnugur max’gra hollráða hin síðai’i ár. E. D. ýmissa fæðutegunda. Þar segir, að úr 30 gr. af smjöri fái líkam- inn aðeins um 50—80 mg. af kolestei-oli, úr Yz ltr. af mjólk aðeins 60 mg., úr 150 gr. af kjöti eða pylsum aftur á móti 250— 1000 mg. og úr 2 eggjum 400— 600 mg. Fleiri tegundir eru tekn ar til samanburðar, svo sem fiskilýsi, sem inniheldur 4500— 7600 mg. af kolestei-oli í 100 gr. En það var ekki látið hér við sitja á þessum septemberfundi í Þýzkalandi, heldur voru ýmsir kostir smjörfitunnar sem fæðu, undiistrikaðir mjög greinilega. í 10. greininni í yfirlitinu um (Framhald á blaðsíðu 7.) eru meðal þeiri-a landa, sem láta í té þær upplýsingar, að konum sé miklu gjarnara að hætta námi en kai’lmönnum. Svíar gex-a engan samanbui’ð, en upplýsa hins vegar að milli 20 og 30 af hundraði allra kven stúdenta hætti námi áður en að px’ófi kemur. Ástralía, Nýja- Sjáland og Líbería skýra frá þveröfugri niðurstöðu, sem sé, að karlmenn hætti oftar námi en kvenstúdentai’. Þó oi’sakaskráin sé löng, er hjónaband algengasta oi’sök þess að námi sé hætt. Mörg lönd í Austui’-Evrópu nefna alls ekki hjónabandið, en benda á að rangt val námsgi-eina og annað sé meginorsökin. Ef kven stúdent á Nýja-Sjálandi giftist, er mál hennar tekið fyrir af (Framhald á blaðsíðu 7) TELJA MÁ það til tíðinda, að bílakaup hafa verið óvenjumikil hér í sveit síðustu mánuðina og þó langmest af einni tegund, Ford Bronco. Frá því í febrúar og til api’ílloka hafa 9 slíkir bíl- ar komið í byggðarlagið. Hlýtur að vera fágætt, að svo margir bílar af einni og sömu gerð séu keyptir í einu í byggð- ai’lag, sem telur rúmlega 400 íbúa. Mætti af þessu ýmsar ályktanir di’aga, en ein hin nær- tækasta er, að í þessu opinberist á eftirtektai’verðan hátt máttur auglýsinganna í nútíma þjóðfé- lagi. Einnig má að miklu leyti rekja þessi kaup til hinnar vafa sömu aðfex’ðar, sem viðhöfð var í vetur, þegar landsfeður ákváðu að leggja 30% leyfis- gjald á jeppabifreiðir. Allir áður nefndir 9 bílar eru keyptir á því verði, sem gilti fyrir álagningu leyfisgjaldsins. Auk þeii-ra hafa á sama tíma komið einn vörubíll og éinn Landi’over nýir í sveitina. Fjár- festing í nýjum bílum í byggðar laginu er þá oi’ðin eitthvað á þi’iðju milljón króna á ca. tveim ur mánuðum og þykir sumum nóg um . Allir þessir nýju, ágætu bílar hafa því miður ekki fengið góða vegi til umferðar. Fyrst voru snjóþyngslin í vetur, en þegar hlánaði, kom það ástand veg- anna, sem er næstum því árvisst á hverju vori. Vegii-nir þola ekki umferðarþungann, þegar klaki þiðnar og leysingai’vatn liggur á þeim. Breytast þá lengi’i og skemmri kaflar í forarvilpur og kvik- syndi stundum líkust því, sem fuglar himinsins mundu þar ein ir yfir komast. Ástandið í þessu efni hefur þó alls ekki verið með versta móti í vor. Leysing hef- ur verið hæg og þeir vegakafl- ar, sem nýir eru, háir og vel upp hlaðnir, hafa alveg sloppið við skemmdir. Þeir hafa þornað fljótt, þar sem leysingai’vatn mæðir ekki á þeim. í þessu sambandi kemur sú spurning í hug manns, hvort hinir áðurnefndu ágætu lands- feður hafi lagt það dæmi vand- lega niður fyrir sér, hvort rétt sé að kosta tugum milljóna til að leggja vandaðan veg styztu leið frá kísilgúrverksmiðju við Mý- vatn til Húsavíkur, um óbyggt land að nokkru leyti og svo snjóþungt á s.l. veti’i, að við sjálft lá, að rafiínustaura fennti í kaf. Kemur ekki til álita að byggja upp Þingeyjarsýslubraut frá Húsavík um Aðaldal, Réykja- dal og Mývatnssveit? Enn er hún að miklu leyti 40—60 ára gamall vegur, sokk- inn sums staðar undan umferð- arþunga, svo að hann er lægri en landið umhverfis. Kemur þetta svo fram í snjóþyngslum að vetrarlagi og ófærð að vox’- lagi. Talið er, að flutningaþörf kísilgúrverksmiðjunnar sé ekki ýkja mikil a. m. k. ef talinn er fjöldi daglegra fex-ða. Hugsan- legt er, að flutningar til Aust- urlands og umferð skemmti- ferðafólks færist að mestu eða öllu leyti yfir á hinn væntan- lega veg. Eftir sem áður er Þyngeyjarsýslubraut öll eða kaflar hennar mjólkurflútninga og aðdráttaleið fyrir 4 sveitir: Aðaldal, Reykjadal, Bái’ðardal og Köldukinn, og opinberar stofnanir, þar sem eru Laxár- virkjun og skólar hér að Laug- um, eru háðar flutningum um hana. Eftir sem áður þarf hið opinbei-a að kosta til viðhalds og snjómoksturs, en þeir kostn- aðarliðir verða einnig áreiðan- lega fyrir hendi á vegi kísilgúr- vei’ksmiðjunnar. Kemur ekki til greina að bæta kísilgúrvei’ksmiðjunni þann kostnað, sem yi-ði vegna lengri flutningaleiðar um Þing- eyjarsýslubraut af því fé, ei’ sparast við, að hætt yx’ði við lagnjngu kísilgúx-vegar a. m. k. í bili? i Hafa öll þessi atriði verið vandlega athuguð? Á þessum vettvangi liggur næst að beina spurningunni til ágætra þingmanna Norðui’lands kjördæmis eystra, sem báðir eru stjórnarmenn Kísiliðjunnar h.f. þeirra Karls Kristjánssonar og Magnúsar Jónssonar. Er það hér með gert. Þegar þessar línur eru ritað- ar er veður bjart ög sólríkt, en kalt svo sem verið hefur undanfarna daga. Gróðri miðar því sáralítið, að- eins sést litur á túnum, sem notuð eru til beitar fyrir lamb- féð, því að ekki kemur enn til greina að sleppa á úthaga. Ekki heyrist hér um nein vandkvæði vegna heyskorts. Þeir, sem bii’gir eru miðla þeim, sem minna hafa. Undanfarnar vikur hefur leg- ið í loftinu, að inflúensa mundi koma í sveitina helzt frá Húsa- vík eða Akureyri. Hún hefur reyndar vei’ið tíður gestur og óvelkominn undanfai’in ár. Þó hefur svo brugðið við nú, að ekki hefur hún enn skotið upp kollinum, þrátt fyrir einstök hugsanleg tilfelli hér í Lauga- skóla. Helzt eru þó horfur á að hún sé upp komin í Húsmæðra- skólanum, en þar lágu einac 8 námsmeyjar nú um helgina. Hávaðinn af átökum kosninga baráttunnar í kaupstöðum og kauptúnum voru sem fjarlægar reiðarþrumur hér fyrir helgina, en engar blikur sjást enn á lofti hér vegna sveitarstjórnarkosu- inga seinast í júní. Laugum 23. maí 1986. ; Guðinundur Gunnarsson. r > - Utflutningur ... ! (Framhald af blaðsíðu 2). íku og Austur-Evrópu var á fyrstu þremur ársfjórðungum 1965 25 af hundraði meii’a en á samsvarandi skeiði árið áður. Efnahagsvöxtur Vestui’-Ev- rópu varð jafnmikill og búizt hafði verið við, þ. e. a. s. brúttó þjóðai’tekjur landanna jukust um 3,5-5 af hundraði. Á fyrsti/ þremur ársfjórðungum 1965 varð innflutningurinn 8 af hundraði verðmætai’i og 7 af hundi’aði umfangsmeiri en á samsvarandi tímabili 1964. Út- flutningux-inn jókst á sama tíma að umfangi um 10 af hundraði. LEIÐRÉTTING 1 UPPTALNINGU um braut- skráða iðnnema á Akureyri féll niður nafn Jóhanns R. Sigurðs- sonar húsasmiðs. Hann haíði I. einkunn 8,84, sem var þriðja hæsta einkunnin. □ SMJÖR OG ÆÐASJÚKDÓMAR Karlmenn eiga anð- veldari námsleið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.