Dagur - 02.06.1966, Síða 8

Dagur - 02.06.1966, Síða 8
* SMÁTT OG STÓRT Við Glerá á Akureyri var þessi nýi benzínsölustaður formlega opnaður fyrir hvítasunnuna og flaggað í tilefni dagsins. Hér er um byrjunarframkvæmdir að ræða, sem eigandinn, BP, hefur ^ryggt sér með lóðarréttindum á staðnum. Þarna er gott að koma og snyrtilegt úti og inni. Ak- ureyringar hafa nú marga útsölustaði á benzíni, olíum og öðru því, sem þykir við hæfi á slík- um stöðum. (Ljósm.: E. D.) Stærsti gagnfræðingahópur GA Nemendur skólans í vetur yfir sjö hundruð NEMENDUR í Gagnfræðaskcl- anum á Akureyri voru í vetur 710 og skiptust í 25 bekkjar- deildir, 18 bóknáms- og 7 verk- nómsdeildir. Kennarar voru 41, þar af 25 fastir kennarar. Skóla stjóri er Sverrir Pálsson. BrautskráSir gagnfræðingar voru 107 talsins og langstærsti gagnfræðingahópur skólans. Efst á gagnfræðaprófi varð Ragna Kristjónsdóttir með 8,22 en næstar Lilja Sigurðardóttir iPg Anna Guðjónsdóttir. Efstur í verknámsdeild varð Gunnar Atspar með 7,57. Undir landspróf gengu 64 en ekki er enn vitað um úrslit á því prófi. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Þórgunnur Skúladóttir, 1. ág. einkunn 9,35 og bókaverðlaun. I Lionsklúbburinn Huginn gaf verðlaun fyrii beztan árangur í stærðfræði, vélritun og bók- færslu á gagnfræðaprófi, ætluð pilti og stúlku. Verðlaunin hlutU, Stefanía Einarsdóttir og Guðmundur Sigurbjörnsson. LáGARFLJOTSORM- URINN EYÐILAGÐUR A ÞRIÐJUDAGINN skaut Lag ai-fljótsormurinn upp kiyppum sínum, fyrir sjónum margra manna. Sem vænta mátti kom íréttin í útvarpinu. Því miður var hraðbátur mannaður og aendur á vettvang út á fljótið til að athuga fyrirbærið. Reynd ist þetta rusl eitt sem vindar og straumar höfðu rekið saman á Hti'aumamótum. Þar með eru hinar ágætu sagnir um hið mikla dýr í Lagarfljóti að engu orðnar. □ Verðlaunabikar (íarandgrip) fyrir beztu frammistöðu í ís- lenzku á gagnfræðaprófi hlaut Lilja Sigurðardpttir. Ennfremur fengu bókaverðlaun fyrir dyggi lega' urinTn’stÖff, Jón Ólafur Sig fússon umsjónannaður skóla, Hannes Óskaisson og Svanbei'g Ámason. 10 og 5 ára gagnfræðingar færðu skólanum gjafir við skóla slit. Orð fyrir þeim höfðu fyrrv. umsjónarmenn, Gísli Bragi Hjartarson og Jónas Þórisson. Að loknu prófi fóru gagn- fræðingarnir skólaferð til Nor- egs, sex daga ferð undir farar- stjóm skólastjórans og kennar- anna Einars Helgasonar, Har- aldar Sigurðssonar og Skúla Magnússonar. Sú för var öllum til ánægju og fróðleiks. □ NEMENDÁMÓT AÐ LÁUGALANDI LAUGARDAGINN 14. maí síð- á'stliðinn var mikið um að vera í Húsmæðraskólanum á Lauga- landi, þegar 44 tíu og tuttugu árá' námsmeyjár komu í heim- sókn. Kom mikill þorri þeirra --frá Reykjgyjk og fylltu þær næstúm' því' eiria af flugvélum Flugfélags íslands. Snæddu þær miðdegisverð í skólanum og færðu honum dýr- indisgjafir, borðbúnað bæði úr silfri og stáli. Einnig færðu þær kennurum blóm og gjafir. Náms meyjarnar dvöldu allan þennan dag í skólanurri og á prestssetr- inu og rifjuðu Upp gamlar minn ingár. Veður var hið fegursta, hlýjasti vordagurinn, sem kom- ið hafði til þess tíma, svo að vel lá á öllum, bæði gestum og heimafólki, en í skólanum hafa á liðnurri vetri dvalið um 40 nemendur. Við miðdegisverðinn voru ræðuhöld, og töluðu gestimir hlýlega í garð sins gamla skóla, en forstöðukonan þakkaði rausn arlegar gjafir og hlýhug, sem skólanum væri auðsýndur með heimsóknum eins og þessum, og væii það skólastofnuninni bæði til mikillar ánægju og uppörv- unar, þegar eidri nemendur kæmu í heimsókn. Formaður skólanefndar gat þess, að sér hefði þótt för hinna eldri náms- meyja, sem nú væru orðnar stórar og stásslegar frúr, hin skörulegasta, þar sem þær fóru eins og valkyrjur í skýjum him ins. En þegar það væri hugleitt, að Laugaiandsmeyjar væru nú orðnar svo margar, að þær mundu geta fyllt allan flugvéla- flota landsins, ef þær ferðuðust í einum hóp, væri það sýnilegt hvílíkt stórveldi þær væru orðnar í landinu og gætu ráðið miklum örlögum, ef þær vildu. Um kvöldið skemmtu náms- meyjarnar eldri og yngri sér hver með annarri af miklu fjöri, unz þær skildu með miklum (Framhald á blaðsíðu 4.) NÝJA BÆJARSTJÓRNIN Hin nýkjörna bæjarstjórn Ak- ureyrarkaupstaðar hefur enn ekki Iialdið sinn fyrsta fund. Kosningarnar breyttu styrk- leikahlutföllum flokkanna í stjórn kaupstaðarins á þann veg, að Framsóknarflokkurinn á þar fjóra fulltrúa, Sjálfstæðis flokkurinn 3 fulltrúa, Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag tvo fulltrúa hvor flokkur. Jafnvel í bæ hinna seinu svifa og kunna rólyndis í málefnum bæjarins, er hin nýja „taflstaða“ eða nýju styrkleikahlutföll bæjarins kært umtalsefni þessa daga. MÖGULEIKAR Fulltrúar Framsóknarmanna í bæjarstjórn hafa nú þá aðstöðu að geta myndað meirihluta í bæjarstjórn með hvaða flokki einum, sem vera skal. Fræði- legir möguleikar eru þess vegna margir, bæði möguleikar til að stjórna bæjarfélaginu með ein- um flokki eða fleiri, ef eftir er leitað og um semdist. En að sjálfsögðu getur málefnaágrein ingur einnig vcrið margskonar við hvern flokk fyrir sig. Eins og fyrr er frá greint hófu bæði Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur bréflegar umleitanir um samstarf í bæjarstjórn, Alþýðu- flokkur með þátttöku Sjálfstæð ismanna í huga. Viðræður í framhaldi af þessu, hafa blaðinu vitanlega, ekki leitt til niður- stöðu. ÓSAMNINGSBUNDIN FORYSTA Eflaust eru skiptar skoðanir meðal. kjósenda B-listans um, hversu haga beri samstarfi við aðra flokka í bæjarstjórn. Slíkt er eðlilegt umræðuefni um flokk, sem hafna vill öfgum til hægri og vinstri en starfa sem ábyrgur félagshyggju og fram- faraflokkur. Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi ef ekki tekst að mynda ábyrgan meiri- hluta í bæjarstjórn, nægilega traustan, m. a. vegna óaðgengi- legra skilyrða, að Framsóknar- menn, sem nú hafa mest fylgi bæjarbúa og flesta kjörna full- trúa í bæjarstjórn, standi einir og hefji ósamningsbundna for- ystu í bæjarmálum. Sú forysta sé byggð á stefnuyfirlýsingu þeirri, sem Framsóknarmenn birtu fyrir kosningar og nýrri framkvæmdaáætlun, sem gerð sé með aðstoð sérfræðinga og Fyrsla síldin til Ólafsfjarðar Ólafsfirði 1. júní. Fyrsta sildin kom hingað á föstudaginn, en þá kom Stígandi með 176 tonn, síðan Loftur Baldvinsson með 224 tonn. Síldarverksmiðjan er þegar byrjuð að bræða. Lokið er við að ryðja snjó af Lágheiði, en hún mun þó ekki opnuð til umferðar fyrr en eftir helgi. Sumir bændur urðu heytæp- ir, enda hefur þurft að gefa öll- um búpeningi fram til þessa. ís er enn á Ólafsfjarðarvatni. Guðbjörg er á leið á síldar- miðin, en Ólafur Bekkur, Sæ- þór og Þorleifur munu einnig sigla á miðin innan skamms. B. S. miðuð við greiðslugetu bæjar- sjóðs. Framgangur mála eða jafnvel framkvæmdaáætlunin í heild er þá undir fylgi hinna flokkanna komin og ráðist þá við afgreiðslu en ekki fyrirfram. FORYSTAN En hversu sem fer um samn- inga um svokallaðan meirihluia í bæjarstjóm eða þá leiðina, sem hér var síðast nefnd, munu bæjarbúar almennt, ekki aðeins kjósendur B-listans, til þess ætlast,' að Framsóknarmenn taki forystuna i bæjarmálunum og er það sanngjöm krafa og Hklegust leið til heilla í okkar bæjarfélagi. BÆJARSTJÓRINN Ýmsir hita sér í umræðum um það, hvað framundan sé í hin- um einstöku málum. Þar ber bæjarstjórastarfið á góma m. a. Starfstími hans er útmnninn sainkvæmt samningi, er um starf bæjarstjóra almennt gildir. Hann hlaut fylgi allra bæjar- fulltrúa til þessa starfs og hafði því óvenjulega góða aðstöðu til mikilla og framkvæmdasamra starfa. Af mörgum er þess vænzt, má enda eðlilegt telja, að starf bæjarstjóra verði aug- lýst og núverandi bæjarstjóri eða annar síðan ráðinn, cftir hæfni umsækjenda. Bæjarbúar virðast una því bezt, að bæjar- stjóri þeirra taki ekki opinber- an þátt í kosningabaráttu flokk anna og eigi þá auðveldara með að sameinast um hann. Núver- andi bæjarstjóra er þetta eflaust eins vel Ijóst og öðrum bæjar- búum, og honum . mun einnig Ijóst, að Iiann hefur nú, með þátttöku sinni í, kosningabar- áttunni teflt í tvísýnu þeirri óvenjulegu aðstöðu, sem liann hefur notið vegna einróma stuðnings bæjarfulltrúanna i upphafi starfslímans. BRÚARVIÐGERÐ Þessa daga er unnið að lagfær- ingum á brúm Eyjafjarðarár. Sett er slitlag úr. nýju efni á brúargólfin og á viðgerðinni að Ijúka um helgina. SVEITARSTJÓRNIN Á BLÖNDUÓSI Blönduósi 1. júní. Vorið er kom ið og grundirnar gróa, einkum nú síðustu dagana. Vorið hefur verið bændum erfitt og dýrt, en sauðburðurinn hefur gengið á- fallalaust og nú eru menn að sjá fram úr mestu erfiðleikunum. í sveitarstjórnarkosningunum hér unnu Framsóknarmerin og óháðir fulltrúa frá Sjálfstæðis- mönnum og hafa nú 3 af 5 í sveitarstjórninni. Þeir eru: Ól- afur Sverrisson kaupfélagsstj., ÞórhaHa Davíðsdóttir húsfrú og Jónas Tryggvason iðnaðarmað- ur. Ó. S.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.