Dagur - 15.06.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 15.06.1966, Blaðsíða 8
8 i Bátar sjóstangveiðiniannanna í Dalvíkurhöfn. (Ljósm.: St. St.) ALÞJÓÐASTANGVEIÐIMÓT Á EYJAFIRÐI Konur og karlar, 64 keppendur á 15 bátum SMÁTT OG STÓRT MYNDA BÆNDUR NÝ SAMTÖK? T'.TNS og áður hefir verið frá sagt í fréttum, fór 7. Alþjóða stangveiðimótið fram á Eyja- firði dagana 11. og 12. júní og sá Sjóstangveiðifélag Akureyr- ar um undirbúning þess. Veður var gott báða móts- dagana og veiði allgóð, þar sem á land voru dregin um 10 tonn af físki. í mótinu tóku þátt 64 kepp- endur frá eftirtöldum stöðum: Keykjavík, Keflavík, Keflavik- urflugvelli, Akranesi, Akureyri og Hrísey. Keppt var á 15 bát- um frá Hrísey, Dalvík, Litla- Arskógssandi, Hauganesi og Grenivik. Úrslit urðu þessi: Hæsta sveitin á mótinu varð sveit Jóhannesar Kristjánsson- ar Akureyri, sem veiddi 789.650 ikg. En sveitina skipa, auk Jó- hannesar, Oli D. Friðbjarnar- son, Rafn Magnússon og Eirík- ur Stefánsson, og hlutu þeir glæsilegan farandbikar að laun um, sem gefinn var á sínum tíma af flotaforingja í varnar- liðinu í Keflavík. Þyngstan afla á mótinu hafði Jónas Jóhannsson, Akureyri, sem veiddi 295.310 kg. Einnig veiddi hann flesta fiska, eða 203 stk. og hlaut hann verð- launagripi fyrir hvorttveggja. Þá kepptu á mótinu 2 kvenna RADIOVIÐGERÐARSTOFA Stefáns Hallgrímssonar var fctofnsett 6. apríl 1958 og hefur verið til húsa í Geislagötu 5, þar til nú að hún flytur í eigið húsnæði við Glerárgötu 32. Hús næðið er 220 fermetrar að stærð, verzlun og viðgerðar- stofa. Verkefnin eru, auk við- gerða á heimilistækjum, þjón- usta við skipaflotann, niður- setningar á fiskileitar- og sigl- DAGUR kemur næst út mið- vikudaginn 22. júní. sveitir frá Akureyri og af Suð- urlandi og varð hlutskarpari sveit Akureyringa, sem veiddi samtals 718.720 kg, en sveitina skipa: Ólafía Jóhannesdóttir, Hólmfríður Þorláksdóttir, Guð björg Árnadóttir og Fanney Jónsdóttir, og hlutu þær að laun Á LAUGARDAGSKV ÖLDIÐ var ölvun og illindi úti fyrir Sjálfstæðishúsinu, að dansleik loknum. Á föstudaginn var kært fyrir glannafenginn akstur í bænum. Tilkynnt var, að 2 ær og þrjú lömb hefðu farizt við gamalt hús, orðið undir vegg, sem hrundi. Húsið var að mestu rif- ið áður. Á sunnudagsnótt voru tveir teknir úr umferð, grunaðir um ölvun við akstur. Nokkrir unglingar á dansleik á Árskógsströnd voru kærðir vegna uppvöðslusemi. Bílaárekstur varð í Vaðla- heiði, anpar skammt frá Þóru- ingatækjum og viðgerðir á þeim. Á verkstæðinu starfa nú sex menn, auk afgreiðslumanns og hyggst verkstæðið taka við auk inni tækni, sem framundan er. Hið nýja húsnæði er mjög rúmgott og vistlegt. Frétta- menn áttu þess kost að skoða fyrirtækið á laugardaginn. Ra- dioviðgerðarstofa Stefáns Hall- grímssonar hefur notið vin- sælda. Til viðbótar þeirri þjón- ustu, er hún veitir, bætist nú myndarleg verzlun. □ um verðlaunagripi. sem gefnir voru af Verzluninni Sport í Reykjavik. Einnig má geta þess að þessi sveit varð þriðja hæsta á mótinu. Samanlagðan mestan afla kvenna báða dagana hafði Guð björg Árnadóttir, Akureyri, er veiddi 207.650 kg og hlaut að launum Sportstyttuna, sem gef in var af Verzluninni Sport í Reykjavík. Þá var keppt síðari daginn (Framhald á blaðsíðu 2.) stöðum í Öngulsstaðahreppi á sunnudagskvöld. Báðir bilarnir urðu óökufærir. Fólksbíll eyðilagðist við Djúpadalsá um helgina, er hann valt. Einn af fjórum, sem í biln um voru, slasaðist og var flutt- ur í sjúkrahús. Á mánudagsnóttina var tölu- verð ölvun. □ F'ISKI- og haffræðingar, íslend ingar, Rússar og Norðmenn, komu til fundar hér á Akureyri um helgina og lauk honum í gær. Blaðið hitti að máli Hjálmar Vilhjálmsson leiðangursstjóra og spurði hann frétta. Hann sagði, að Ægir hefði leitað síld- ar og rannsakað hafsvæðið fyr- ir Norðurlandi, allt norður fyr- ir 68 breiddarbaug. Sjórinn er kaldur sagði hann og átulítill, og sildar varð ekki vart. Þó er sjór nú farin að hlýna vestan við Skagatá. Síldin er dreifð um stórt svæði austur og norðaustur af landinu e. t. v. minni síld en í fyrra. Þar er nokkur áta á blettum. Veiðisvæðið hefur Sumir spá því, að bændur Iands ins muni stofna ný samtök, til að vinna að hagsmunamálum þeirra. Hin niegna óánægja yf- ir ákvörðun Framleiðsluráðs og synjun stjómarvalda um að stoð er orsök fjöldafunda og harðorðra samþykkta bænda um þessi mál. Á mjólkursam- lagsfundi á Akureyri var kos- in 5 manna nefnd til að vinna að leiðum til úrbóta. I nefnd- inni eru Jón Hjálmarsson Vill- ingadal, Stefán Valgeirsson Auðbrekku, Stefán Halldórs- son Hlöðum, Bjöm Halldórsson Brennihóli og Þór Jóhannes- son Þórsnesi. Á 700 manna bændafundi á Selfossi var kos- in fjölmenn nefnd í sama skyni. LOKSINS VAR ÞEIRRA HLUTUR BÆTTUR Viðtal Morgunblaðsins við Ing- ólf ráðherra s.l. laugardag, ber yfirskriftina „Hlutur bænda hefur loks verið leiðréttur til jafns við aðrar stéttir“. Þessi yfirskrift er kuldaleg kveðja til bænda og svo ósvífin, að furðu sætir. Bændur voru áður lægst launuð stétta á íslandi. Þeir hafa nú til viðbótar orðið að taka á sig 80 millj. kr. kostnað, sem vantar á útflutningsbæturn ar og svarar það t. d. í Önguls- staðahreppi til 40 þús. kr. tekju rýrnunar yfir árið eða meira fyrir meðalbóndann. Loksins var hlutur bænda „Ieiðréttur“ segir Morgunblaðið! SILUNGUR FYRIR 600 MILLJÓNIR Danir flytja út regnbogasilung fyrir upphæð, sem svarar til rúmlega 600 milljóna ísl. króna, mest til Bandaríkjanna, Sviss færzt norður eins og kunnugt er, Segja má, að eins og sakir standa, sé ekki líklegt, að síldin veiðist fyrir Norðurlandi fyrst um sinn a. m. k. Hins vegar er ekki ástæða til að óttast síldar- leysi þótt langsótt sé ennþá á miðin. Fréttatilkynning frá fundi þeim, sem nú er nýlokið, er ekki tilbúin ennþá, og í gæi'- kveldi lá eitt hinna þriggja haf- rannsóknarskipa enn hér við bryggju. □ Heitt vatn í Hrísey MENN FRÁ Jarðboranadeild ríkisins hafa verið um viku- tíma í Hrisey við boranir. Árangur af því starfi er 102 m. djúp hola, og fást úr henni 3 sek.I. af 55 stiga heitu vatni. □ cg Kanada. Hvað væri þá hægt að flytja þessa vöru út fyrir mörg hundruð milljónir frá ís- landi? Þeirri spurningu verður ekki svarað hér, en aðeins vitn að til þeirra ummæla sérfróðra nianna, að möguleikar til fisk- eldis, á líkan hátt og hér er að vikið, og ennfremur til þeirrar fiskiræktar, sem felst i að auka göngur laxfiskanna í veiðiárn- ar, séu takmarkalausir. VÖTN OG TJARNIR En auk þessa eru svo vötn og tjarnir, sem ekki hafa fiskveg að sjó, en hafa skilyrði til að fóstra upp nytjafisk og hægt er að flýta vexti og viðkomu með notkun lífrænna efna. Þar er líka unnt að skipta um silunga- stofna, ef það þykir henta, svo sem gert er erlendis með ágæt- um árangri. Naumast munu langir tímar líða, þar til öllum verða Ijósir þeir möguleikar í nálega hverri sveit á landinu, sem felast í ónotuðum mögu- leikum til fiskiræktar á ein- hvern hátt. GJÖFUL NÁTTÚRA Á sumum stöðum er náttúran svo gjöful til veiðanna, að hún laðar að sér stangveiðimenn úr öllum áttum og oft um langan veg. Eigendur eða umráðamenn slíkra staða selja veiðiíélögum eða efnuðum mönnum oft veiði réttindin í einu lagi og þau sið- an einstaklingum. Á sunium stöðum eru veiðiréttindin ekki seld á þann hátt, lieldur selja bændur þau þeim, sem koma vilja hverju sinni. Því ber að fagna, að enn hafa áhugamenn tækifæri til að svala veiðilöng- un sinni án þess að vera um leið félagsbundnir og flæktir í því neti. En þá er landeigend- um vandi á höndum. Þeir gera sér ekki allir Ijóst, að takmörk verða að vera fyrir fjölda veiði manna á tilteknu veiðisvæði. Tímatakmörk verður einnig að setja fyrir veiðarnar. Þegar þessa er ekki gætt sem skyldi, verða veiðimenn oftast fyrir vonbrigðum. Það er ekki skemnitilegt fyrir þá að hitta fyrir 15—20 manns á takmörk- uðu veiðisvæði og bætast í þann hóp. Það liggur í augum uppi, að hver veiðistaður í á eða vatni er þá þrautpindur. Þess utan er einvera og kyrrð mörgum jafnmikils virði og veiðin sjálf. Einhverjar reglur um þessi atriði verður að setja á hverjum stað. Verður þá minna nöldrið um, hvað veiði- leyfið kostar — má þá líka kosta mcira. AKUREYRINGAR EIGNUÐ- UST FOSS Um helgina gekk hitabylgja yf- ir Norðurland. Ár flæddu yfir bakka sína. Þá eignuðust Ak- ureyringar sinn foss í Glerá, þar sem hún steyptist fram af gömlu stíflunni, vatnsmikil, úf- (Framhald á blaðsíðu 2.) RADIOVIÐGERÐARSTOFA ! I NYJU HUSNÆÐI FRÁ LÖGREGLUNNI Sjór er mjög kaldur út af Norðirrlandi Mjög lítil áta og engin síld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.