Dagur - 15.06.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 15.06.1966, Blaðsíða 7
- FOKDREIFAR (Framhald af blaðsíðu 5.) þeir eru búnir að fá sér meira. Einn þessara manna, búsettur í öðrum landshluta var búinn með vínið á vitlausa stiginu og var þá nærri búinn að drepa elskuna sína með gömlu klukku lóði, sem hann snaraði í haus- inn á henni, svo hún lá lengi steinrotuð. Æðið rann ekki af manninum, fyrr en hann var búinn að drepa hundinn. Þá komu góðir menn og gáfu hon- um að drekka og björguðu þannig öllu nema hundinum, því elskan rétti við. Uti í horni voru tveir búnaðarþingsfulltrú- ar og drukku hljóðlega og kaup félagsstjóri utan af landi, sem hefði átt að vera búinn að leggja sig og farinn að sofa. — Svo voru þarna blaðamenn og heiidsalar, sem ég þekkti suma en suma ekki. — Hvernig ætli morgundagurinn verði nú hjá þessu fólki? hugsaði ég með gamla laginu. Og rekst ég ekki þarna á stúikuna, sem ég sagði frá áð- an og mér sýndist allra kvenna fríðust og hvarf inn í anddyri hótelsins með sínum kalli eða manni. En mér fannst eitthvert laumuspil hjá þeim. En svo fjar fríð sem konan var, var hún enn fríðari í nærsýn, svo ég kastaði ellibelgnum í snatri og gaf mig á tal við hana. Það hefði ég ekki átt að gera, því hún var frátekin og átti ekker.t vantalað við mig. Hún var svo falleg, að fæðingarblettur á kinninni, auðvitað hálfgerð helvítis varta, var þar enn til yndisauka. Ég fór aftur í elli- belginn, fékk mér glas og svo í svanginn. Það tók mig jafn- langan tíma að fá söðningu á Hótel Sögu og að mjólka 25 kýr heima og eru þó sumar seig- mjólka. Ég gleymdi víst að segja frá mannkertinu, sem fallega stúlkan var með. Hann hefur sjálfsagt verið ættaður sunnan með sjó, fremur hárrot- inn. Hann var að'bjóða fegurð- ardísinni með sér til Noregs. Hún hló að honum og honum gramdist og kallaði hana skeili nöðru. Þá hló hún enn meira. 6> r $ I £ I I 1 I I I Hjartanlega þökkinn við öllum þeim, sem glöddu okkur með heimsóknum, gjöfum og skeytum i tilefni af 50 ára hjúskaparafmœli okkar. Guð blessi ykkur öll. JÓFRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR, ÞORS TEINN ÞORS TEINSSON, Hálsi í Svarfaðardal. Innilcgar þakkir lil þeirra, sem heimsóttu mig, fcerð'u mér gjafir, sendu mér skeyli og livœði og á ann- an hátt gerðu mér áttræðis afmœlisdaginn ógteyman- legan. — Guð b.lessi ykkur öll. HRÓLEUR ÞORSTEINSSON, Slekkjarflötum. % © I •3 T & © i I f f ! I F ? f t * S Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA MAGNÚSDÓTTIR, Hrafnagilsstræti 12, andaðist 13. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Akureyr- arkirkju laugardaginn 18. júní kl. 10.30 f. h. Börn, tengdaböm og barnaböra. Hjartkær eiginmaður minn, sonur okkar, bróðir og tengdasonur, SNÆBJÖRN HAUKUR HELGASON frá Grund, sem lézt 9. ]>. m. verður jarðsettur frá Laufáskirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 14.00. Ragnhildur Hallgrímsdóttir. Marsibil Sigurðardóttir, Helgi Snæbjarnarson, Hjördís Helgadóttir, Guðrún Helgadóttir, Sigurður Helgason, Baldur Helgason, Þóra Jónsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson. Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JAKOBÍNU SVEINBJÖRNSDÓTTUR, Gásum. Hjartfólgnar þakkir sendum við ylirlækni Guðmundi Karli Péturssyni og öðrum læknum, hjúkrunarkonum og staijsfólki Fjórðungssjúkrahússins á Akuréyri íyrjr frábæra umönnun í langvinnum veikindum hénnar. Börn, tengdábörn og barndbörn. Það er ekkert gamanspaug, að fást við svoleiðis kvenfólk. En það er nú hans höfuðverkur, hvernig sem það hefur farið. Að hinum torsótta snæðingi loknum, á efstu hæðinni í Bændahöll, svonefndu Grilli, þaðan sem sér svo ósköp vítt og breitt, labbaði ég niður á mitt herbergi og lagðist fyrir. Lét ég nú hugann reika heim til konu og barna, ánægður yf- ir því að hafa sloppið við næt- urvökur og eftirköst, dálítið hissa á því, hvað mér var samt búið að detta í hug. Það kostaði nú ekkert að láta sér detta í hug, og ég hef nú aldrei lagt mikið upp úr hugrenningar- syndunum, enda lentum við þá velflestir á verri staðnum, ef þær væru líka skráðar gjalda- megin. Svo fór ég að hugsa um kýr mínar og hross fyrir norð- an, lítillega um hin ýmsu and- lit við barinn, signdi mig og fór að sofa.“ □ BIFREIÐ TIL SÖLU Taunus 17 M Super, árgerð 1961, í góðu lagi. Sími 1-26-50 kl. 7—8 e. h. WILLY’S JEPPI, ’53 model, er til sýnis og sölu á verkstæði Jóhann- esar Kristjánssonar h.f. BÍLL TIL SÖLU 6 manna Pontiac, árg ’41 Verð aðeins kr. 10.000.00 Upplýsingar gelur Guðmundur Þorsteinsson, sínri 1-13-32 og 1-23-61. TIL SÖLU: Jeppi og Farmal dráttar- vél, hvort tveggja í góðu lagi. Eiríkur Geirsson, Veigastöðum. BIFREIÐ TIL SÖLU Bifreiðin A-1902 Opel Caravan, árg. 1955. Uppl. í síma 1-26-77. HÚSBYGGJENDUR! Húsgrunnur eða lóð óskast keypt. BÆNDUR! Til sölu 6 kw. diesel- rafstöð. Uppl. í síma 1-12-79 kl. 12-1 og 7-8. HESTUR í ÓSKILUM Á Akureyri er í óskilum rauður, fullorðinn hestur, ójárnaður, tví stjörnóttur. Mark: Sýlt í tvístýft fram- an hægra og tvístýft fram- an vinstra. — Réttur cig- andi vitji hcstsins sem fyrst til kvikl járvörzlu- manns bæjarins, Jóns Kjartanssonar, og greiði áíállinn kostnað. MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 10.30 f.h. Sálmar: 530, 24, 137, 351, 411. B. S. MESSAÐ verður í Lögmanns- hlíðarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 572, 25, 137, 351, 411. Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30 e.h. B. S. I. O. G. T. — Isafoldarfélagar athugið! Farið verður í ferða lag um nágrenni Akureyrar fimmtudaginn 16. júní. Mæt- um við Alþýðuhúsið kl. 8.30. Æ. T. GJOF til Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri frá gamalli konu í Hrísey kr. 5000.00. — Með þökkum móttekið. Guð- mundur Karl Pétursson. AKUREYRARKIRKJA er opin til sýnis alla virka daga kl. 10—12 f.h. og 2—4 e.h. Á sunnudögum kl. 2—4 e.h. GOLFFÉLAGAR, AKUREYRL Munið Gunnarskeppnina á miðvikudaginn 15. þ. m. kl. 7 e. h. Allir mæti stundar- fjórðungi fyrin keppnistíma. — Kappleikjanefndin. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR. 23. til 26. júní. Ferð á Snæ- fellsnes og um Borgarfjörð. DAVÍÐSHÚS á Akureyri verð ur opnað almenningi til sýn- is á morgun, 16. júní. Það verður opið í sumar, sem hér segir: Virka daga kl. 6,30 til 7 og sunnudaga kl. 2 til 5. — Gæzlumaður er Kristján Rögnvaldsson. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚS- INU á Akureyri hefur borizt að gjöf kr. 5000.00 frá Ólaíi Rósinantssyni. Lætur hann fylgja þakklæti fyrir mikla læknishjálp og góða hjúkrun. Beztu þakkir. — Torfi Guð- laugsson. MINJASAFNIÐ er opið dag- lega kl. 1.30—4 e.h. Á öðrum tímum verður þó tekið á móti ferðafólki ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62, en safn- varðar 1-12-72. NONNAHÚS verður opið í sumar alla daga vikunnar kl. 2—4 e.h. Uppl. í símum 1-13-96, 1-15-74 og 1-27-77. - SÍLDARSKIPIN . . . (Framhald af blaðsíðu 1). virðist fiskigengd vera með meira móti á stóru svæði. Einn ig hafa borizt fréttir af ágætum afla á handfæi’i frá vei'Stöðvum á Vestfjörðum. Afli hjá togurum var góður í síðustu veiðiferð. Sléttbakur landaði 6. júní 169 lestum. Kald bakur landaði 9. júní 167 lest- um. Harðbakur landaði 14. júní 180 lestum. Svalbakur er vænt anlegur heim frá Bretlandi (úr klössun) n. k. föstudag. Hvalveiðar. Hvalveiðar hófust frá hval- veiðistöðinni í Hvalfirði 25. maí sl. og hafa þegar veiðzt 72 hvalir, eða 5 hvölum fleira en á sama tíma í fyrra. Fjögur skip stunda þessar veiðar. □ AÐAL- FUNDUR Leikfélags Akureyrar verður í leikhúskjallaran- um miðvikudaginn 15. þ. m. kl. 8.30 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjómin. Neðri hæðiri í GLERÁRGÖTU 14 er til sölu. Til sýnis kl. 7-9 á kvölcfin. H E RBERGI til leigu í Vanabyggð 17, niðri. Uppl. í síma 1-22-95. EINBÝLISHÚ S TIL SÖLU. Uppl. í síma 1-19-69. DAMASK, mislitt, kr. 81.00 pr. m. DAMASK, hvítt, kr. 59.00 pr. m. LAKALÉREFT, mislitt, kr. 70.00 pr. m. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vef riaðarvörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.