Dagur


Dagur - 15.06.1966, Qupperneq 2

Dagur - 15.06.1966, Qupperneq 2
2 Frá aðalfundi SÍS (Framhald af blaðsíðu 1). Á árinu 1965 hélt rekstrar- kostnaður látlaust áfram að • hækka sagði forstjórinn. Heild arlaunagreiðslur á reksturs- reikningi Sambandsins urðu kr. 168,5 millj. á móti 136,6 millj. árið áður. Hækkunin nemur kr. 31,9 millj. eða 13,3%. Fjöldi starfsmanna er þó næstum alveg óbreyttur frá árinu áður. Tekjuafgangur á rekstrar- reikningi Sambandsins 1965 varð kr. 784.000.00 og hafði þá verið greitt til Sambandskaup- félaganna vextir af stofnsjóði kr. 6.663.516.00 og afslættir af viðskiptum við Birgðastöðina kr. 2.733.243.00. Afskriftir fasteigna, skipa, véla og bifreiða voru kr. 23,1 millj. Opinber gjöld hækkuðu úr kr. 10,6 millj. árið 1964 í 12,8 millj. árið 1965. __ Byggingarframkvæmdir Sam bandsins voru mjög litlar á ár- inu og ekki byrjað á neinni nýrri meiriháttar framkvæmd. í>að er augljóst, sagði Erlend- ur Einarsson, hve rekstur skip- anna og iðnaðurinn eiga nú mjög í vök að verjast og yfir- leitt allur sá rekstur, sem þarf að keppa beint og óbeint við útlönd. Ullar-, og skinnaiðnað-' urinn fyrir útlendan markað stenzt ekki lengur hinar gífur- legu hækkánir framleiðslukostn aðar, innanjands. Framundan er stöðvun í þessum iðngreinum, ef frekari hækkun rekstrar- kostnaðar á sér stað. Rekstur kaupfélaganna í heild varð mun lakari en árið áður. Umsetning þeirra á árinu 1965 er þá ekki talin með upp- setningu sjálfstæðra fyrirtækja félaganna eins og t. d. fisk- vinnslustöðva varð 3.540 millj. kr. og hafði vaxið um 329 millj. eða nálega 10%. Reksturskostn aður þeirra hefur hins vegar vaxið mun meira hlutfallslega en tekjur þeirra af verzlun og smásöluverzlunin stendur mjög höllum fæti. Eigin fjármyndun samvinnufélaganna er alltof lítil. Forstjórinn sagði, að aðal- ástæða þess alls væri sívaxandi verðbólga, sem látlaust grefur undan öllum atvinnuvegum þjóðarinnar. í skýrslu sinni lagði hann höfuðáherzlu á, að stöðva yrði verðbólguna með öllum tiltækum ráðstöfunum, draga úr fjárfestingu og minnka eftir mætti hina miklu spennu, sem nú ríkir í efnahags h'finu. Þá ræddi Erlendur Einarsson um hina sívaxandi rekstrarfjár þörf landbúnaðarins vegna breyttra búskaparhátta undan- farin ár. Væri þetta mjög stórt vandamál og óleyst, sagði hann. Yrðu bankar og peningastofn- anir að taka til alvarlegrar at- hugunar hvernig helzt væri að leysa það. Samvinnufélögin hafa ekkert bolmagn til þess, sagði forstjórinn. Þá ræddi hann um vinnslu- stöðvar Samvinnufélaganna, hversu mikla þjóðhagslega þýð ingu þær hafa. Á árinu hefur átt sér stað mikil fjárfesting í endurbótum á vélum þeirra og tækni, en hún þarf að verða miklu meiri, og fjármagnsþörf til uppbygg- ingar vinnslustöðvanna verður að leysa. En fyrst og fremst er það verðbólgan, sem er höfuð- mein allra þessara hluta. Gegn henni verður að beita öllum tiltækum ráðum, sagði forstjór- inn. Að lokinni skýrslu forstjór- ans fluttu framkvæmdastjórar hinna ýmsu deilda skýrslur sínar. Síðan voru iagðir fi-am reikn ingar Sambandsins, og umræð- ur hófust um skýrslurnar og reikningana. □ - FRETTABREF AF LANGANESÍ (Framhald af blaðsíðu 1.) grenjaskytta hér er Ásgrímur Hólm Kristjánsson í Þórshöfn. Helgi Jónasson frá Hlíð, lög- regluþjónn í Reykjavík, dvaldi hér nokkra daga með veiði- hunda og vann 14 minka og fann tvö minkagreni. Þykir hann hafa unnið þarft verk. Annað grenið var sunnan við Sauðaneslón, hitt við Bæjar- vatnslæk skammt frá Hlíð. Nýja síldarverksmiðjan (1500 —2000 mála) í Þórshöfn getur væntanlega tekið til starfa í þessum mánuði, ef síld fæst. Mjólkurstöð Kaupfélags Lang- nesinga tekur einnig til starfa í sumar, en á meðan beðið er eftir henni verður eitthvað af mjólk flutt til Vopnafjarðar. Fyrst um sinn verður aðallega um gerilsneyðingu að ræða vegna heimaneyzlu á Þórshöfn. Séra Marinó Kristinsson í Vallanesi hefur verið settur prestur á Sauðanesi, og er hans von, og fjölskyldu hans, hingað norður innan skamms. ALÞJÓÐASJÓSTANGVEIÐIMÓT (Framhald af blaðsíðu 8). um gull- og silfurverðlaun sem Evrópusamband Sjóstangveiði- manna gaf þeim einstaklingum, er hefðu þyngstan afla og hlutu þau hjónin Eiríkur Stefánsson, Akureyri, sem veiddi 185.700 kg og Hólmfríður Þorláksdótt- ir, sem veiddi 148.500 kg. Allgóð þátttaka í 17. júní mótinu SL. LAUGARDAG fór fram fyrri hluti 17 júní mótsins á Akureyri. Þátttakendur voru allmargir frá ÍMA, KA, Þór og UMSE. — Úrslit urðu þessi: 400 metra hlaup. m. 1. Kjartan Guðjónsson ÍMA 53,6 2. Sigurður Sigmundss. UMSE 54,4 3 Kári Árnason KA 55,3 800 metra hlaup. m. 1. Ásgcir Guðmundsson KA 2.10,4 2. Viihjálmuf Björnss. UMSE 2.14,1 Stangarstökk. m. 1. Valgarður Sigurðsson KA 3,40 2. Kári Árnason KA 3,40 Langstökk. m. 1. Gestur Þorsteinsson UMSS 6,46 2. Sigurður Sigmundss. UMSE 6,22 3. Kjartan Guðjónsson ÍMA 5,81 Kúluvarp. m. 1. Kjartan Guðjónsson ÍMA 14,28 2. Þóroddur Jóhannss. UMSE 13.24 3. Sigurður Sigmundss. UMSE 11,58 Kringlukast. m. 1. Kjartan Guðjónsson ÍMA 38,56 2. Sigurður Sigmundss. UMSE 36,82 3. Þóroddur Jóhannss. UMSE 36,79 17. júní fer fram síðari hluti mótsins, og verður þá keppt í eftirtöldum greinum: 100 m. hlaupi, 1000 m. boð- hlaupi, spjótkasti, hástökki og 1500 m. hlaupi. □ AKUREYRINGAR LÉKU I EYJUM í GÆRKVÖLD (þriðjudags- kvöld) léku Akureyringar í Vestmannaeyjum. Þangað var þeim boðið eins og sagt hefur verið frá í blöðum. Ekki var vitað hvernig leiknum lauk, er blaðið fór í prentun. Næsti leikur ÍBA í I. deildar- keppninni er 19. júní í Reykja- vík, en þá leika Akureyringar við Val. □ FRÁSÖGN af sundmóti á Laugalandi á Þelamörk bíður birtingar eins og fleira vegna þrengsla. Stærstu fiskana veiddu eft- irtaldir menn: Þorsk, 17 kg. Konráð Árna- son, Akureyri. Ýsu, 2,910 kg. Hólmfríður- Þorláksdóttir, Akureyri. Steinbít, 5,00 kg. Ómar Kon- ráðsson, Reykjavík. Lúðu, 2,33 kg. Magnús Odds- son, Akureyri. Ufsa, 2,10 kg. Guðmundur Gíslason, Reykjavík. Karfa, 0,98 kg. Magnús Valdi marsson, Reykjavík. Keilu, 10,40 kg. Lárus Árna- son, Akranesi. Með hæstan meðalafla á mann voru eftirtaldir bátar: 1. Eyrún, Hrísey. Skipstjóri Jóhann Jónasson. 2. Auðunn, Hrísey. Skipstjóri Kristinn Jak obsson. 3. Björn, Hrísey. Skip- stjóri Tryggvi Ingimarsson, og hlutu þeir allir fagra verðlauna gripi til eignar. Þá veitti bsejarstjóri Akur- eyrar, Magnús E. Guðjónsson, hæsta einstaklingi úr hverju byggðariagi minjagrip, sem var áritaður fáni úr silki með skjaldarmerki Akureyrarbæj- ar. Q Vormót í knattspyrnu VORMÓTIÐ hélt áfram um sl. helgi og léku 4 fl. KA og Þór, og lauk leiknum með jafntefli 0:0. Þá lék einnig 5. fl. Þór og KA og lauk þeim leik einnig með jafntefli 1:1. □ DANSKA UNGLINGALANDSLIÐIÐ LEIKUR Á AKUREYRI 6. JÚLÍ N. K. ÁKVEÐIÐ er að danska ungl ingalandsliðið, en í því eru leikmenn 23 ára og yngri, leiki á Akureyri 6. júlí n. k. Liðið leikur landsleik við íslenzka unglingalandsliðið á Laugar- dalsvellinum í Reykjavík og kemur svo hingað og leikur einn leik á Akureyrí. Ekki er blaðinu kunnugt um hvoát liðið leikur fleiri leiki hér á landi. Þéss má geta til gamans, að ÍBA-Iiðið, sem lék gegn Þrótti á dögunum, var allt skipað leikmönnum 23 ára og yngri. Mjög ánægjulegt er að KRA skuli hafa tekizt að fá þetta Jið til keppni á Akureýri, því sennilega er 'þetta bezta liö sem leikið hefur hér nyrðra. Ekki er að efa að Norðlend- ingar munu fjölmenna á völl- inn þegar þar að kemur. Nánar verður sagt frá komu danska unglingalandsliðsins hingað, í blaðinu síðar. □ Maríus J'ósafatsson bóndi á Hallgilsstöðum I er að hætta þar búskap og flytjast til Þórs- hafnar, en Lárus Jóhannsson bifreiðastjóri á Þórshöfn hefur keypt jörðina og flytzt þangað með fjölskyldu sína. Von er á slíurðgröfu frá Land námi ríkisins, sem grafið hefur hér undanfarin tvö sumur, en var send suður til viðgerðar. Hreppsnefndarkosning fór fram á Þórshöfn 22. maí sl. og var hlutbundin, en ekki kosið um flokka. í hreppsnefndinni eru: Pálmi Ólason skólastjóri (oddviti), Sigurður Sigurjóns- son útgerðarmaður og Jóhann Jónasson útgerðarmaður (af I-lista), en Vilhjálmur Sig- tryggsson útgei-ðarmaður og Sigurður Tryggvason sparisjóðs stjóri (af H-lista). Sýslunefnd- armaður er Angantýr Einars- son kennari. □ Komin 8700 tn. síldar Raufarhöfn 13. júní. í dag eru hér 4 skip að landa síld og von á fleiri skipum. Komin munu um 8700 tonn síldar. Verk- smiðjan er komin í gang og vænta menn brátt af henni fullra afkasta. En hún á að bræða 5 þús. mál á sólarhring, eftir gagngerða breytingu og endumýjun vélakosts. Alltaf veiðist hér sæmilega- vel á færi og línu. En margt annað kallar nú einnig að. Komið er verkafólk til að vinna í verksmiðjunni, en ekki mikið fleira ennþá. Nú hefur fundizt síld niiklu nær landi en áður og bíða menn spenntir eftir veiðifrétt- um aí því svæði. H. H. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). in og dökkleit. Þangað kom fjöldi íólks til að horfa á iðu- kast og fossaföll. Glerá ógnaði eignum manna á flatlendinu á Gleráreyrum. En jarðýtur vcru náttlangt að verki og hömluðu á móti. Eyjafjarðará jókst mjög svo sauðfé og hestum varð hætt á flatlendinu skammt frá árósun- um. Sjórinn var moldarlitaður á stórum svæðum norður fyrir Laufásgrunn. 1 VONSVIKNIR FUGLA- VINIR Húsmóðir í Langholti 7 í Gler- árhverfi sagði blaðinu eftirfar- andi í gær: „Þröstur gerði sér hreiður í háum skjólvegg við hús okkar. Heimilisfólkið fylgdist mcð þessu og fögnuðu þrastarhjón- unum. En eftir nokkra daga var eggjunum, fjórum að tölu, rænt, og ekki var þar köftum um að kenna. Fuglarnir v)eita okkur mikla gleði og eru vin- ir okkar. Það eru okkur því mikil vonbrigði, þcgar fólk leggst á eitt með grimmum dýr um.“ ilfeiL't .. , - - , . ... .... Nrí-.-'í'-Á' --' Fruin hefur lög að mæla. > ’F H - « •f In

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.