Dagur - 15.06.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 15.06.1966, Blaðsíða 1
HOTEL Herbcrgis- pantanir. FerSa- skriístoían Túngölu 1. Akureyri, Sími 11475 XLIX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 15. júní 1966 — 46. íbl, FerSaskrifsíofans'tliVs’ Skipuleggjum ieiðir skauta á milli. Farseðlar með Flugfél. ísl. og Loítleiðum. MOKAFLI 4 FÆRI Grímsey 13. júní. Hér er góð sprettutíð, skiptist á sólskin og gróðrarskúrir. Góður sauðgróð ur er því kominn á eynni. í meira en viku hefur verið mokafli á færi rétt austan við eyjuna og veður góð. Margir aðkomubátar, svo sem frá Ól- afsfirði og Húsavík, hafa verið hér líka og notið aflans með okkur. Björgin voru full af fuglum °g eggjum í vor, en lítill timi vannst til að vinna að eggjatöku og fuglaveiði var engin, enda búið að banna flekaveiði hér. Ymsir skruppu þó í björgin til að tína egg til heimila sinna. Hér vildi það til nýlega í róðri, að trilla Sæmundar Traustasonar sökk. Kom að henni óstöðvandi leki. Veður var gott og næsti trillubátur bjargaði manninum, sem var einn á. S. S. Fréllabréf af Langanesi Langanesi 11. júní. Sauðburði er enn ekki lokið hér á nesinu og kemur það sér vel, því að vorbatinn var mjög hægfara að þessu sinni og gréri seint, en vetur harður og snjóþungur. Um síðustu helgi brá til sunn- anáttar og hefur þessi vika ver- ið hlý, hiti 10—14 stig á daginn á mið- og innnesinu, en heldur kaldara á veðurathugunarstöð- inni á Skoruvík. Sauðburður hefur yfirleitt gengið vel, en þó ÞEIR STÓÐU SIG VEL ÚT AF fréttum frá dansleik á Laugum, sem nýlega var frá sagt, ræddi Helgi Baldursson, einn af nýútskrifuðum gagn- fræðingum þaðan við blaðið og óskaði að taka fram eftirfar- andi: Enginn gagnfræðingur frá Laugum í vor hafði áfengi um hönd á umræddum dansleik. Þessa viðbótarfrétt er blað- inu ánægja að birta. □ eitthvað borið á lambaláti á sumum bæjum, en mikið hefur verið gefið af kjarnfóðri, og talsvert af heyi var flutt hing- að að sunnan, enda var sumar- ið 1965 mjög erfitt heyskapar- sumar og sumt hey hirtist ekki fyrr en um veturnætur. Grásleppuveiði á Þórshöfn og Heiðarhöfn var mun minni en í fyrra, miðað við netafjölda. Tveir aðkomubátar stunduðu þessa veiði í Heiðarhöfn, auk innansveitarmanna, báðir að sunnan. - Sigið hefur verið í Skoruvík- urbjörg og stóð Guðmundur á Kvíslarhóli á Tjörnesi fyrir þeirri framkvæmd, en sigmað- ur var Óskar Jónsson frá Lækn isstöðum, sem nú er búsettur á Þórshöfn. Fjöldi er af fugli í björgunum og mikið kríuvarp í Skoruvík, eitt hið mesta á landinu. Æðarvarp mun vera í minna lagi, en trjáreki viða meiri en undanfarna vetur. Grenjavinnsla stendur yfir, en (Framhald á blaðsíðu 2.) Námskeið á vegum Almannavarna ríkisins stendur yfir á Akureyri þessa dagana. Kennd er slysa- og sjúkrahjálp, slökkvitækni o. m. fl. Ilér eru nemendur á æfingu við að slökkva eld. Iðnaður samvinnumanna dregsf saman eða slöðvasl el verðbólgan heldur álram segir framkvæmdastj. SIS, Erlendur Einarsson AÐALFUNDUR Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga var haldinn í Bifröst í Borgarfirði sl. föstudag og laugardag. Formaður Sambandsstjórn- ar, Jakob Frímannsson, kaupfé lagsstjóri, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Minnt- ist hann nokkurra forystu- manna samvinnuhreyfingarinn ar, sem látizt höfðu frá því að síðasti aðalfundur var haldinn. Síðan var gengið til dagskrár. Fundarstjórar voru kosnir Karl Kristjánsson og Ragnar StLDARSKIPIN ERU VIÐ JAN MAYE! Ovenju mikil fiskganga fyrir Norðurlandi ENN ER fremur dauft yfir sild veiðunum, aflinn sl. viku varð 12.476 lestir, sem veiddist mest á fjarlægum miðum, nú síðustu dagana suður og suðaustur af Jan Mayen. Heildarsildaraflinn á þessari vertíð var sl. laugardagskvöld 56.286 lestir eða um 417 þús- und mál. Á sama tíma í fyrra var síldaraflinn um 319 þúsund mál en þá byrjuðu veiðarnar nokkru seinna en nú. Aflinn síðasta sólarhring var 4.158 lestir af 24 skipum, mest frá Jan Mayen-svæðinu. Eitt skip var að veiðum 110—120 sjó mílur AAN frá Norðfjarðar- horni sl. nótt og fann þar nokk uð af síld og hafði fengið 90 lestir í tveimur köstum í morg- un af góðri síld. Þcrskveiðar. Óvenju góður þorskafli hefur verið í mörgum verstöðvum hér norðanlands sl. viku. Hefur veiðzt á h'nu og handfæri og (Framhald á blaðsíðu 7.) Byrjað á síldarbræðslu á Dalvík Dalvik 13. júní. Hér er nú byrj- að á byggingu 500 mála síldar- verksmiðju, sem ætlunin er að komist undir þak í sumar og verði búin vélakosti næsta vetur. Það er Dalvikurhreppur, Utibú Kaupfélags Eyfirðinga, Netagerðin og margir einstakl- ingar, sem mynduðu hlutafélag um þessa framkvæmd, sem nú er verið að hrinda af stað. í gær tók að flæða yfir veg- inn hjá Hrísum, svo sem oft vill verða í miklum vatnavöxt- um. En um tjón var ekki kunn- ugt. Smærri bátar hér eru að reita ofurlítið á færi. J. H. Ólafsson, og fundarritarar Stef- án Halldórsson, Óskar Jónsson og Skúli Ólafsson. Rétt til fund arsetu áttu að þessu sinni 105 fulltrúar frá 56 kaupfélögum méð samtals 31 þúsund félags- menn. Voru flestallir fulltrúar mættir, er fundur var settur. Auk þess sitja fundinn stjórn Sambandsins, forstjóri og fram kvæmdastjórar, endurskoðend- ur og allmargir starfsmenn Sam bandsins. Að lokinni fundarsetningu flutti formaður Sambandsins, Jakob Frímannsson, skýrslu stjórnarinnar og förstjóri Sam- bandsins, Erlendur Einarsson, skýrslu um reksturinn á árinu 1965. í ræðu sinni kom forstjóri víða við. Umsetning Sambandsins að krónutölu var meiri en nokkru sinni fyrr, einkum vegna stór- aukins útflutnings. Mest var aukningin í Sjávarafurðadeild, kr. 307,4 millj. Innflutnings- deild hafði aukið umsetningu um kr. 160,0 millj. og Véladeild um kr. 45,0 millj. í Búvöru- deild hafði umsetning hins veg- ar minnkað um kr. 28,9 millj. Heildarumsetning í öllum aðaldeildum og smærri starfs- greinum Sambandsins á árinu 1965 varð samanlagt kr. 2.540,2 millj. og hafði aukizt um kr. 518,4 millj. frá árinu áður eða um 25,64%. Rúmlega helmingur af heild- arumsetningunni árið 1965 er sala á búvörum og sjávarafurð- um eða samtals kr. 1.300 millj. Vörur þessar selur Sambandið gegn umboðslaunum, sem eru frá 1 til 3%. Umsetning í aðaldeildum Sambandsins árið 1965 var sem hér segir í millj. kr. Búvörudeild 518,2 og hafði minnkað um 28,9. Sjávarafurða deild 808,1 og hafði vaxið um 307,4. Innflutningsdeild 477,4 og hafði vaxið um 160,6. Véladeiid 240,9 og vaxið um 45,0. Skipa- deild 110,1 og hafði vaxið um 12,5. Iðnaðardeild 224,2 og hafði vaxið um 6,4. (Framhald á blaðsíðu 2.) B-LISTA SKEMMTUN- IN HEPPNAÐIST VEL FRAMSÓKN ARMENN efndu til kvöldskemmtunar fyrir stuðningsfólk B-listans í bæj- arsíjórnarkosningunum. Kvöld skennntun þessi, sem var mjög vel sótt, var haldin á Hótel KEA. Ingvar Gíslason alþingismað- ur setti samkomuna og stjórn- aði henni, en Sigurður ÓIi Brynjólfsson bæjarfulltr. flutti ávarp. Karl Guðmundsson leik ari fór með tvo gamanþætti og síðan var stiginn dans af miklu fjöri. B-listaskcmmtunin fór öll hið bezta fram, var þeim til sóma, sem hana undirbjuggu, og samkomugestum til hinnar mestu ánægju. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.