Dagur - 15.06.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 15.06.1966, Blaðsíða 5
4 Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: _r JÓN SAMÚELSSON x / Prenfverk Odds Bjömssonar h.f. Skipt iim forystnsæti AÐALEINKENNIÐ á úrslitum bæj arstjórnarkosninganna er fylgistap Sjálfstæðisflokksins og fylgisaukning Framsóknarflokksins í kosningunum 1962 hélt áfram í þessum kosning- um. í aðalvígi sínu, Reykjavík, er Sjálfstæðisílokkurinn nú í minni- hluta meðal kjósenda, tapaði sæti og hefði misst meirihlutann í bæjar- stjórn, ef 386 kjósendur, sem höfðu það að aðaláhugamáli að fella íhald- ið, hefðu kosið lista Framsóknar- flokksins í stað þess að eyða atkvæð- um sínum á Alþýðubandalagið að óþörfu, sem sé, reiknað líkurnar rétt. Einkennilega margir kjósendur D- listans strikuðu út nafn forsætisráð- herrans, sem var í 30. sæti! Þykir það að vonum bera vott um ótrausta for- ystu. í Vestmannaeyjum missti Sjálf- stæðisflokkurinn meirihlutann og er það ekkert smáræðis áfall, því að bæj arstjórinn var einn af alþingismöntir um flokksins í Suðurlandskjördæmi. Þeir stórtöpuðu líka fylgi í Keflavík og í stað þess að Sjálfstæðismenn voru þar f jölmennastir, urðu þeir nti 400 fámennari en Framsóknarflokks ntenn. Á Sauðárkróki töpuðu þeir hvorki meira né minna en tveim bæjarfulltrúum af fjórum og misstu þar með meirihlutann. Og her á Ak- ureyri töpuðu þeir allri hlutdeild sinni í kjósendafjölguninni, nálega 70 atkvæðum til viðbótar og einum bæjarfulltrúa — og eru ekki lengur fjölmennastir meðal kjósenda Akur- evrarkaupstaðar. Áframhaldandi sókn Framsóknar- flokksins í mörgum kaupstöðum sam tímis er atliyglisverð. Flokkurinn bætti við sig 2000 atkvæðum í Reykjavík og 400 atkvæðum eða ná- lega 66% í Keflavík og nærri lá, að hann fengi þar meirihluta í bæjar- stjórn. Hann vann verulega á í Vest- mannaeyjum, ísafirði, Siglufirði, Sauðárkróki og víðar og bætti við sig fulltrúum, svo sem áður hefur verið sagt. Og meðal kjósenda hér í höfuðstað Norðurlands tók hann forystusætið af Sjálfstæðisflokknum og varð I jöhnennastur í bæjarstjórn- inni. Alþýðúflokkurinn fékk talsverða atkvæðaaukningu, en þó ekki meiri en svo, að bæjarfulltrúar hans í kaup stöðum landsins í heiltl eru nú jafn margir og fyrir kosningar. Alþýðu- bandalagið fékk í heild heldur færri aikvæði en 1962 í kaupstöðum lands ins og sömu fulltrúatölu. □ Felagar í Sjálfsbjörg nær álfa huodryð Áttunda þingið haldið í Skíðahótelinu í Hlíðar- fjalli dagana 4. og 5. júní síðastliðinn ÁTTUNDA þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var háð í Skíðahótelinu, Hlíðar- fjalli, Akureyri, dagana 4.—6. júní sl., og var sett laugardag- inn 4. júní kl. 10 f. h. af for- manni landssambandsins Theo- dóri A. Jónssyni. Þingforsetar voru kjörin, Sig ursveinn D. Kristinsson, Reykjavík og Heiðrún Stein- grímsdóttir, Akureyri. Ritarar voru kjörin, Árni Sveinsson, Reykjavík, Þórður Jóhannsson, Hveragerði, Þorgerður Þórðar- dóttir, Húsavík og Sveinn Þor- steinsson, Akureyri. Mættir voru 41 fulltrúi frá öllum félagsdeildunum 10, Reykjavík, Árnessýslu, Bolung arvík, ísafirði, Siglufirði, Sauð árkróki, Akureyri, Húsavík, Vestmannaeyjum og Keflavík. Að lokinni kosningu starfs- manna þingsins, flutti formaður sambandsins sameiginlega skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra. Innan sambandsins eru nú 10 félög, með um 790 félaga og um 610 styrktarfélaga. Skrifstofan að Bræðraborgar stíg 9, var rekin með sama sniði og áður. Til hennar leituðu á síðastliðnu starfsári 1189 ein- staklingar, sem fengu marghátt aða fyrirgreiðslu. Auk þess fengu félagsdeildirnar marg- háttaða fyrirgreiðslu í félags- og atvinnumálum. Fram- kvæmdastjóri sambandsins er Trausti Sigurlaugsson. Á árinu var unnið áfram að undirbúningi að byggingu sam takanna í Reykjavík, við Hátún austan Laugarnesvegar. Byggt verður í áföngum og er í fyrsta áfanga ráðgert vistheimili fyrir 45 manns, æfingarstöð, vinnu- stofur, fundarsalur, skrifstofur og fleira. Fyrsti áfangi er 16.800 rúmmetrar og munu fram- kvæmdir hefjast á þessu ári, en öll er byggingin samtals 25.000 rúmmetrar. Byggingin er teikn uð af Teiknistofunni s.f., Ár- múla 6, en einnig var haft sam- ráð við danska arkitekta sem mikla reynslu hafa í að teikna byggingar, sem sérstaklega eru skipulagðar fyrir mikið fatlað fólk. Mun þetta verða stórt átak hjá samtökunum að koma þess ari byggingu upp, en nú eru í Styrktarsjóði fatlaðra um 4,2 milljónir króna. Á árinu var einnig unnið að því, að fá Húsnæðismálastofnun ríkisins til að viðurkenna sér- stöðu öryrkja og þeir nytu betri lána en almennt, til að eignast eigin íbúðir. Að ósk Sjálfsbjarg ar, landssambands fatlaðra skrifaði félagsmálaráðherra, for manni Húsnæðismálastofnunar innar og mælti með því, að þetta yrði tekið til athugunar í sambandi við heildar endur- skoðun á löggjöfinni um hús- næðismál. Þá var Arkitektafélagi ís- lands send áskorun, þess efnis, að tekið yrði tillit til fatlaðra, við skipulag og teikningu opin- berra bygginga. Gjaldkeri sambandsins, Eirík ur Einarsson, las og skýrði reikninga sambandsins. Tekjur voru kr. 1.051.000.00, tekjuaf- gangur um kr. 565.000.00. Skuld laus eign í árslok var um kr. 1.811.000.00. Skýrslur félaganna. Starfsemi félagsdeildanna var hjá flestum mjög góð. Nú eru reknar vinnustofur á vegum deildanna í Reykjavík, á Siglu- firði og Sauðárkróki. Á ísafirði rekur deildin vinnustofu í sam vinnu við Berklavörn þar á staðnum og félagið á Húsavík hefur nýlega eignast húsnæði undir starfsemi sína. Á Akur- eyri er í undirbúningi rekstur vinnustofu, sem taka á til starfa á þessu ári. Verður þar hafin framleiðsla í annarri mvnd en hjá þeim vinnustofum, sem nú eru reknar á vegum deildanna og verður það fyrsti áfangi í samræmingu á rekstri vinnu- stofa á vegum Sjálfsbjargar. A1 mennt félagsstarf er mikið hjá deildunum. Fyrir utan almenna fundi, eru föndurkvöld, skemmtifundir, spilakvöld, far- ið í sameiginleg ferðalög og fleira. Auk þess sjá deildirnar um merkja- og blaðasölu og sölu happdrættismiða. Á sunnudaginn var haldinn útbreiðslu- og kynningarfund- ur í „Bjargi“, félags- og vinnu- heimili Sjálfsbjargar. Formaður félagsins á Akur- eyri, frú Heiðrún Steingríms- dóttir, setti fundinn og stýrði honum. Sigursveinn D. Krist- insson flutti fróðlegt erindi um málefni samtakanna og öryrkja almennt. Eftir að hafa rakið helztu málin, sem nú eru á dagskrá hjá samtökunum, svo sem tryggingamál, atvinnumál, samgöngumál og síðast en ekki sízt nauðsyn heildarlöggjafar um endurhæfingu öryrkja, — sagði hann: MIÐSKÓLA Ólafsfjarðar var slitið hinn 30. maí s.l. í skólan- um voru í vetur yfir 70 nem- endur og voru nú fleiri óskóla- skyldir nemendur en skóla- skyldir þar við nám. Aukin að- sókn utanbæjarnemenda er að skólanum og hefur skólinn milligöngu um útvegun hús- næðis fyrir þá. Kristinn Jóhannsson, skóla- stjóri, sleit skólanum og voru nú útskrifaðir gagnfræðingar, bæði með bóknáms- og verk- námsdeildarpróf. Hæst á gagn- fræðaprófi urðu þau Álfheiður Árnadóttir í bóknámsdeild og Gunnar Sigurbjörnsson í verk- námsdeild. Unglingapróf tóku „Megin takmarlc Sjálfsbjarg- ar, er að stuðla að því að starfs kraftar okkar komi þjóðfélag- inu að sem beztum notum og að við getum, hvert fyrir sig, lifað sem sjálfstæðustu lífi. Við lítum svo á, að það sé jafnt hag ur þjóðfélagsins og persónuleg- ur hagur okkar að veitt sé nauð synleg hjálp og fyrirgreiðsla, að hálfu hins opinbera, til þess að því marki verði náð. Þess vegna höldum við ótrauð áfram að styrkja samtök okkar og halda fram réttindamálum okk ar.“ Á fundinum voru einnig til sýnir ýmis konar hjálpartæki fyi’ir fatlað fólk, svo sem fyrir eirrhentar húsmæður, fólk sem hefur stíf liðamót eða skertar hreyfingar af ýmsum ástæðum. Er þetta í fyrsta skipti, sem slík hjálpartæki eru kynnt hérlend- is og mun sýnishornum af þeim verða komið fyrir á skrifstofu samtakanna. Á sunnudagskvöld sátu þing- fulltrúar kvöldverðarboð bæjar stjórnar Akureyrar í Skíðahót- elinu í Hlíðarfjalli. Bæjarstjór- inn, Magnús E. Guðjónsson, bauð fulltrúa velkomna með ávarpi. Theodór A. Jónsson þakkaði fyrir hönd þingsins. Á mánudag voru tekin fyrir og rædd nefndarálit og kosið í stjórn sambandsins og voru eftirtalin kjörin: Framkvæmdaráð: Theodór A. Jónsson formaður, Reykja- vík, Eiríkur Einarsson gjald- keri, Ólöf Ríkharðsdóttir rit- ari. Varaformaður: Zophanias Benediktsson, Reykjavík. Með- stjórnendur: Jón Þór Buch, Húsavík, Ingibjörg Magnúsdótt ir, ísafirði, Heiðrún Steingríms dóttir, Akureyri, Sigurður Guð mundsson, Reykjavík, Eggert Theodórsson, Siglufirði. (F réttatilkynning. 16 nemendur og hlaut Ermenga Bjöi-nsdóttir hæstu einkunn. — Landspróf þreyttu 9 og stóðust 6 prófið. Afhent voru mörg verðlaun fyrir námsárangur og félags- störf, og stóðu ýmsir aðilar að þeim verðlaunum. Mikið fjöl- menni var við skólaslit. Handa- vinnusýning og sýning á ýmissi vinnu nemenda var haldin 1. maí og var mjög fjölsótt. Við Miðskóla Ólafsfjarðar störfuðu 3 fastir kennarar og 7 stundakennarar s.l. vetur. Þess má geta, að enn getur skólinn bætt við nemendum næsta skólaár. (Fréttatilkynning). INNBROT í SUMARBÚSTAÐ í GÆR, 9. júní 1966 er ég vfir- gaf skýli mitt á Moldhaugahálsi kl. 16 var allt með eðlilegum hætti. Svo kom ég þar í dag, 10. júní kl. 15.30, hafði verið brot- izt inn með þeim hætti að sprengja upp láshespu og virð- ist það hafa verið gert með járn stöng, er þar var úti hjá kola- kassanum. Þetta járn lá svo inná bekk, sem er við vestur- gaflinn og þar var lika skip er var í húsinu. Á skipinu eru fingraför. Það hefur verið rusl að til í skápum og í rúmfata- kassa. Sykurmolar voru á gólf- inu og kex var þar í plastpoka. Spor voru sýnileg að því er virt ist eftir 2 menn og hefur annar verið á stígvélaskóm með mjórri tá 32 cm. spor, og hinn á gúmmískóm 28 cm. spor, ómunstraða á sólum? Þessi spor lágu svo í vestur frá hús- inu og sáust vel í leirnum. Fyrir nokkrum árum frömdu tveir unglingspiltar frá' Akur- eyri innbrot þarna og stálu ýmsu verðmætu, er aðstand- endur þeirra greiddu mér eftir að upp komst hverjir það voru. Ekki þykir mér líklegt að þarna hafi þeir sömu verið að verki? Hef þó ekki eftir neinu að fara að svo stöddu. Akureyri, 10. júní 1966. Ebenliarð Jónsson. NAFNLAUS BRÉF FOKDREIFUM hafa borizt nokkur bréf um bæjarmál, flest nafnlaus. Fjalla þau um ávirðingar manna og eru sum Ijót. Öll hafa þessi bréf hafnað í ruslakörfunni, því þau bréf- in, sem óundirrituð eru, fara ætíð þangað beina leið, en hin eru ekki ætluð til birtingar. f nokkrum þeirra kennir von brigða út af því, að ekki var myndaður „vinstri meirihluti í bæjarstjórn" eða eins og segir í einu bréfanna „ábyrg vinstri stjórn á breiðum grundvelli". Bréfriturum og öðrum til fróðleiks er rétt að taka fram: Alþýðuflokkurinn taldi sam- stjórn með Alþýðubandalagi og Framsókn útilokaða. Alþýðu- bandalagið taldi bindandi sam- vinnu ( þ. e. myndun ábyrgs meirihluta með Alþýðuflokkn- um og Framsókn) einnig útilok aða. Þessir tveir flokkar Al- þýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið útilokuðu því al- gerlega „vinstri stjórn á breið- um grundvelli“. Hins má einn- ig geta, að viðræður við hvorn þessara stjórnmálaflokka um sig juku ekki áhuga Framsókn- ar á tveggja flokka meirihluta, enda mun Alþýðuflokkurinn a, m. k. naumas't hafa haft nokkurn áhuga á því, og við- ræður við Alþýðubandalagið báru ekki jákvæðan árangur. Svo sem sjá má af þessu, var það ekki á valdi Framsóknar að mynda vinstri meirihluta á breiðum grundvelli, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Hinsvegar gæti ábyrgur meirihluti e. t. v. myndast um framkvæmdaáætlun þá, sem væntanlega verður gerð fyrir kaupstaðinn. □ Svo kemur „Sveitamaður“ ÞAÐ hefur dregizt lengur en ætlað var, að birta síðari hluta frásagnar ,Sveitamanns að norð an‘, enda kosningar og hvers- Nokkrir munir pilta á handavinnusýningu skólans. (Ljósm.: B. S.) Útskrifaðir 19 gagnfræðingar 5 lconar annað gaman á dagskrá um lengri tíma. En hér heldur „Sveitamaður“ áfram frásögn sinni af því, sem hann sá á Hótel Sögu á sínum tíma. „Ég átti eftir að segja ykkur frá Neskirkju, sem blasti við frá glugganum mínum, með turninn utan á sér, líka Há- skólabíó, sem er eins og harm- onikubelgur. Ég horfði lengi á þessa steinsteyptu menning- arvita. En ekki kom ég því í verk, að fara í bíó og engan prest sá ég á hlaupum, a. m. k. ekki í hempunni, enda víst engin prestkosning. En alltaf hefi ég gaman að prestkosning- um og þykir þær skemmtana beztar, enda sanna þær jafnan ágæti sitt og auðga skemmtana lífið, ef ekki trúarhitann líka, sem kominn er víða niður í moðvelgju. Mér fór eins og öðrum dauð- legum mönnum, sem vanir eru að borða reglulega og helzt mikið, að mig tók að svengja og þyrsta. Ég vissi um Grillið og góðmetið allt á þeirri hæð- inni, líka barinn og að þar mátti slökkva þorstann. Ég tví- læsti herbergi mínu, stakk lyklinum, með áfestu þjófa- kybbinu í vasa minn, fór fram á gang og studdi á lyftuhnapp- inn. Nú var lyftuskömmin í lagi, opnaðist eins og skot og gleypti mig. Æ, þessar lyftur, sem loka mann innan í sér og þjóta svo upp eða niður með mann, en það eru þau ferðalög, sem mér er verst við. Það er annað að fara eitthvað áfram, já, jafnvel hart í bak er betra. Svo fær maður svoddan inni- lokunarkennd í lyftu, líkt og í jarðgöngum. Þess utan hafa hvorki lyftur eða jarðgöng fært mér þau tækifæri, sem ýmsir bókahöfundar hafa dálæti á að láta mann upplifa með sögu- persónum sínum. Þetta er allt orðið glansandi bjart og ekkert spennandi, nema lyftan bili eða ljósið fari í jarðgöngunum. Guð forði slíku, því þá er alls ills von en ekki ævintýra. Jæja, áfram með smjörið. — Sem ég stend þarna eins og glópur í lyftunni, gjóaði ég auga ■ á samfei'ðafólkið, einn mann og tvær konur. Manninn þekkti ég strax af myndum og gat ekki annað en dáðst að myndasmiðnum, sem myndir þær hefur tekið. Mannskrattinn var svo ótútlegur, á þó að heita einn af forystumönnum þjóð- arinnar. Mér sýndist hann bók- staflega eitthvað bilaður. Hend urnar voru á taugaveiklunariði og augun eins og í fjögurra nátta fiski fyrir verðhækkun, en þá var fiskurinn ekki mun- aðarvara, jafnvel ekki þessa heims synd að míga á hann. Ég sá, að lyftan bar hann ekki nægilega hratt. Maðurinn var að flýta sér undir drep. Ég held, hann hefði haft gott af því að hlaupa upp stigana. Hvort hann hefur gripið gæf- una á loftskörinni er mér alls ókunnugt, líklega, raunar, að hann hafi þar einhvers misst. Svona ólmir menn eru alltaf að tapa einhverju. Svo fór ég að taka eftir veika kyninu, stúlkunum tveim, af- sakið ókurteisina, því ég átti að segja frá þeim fyrst. Önnur var útlend, alveg í blómanum og hin tæplega í honum enn- þá, svona eins og þrevett trippi og syndsamlega stuttklædd, eft ir mínum smekk. Af því ég kreisti ekki aftur augun, en það er nú líka ókurteisi, komst ég ekki hjá því að sjá hvar manns nafnið Pétur, stóð skrifað á læri stúlkunnar, rétt við kjól- faldinn. Já, þar stóð Pétur kall- inn á haus, skráður á lifandi hold síns herra með bírópenna, kippkorn ofan við hné. Þótt mér sýndist bæði skriftin og bókfellið betur eiga heima í skjóli klæðnaðar, var ekki um að tala. Tízkan hefur æfinlega verið skrítin skepna og gert marga skrítna. Og nú ku það vera að komast í tízku að skrifa eitt og annað á svona skinn, t. d. mannanöfn og stefnumót. Það er nú orðið mikið af þeim í seinni tíð. Það held ég að for- feður okkar, frægir fyrir orð- snilld og sögukunnáttu, hefðu verið ánægðir að pára á svona skinn. Og svo var þessi útlenda væn kona að því er virtist og mjög fríð sýnum, og ekki var neitt skrifað á hana. Það er líka gaman fyrir ungar stúlk- ur að vera óskrifað blað. Ég gat ekki að því gert, að ég hafði á tilfinningunni, að sú væri leggjaprúðari og meiri yndis- þokka gædd til fótanna, er pils- um var hulið niður fyrir hné, en sú stuttklædda og Pétri merkta. Það mega svei mér vera fallegir fætur á konu, sem eru fallegri en sú mynd, sem maður lætur eigin huga gera af ganglimum fullklæddrar konu. Og er þá lyftan ekki strax komin upp á Grillhæðina, opn- andi sinn víða munn, spúandi okkur út á gang, svo að segja rétt fyrir framan barinn. Hann blasti nú við mér, gullroðinn allur og hinn ski-autlegasti. Er þar Mammoni þjónað og Bakk- usi og fer gullsliturinn vel. Ekki get ég neitað því, að heldur víkkaði sjóndeildar- hringurinn, þegar lyftan laukst að baki, en við mér brostu andlit mörg og glöð, sum meira að segja orðin löðursveitt af gleði. Þarna var nú sannköll- uð smáskammtaverzlun og ekki hagstæð kaupin. Mér ofbauð fólksmergðin þarna í kring um barinn. Menn stóðu og tróðust, eða sátu á stólum. Og þeir eru hafðir fáir til að sem flestir komist að en hver tefji ekki lengi. Góðvildin flæddi af mönn um og konum og þetta fólk vildi v'íst öllum gott gera, og svo er verið að bölva víninu! Þetta fólk hafði engar áhyggjur af morgundeginum, — þessari plágu íslendinga, — sem löng- um hefur verið að sliga þá og drepa. Þessi morgundagskvíði hefur að vísu gert margan manninn meiri og meiri, satt er það. En stundum verður hann manni of þungur. Stóð þarna ekki stórathafna- maður að norðan? Jú, sem ég er lifandi maður og hófsmaður kallaður þar, en átti hér a. m. k. allt ísland, eftir útliti hans og tilburðum öllum að dæma. Já, landið allt með kviku og daúðu og fannst ekki mikið. Eitthvað var nú gefandi fyrir það, og fai'inn að halda framhjá kellu sinni, eða bara að látast. Mér var heldur illa við að sjá þetta. Kynið að honum er nefnlega þannig, að á vissu stigi ölvun- ar verða mennirnir vitlausir og vilja helzt drepa einhvern, en verða svo góðir aftur þegar (Framhald á blaðsíðu 7) aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ÁRNI G. EYLANDS: 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 HVAÐ ER STÖRT! BÚSKAPNUM? OFT HEYRAST raddir um að flest sé stærra og betra í öðrum löndum, ekki hvað sízt á sviði landbúnaðarins. Og þegar sagt er frá stórum hlutum erlendis hættir oss til að halda að það sé hið verulega þar, og smæð íslenzkra bænda vex í hugum manna. Samt er það raun og sann- leikur, að meðalinnlegg bænda af mjólk í Mjólkursamlag KEA og Mjólkurbú Flóamanna er mun meira en í nokkru almenn ings-mjólkurbúi á Norðurlönd- um, handan íslandsála. Og hér er rætt um 500 kúa fjós til þess að frelsa kúabænd- ur frá þrældómnum. Samt er upplýst á alþjóðaþingi bænda að jafnvel í Bandaríkjunum, þar sem flest er talið stórt, reynist ekki hægt að framleiða mjólk ódýrari heldur en gert er á 30—35 kúa búum. Vafalaust má bjarga mörgum kotkarli frá þrældómi með því að ríkið kaupi kotin og mjólkin verði framleidd á verksmiðju- búum, slíkar „framfarir“ á ekki að banna. Fjöldi neytenda hygg ur gott til slíkra framleiðslu- hátta. Vita ekki né skilja það sem augljóst er og erlend reynsla hefir sýnt og sannað, að það fæst ekki ódýrari mjólk frá fleiri liundruð kúa verksmiðju- fjósum, mjólkin þaðan verður dýrari heldur en frá bændum. Ég segi með vilja: heldur en frá bændum, því að vitanlega verða það ekki bændur, sem búa 500 kúa búunum. Það verða, og verða að vera fjársterk hluta- félög og fjárplógsmenn sem reka slík fyrirtæki. Hið nýja fyrirkomulag þýðir að bændur hverfa sem búandi bændur — nema eitthvað af fjárbændum. — Allt í lagi, þeir lenda í Straumsvík, en neytendum kem ur til að blæða, við hærra verð lag á mjólk og mjólkurvörum, nema að ríkissjóður borgi brús- ann. Auðvitað á ekki að banna „framfarir", jafnvel ekki þótt þær séu engar framfarir, og vonandi fást danskir fjósamenn — kunnáttumenn — til að vinna í stórfjósunum, engin hætta á að íslenzkir menn með kunnáttu fáist til slíkra starfa, jafpvel ekki þótt starfið væri yfirborgað og það verulega. Kemur þar til hvort tveggja, hve mönnum er á móti skapi að vinna fjósaverk, leigðir og laun aðir menn fást ekki til þess, og að örfátt er um kunnáttumenn til fjósverka, íslenzkra, er séu færir um að annast stórbúskap, enda hefir ekkert verið gert til þess að mennta menn til fjós- verka síðustu áratugina. En ef til vill er það talið íhaldssemi að segja sannleikann um þessa hluti og horfast í augu við veru leikann. Svíar taka fledtum þjóðum fastar á búnaðarmálum nú um stundir, fækka búum og smala kotalýðnum í verksmiðjur. Mað ur skyldi nú halda að þeir gengju rösklega að því að koma upp stórbúum. Ég hefi hér fyr- ir framan mig nýjustu upplýs- ingar um hvernig er ástatt þar í landi um þá hluti. Svo er komið, að á 50% af öllum þeim býlum í Svíþjóð sem hafa meira en 100 ha. rækt að land (akurland), hefir mjólk urframleiðsla verið lögð niður með öllu. Reynsla og rannsóknir, sænskar, miðaðar við 5 daga vinnuviku, gera ráð fyrir að hver fjósamaður geti annað sem nemur að hirða 35 mjólkur kýr að viðbættu ungviði og geldneyti í eðlilegu hlutfalli við tölu mjólkurkúa. Og sam- kvæmt þessu henti bezt að kúa búin séu svo stór að full vinna verði á búi fyrir 7 menn, sem skiptast á við verkin og 5 daga vinnuviku. Slíkt bú þarf þá að vera með 250 mjólkurkýr, að viðbættum geldneytum og ungviði. Onnur heppileg stærð, og sú minnsta sem ætti að vera, samkvæmt þessum rannsókn- um, er bú með 105 mjólkurkýr og ungviði og geldneyti þar við hæfi. Þrír menn eiga að geta annað slíku búi með því að vinna ekki nema 5 daga í viku til skiptis. Þetta eru fræðin og tölurnar, en svo er lífið og staðreyndim- ar. Það er ekki nema eitt bú í Svíþjóð, sem er svo stórt að það nálgist hin fræðilegu takmörk þess sem bezt ætti að henta, 7 fjósamanna bú, á því búi eru 215 mjólkurkýr. Annars er tala „stórbúa" í Svíþjóð, sem framleiða mjólk, sem hér segir, árið 1965: Bú með 100—110 mjólkurkýr eru 19 111—120 mjólkurkýr eru 5 121—140 mjólkurkýr eru 12 141— mjólkurkýr eru 9 Bú með fleiri en 100 kýr alLs 45 í Svíþjóð. Lengra eru þeir ekki komnir Svíarnir á þessu sviði þrátt fyr ir skipulegt afnám smábúskap- ar. Það virðast vera einhverjar staðreyndir lifs og veruleika —• og verðlags (framleiðslukostn- aðar), sem togast á við teórí- urnar. Það virðist vera margt að at- huga í þessum málum, þótt ekki ætli ég mér þá dul að mót mæla „framförunum“. 26. maí 1966. I Árni G. Eylands. Gullbrúðkaup sæmdarhjóna HJÓNIN á Hálsi í Svarfaðar- dal, frú Jófríður Þorvaldsdótt- ir og Þorsteinn Þorsteinsson bóndi og smiður, áttu gull- brúðkaup 27. maí og var þess minnzt nokkru síðar í góðum. fagnaði. Þorsteinn og Jófríður hafa búið hálfa öld á Hálsi, góðu búi að nytsemd og framkvæmd um og eignast 9 börn, af þeim eru 8 'á lífi, hinir mætustu þj óðf élagsþegnar. Þorsteinn er dverghagur mað ur og eftirsóttur báta- og húsa smiður og vann mikið utan heimilisins. Frú Jófríður stjórn aði þá heimili og búi af sínu ljúfa og glaða geði, sem fyrr og síðar einkenndi hið myndarlega rausnarheimili á Hálsi. Dagur sendir hjónunum á Hálsi í Svarfaðardal hinar beztu árnaðaróskir í tilefni af gullbrúðkaupi þeirra. □ Þjóðhátíðardagurinn 17. JÚNÍ-NEFND beinir þeim tilmælum til bæjarbúa allra, að hver og einn þeirra leggi fús- lega fram sinn skerf, til þess að væntanleg hátíðahöld þjóðhá- tíðardagsins geti nú heppnast vel og orðið sem glæsilegust. Og enn sem fyrr, þá varðar það langmestu, að þátttaka almenn- ings sé bæði mikil og góð. Sérstaklega vill nefndin leggja ríka áherzlu á mikilvægi þess, að bæjarbúar almennt, ásamt með börnum sínum, séu virkir þátttakendur í skrúðgöngunni. En því miður, þá hefur það far- ið í vöxt undanfarin ár, að fólk flykkist út á íþróttasvæðið, á undan skrúðgöngunni eða héldi sig til hliðar við hana. Nú má helzt enginn skerast úr leik, þannig að þátttakan í sjálfri skrúðgöngunni geti orð- ið sem almennust. Loks vill nefndin beina þeim óskum til þeirra félaga og fé- lagasamtaka í bænum, sem fé- lagsfána eiga, að þau mæti með þá til skrúðgöngunnar og hvetji ennfremur félaga sína til þátt- töku. Bæjarbúar! Allir eitt 17. júní. (Fréttatilkynning frá 17. júní nefnd).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.