Dagur - 29.06.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 29.06.1966, Blaðsíða 1
HOTEL Herbcrgis- pantanir. FerSa- skriistoian Túngötu 1. Akureyri, Sími 11475 XLJX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 29. júní 1966 — 49. tbl. Ferðaskrifslofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ieröir skauta á milli. Farseðlar með Flugfél. ísl. og Loíileiðum. FRÁ BÆJARSTJÚRN Mót norrænna æskulýSsleStoga haldið á Akureyri Framkvæmdaáætlun bæjarins. I fundargerð bæjarráðs frá 14. og 23. júní sl. segir svo: Teknar voru fyrir tillögur frá síðasta bæjarstjórnarfundi um framákvæmdaáætlun bæjarins, en tillögum þessum var vísað til bæjarráðs. Bæjarráð leggur til við bæjar stjórn, að kosin verði á næsta fundi bæjarstjórnar 5 manna nefnd til að semja framkvæmda áætlun fyrir Akureyrarbæ og stofnanir bæjarins fyrir næstu 8—10 ár. Miðað verði við, að hægt verði að styðjast við niður stöður áætlunarinnar vegna næsta árs við samningu fjár- hags áætlunar 1967. Nefndin hafi samráð við bæjarráð um meiri háttar atriði varðandi samningu áætlunarinnar og stefnt verði að því að hún Ijúki störfum að fullu fyrir 1. maí 1967. Framkvæmdaáætlun Norður- lands. Bæjarráð leggur til, að bæjar stjórn samþykki svofellda álykt un: í sambandi við framkvæmda áætlun þá fyrir Norðurland, sem nú er verið að vinna að af opinberri hálfu, leyfir bæjar- stjórn Akureyrar sér að fara þess á leit við Efnahagsstofn- unina að hún setji upp skrif- stofu á Akureyri til þess að auð velda gagnasöfnun og annan nauðsynlegan undirbúning í þessu sambandi. Bygging íþróttaskemmu á Gleráreyrum. Á fundinum var mætt nefnd sú, er bæjarstjórn kaus til þess að annast um framkvæmdir við byggingu skemmu á Glerár- eyrum. Nefndin skýrði bæjarráði frá tilboðum, sem borizt höfðu í skemmubygginguna frá Bygg- ingafélaginu Dofra h.f., Haga h.f. og Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. (tvö tilboð). Nefndin leggur til við bæjar- ráð að tekið verði tilboði Haga b.f. sem er lægsta tilboðið mið- NÝ SÍLDÁRBRÆÐSLA í NESKAUPSTAÐ Neskaupstað 28. júní. Hér er byrjað á byggingu nýrrar síldar bræðslu, Rauðubjörg h.f. og er hún staðsett rétt innan við síldarbræðslu þá, sem hér var fyrir. Komin eru hingað til Neskaupstaðar 20 þús. tonn sildar og er það eitthvað meira en á sama tíma í fyrra. En sölt- un er ekki hafin, því bæði er síldin heldur smá og of langt flutt til þess að hún sé nógu ný til söltunar. Byrjað er hér á íþróttahús- byggingu og margar íbúðir eru í smíðum. Hingað vantar menn í byggingariðnaðinn. H.O. að við útboðslýsingu, eða kr. 3.319.292.00. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Haga h.f. og heimilar nefndinni að ganga frá samning um við fyrirtækið um bygginga framkvæmdii'. Erindi Slippstöðvarinnar h.f. Lagt fram bréf frá Slippstöð- inni h.f., dags. 15. apríl sl. þar sem Slippstöðin fer þess á leit (Framhald á blaðsíðu 2.) Samið til liausts UM 40 verkalýðsfélög höfðu í gær undirritað þá bráðabirgða- samninga, sem fyrr voru gerðir milli verkalýðs og vinnuveit- enda. Þeir gilda til 1. okt. í haust og er því nánast tjaldað til einnar nætur. Samið var um 3,5% grunn- kaupshækkun og nokkur önn- ur atriði. Samtímis er því lýst yfir af samningaaðilum, að nauðsynlegt sé að viðræður fari fram um ýms einstök atriði kjaramálanna, með aðild stjóm arvalda landsins. □ gamall Akureyringur, er ný- kominn heim eftir fjögurra ára nám í trúboðsskóla í Noregi. Hefur hann nú, ásamt norskri eiginkonu sinni, Kjellrún Svav arsson, sem er hjúkrunarkona, verið vígður til trúboðsstarfa í Afríku og fór sú athöfn fram í Vatnaskógi. Síðan er för þeirra hjóna heitið til Konsó í Afríku, þar sem fyrsti dóttursöfnuður íslenzku þjóðkirkjunnar hefur verið stofnaður. Þar hefja þau hið þríþætta starf, sem er prestsstarf, kennslustarf og hjúkrunarstarf, og eru kostuð af Sambandi íslenzkra kristni- boðsfélaga. Skúli Svavarsson HINN 3. júlí hefst á Akureyri mót æskulýðsleiðtoga Norður- landanna og verða fulltrúar rúmlega 40 talsins, frá vina- bæjum Akureyrar Lahti, Ála- sundi, Vesterás cg Randers auk heimamanna. Hér er um að ræða fyrirlestra um æskulýðs- og uppeldismál Mót norrænna æskulýðsleiðt. og umræður um þau og staðar- Fyrst fara þau Skúli og kona hans til Englands, þar sem hann fer í skóla til að undirbúa sig undir frekara málanám. Málum er þannig háttað, að Konsóbúar tala sérstaka mállýsku, sem er mjög óh’k ríkismáli þeirra Etiopiumanna. Ríkismálið heit- ir amhariska. Trúboðahjónin verða því, þegar til Etiopiu kemur, að læra rikismálið, síð- an Konsómállýskuna og verð- ur hún ekki lærð af bókum því ritmál á hún ekkert. Má af þessu sjá, að það tekur tímann sinn að undirbúa sig undir kristnibóðsstarfið, eftir að námi í kristniboðsskóla er Jokið. En ungu hjónin horfa björtum aug kynningu. Mótinu lýkur 9. júlí. Er þetta í fjórða sinn, sem Akur eyringar taka þátt í slíkum mót um. Þau fyrri hafa verið haldin erlendis, því að þetta er í fyrsta sinn, að slíkt mót er haldið hér á landi. Ýmsan fróðleik um þetta fyrsta norræna æsku- lýðsleiðtogamót á Akureyri, sem er að mestu lokuð og æskulýðsfulltrúi bæjarins á um til hins erfiða starfs og von andi bera störf þeirra góðan ávöxt. Kveðjusamsæti verður haldið fyrir þau í Kiistniboðs- húsinu í Zion næstkomandi sunnudagskvöld og hefst það kl. 8.30. □ Á FÖSTUDAGINN bauð Fegr- unarfélagið fréttamönnum, bæj arstjórnarmönnum, heilbrigðis- fulltrúa o. fl. í ökuferð um bæ- inn. Ekki var för þessi gerð til að kynna fagra staði kaupstað- arins eða til að eiga yndisstund, því ekið var til þeirra staða, sem mest hneykslar augað og helzt þurfa lagfæringar við, svo bærinn geti verið skammlaus af. En þeir staðir fyrirfinnast margir í okkar sumarsnotra bæ, og áhugamenn í hinu ágæta Fegrunarfélagi vita, að til þess að vekja áhuga ráðamanna á nauðsynlegum lagfæringum, verður að sýna þeim þessa staði og láta þá standa augliti til auglitis við „óþverrann“, svo skemmtilegt sem það annars er. blaðamannafundi á Hótel KEA sl. föstudag. En formaður ráðs- ins er nú séra Birgir Snæbjörns son, er tók við af séra Pétri Sig urgeirssyni, en varaformaður er Tryggvi Þorsteinsson. Aðrir í Æskulýðsráði eru: Haraldur Sigurðsson, Bragi Hjartarson, Svavar Ottesen, Einar Helga- son og Eiríkur Sigurðsson. Þrír eru kosnir af bæjarstjórn en fjórir af félögum í bænum. Þeir menn, sem einkum und- irbúa æskulýðsleiðtogamótið eru séra Pétur Sigurgeirsson, Hermann Sigtryggsson og ísak Guðmann. Margir hinna er- lendu gesta dvelja á einkaheim ilum fólks hér í bæ á meðan mótið fer fram. Dagskrá mótsins er mjög fjöl breytt og auk erlendra æsku- lýðsleiðtoga flytja erindi ýmsir þjóðkunnir menn. □ Að ökuferð þessari lokinni bauð félagið þátttakendum til kaffidrykkju og umræðna um þessi mál á Hótel KEA. Báru menn þar saman ráð sín um (Framhald á blaðsíðu 5). Hreinlæti er fyrir öllu GRENJASKYTTUR úr Önguls staðahreppi, bændurnir Hreið- ar Sigfússon og Jóhann Ingólfs son hafa nú unnið 4 greni og náð 20 dýrum samtals. Tvö grenin voru í Garðsárdal, 1 á Munkaþverár-Tungum og 1 á Vaðlaheiði. Við annað grenið á Garðsárdal voru nokkrir lamba ræflar og þar því um bitvarg að ræða. Þá var þar og sápustykki við grenismunnann, hálf étið. Akureyringur vigður iil irúboðssiarla Fer síðan til starfa í Konsó í Afríku SKIJLI SVAVARSSON, 27 ára Fegrunarfélagið í ökuferð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.