Dagur - 29.06.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 29.06.1966, Blaðsíða 8
8 Leikarar og starfsfólk frá Leikfélagi Reykjavíkur úti fyrir Hótel KEA á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) ..I'jöl'ar lík og falar konur” SMÁTT OG STÓRT ÞESSA miður fögru nafngift ber sjónleikur sá, sem þessi kvöldin er sýndur í Samkomu- búsinu á Akureyri á vegum Leikfélags Reykjavíkur og er hinn forvitnilegasti. Fyrsta sýn ingin var á sunnudaginn en hin íjórða og síðasta verður í kvöld, miðvikudag. f; Sjónleikurinn, sem er ítalsk- ur og skoplegur þríþáttungur, var settur á svið í Reykjavík í •íyrravetur. Fyrir leik sinn þar biaut Gísli Halldórsson silfur- lampann í viðurkenningar- skyni, enda er leikur hans frá- bæi', en alls hefur leikurinn ver ekki lokið þar. Leikstjórinn er sænskur, Christian Lund, ung- ur maður og er hér einnig stadd ur, ásamt Sveini Einarssyni Nýr prestur í Laufási HINN 19. þ. m. fór fram prests- kosning í Laufásprestakalli S.- Þing. Atkvæði voru talin á bisk upsskrifstofunni sl. föstudag. Tveir umsækjendur voru í kjöri, þeir séra Bolli Gústafs- son, prestur í Hrísey og séra Sigurpáll Óskarsson, prestur á Bíldudal. Á kjörskrá voru 336 manns, 191 greiddi atkvæði. Kosning fór þannig að séra Bolii Gústafsson hlaut 142 at- kvæði og séra Sigurpáll 45. 4 seðlar voru auðir. Séra Bolli hefur því verið kosinn lögmætri kosningu til Laufásprestakalls. leikhússtjóra, sem þýddi leik- inn. Leikfélag Reykjavíkur hefur á hverju sumri um langt skeið komið færandi hendi til Norður lands og sýnt mörg góð og vel uppsett leikhúsverk, sem fólk hefur haft hina mestu ánægju af að kynnast. Leikfélag Reykja víkur hefur 12 fastráðna leik- ara í sinni þjónustu og margir aðrir eru þar á „fjölunum“. Sveinn Einarsson og Guð- mundur Pálsson ræddu við Klausturseli 24. júní. Nú er lið- inn erfiður og snjóamikill vet- ur og erfitt vor. Það er mjög sjaldgæft að ekki sé hægt að sleppa fé fyrir sauðburð, en þetta skeði nú í vor, og bændur sem oft hafa verið búnir að láta ær sínar ganga frjálsar í 4—6 vikur fyrir sauðburð .urðu nú að sætta sig við að hafa allt á húsi þar til um mánaðamótin maí—júní, og eftir að hlýnaði voru vatnavextir svo miklir að ekki var hægt að hleypa lamb- ám út á túnin vegna þess hvað hættur voru miklar fyrir lömb í lækjum og skurðum. Vegir Egilsstöðum 28. júní. Við vígslu nýja félagsheimilisins á Héraði voru 500 manns eða fleiri og fór allt vel fram. Aðsókn að Skugga-Sveini er mikil. Örlítið er byrjað að slá á stöku stað og innan tíðar hefst sláttiir almennt. En það eru að- eins varin tún og snemmbreidd, sem vel eru orðin sprottin. Ferðafólk er byrjað að koma hingað austur. Sumarhótelin á Eiðum og Hallormsstað eru að taka til starfa. Veitingasala verður í sumár í Valaskjálf, en það nafn hlaut nýja félagsheim ilið og er sótt í goðafræðina. blaðamenn bæjarins á mánu- daginn, um starfsemi félags síns, leikförina hingað norður og viðtökur leikhúsgesta hér fyrsta kvöldið, sem þeir voru hrifnir af. Leikförinni er ekki heitið á aðra staði hér norðan- lands að þessu sinni. Sveinn Einarsson leikhús- stjóri ritar í leikskrá um höf- und hins ítalska gamanleiks, Dario Fo og Thor Vilhjálmsson rithöfundur skrifar um ítalska leiklist. □ voru óvenju seint færir hér um slóðir og eru ekki góðir enn. Tún voru ekki breidd fyrr en í júní vegna þess að þar varð að hafa lambfé eftir að vatna- vextir minnkuðu, og illa gekk að fá bíla með áburð vegna illr- ar færðar á vegum. Nú er áburðarlaust hjá K.H.B. og margir munu vera, sem vantar eitthvað af sínum áburði. Grenjavinnsla stendur nú yf- ir. Töluvert virðist vera af tóf- um, og vel hafa þær æxlast og vanhöld virðast engin á ung- viðinu þótt snjór væri mikill og seint voraði. Það hafa verið Þar stjórnar greiðasölunni Ár- dís Sveinsdóttir. V. S. Dagur hitti sem snöggvast Jóhann Ögmundsson leikstjóra Skugga-Sveins, en hann hefur dvalið á Egilsstöðum um tíma. Hann sagði svo frá, að menn- ingarbragur og myndarskapur fólks þar eystra, í sambandi við húsvígsluna væri slíkur, að fágætur mætti kallast. Samkom ur kvöld eftir kvöld vínlausar og í hvívetna til hinnar mestu fyrirmyndar. Sýningar á Skugga-Sveini verða fleiri fyr- ir austan, en leikinn sóttu um 1000 manns á tveim fyrstu sýn- ingunum. □ TJM SAMKOMUR Öðru hverju berast hinar hörmulegustu fréttir af skrils- látuni á samkomustöðum í bæ og sveit, oftast í sambandi við óskynsamlega notkun áfengis. En þegar um slíkt er að ræða og saman fer ofdrykkja og óspektir á fjölmennum sam- komum, liafa samkomuhúsin hvorki aðstöðu eða nægilega fjölmennt gæzlulið til að halda uppi sómasamlegum aga. Raunasögur um slíka ómenn- ingu okkar eru svo margar að það þykir nú jafnvel tíðindum sæta, ef allt fer vandræðalaust fram þar sem margt fólk kemur Sjö þúsund tonn Vopnafirði 28. júní Hingað eru komin um 7 þús. tonn síldar í bræðslu og allt er að verða til- búið til söltunar. Fimm trillur stunduðu há- karlaveiðar í vor og öfluðu vel. Hákarlinn er verkaður hér heima og seldur fyrir skíragull. Spretta er orðin töluverð og fer nú að líða að slætti. Hreppsnefndarkosningar fóru fram hér á sunnudaginn. Þrír listar komu fram. Framsóknar menn hlutu 3 fulltrúa, Sjálf- stæðisflokkurinn 1 og listi verkalýðsfélaganna 3 menn. teknir mest 8 yrðlingar undan einni læðu og 7, 6 og 5 algengt. Enginn veit hvað hefur verið drepið af lömbum. Þau komu með seinasta móti á markað handa tófunni. Enda sagði ein grenjaskyttan í vor, — að tófan biði við strompinn á fjárhúsun- um hjá bændum. — Enginn bóndi að hætta bú- skap — það ég veit — og Óli Sigurðsson á Hauksstöðum (Framhald á blaðsíðu 5). ÓLAF'UR Þ. JÓNSSON syngur á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar í Borgarbíói laugardag- inn 2. júlí n. k. kl. 8.30, með aðstoð Ólafs Vignis Albertsson- ar. Á söngskrá eru lög eftir Giordano, Scarlatti, Pergolesi, Puccini, Donisetti og Schubert. Ennfremur lög eftir 5 íslenzka höfunda. Þetta er fyrsti koncert Ólafs á Akureyri, en hann starfar við óperuna í Lúbeck. Ekki er að efa að marga mun fýsa að heyra söng hans og verða allmargir miðar til sölu í Bókabúðinni Huld á fimmtu- dag, en styrktarfélagar fá mið- ana heimsenda ásamt inn- heimtu fyrir þennan og síðasta konsert félagsins. Verði einhver vanhöld á því eða um fyrir- spurnir að ræða og innritun nýrra styrkarfélaga, snúi menn ÞINGEYINGAR SETJA REGLUR Nýlega hafa forráðamenn eftir- talinna samkomustaða sam- þykkt reglur fyrir þau: Breiðu- mýri, Skjólbrekka, Skúlagarð- ur, Sólvangur á Tjömesi og fé- lagsheimilið á Þórshöfn. í regl- unum er ákveðinn Iiáinarks- fjöldi samkomugesta á hverjum stað, lokunartíminn samþykkt- ur og er hann 11.30 og spari- klæðnaður skilyrði fyrir þátt- töku. Þá var ákveðið að koma upp geymsluklefum fyrir það fólk, sem missir vitið vegna drykkju og þar með hæfi- leikann til að umgangast annað fólk. Trúlegt er, að nýlegar frá- sagnir af misheppnuðum mann fagnaði í Þingeyjarþingi hafi átt sinn þátt í þessum sam- þykktum, en hvort svo er eða ekki þyrftu fleiri forsjármenn skemmti- og fundahúsa að setja sér reglur og fara eftir þeim. FANGAKLEFAR Athyglisvert er, að Þingeyingar hyggjast nú koma upp geymslu klefum fyrir óróaseggi á sam- komustöðunum. Fyrir nokkr- um árum var ábending um slíka viðbótaraðstöðu í félags- heimilum borin fram hér í blað inu og rökstudd. Henni var þá tekið illa og að henni hæðzt. Nú er það hvarvetna óleyst vand- ræðamál, hvað gera eigi við þá menn í fjölmenni, sem hættuleg ir gerast umhverfi sínu. Það er vissulega kominn tími til þess, eins og Þingeyingar virðast ætla sér, að vera raunsær í þess um efnum, því „hið ómögulega“ í samkomuhaldi íslendinga og það „sem er ekki hægt hjá menningarþjóð", er því miður — hið algenga. ER TOGARAUTGERÐ AÐ LEGGJAST NIÐUR? Af þeim 47 togurum, sem ís- lendingar héldu út'til veiða fyr ir 5 árum, verða aðeins eftir 22, (Framhald á blaðsíðu 5.) sér til Haraldar Sigurgeirs- sonar. (Fréttatilkynning) ið sýndur 50 sinnum syðra fyrir fullu húsi og mun sýningum Aldrei of mikil varfærni á vöfnunum ÓLAFIJR Þ. JÓNSSON ÓPERUSÖNGVARI SKEMMTIR BÆJARBÚUM ÞANN 2. JÚLÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.