Dagur - 29.06.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 29.06.1966, Blaðsíða 7
 FJÁRMARK MITT ER: Sýlt hægra, vaglskora framan, blaðstýft aftan vinstra. Jóhann Daníelsson, Þingvallastr. 24, Ak. LYKLAKIPPA fannst á laugardaginn í Strand- götunni móts við Atlabúð Eigandi vitji hennar í Laxagötu 3, suðurdyr. wmmmm í RÁÐSKONUSTARF! Get tekið að mér ráðs- konustarf, helzt á Akur- eyri. Upplýsingar gefur Vinnumiðlunarskrifstofa Akureyrar Símar 1-11-69 og 1-12-14 MESSAÐ í Akureyrarkirkju á sunnudagirm kemur -kl. 10.30 árdegis. Sálmar nr. 534, 15, 359, 30, 582. P. S. lnnilegar þakkir til ykkar allra, sem með heimsókn- © um, gjöfum, blómum og skeylum, glödduð mig á átt- ^ rœðisafmœli mínu þann 22. þ. m. f KRISTJÁN BJÖRNSSON, Norðurgötu 49, Ahureyri. ® GW- *-(-©-> íSW-©-^ #-»-©•> X-rG* Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem svndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför elsku- legs eiginmanns, föður og sonar okkar, SNÆBJÖRNS HAUKS HELGASONAR. Sérstaklega þökkum við þeim er hrundu af stað söfn- uninni til hjálpar börnunum ungu og öllum þeim, sem af förnarluncl og góðhug gáfu af svo miklum höfð- ingsskap. — Guð blessi ykkur öll. Ragnhildur Hallgrímsdóttir og börn. Marsibil Sigurðardóttir og Helgi Snæbjarnarson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Rifkelsstöðum. Einnig þökkum við þeim mörgu er heimsóttu hana og glöddti bæði fyrr og síðar. Vandamenn. DANSLEIKUR að Melum í Hörgárdal laugardaginn 2. júlí. Póló, Beta og Bjarki leika og syngja. Sætaferðir. Ungmennafélagið. MOÐBU VALL AKLAU STURS PRESTAKALL. Messuferð að Hólum í Hjaltadal n. k. sunnudag, 3. júlí. Síra Ágúst Sigurðsson predikar, kór Möðruvallakirkju syngur .und ir stjórn Guðmundar bör- steinssonar oi'panista. MUNIÐ minningarspjpld El’Ji- heimilis Akureyrar. Fást í Skemmunni. BRUÐHJON. Hinn 17. júní sl. voru gefin saman í hjóna- band af síra Ágúst Sigurðs- syni á Möðruvöllum ungfrú Margrét Halldórsdóttir frá Hallgilsstöðum á Langanesi og Sigurður Birgir Skúlason bóndi á Staðabakka í Hörgár dal. GULLBRÚÐKAUP áttu hinn 24. júní sl. hjónin Una Zophoníasdóttir og Friðfinn- ur Sigtryggsson áður búandi í Baugaseli í Barkárdal. - VANDAMAL BÆNDA Amerísk hjón ÓSKA EFTIR ÍBÚÐ í 6 vikur. Upplýsingar gefur Þórður Gunnarsson. ÞRIGGJA HERBERGJA IBÚÐ á Eyrinni til sölu. Góðir greiðsluskilmálar. Til sýnis frá kl. 4—9 e. h. Sími 1-29-55. HERBERGI TIL LEIGU. Uppl. í síma 1-22-95. (Framhald af blaðsíðu 4). munu þeir og samtök þeirra að sjálfsögðu ekki skorast undan ábyrgð nú eða fram- vegis í þessum rnálum. Það mun ekki stancla á bændum að breyta búskaparháttum sínum á þann hátt, sem nauðsyn krefur og skynsam- legt kann að reynast. En þess verða menn að minnast, að slíkt tekur tíma. Engin stétt hefur verið svo grátt leikin af liálfu þjóðfélagsins, að vera refsað með stórkostlegri tekjuskerðingu vegna dugn- aðar í starfi og þeirra fram- leiðsluhátta, sem þeir hafa verið hvattir til að taka upp. Hið þjóðfélagslega óréttlæti verður að leiðrétta. MINNINGARSJOÐUR Jakobs Jakobssonar. — Minningar- spjöld fást í Verziuninni Ás- byrgi b.f., og Bókaverzlun Jóhanns Valdimarssonar. FRÁ Styrktarfélagi vangefinna. Áheit, kr. 1000.00 frá B. G. Glerárhverfi. Afhent undir- rituðum. — Kærar þakkir. — J. Ó. Sæmundsson. FRA SJÁLFSBJÖRG. Fundur verður hald-; inn í Bjargi fimmtu- daginn 30. júní kh 8.30 e. h. Fulltrúar skýra frá samþykktum 8. þingsins. Mætið vel og stund víslega. Stjórnim HINAR vinsælu kvöldferðir í Ólafsfjarðarmúla hefjast n. k. laugardagskvöld kl. 20.00. — Ferðaskrifstofan Saga. RAKARASTOFUR okkar eru lokaðar á laugardögum sum- armánuðina. Sigtr. Júlíusson, Valdi, Ingvi og HalJi. T érstöfe kostak jör Kulusuk er eyja fyrir Austur-Grænlandi sunnan- verðu, austanvert við mynni Angmagsalikfjarðar, en á ströndum hans eru meginbyggðir hinna m jög frumstæðu Angmagsalik-eskimóa, sem voru Evrópubúum ókunnir til 1884. Nú búa yfir 2000 eskimcrar í Angmagsalik-héraði, sem menn kann- ast við úr veðurfregnunum, og lifa á fiskveiðum og selveiðum. Frá Kulusukflugvelli er klukku- tíma gangur til lítils eskimóaþorps, Cape Dan, sem til skamms tíma var einhver einangraðasta mannabyggð á jörðinni. Landslag í Angmagsalik og nágrenni er mjög stórfenglegt. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR, Túngöfu 1, býður ykkur, Akureyr- ingar og nærsveiíamenn, upp á sérsfaklega hagsfæða og skemmii- lega uíanlandsför, flugferð til Grænlands og heim affur sunnudaginn 3. júií næsfkomandi. Farið verður frá Akureyrarflugvelii í Douglas Dc 6-vél Loffleiða kl. 11. f. h. til Kulusuk, dvalizt þar í 6 fíma og þáfftakendum gefinn kosfur á að skoða sig um. Fararstjórar verða Gísli Jónsson og Árni Krisfjánsson, menntaskólakennarar. 1 vélinni verður veiftur matur og öll góð þjónusta, og er farþegum heimilt að kaupa þær vörur, sem tíðkast að selja í vélum í milli- landaflugi,. og með sömu kjörum. Fargjald er aðeins kr. 2500.00. Þeir, sem vildu nofa sér þetfa einsfaká íækifæri, eru beðnir að snúa sér til FERDASKRIFSTOFU AKUREYRAR, Túngöfu 1r sími M4-75, og veitir hún allar nánari upplýsingar J ■ - # JLi---b- JSL.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.