Dagur - 29.06.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 29.06.1966, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ( ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Vandamál bænda í BYRJUN maímánaðar fóru fram útvarpsumræður frá Alþingi. Þrír ræðumenn töluðu þar einkum um landbúnaðarmál. Landbúnaðarráð- herra lofaði gæði moldarinnar og var bjártsýnn fyrir hönd bændastétt- arinnar. Sumt var þar vel mælt, en annað ekki svo raunsætt sem skyldi. Á Óskari Levý var helzt að skilja, að gullöld væri upp runnin í búskap hér á landi fyrir atbeina „viðreisn- ar“. Þriðji ræðumaðurinn, Ágúst Þorvaldsson, sagðist sjá blikur á lofti enda liefðu stjórnarvöldin ekki sýnt málcfnum landbúnaðarins nægan skilning á undanförnum árum. Hann kvað bændur hafa lagt sig fram við það að koina landbúnaðin- um í nýtízku horf og auka framleiðsl una, en tvísýnt væri um árangurinn, a. m. k. í bili. Ágúst er bóndi og mjólkurfram- leiðandi í Flóa og á eitt af gagnsöm- ustu kúabúum þar um slóðir, rniðað við bústærð. Hann sá, hvað í vænd- um var og gaf það ótvírætt i skyn, eins og rétt var. Að þessu sinni var ekki ástæða til bjartsýni. Tveim vik- um eftir að útvarpsumræðurnar fóru fram, bárust þau ótíðindi út um landið, að framleiðsluráð landbúnað- arins hefði neyðzt til að leggja sér- stakt innvigtunargjald á mjólk til að greiða þær útflutningsuppbætur, sem ekki fást greiddar úr ríkissjóði, og að mjólkurbúin yrðu að halda eftir drjúgum hluta af mjólkurupp- bót sl. árs vegna vinnsluvörubirgða, sem safnazt hafa innanlands og stóðu sem trygging fyrir Seðlabankalánum, sem nú var verið að innheimta. Framleiðsluráð og mjólkurbúin gátu ekki annað gert, eins og á stóð. Þess- ir aðilar geta ekki af eigin ramfeik breytt þeirri staðreynd, sem nú ligg- ur fyrir, að verðlagsgrundvalfarverð fæst ekki — vegna útflutningsins — fyrir mjólk á árinu, sem er að líða og, að „smjörfjallið“ margflefhda er óselt og segir til sín. Hitt er svo engu síður staðreynd, að bæmlur, sem í hlut eiga, mega al- mennt ekki við því, sem þeir nú liafa orðið fyrir, með litlum eða engum fyrirvara. Aðrar stéttir geta litið í sinn eigin bann og reynt að gera sér grein fyrir því, hvernig þeim yrði við, ef þær yrðu fyrir slíku í vaxandi dýrtíð. Hér er um að ræða mál, sexn þjóðfélagið — ríkisvaldið — verður að láta til sín taka á einhvern hátt svo viðunandi sé. En þó að bændur eigi hér sann- gimiskröfu á hendur þjóðfélaginu, (Framhald á blaðsíðu 7.) MINNING Steindór Guðmundsson bóndi í Þríhyrningi J V Akureyringar sækja fast að marki Skagamanna og liér lendir knötturinn í slá um leið og dómarinn flautar til merkis um leikslok. (Ljósm.: E. D.) ÍSLANDSMÓTIÐ I. DEILD Ef á að vinna leik, þarf að gera mark FYRSTI leikur íslandsmótsins í I. deild er fram fór norðan fjalla í ár var háður hér á vell- f inum á Akureyri sl. sunnudag. « Leiddu þar saman hesta sína * Akurnesingar og Akureyringar. Norðan gola var á, sólarlaust og sem sagt eitt hið bezta knatt spyrnuveður er hugsast getur. Heimamenn voru lukkunnar pamfílar og kusu að leika und- an golunni. Það stóð heldur ekki á sókn- arlotunni, Kári og Skúli skutu að marki á löngu færi en óná- kvæmt og hefðu kannski gert mark, hefði markið verið helm ingi hærra og tvisvarsinnum breiðara, en þá gætu nú fleiri eflaust potað knettinum í netið. En það er ekki svo að skilja, að Akurnesingar hafi ekki átt sín tækifæri líka, þótt þau væru hættuminni en heimamanna. Akureyringar fengu margar hornspyrnur á Akurnesinga í fyrri hálfleik, og raunar þeim síðari líka, en uppúr einni slíkri nær Kári ágætum skalla á mark, knötturinn hrökk úr varnarleikmanni á línu út aftur og í það sinn notaði Kári fæt- urna og spyrr.ti óverjandi í net ið, 1:0. Hróp og gleðilæti heyrð ust ótæpt frá áhorfendum, er voru fjölmennir að vanda. Um 20 mín. voru af leik er þetta skeði. En það lágu fleiri mörk í loftinu. Nokkru seinna var sóknarlota, sem að vísu voru ÍFramhald á blaðsíðu 2.) .... ........ V . . . . il'i jtf i£t&VUwr<r’*c*H,'%Lrtúk* SKOLASLIT AD LAUGAL4YDI HÚSMÆÐRASKÓLANUM að Laugarlandi í Eyjafirði var slit ið 15. júní sl. að viðstöddum nokkrum gestum. Hófst athöfn- in með guðsþjónustu, er sóknar presturinn flutti, en að henni lokinni ávarpaði forstöðukonan námsmeyjar og athenti þeim skírteini. Alls höfðu 42 stúlkur stundað nám í skólanum yfir veturinn, en af þeim braut- skráðust 38. Hæstu meðaleink- unn hlaut Birgitta Pálsdóttir úr Ólafsfirði, 9,19, og afhenti for- stöðukona henni fyrir skólans hönd bókina Skáldið frá Fagra skógi í viðurkenningarskyni fyr ir góðan námsárangur. Sýning á handavinnu nemenda var sunnudaginn 12. júní og sótti hana að venju fjöldi manns úr nærsveitum og af Akureyri. Forstöðukonan gat þess í ræðu sinni, að heilsufar hefði verið gott í skólanum, og náms meyjarnar hefðu yfirleitt stund að vel nám sitt eins og Vitnis- burðir þeirra bæru með sér. Gæfi það góða von um að þær mundu einnig verða dugandi konur, þegar út í lífið kæmi. Þá skýrði hún frá því, að laugar- daginn 14. maí sl. hefðu tíu og tuttugu ára námsmeyjar heim- sótt skólann og fært honum góð ar gjafir. Hefði tuttugu ára flokkurinn fært skólanum borð búnað úr silfri með ágröfnu fangamarki skólans, en tíu ára námsmeyjar hefðu gefið borð- búnað úr stáli, og væru þetta hvoru tveggja hinar dýrmæt- ustu gjafir, sem sýndu þann mikla hlýhug, er eldri nemend- ur bæru til stofnunarinnar. Þetta væri öllum, sem við skól- ann störfuðu, til gleði og upp- örvunar. Einnig var viðstödd skólaslitin frk. Lena Hallgríms dóttir, en hún hefur verið í fríi þetta ár. Ávarpaði liún hinar nýútskrifuðu námsmeyjar nokkrum orðum og þakkaði ungfrú Guðríði Eiríksdóttur, sem gegnt hefur foi'stöðukonu- starfinu síðastliðið skólaár, ágætlega vel unnin störf. Að því búnu bauð skólinn öllum viðstöddum að setjast að kaffi- drykkju. Námsmeyjar þær sem útskrif uðust gáfu kr. 3.500.00 í mál- verkasjóð skólans, en það var ágóði af kaffisölu á sýningu þeirra. Dvalarkostnaður í vetur var 47 kr. á dag. Kennslukonur við skólann, auk forstöðukonu, voru Emilia Kofoed-Hansen, sem kenndi þvott og ræstingu, Rósa Finns- dóttir, sem kenndi sauma og hannyrðir, og Sigrún Gunn- laugsdóttir, sem kenndi vefnað. Hjálpar.kennari var Hólmfríður Guðmundsdóttir, en séra Benja SILDARBRÆÐSLA UNDIRBÚIN Skagaströnd 28. júní. Hér hefur 20 manna vinnuflokkur unnið í síldarverksmiðjunni og á ‘hún að verða starfhæf innan skamms. En hvort nokkur síld verður svo flutt til hennar, kem ur svo síðar í ljós. Tveir bátar eru komnir á snurvoð og afla sæmilega. Steypt verða hér 2 ker, sem not uð verða við hafnargerð á Blönduósi. Betur lítur út með atvinnu en stundum áður. □ mín Kristjánsson lcenndi nokkr ar bóklegar námsgreinar. (F r éttatilkynning) STEINDOR GUÐMUNDSSON bóndi í Þríhyrningi andaðist snögglega þann 14. þ. m., þá á ferð nærri heimili sínu. Með hpnum er genginn góður bóndi og hinn bezti drengur í hví- vetna. Verður hans því lengi saknað, ekki einasta af vanda- mönnum, sem um sárast eiga að binda, og sveitungum, held- ur einnig af mörgum öðrum. Steindór sálugi var fæddur 28. febrúar 1905 og var því að- eins 61 árs er hann lézt. Það þykir ekki hár aldur nú á dög- um. Þó kom andlát hans ekki með öllu á óvart, því hann hafði undanfarið kennt erfiðs sjúk- leika og stundum verið undir læknishendi. Hann var jarð- sunginn að Möðruvöllum í gær (23. þ. m.), að viðstöddu miklu fjölmenni. Þar hélt sóknarprest urinn, séra Ágúst Sigurðsson, fagra og mjög eftirtektarverða ræðu yfir líkbörum hans. Foreldrar Steindórs voru Guðmundur Jónsson frá Skriðu •í Hörgárdal, síðar til dauðadags bóndi í Þríhyrningi, og Pálína Pálsdóttir. Þau voru náskyld, bæði afkomendur Árna biskups Þórarinssonar á Hólum og í hina ættina af Þorláki Hall- grímssyni í Skriðu, hinum kunna jarðræktarmanni. Það var reisn og höfðingsskapur yfir Skriðuheimilinu þegar afi og amma Steindórs bjuggu þar. Ég man aðeins eftir þeim. Kom þar með foreldrum mínum. Þessi höfðingsskapur gékk svo í arf til niðja þeirra og þá ekki hvað sízt til Steindórs. Hann var jafn an höfðingi heim að sækja. Það get ég borið um af eigin reynslu og við hjónin bæði. En Steindór naut líka þeirrar gæfu að eiga góða konu, sem var honum samhent í öllu og ekki sízt hvað gestrisni snerti. Árið 1938 giftist hann Helgu Þórðardóttur frá Bási í Hörgár dal, hinni beztu konu, sem var honum stoð og styrkur og að öllu hin bezta kona og húsmóð- ir. Þeim hjónum varð fjögurra sona auðið, en einn þeirra dó í æsku. Elzti sonurinn, Haukur, er nú kvæntur maður og er bóndi í Þríhyrningi. Ég sagði í upphafi að Stein- dór sálugi hefði verið góður bóndi. Þríhyrningur þótti ekki stór jörð, en Steindór hefur auk ið ræktun stórlega, byggt vand- að íbúðarhús og peningshús o. s. frv., svo nú er jörðin góð og þar er líka gott bú. Já, Steindórs í Þríhyrningi verður lengi saknað. Ég og kona mín sendum ekkju hans, Helgu Þórðardóttur, okkar innileg- ustu samúðarkveðju, svo og son um þeirra, öldruðum tengda- foreldrum hans og öðrum ást- vinum. Akureyri 24. júní 1966. Bernliarð Stefánsson. AÐALFUNDUR Hrossai'æktar sambands Norðurlands var haldinn 16. júní á Hótel KEA á Akureyri. Sambandssvreðið nær yfir Norðurland, frá V. Húnavatnssýslu til N.-Þingeyj- arsýslu og sambandið eru sam- tok hrossaræktarfélaga og hestamannafélaga í þessum landshluta. Fundarmenn fylltu nær fjóra tugi. Sigurður Har- aldsson á Hólum formaður Hrossaræktarsambandsins flutti skýrslu stjórnar en Guðmund- ur Snorrason á Akureyri las og skýrði reikninga félagsins, en fundarstjóri var Árni Magnús- son. Þorkell Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur flutti þarna erindi og skýrði einkum frá starfi dómnefndar og ýmsum undirbúningi landsmóts hesta- manna á Hólum í Hjaltadal í næsta mánuði. í stjórn sambandsins eru: Sig urður Haraldsson bústjóri Hól- um formaður, Guðmundur Sig- fússon bóndi Eiríksstöðum rit- ari, Guðmundur Snorrason Ak- ureyri féhirðir, og meðstjórn- endur þeir Björn Jónsson Akur eyri, Jónas Haraldsson bóndi Völlum Skagafirði, Sveinn Guð mundsson Sauðárkróki og Agn ar Guðmundsson Blönduósi. í starfsáætlun Hrossaræktar- sambands Norðurlands segir: 1. Skipta skal sambandinu í fimm starfssvæði eftir núgild- andi sýslumörkum. .Skal hyert starfssvæði vinna sjálfstætt að ræktunarmálum innan þess ramma, sem lög sambandsins ákveða og undir yfirstjórn sam bandsstj órnar. Stj ómarformenn þeirra sambandsdeilda, sem starfa á hverju svæði skulu mynda héraðsstjórn og vera til ráðuneytis sambandsstjórn um málefni síns héraðs. Framkvæmdastjóri sambands ins skal halda eigi færri en tvo fundi á ári með hverri héraðs- stjórn, annan í aprílmánuði, hinn í október. Á þessum fund- um skal í smáatriðum skipu- leggja framkvæmd ræktunar- starfs viðkomandi héraðs. . 2. Sambandsstjórn skal vinna ötullega að stofnun hrossarækt ardeilda í samráði og samstarfi við héraðsstjórnir og skal stefnt markvisst að því, að sérhvert sveitarfélag komi upp girðingu vegna kynbótastarfsins innan þess. 3. Hver héraðsstjórn skal í samráði og samstarfi við sam- bandsstjórnina safna sem gleggstum og nákvæmustum upplýsingum um allar helztu hrossaættir héraðsins, hvar greint sé frá séreinkennum þeirra hvaða útlit og hæfileika varðar, auk annarra upplýs- inga, sem máli kunna að skipta. Þá skal og gera nákvæma skrá yfir alla þá einstaklinga innan héraðs, sem viðurkenningu hafa hlotið af ráðunaut B. í. allt frá því hrossasýningar hófust, eftir því, sem unnt reynist. Enn fremur skal gera skrá yfir þekkta einstaklinga, aðflutta af óskyldum ættum, sem hafa ver ið notaðir þar í ræktun, ásamt fáanlegum upplýsingum um áhrif og árangur þeirra blönd- unar. 4. Sambandsstjórn skal áfram sem hingað til hafa vakandi auga á öllum þeim kynbóta- gripum, sem fram kunna að koma á héraðs- eða landssýn- ingum og leitast við að ná því bezta, sem fram kemur inn í ræktunarstarf sambandsins, eft ir því, sem hentar innan hvers héraðs. Jafnframt skal taka upp þá stefnu að skoða sem flesta unggripi, tveggja og þriggja vetra, meðan úrval er nóg og kaupa eftir ströngu vali nokkra gripi árlega eftir því, sem starfsfé leyfir. Þessa gripi skal temja undir umsjón og eft irliti sambandsstjórnar, í einn til tvo vetur. Að frumtamningu lokinni skal sambandsstjórnin ásamt ráðunaut B. f. fram- kvæma mjög strangt mat á því hvaða gripir skulu teknir í ræktunina og hverjir vanaðir og síðan seldir sem geldingar. - Fegrunarfélagið (Framhald af blaðsíðu 1) le^ir til úrbóta, og nú vænta menn þess, að ferðin sú arna beri einhvern árangur. Bæjar- búar vænta hins bezta af störf- um Fegrunarfélagsins, sem und anfarin ár hefur haldið uppi baráttu fyrir margskonar fegr- un bæjar okkar með góðum árangri. □ Efri myndin er af telpunum, sem eiga að fara í sund eftir nokkrar mínútur undir leiðsögn Höskuldar Goða Karlssonar. Neðri mynd: Drengir keppa í knattspyrnu, en það er gert fimrn mínútna hlé til myndatökunnar. Til vinstri er Sigurður V. Sigmundsson íþrótta- kennari. * (Ljósm.: E. D.) Sumarbúðir á Laugaiandi UNGMENNASAMBAND Eyja fjarðar hefur nú sumarbúðir á Laugalandi í Eyjafirði, en þar mun ein bezta aðstaða landsins fyrir slíkt starf. í síðustu viku voru þar 40 börn 13—15 ára. Nú eru þar 55 börn 10—12 ára. Kennt er sund, frjálsar íþróttir, knattspyrna, handknattleikur, íslenzk glíma o. fl. Áherzla er lögð á góða umgengni og prúða framkomu. Hvert kvöld er kvöldvaka, sem börnin sjá um að mestu leyti. í námskeiðslok fær hvert barn vitnisburð um hegðun og árangur í íþrótta- greinum. Námskeiðsstjóri er Höskuldur Goði Karlsson en með honum starfa þeir SigurÖ- ur V. Sigmundsson og Þórodd- ur Jóhannsson. Þetta er í þriðja sinn, sem UMSE hefur sumarbúðastarf á Laugalandi í Eyjafirði. □ Minningarleikur um Jakob I Á MORGUN, fimmludaginn ; 30. júní kl. 8.30 e. h., verður i háður hér á fþróttavellinum = lúnn árlegi minningarleikur I um Jakob heitinn Jakobs- | son hinn góðkunna knatt- i spyrnumann. i Þctta er þriðji minningar- i leikurinn, sem háður er til ágóða fyrir svonefndan Jakobssjóð, er stofnaður var fyrir forgöngu K. A. Hlut- verk sjóðsins er að veita efni legum íþróttamönnum á Ak ureyri styrk til íþróttaiðk- ana og hefur þegar einn íþróttamaður hlotið styrk, ívar Sigmundsson fslands- meistari í stórsvigi. Að þessu sinni verður leik ið við Knattspyrnufélagið Val úr Reykjavík, núver- andi Bikarmeistara. Valslið- ið er mjög vel leikandi um þessar mundir og er í efsta sæti í íslandsmótinu, sem stendur. Hinir tveir minn- ingarleikirnir, við K. R. og Akranes, voru báðir skemmtilegir og vel leiknir. Sigruðu Akureyringar í báð um. Hafa þeir fullan liug á að halda þeirri sigurgöngu áfram. Hafa enda harma að liefna gegn Val, en Valur sigraði í fyrri Ieik þessara liða í íslandsmótinu á Mela- vellinum um daginn. Akureyringar eru hvattir til að fjölmenna á „völlinn“ á finnntud.kvöldið, styrkja gott málefni og njóta góðrar knattspyrnu. □ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiimii - Aldrei o! mikil varfærni (Framhald af blaðsíðu 8) byi-jaður að byggja íbúðarhús í stað þess sem brann. G. Á. Ég hringdi í Guðmund Sæ- mundsson bónda í Merki og spurði hann um sjóslys þeirra á Ánavatni — hans og Hallgríms Hólm Jónsson Gilsá, 16 ára. Guðmundur hlær við og seg- ir þetta ekki í frásögur færandi þó þeir hvolfi undir sér báts- skrifli og komist lifandi í land. Mér finnst nú annað. A. m. k. hefðu það þótt tíðindi ef „þeir hefðu fundizt drukknaðir þarna. — Það verður aldrei brýnt of vel fyrir fólki að fara gætilega á vötnum. Þeir Guðmundur og Hallgrím ur voru mikið klæddir, í kulda úlpum og klofháum stígvélum. Þegar þeir voru búnir að fá töluvert af silungi í bátinn — stórum silungum með buslu- gangi og sporðaslætti — og þar að auki gaf á bátinn við minnstu hreyfingu, þá skipti það engum togum að bátnum hvolfdi og mennirnir á höfuðið í vatnið. Þeir voru á stað þar sem þeir botnuðu, svo þetta var ekki eins hættulegt og verið hefði ef þeir hefðu verið á öðr- um stað á vatninu. Þeir gátu því fundið fyrir botni án þess að yfir þá flæddi, og Guðmund ur komst upp í bátinn, en Hall- giímur synti í land með bátinn í eftirdragi. Þetta er kannski ekki frétfc- næmt þegar svona vel tókst til, en hvað gerzt hefði, hefði þetta verið þar sem dýpra er og hvor ugur maðurinn verið synd- ur. Hallgrímur hefur lært barna skyldusundið og það bjargal• honum þótt á meira dýpi hefði verið. Eitt er það sem allir ættu að hafa fyrir reglu þegar þeir fara út á vötn á bát og það er að vera í bjargvesti. Mjög margir - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). þegar þeir togarar eru seldir, sem á söluskrá eru komnir. En það síðasta í þessu efni er sú ákvörðun Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar Kletts í Reykja vík, að selja Ask, Hauk, Geir og Hvalfell. Þessi þróun mála er liin varhugaverðasta því að fráleitt er trygging fyrir ár- vissum síldveiðum og vertíðar- fiskur getur líka brugðizt. Sextán |)úsund tonn til Raufarhafnar Raufarliöfn 28. júní. Til Raufar hafnar hafa nú borizt um 13 þús. tonn síldar og jafngildir það um 100 þús. málum og er þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra. Bræðsla hefur gengið mjög vel með hinum nýju vél- um og taekjum verksmiðjunnar, sem upp var sett í vetur. Búið er að salta í 400 tunnur og var síldin orðin 20% feit. Vaðandi síld í þunnum torfum sást út af Langanesi í morgun. Margt aðkomufólk er hingað komið og alltaf bætist við. H. H. sem stunda veiðar í vötnunum á Jökuldalsheiðinni eiga bjai'g- vesti og fara aldrei út á vötn án þeirra. G. A. SAUÐANES Enginn sækir um Sauðanes, svona er komið landsins hag, öðru vísi hér áður blés, annar bragur og háttalag. Fá voru talin frái ég þing fangasælli um landsins hring, sómaklerkarnir sátu þar sér og Drottni til hagnaðar. ! Sækir nú þögn á byggð og brauð, búnaði hrakar allra mest, virða nú fáir varp og sauð, , veðja fremur á annan hest: þar sem gull-dansinn dunar bezt daglega, fyrir ungan prest þykir nú andans akurjörð arðvænlegri — og betri hjörð, Arnljótur hvílir í sinni gröf, auðnin ríkir þar norður við haf, syðra er ekki á tökum töf, traustir menn rétta landið af. Enginn þótt sæki um Sauða- neskall senn mun hér rætast málum úr, íslandi bjargar Efrafall, „álinn“ í Straumsvík og kísilgúr. Ámi G. Eylands. Landsmóf hestamanna á Hólum LANDSMÓT hestamanna verð ur sett árdegis 16. júlí á Hólum í Hjaltadal. Þar er nú unnið að undirbúningi mótsins af fullum krafti enda búizt við fjölmenni og fjölda hrossa. En á föstudag inn 15. júlí fer fram foi'keppni og sýningar, gæðingum verður riðið um svæðið. Landsmót hestamanna hafa verið haldin fjórða hvert ár, það síðasta á Þingvöllum 1962, en verða nú haldin þriðja hvert ár. Búizt er við, að 2—3 þús. hross verði samankomin á Hólum að þessu sinni. 40 stóð- héstai' verða sýndir og 60 gæð- ingar eiga rétt til góðhesta- keppni. Keppt verður í 300 og 800 m. stökki, ennfremur í 209 m. skeiði með 50 metra for- hlaupi. Eins og að framan segir, verða 40 stóðhestar sýndir og nokkrir þeirra með afkvæmum sínum. Einn af níu stóðhestum Hrossaræktarsambands Norð- urlands, Andri, er í þeirra hópi. Formaður framkvæmdanefnd ar landsmótsins er Haraldur Árnason Sjávarborg en fram- kvæmdastjóri er Sigurður Har- aldsson Hólum. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.