Dagur - 29.06.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 29.06.1966, Blaðsíða 2
2 - EFÁAÐ VINNA LEIK (Framhald af blaðsíðu 5) margar leikinn út. Steingrímur var í færi og gat neglt knöttinn x netið. Afmælismark hjá Steina var hrópað að baki mér og við eftirgrennslan kom í Ijós að Steingrímur varð 25 ára þennan dag. Fleiri urðu mörkin ekki í þessum hálfleik, en glötuð tæki íæri voru sorglega mörg. Síðari liálfleikur. Menn bjuggust nú við að blað inu yrði snúið við og Skaga- menn sæktu fast seinni hálf- leikinn, því þeir eru þekktir fyrir annað en uppgjöf. En heimamenn voru ekkert á þeim buxunum að gefa sig. Að vísu má segja að seinni hálf- leikurinn væri jafnari, allt und ir það síðasta, en þá sóttu heima menn mjög fast. Akurnesingar gerðu eitt mark um miðjan hálf leikinn. Kom það þannig, að hár bolti kom að marki, Samúel ætlaði að slá hann frá en Bjöm Lárusson sótti fast að og ruddi knettinum í markið. Að vísu hrinti hann Samúeli í uppstökki og rak olnbogann í knöttinn til að koma honum í mai’kið, en það sá víst hvorki dómari né h'nuvörður. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum, utan það að á síðustu sekúndum var skotið fast í stöng hjá Akurnesingum, um leið og knötturinn small í stönginni, var leikurinn flaut- aður af, en knötturinn hrökk til Valsteins er skaut viðstöðulaust í markið. En það var búið að flauta leikinn af og þá var þetta víst bara ómark. Leikslok urðu þau, að Akureyringar unnu leikinn 2:1 og þar með 2 dýr- mæt stig. ÞARF AÐ GERA MARK Liðin. Akranesliðið finnst mér vera heldur laust í reipunum. Bar- áttuviljinn virðist vera óbug- aður, en samleikur töluvert í molum, einkanlega hjá fram- línunni, þrátt fyrir góða mötun Jóns Leóssonar, sem varð að yfirgefa völlinn, sökum meiðsla skömmu fyrir leikslok. Rík- .þaríjur lék með fyrri hálfleik- inn. Ennþá tekur enginn hon- um fram í knattmeðferð og leik hugsun, og ennþá stjórnar hann liði sínu af festu, en hann virð- ist ekki hafa þrek eða úthald í ströngum leik. Akureyrarliðið lék mjög vel saman, oft í þessum leik, en það vantaði endahnútinn oftast nær. Þaið hr ekkí nóg að sýna góðan samleik og stuttar fallegar send _ingar_ manna á milli. Leikur vinnst ekki án marka, það verða þessir framlínustubbar að skilja. Skúli og Valsteinn gerðu margt laglega í þessum leik, sömuleiðis áttu bakverð- irnir báðir ágætan leik. Jón Stefánsson hlífði sér sýnilega, enda ekki æft um sinn sökum meiðsla. Magnús duglegur, en ekki nógu nákvæmur í sending um og hættir til að sækja um of á kostnað varnarinnar. Þor- móð vantar tilfinnanlega sjálfs- traust og keppnishörku. Dómari var Hreiðar Ársæls- son kunnur knattspyrnumaður úr K. R. Já, dómari, hann flaut aði til leiks og flautaði leikinn af, hann gerði lítið annað. Eftir gangi og tækifærum í þessum leik, hefði ég talið sann gjarnt að Akureyringar hefðu unnið hann með 3—4 marka mun. S. B. 3 manna og kór, kr. 1990.00 4 manna, kr. 2290.00 5 manna og kór, kr. 2790.00 5 manna og kór og himni, kr. 3635.00 SÆNSK TJÖLD, tvílit, stærð 2x2.50, kr. 3425.00 SVEFNPOKAR, sænskir, teppa, kr. 955.00 SVEFNPOKAR, sænskir, einfaldir, kr. 620.00 Sænsk TJALDBORÐ og STÓLAR, kr. 1030.00 VIND- SÆNGUR °g PUMPUR TJÖLD með stálsúlum, mæniás og föstum botni GASSUÐUTÆRI í mikhi úrvali Allt til ÚTILEGU á.einum stað. KAUPFÉLÁG EÝFIRÐINGA lárn- og gíervorudeild . . . . . •' - Frá bæjarstjórn (Framhald af blaðsíðu 1.) að fá lóð fyrir skipasmíðastöð norðan núverandi dráttarbraut arlóðar. Hafnarnefnd leggur til, að fé laginu verði leigð lóð á þessu svæði 140x175 metrar að stærð eða samtals 24.500 ferm., er tak markist þannig: Norðurmörk: Samhliða stöðv arhúsi 50 m. norður. Vestur- mörk: Lína í 90 m. fjarlægð til vesturs frá stöðvarhúsi. Suður- mörk: Lína 68 m. sunnan stöðv arhúss samhliða byggingu. Lóð in er hornrétt. Hafnarnefnd áskilur sér rétt til að breyta lóðamörkum, ef ástæða þykir til, án þess að heildarstærð lóðarinnar rýrni. Lóðarleiga var ákveðin kr. 6.00 á fermetra. Lóðarleiga end urskoðist á heilum og hálfum áratug. í lóðarsamningi verði kvöð um bílastæði í samræmi við reglur skipulagsins. Ný fiskvinnslustöð á Akureyri. Lagt fram bréf frá Valtý Þor steinssyni, útgerðarmanni, dag- sett 28. maí sl., þar sem hann sækir um lóð til atvinnurekst- urs á svæði hafnarinnar norðan hraðfrystihúss Utgerðarfélags Akureyringa h.f. TIL SÖLU: BORÐSTÓFUBORÐ og STÓLAR Einnig lítil Hoover ÞVOTTAVÉL Uppl. í síma 1-19-59. TIL SÖLU: ÞVOTTAPOTTUR, ÞVOTTAVÉL og BARNAVAGN. Uppl. í síma 2-10-59. Er ætlun Valtýs að byggja á þessari lóð byggingu 55x60 m. að stærð. í byggingunni er áformað að reka fiskvinnslu- stöð fyrir afla báta fyrirtækis- ins og vinnslu annarra sjávar- afurða. Hafnarnefnd leggur til, að Valtý Þorsteinssyni, útgerðar- manni, verði leigð lóð af um- beðinni stærð fyrir fiskvinnslu stöð á því svæði sem hann bið- ur um, þ. e. næst norðan Tog- arabryggju, austan Hjalteyrar- götu, enda er gert ráð fyrir stað setningu slíkra fyrirtækja á þessu svæði samkvæmt fyrir- liggjandi skipulagstillögu. Hins vegar verði endanlegri afgreiðslu lóðarumsóknarinnar frestað unz hafnarnefnd hefur athugað skipulag þessa bygg- ingareits nánar í samráði við skipulagsnefnd og umsækjanda. Í$g$ÍÍ©?fSB BÍLL TIL SÖLU Góður, ódýr 5 manna bíll (árg. 1963) til sölu. Skipti koma til greina. Uppl. í síma 1-27-89. TIL SÖLU: WILLY’S JEPPI (A-836) mjög vel með farinn. Til sýnis eftir kl. 8 á kvöldin. Snorri Guðjónsson, sími 1-21-87. BÍLL TIL SÖLU AUSTIN GIPSY, árg. 1962, með benzínvél. Ekinn 35 þúsund km. Verð og greiðsluskilmálar eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur Björn Ingvason, Skútustöðum, Mývatnssveit. TAPAÐ KÖTTUR, gulbröndótt- ur, með hvíta leista er tapaður. Finnandi' geri aðvart í síma 1-24-25. Bifreiðaeigendur! Bif rei ðaverkstæði! Erum að taka upp: Loítnetsstangir með gormi, stórar og litlar Öskubakka, Vindlakveikjaia og tilheyrandi eliment. Rammar utan um skrá- setningarnúmer Umsprautur fyrir bíla og heimahús Áttavitar fyrir bíla og báta Smursprautur, Kertalyklar, Kertamál, Ventlamál, Olíubarkar, Kúplingsdiskar og pressur í Chevrolet og Willy’s Benzíndælur í sömu bíla Vatnslásar og Vatnskassalok í úrváli Benzíntankalok, læst og ólæst.. ÞÓRSHAMAR H.F. Varahlutaverzlun ÞÝZKU HÚSTJÖLDIN ERU AÐ KOMA Svefnherbergi og dagstofa, gluggar og loftventlar DIOLENE SVEFNPOKARNIR eru nýjung POTTASETT úr aluminíum Dönsku HAMMERSHOLM vinsængurn- ar eru til í 5 gerðum og mörgum litum. Falleg gæðavara. Verð frá kr. 558-00. PÓSTSENDUM. BRYNJÓLFLJR SVEINSSON H.F. iJl - "•t ": . • ... . V; W Jft r,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.