Dagur - 02.07.1966, Side 8

Dagur - 02.07.1966, Side 8
8 SMÁTT OG STÓRT Akureyrartogarinn Svalbakur ér nýkominn úr 16 ára flokkunarviðgerð, málaður hátt og lágt og hið fríðasta skip. Togarinn fór í sína fyrstu veiðiferð, eftir viðgerðina, í fyrradag og er hann hér að leggja frá bryggju. (Ljósmynd: E. D.) $ Kal í túnum öðrum áfölllum meira MÁNUDAGINN 29. júní hélt Ræktunarfélag Norðurlands að alfund sinn að Hótel KEA á Akureyri. Á fundinum mættu fulitrúar frá báðum Þingeyjar- sýslum, Eyjafirði, Akureyri Skagaffrði og A.-Húnavatns- sýslu. Þar var og mætt stjórn ■R. N. og forstöðumaður Rann- sóknastofu Norðurlands, en sér stakur gestur fundarins var Jónas Jónsson ráðunautur Bún aðaríélags íslands. Formaður félagsins Steindór Steindórsson setti fundinn og stjórnaði honum, en fundarrit- arar voru Þórarinn Kristjáns- son Holti og Egill Bjarnason Sauðárkróki. ! 1 skýrslu formanns kom fram að störf félagsins á liðnu starfs- ári höfðu öll beinzt að stofnun og starfrækslu Rannsóknarstofu Norðurlands, en rannsóknar- stofan er sjálfstæð stofnun í um sjá Ræktunarfélags Norður- lands. Rannsóknarstofan er byggð upp með fjárframlögum frá Ræktunarfélaginu sjálfu og einnig fjárframlögum frá Sam- bandi ísl. samvinnufélaga, Kaup félagi Eyfirðinga, Akureyri, Kaupfélagi Þingeyinga, Húsa- vík, Kaupfélagi Skagfirðinga, Sauðárkróki, Kaupfélagi og Slát urfélagi Austur-Húnvetninga, Blönduósi, svo og frá öllum Færeysk skip lönduðu ! á Hjalteyri HINN 20. og 26. júní sl. lönduðu tvö færeysk síldveiðiskip tæp- lega 500 tonnum síldar til Hjalt eyrarverksmiðju við Eyjafjörð. En ákveðið var í vetur með laga breytingu að veita slík löndun- orleyfi erlendra skipa á Norður landshöfnum, þar sem hráefnis -íikortur hefur verið hjá síldar- bræðslum og söltunarstöðvum. Eyjafjarðarhöfnum og Ólafs- firði hefur verið leyft að taka á móti síld 10 erlendra sildveiði- skipa, en færeysku skipin, sem heita Grímur Kamban og Boða nes, eru þau fyrstu, sem afla íu'num lönduðu samkvæmt hinu nýja leyfi. □ búnaðarsamböndunum á félags- svæði Ræktunarfélags Norður- lands. • Rannsóknarstofan er til húsa í verksmiðjuhúsi Sjafnar á Ak- rneyri og í húsi Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar. Er hún búin nýjum og fullkomnum tækjum til ýmiss konar efnagreininga á jaiðvegi, heyfóðri o. fl. Síðast- liðið ár og það sem af er þessu ári hafa þarna verið framkvæmd ar fjöldarannsóknir á jarðvegi, heyi og á öðrum fóðurefnum. Komið hefir í ljós, að bændur hafa mikinn áhuga fyrir að not- færa sér þá aðstöðu, sem þessar rannsóknir geta veitt í sam- bandi við ábendingar um áburð (Framhald á blaðsíðu 5). STELA ÞEIR FÁLKUM? Grunur leikur á því, að horfið hafi af mannavöldum fálkaung ar úr hreiðrum í Vindbelg í Mý vatnssveit og Hrossaborgum, sem eru ekki langt frá Jökulsá. En íslenzkir fálkar eru taldir mjög verðmiklir erlendis, og eru þeir Iátnir stunda þar veið- ar eins og fyrrum og þykir mik ið sport. Sýslumanni Þingey- inga Iiefur verið gert aðvart um grunsemdir þessar. GAMALT HÖFÐINGJA- SPORT Samkvæmt gömlum skýrslum og öðrum heimildum voru ís- lenzkir fálkar eftirsóttir og um langt skeið dýrmæt útflutnings vara, enda góðir veiðifálkar konungsgersemar. Nú eru íslenzkir fálkar frið- aðir enda stofninn orðinn frem ur Jítill og útflutningi þessara fugla lokið. En fram á síðustu ár hafa þó fálkaungar verið teknir úr hreiðrum til útflutn- ings, svo sem í Ijós hefur kom- ið við rannsókn, en fleira er þó fullyrt en ósannað. ENN ERU FÁLKAR NOTAÐ- IR TIL VEIÐA Hin gamla íþrótt eða sport, að Um byggðajafnvægi og norðlenzkan markað ÖÐRU HVERJU minna vanda- mál líðandi stundar harkalega á jafnvægisleysið milli lands- hlutanna, og nú síðast í sam- bandi við verðlagsvandamál landbúnaðarins. Frá sjónarmiði bænda er byggðuvandamálið tvíþætt. Annarsvégar er fólksfækkun og býlafækkun í sveitunum, sem gerir sveitarfélögunum og þeim sem eftir eru, erfitt fyrir á ýms an hátt. Hinsvegar er sú stað- reynd, að vöxtur fólksfjölda í þéttbýli er nú svo að segja all- ur á litlu landsvæði suður við Faxaflóa. Á þessu takmarkaða svæði er vaxandi markaður fyrir land- búnaðarvörur, en annars stað- ar á landinu er markaðs- vöxturinn HtiII eða enginn af því að mannfjöldi í kaup- stöðum og kauptúnum stendur þar í stað eða því sem næst. Segja má, að í sambandi við sauðfjárafurðirnar skipti þetta ekki miklu máli, en þó nokkru. En fyrir mjólkurafurðirnar er hér um verulegt alvörumál að ræða, og þá ekki sízt hér á Norðurlandi. Sveitirnar hér við Eyjafjörð eru eitt helzta mjólkurfram- leiðslusvæði landsins, og víða annars staðar á Norðurlandi hefur framleiðsla á mjólk verið mjög vaxandi í seinni tíð. En hér á Akureyri og á öðrum þétt býlisstöðum noaóanlands selj- ast ekki nema 20% af nýmjólk- inni, sem framleidd er við Eyja fjörð. Verða því 80% að fara í vinnslu, cg vinnsluvörurnar þurfa að komast á markað til þess að verð fáist fyrir þær. Aðstaða mjólkurbænda við Eyjafjörð og annars staðar á Norðurlandi væri öll önnur ef Akureyri og aðrir kaupstaðir og kauptún hér nyrðra væru t. d. 100-200% fjölmennari en þau eru nú og höfuðborgarsvæðið þeim mun fámennara. Þetta mundi líka spara flutningskostn að og sum skipulagsmál land- búnaðarins væru þá einfaldari og auðveldari viðfangs. En það er ekki landbúnaður- inn einn, sem hér á hlut að máli. Staða norðlenzks iðnaðar myndi einnig vera sterkari nú, ef byggðaþróunin hefði verið á þessa lund. Því miður eru litlar líkur á því, eins og nú standa sakir, að byggðaþróun lands- hlutanna breytist í hagkvæm- ara horf fyrst um sinn. Þvert á móti. Skammsýn eða skiln- ingslítil stjórnarvöld hafa nú stofnað til stórframkvæmda og stórreksturs, sem eru þess eðl- is og á þann veg staðsett, að allt þetta athafnalif hlýtur að örva enn til muna þá óheillaþróun, sem þegar hefur átt sér stað. Svo er að sjá, að það hefði getað verið á valdi norðlenzkra fulltrúa á Alþingi, að koma í veg fyrir svo háskalega með- ferð mála, ef þeir hefðu staðið saman og ekki látið pólitíska Reykjavíkurforystu telja sér hughvarf. En sumum þessum mönnum var sagt, að jafnvægis sjónarmiðið væri „hreppapóli- tík“. Jafnvel norðlenzk blöð, undir reykvískri stjóm, vom látin bera sér þetta í munn. En ef það á eftirleiðis að heita góð latína, að kalla jafnvægismálin „lireppapólitík“, er hætt við, að (Framhald á blaðsíðu 7) láta tamda fálka veiða smærri fugla, er ekki útdauð með öllu og er t. d. auðugur hóteleig- andi, erlendur, að koma upp fálkaveiðistöð í sambandi við ferðaþjónustuna. Þar eiga auð- menn og „fínt fólk“ að eiga þeirrar skemmtunar völ að leigja sér hina flugfiinu og grimmu fugla til að veiða. Munu fálkarnir einkum vera þýzkir, sem til þessa eru ætlað- ir. En hins vegar þykja íslenzk- ir veiðifálkar fálka beztir. FÁLKAUNGARNIR Þess ber að geta í sambandi við grun um fálkaþjófnað, að um þetta leyti árs yfirgefa fálkaung- ar hreiður sín. Þeir halda þó Iryggð við þau um tíma á eftir og ættu athugulir menn að verða þeirra varir. Að sjálf- sögðu ber að hafa í heiðri frið- unarákvæði fálkanna. □ ATHÖFN í LYSTI- GARÐINUM ÆSKULÝÐS LEIÐTOGA MÓT vinabæja Akureyr- ar á Norðurlöndunum verður sett í Lystigarð- inum hér í bæ á morgun kl. 11.15. Þar Ieikur Lúðr asveit Akureyrar og á- vörp verða flutt. Öllum er heimill aðgangur og er þess vænzt að þangað komi margir bæjarlmar. Nýtt fjáreigendafélag á Akureyri ÁR 1966, laugardaginn 9. apríl, komú sjö menn saman til að stofna sauðfjárræktarfélag í Ak ureyrarumdæmi. Var félaginu valið nafnið „Akur“. Ennfremur var kosin bráðabirgðastjórn fyrir félagið, og ákveðið þátttökugjald — fimmtíu krónur — fyrir félags- manninn. Stjórnin hefur komið saman til að semja reglugerð fyrir fé- lagið og ákveða aðalfund. Verð ur aðalfundurinn, sem jafn- framt. verður framhaldsstofn- fundur, haldinn laugardaginn 15. október næstkomandi. Verður reglugerð fyrfr félag ið lögð fram til samþykktar. Síðan á að kjósa félagsstjórn og endurskoðendur félagsreikn- inga. Að lokum verða umræður um framtíðarviðhorf sauðfjár- ræktarinnar hér í umdæminu. Núverandi stjórn félagsins, til bráðabirgða, er skipuð: Sig- urði Karlssyni, Bjarmastíg 11, Ásmundi Pálssyni, Lundgarði og Kristjáni Helga Sveinssyni, Langholti 19. Þeim fjáreigendum, er hefðu áhuga fyrir vexti og viðgangi þessa félags, er bent á að hafa samband við einhvern ofanrit- aðan. En sérstaklega er óskað eftir samstarfi við Fjáreigenda- félag Akureyrar um sameigin- leg hagsmunamál félaganna. Fjáreigendur standa nú and- spænis þeirri staðreynd, að bú- setu þeirra er vægðarlaust raskað með vaxandi byggð í- búðarhverfa, og þeir staðir, er þeim var úthlutað til frambúð- ar, hafa reynzt of nálægt byggð og horfið nær jafnóðum inn í skipulagið. Sú hrakhólastefna, sem ríkt hefur í þessum mál- um, getur ekki staðizt lengur. Heilbrigðisyfirvöld bæjarins og fjáreigendur sjálfir hljóta að eiga samleið í þeim vanda, að velja heppilegan stað fyrir fjár eigendur, sem þeir geta búið við næstu áratugi, í friði. En jafnframt er það sjálfsagt mál, að þau skepnuhús, sem nú eru innan íbúðarhverfa, á víð og dreif, verði fjarlægð um leið og bætt aðstaða skapaðist á á- kveðnum stað. □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.