Dagur - 06.07.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 06.07.1966, Blaðsíða 5
4 5 ÉttajjH | “MÉ Útfluttar 42 tegundir sjávarafurða Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON lu Prentverk Odds Bjömssonar h.L FORYSTULEYSIÐ FORSÆTISRÁDHERRA íslands fluttí þjóðhátíðarræðu 17. júní sl. Til þess ætti að mega ætlast, þegar landsfaðir stígur í stóíinn á slíkum degi og mælir til alþjóðar, að þá sé ræða hans forystumannleg. En því var ekki að heilsa að þessu sintti. Ræðan var eintómur tvistígandi. Það var eins og manninn langaði til að biðja afsökunar á einhverju en kæmi sér ekki að því. Leiðsögn var engin í ræðu þessari og hvatning engin til. Morgunblaðið birti ræð- una og gerði að fyrirsögn henttar þessi orð ræðumanns: „ÞEIR, SEM KVARTA UNDAN FORYSTU- LEYSI, MUNDU OFT SÍZT SÆTTA SIG VFÐ AÐ RÁÐIN VÆRU AF ÞEIM TEKIN“. Það er ekki oft, sem Morgunblaðið hittir nagla á höfuðið, enda naglar hatts venjulega fýrirfram bognir. En þarna lánaðist honum það. Vafalaust er það íorystuleysið hjá ríkisstjórn- inni, setn liggur forsætisráðherran- um þyngst á hjarta. Meðvitundin um forystuleysið heftir drepið ræðu- þróttinn og gert ræðuna að þeim hversdagslega, niðurstöðulausa mal- ánda, Sem hún er. Sú lélega afsökun þess, að forystu er ekki beitt af stjórnarvöldunum, sent felst í orðum þeim, er Morgun- blaðið gerir að fyrirsögn, er kjarni málsins. Þeir, sent skipa stjórnarsess- inn, eru greindir menn og vita vel — ekki sízt forsætisráðherrann — að þeir beita ekki þeirri forystu sem ríkisstjórn er skylt. En þeir þora ekki að beita henni, af því að þeim er ljóst, að til eru menn, sem ekki „sætta sig við að ráðin væru af þeim tekin“ — a. m. k. sætta sig ekki vel við það. Af ótta við þessa ntenn þorir stjórnin ekki að taka af skarið og veita þjóðinni þá forystu, sem þjóðin þarf og lofað var í upphafi þessa stjómartímabils. Verðbólgueldurinn vex, en ríkis- st jórnin veltir bara vöngum og tekur ekki í taumana af því það hlyti að koma illa við suma, sem ráðin þyrfti að taka af. Hagur bændanna er lát- inn brenna, af því neytendur hafa fleiri atkvæði til stjórnarstuðnings. Kjaramál verkalýðsins eru látitt óleyst með málamyndafresti til 1. okt. vegna þess að þau verða ekki léyst þrautalaust. Þannig er forystu- liðið, og allt er látið reka á reiðan- um. Ætti að velja ríkisstjórninni kjörorð, yrði varla sannara futidið en: Flýtur á meðan ekki sekkur. Það er sízt að undra þótt forsætisráðherr- ann hefði ekki tiltækt forystulegt umræðuefni 17. júní. Q í 7. HEFTI ÆGIS þessa árs er stórfróðlegt yfirlit um sjávar- vöruútflutning íslendinga á síð asta ári, santið í skýrsluvéluni. Samtals nant útflutningur sjáv- arafurðanna á því ári nálega 5257 millj. kr. en 4384 núllj. kr. árið 1964. Talnaskýrslur sem þessi er í margra augum ekki árennileg- ar til lesturs a. m. k. við. fyrstu sýn. En sé efni skýrslunnar sagt í mæltu máli, segir það mikla sögu um unnin störf á árinu og er þar mikinn f róðleik að finna. Sú saga er minna en hálfsögð með því, að íslendingar hafi flutt úr þorsk og síld, þó að þetta séu aðalfiskitegundirnar hér við land og mest veiddar, því að úr fisktegundum þessum og úr öðrum fisktegundum og sjávardýrum, eru nú á tímum framleiddar fjöldi vara með mis munandi framleiðsluaðferðum til sölu á erlendum mörkuðum hér og þar í öllum fimm heims álfunum. ísrael virðist þó vera eina landið í Asíu, sem kaupir íslenzkar sjávarafurðir, og til Ástralíu var útflutningurinn rétt aðeins teljandi. Ýmsir hefðu sjálfsagt haldið, ef ekki væri þessi skýrsla, að hann myndi engin vera. En samtals voru hinar út- fluttu sjávarvörutegundir 42 talsins á árinu 1965 og gætu sjálfsagt verið fleiri. Röð út- flutningsvara í skýrslunni og hér á eftir fer að verulegu leyti eftir uppruna og er það, svo sem tiltækilegt er, byrjað á afurðum þorskfiskanna, sem lengst af voru drýgst búsílag úr sjó hér á landi. Verkaður saltfiskur. Af hinni gamalkunnu .vöru- tegund voru flutt úr 2555 tonn fyrir 52 millj. kr. til 9 lahda. Aðal-viðskiptalandið var Brazilía í Suður-Ameríku, sem keypti fyrir 34 millj. kr. Óverkaður saltfiskur. Af honum var flutt úr 25.758 tonn fyrir 483 millj. kr. til 10 landa. Aðalviðskiptalönd ftalía, Spánn og Portúgal, nú sem fyrr, en næst Bretland og Grikk land — sem sérstök vöruteg- und eru talin um 2000 tonn af óverkuðum saltfiski „seldum Úr skipi“ til ítalíu. Saltfiskflök. Af þeim voru flutt út 1774 tonn fyrir 32,5 tnillj. kr. til fimm landa, aðallega til Vestur Þýzkalands. Saltfiskafskurður til manneld- is. Af þessari vörutegund voru flutt 109 tonn fyrir 731 þús. kr. til Bandaríkjanna. Söltuð þunnildi. Af þeim voru flutt út 1486 tonn fyrir nálega 20 millj. kr. til ítalíu. Skreið. Af henni voru fiutt út 12.243 tonn til 11 landa fyrir 376 millj. kr., langmest til Nígeríu, eða rúmlega tveir þriðju hlutar, en einnig mikið til ítalíu, en að- eins lítið eitt til hinna landanna. ísfiskur. Af ísvörðum fiski voru flutt út til Bretlands og Vgstur- Þýzkalands rúmlega; 30 þús. tonn fyrir 188 millj. kr. ísvarin síld. Af henni voru flutt út til Vestur-Þýzkalands 1294 tonn fyrir rúmlega 8 millj. kr. Frosiu síld. Af henni voru flutt út 24.362 tonn til 16 landa fyrir 154 millj. kr. Mest var flutt til Tékkó- slovakíu og Sovétríkjanna, en einnig mikið til Austur-Þýzka lands og Póllands og talsvert til Frakklands, Vestur-Þýzka- lands, Rúmeníu og Færeyja. Frosin síldarflök. Af frosnum síldarflökum var flutt út 1262 tonn fyrir rúmlega 10 millj. kr., einkum til Austur Þýzkalands, en þó nokkuð til Tékkóslóvakíu og Hollands. Heilfrystur fiskur (smár?) Af honum voru flutt út 7555 tonn til 12 landa fyrir nálega 97 millj. kr., mestmegnis til Bretlands, en þó um 500 tonn til Sovétríkjanna . Fryst fiskflök. Hér er um að ræða eina að- algre'in sjávarafurðanna, sem venjulega er kallað „hraðfryst- ur fiskur“ eða „freðfiskur“. Af hraðfrystum fiskflökum voru flutt út á árinu 54.094 tonn til 12 landa fyrir 1096 millj. kr. Af þessu freðfiskmagni keyptu Bandaríkin eða kaupendur þar nál. 28 þús. tonn, Sovétríkin nál. 10 þús. tonn og Bretland um 8500 tonn. Þetta er sú út- flutningsvörutegund, sem mest verðmæti fæst fyrir í krónum talið. Fryst rækja. A£ þessu lostæti voru flutt út 142 tonn til 11 landa fyrir nær 16 millj. kr. Fast að tveim þriðju hlutum var flutt til Bret lands, en að öðru leyti mest til Danmerkur og Svíþjóðar og nokkuð til Noregs, Sviss og Hollands. Frystur humar. Af þessum veizlumat voru flutt út 857 tonn til 8 landa fyrir 114 millj. kr., þar af lang- mest til Bandaríkjanna, en einnig allmikið til Bretlands, ítalíu og Sviss og nokkuð til Vestur-Þýzkalands og Frakk- lands. Fryst hrogn. Af þeim voru flutt út 2256 tonn til 6 landa fyrir 34,5 millj. kr., mest til Danmerkur, Nor- egs og Bretlands. Niðursuðuvörur. Af niðursuðu og niðurlögðu fiskmeti voru flutt út 681 tonn til 12 landa fyrir 32,5 millj. kr., einkum til Sovétríkjanna og Bretlands. Kaldhreinsað lýsi. Af því voru flutt út 2438 tonn til 9 landa fyrir 27 millj. kr., mest til Noregs, en einnig nokk uð til Bandaríkjanna. Ókaldhreinsað lýsi. Af þvx voru flutt út 3608 tonn til 10 landa fyrir 38 millj. kr., mest til Bretlands og Danmerk ur. Iðnaðarlýsi. Af því voru flutt út 353 tonn, aðallega til Bretlands og Rú- meníu fyrir rúmlega 3 millj. kr. Grásleppuhrogn. Af þeim voru fiutt út 867 tonn fyrir 46 millj. kr., einlcum til Vestur-Þýzkalands og Dan- merkur, en einnig til Banda- ríkjanna. Söltuð þorskhrogn. Af þeim voru flutt út 2147 tonn fyrir 35 millj. kr. aðallega til Svíþjóðar, en einnig nokkuð til Grikklands, Noregs og lítils— háttar til Finnlands. Söltuð beituhrogn. Af þeim voru flutt út 1590 tonn fyrir nálega 15 millj. kr. til Frakklands og Gxúkklands, en einnig til Spánar og Vestur- Þýzkalands. Hausskorin saltsíld. Af henni voru flutt út 11.616 tonn til 12 landa fyrir 130 millj. kr., mest til Rúmeníu, Svíþjóð- ar, Bandaríkjanna og Sovétríkj anna, en allmikið til Vestur- Þýzkalands, Póllands og Nor- egs. Krydd- og sykursöltuð síld. Af henni voru flutt út 27.306 tonn til 9 landa fyrir 358 millj. kr., þar af meira en helmingur til Svíþjóðar og rúmlega fjórði hlutinn til Finnlands. Ediksöltuð síld. Af henni voru flutt út 140 tonn fyrir rúmlega 1,5 millj. kr. til Vestur-Þýzkalands. Saltsíldarflök. Af þeim voru flutt út 66 tonq til Bandaríkjanna. Síldarlýsi. Hér er um að ræða þriðju stærstu útflutningsupphæðina, næst á eftir freðfiski og síldar- mjöli. Af síldarlýsi voru flutt út 82.174 tonn fyrir 677,5 millj. kr. til 13 landa. Mest var flutt út til Danmerkur, Bretlands, Hollands og Vestur-Þýzka- lands. Karfalýsi. Af því voru flutt út á árinu 1964 um 28 tonn til Vestur- Þýzkalands fyrir 188 þús. kr. en ekkert á árinu 1965. Hvallýsi. AE því voru flutt út 3.066 tonn fyrir 28 millj. kr. til Hol- lands, Frakklands og Spánar. Fiskimjöl. Af því voru flutt út 19.532 tonn til 10 landa fyrir 133,5 millj. kr., þar af þriðjungur til Vestur-Þýzkalands, allmikið til Svíþjóðar, ennfremur til ír- lands, Póllands og Danmerkur. Síldar- og loðnumjöl. Hér er um að ræða stærstu útflutningsupphæðina, næst eft ir freðfiski. Af síldar- og loðnu mjöli voru flutt út 124.373 tonn til 16 landa fyrir 943 millj. kr., þar af fast að helmingur til Bretlands en allmikið til Vest- ur-Þýzkalands, Danmerkur, Póllands, Belgíu, Hollands, Finnlands og Austur-Þýzka- lands. Karfamjöl. Af því voru flutt út 3259 tonn fyrir 24 millj. kr. tii Vestur- Þýzkalands, Danmerkur og Grikklands. Frystur fiskúrgangur. Af honum voru flutt út 9070 tonn fyrir 32,5 millj. kr. til Finn lands, Svíþjóðar og Danmerk- ur, og lítiisháttar til Bretlands. Lifrarmjöl. Út voru flutt af því 607 tonn fyrir rúmlega 1,4 millj. kr. til Vestur-Þýzkalands, Bandaríkj- anna og Hollands. Humar- og rækjumjöl. A£ því voru flutt út 50 tonn til Vestur-Þýzkalands fyrir 231 þús. kr. Hvalmjöl. Af því voru flutt út 1365 tonn til írlands, Vestur-Þýzkalands, BYRJAÐ Á GRONNI SÍLDARBRÆÐSLU Á DALVÍK Dalvík 5. júlí. Byrjað er að vinna í grunni væntanlegrar síldarbræðslu hér á Dalvík. Vei-ður hún byggð norðcm við hafnargarðinn, austan við fisk- hús Egils Júlíussonar. Ufsaveið ar eru hafnar og kom Dröfn með 30 tonn í tveim löndunum. Sæmilegur afli hefur fengizt á handfæri. Heyskapur er byrj- aður á tveim bæjum, XJrðum og Hóli. J, H. Finnlands og Bretlands fyrir 8,5 millj. kr. Fryst livalkjöt. Af því voru flutt út 2660 tonn, einkum til Bretlands en einnig til Bandaiákjanna fyrir 24 millj. kr. samtals. Ný síld. Af henni voru flutt út 1712 tonn til Noregs fyrir 2,8 millj. kr. Reyktur fiskur. Af hönum vat' flutt út eitt- hvað lítilsháttar til Bretlands fyrir 13 þús. kr. Þangmjöl. Af því voru flutt út 5 tonn fyrir 18 þús. kr. til Vestur- Þýzkalands. Hvaltennur. (falskar) Hvaltennur voru fluttar til Bandaríkjanna fyrir 6 þús. kr. Fiskinnyfli. Til Bretlands og Danmerkur var flutt af þeirri vöru 5 tonn fyrir 55 þús. kr. Fylgi. Af þeirri vöru, sem mun vera úrgangsefni, sem fram kemur við lýsishreinsun, var flutt út fyrir 26 þús. kr. Víða er hér að framan sléppt þúsundum eða hækkað upp í hálfa eða heila milljón. Útflutn ingsverðmætið er reiknað fob (frítt um borð) hér við land Q Hermann Stefánsson, Kambhóli NOKKUR KVEÐJUORÐ HERMANN STEFÁN SSON, bóndi á Kambhóli í Arnarness- hi-eppi, varð bráðkvaddur á heimili sínu 16. júní og var jarðsunginn á Möðruvöllum í sömu sveit hinn 25. júní að við stöddu fjölmenni. Hermann átti heima á Syðra- Kambhóli alla ævi, fæddist þar 9. október 1896. Foreldrar hans voru Stefán Baldvinsson frá Bjarnai'gili í Fljótum og Sól- veig Gunnlaugsdóttir frá Mið- hvammi í Reykjadal. Hún dó árið 1935 en Stefán 1938. Kona Hei-manns Stefánsson- ar var Guðrún Björg Baldvins- A ■tk' 1 r A r Jkf1 Gengio mn i Groorarstoo á haustmorgni Hvar er fegurra en á Akureyri í septemþer? Lauf trjánna hafa þá oftast tekið að skipta litum: veðrið milt um miðjan dag þótt svalt sé á morgnum. Meðan ég bjó á Akureyri, var það vani iriinn að ganga inn í Gróðrarstöð á björtum og ferskum septembermorgnum. Þar hlustaði ég á fuglakvakið, á niðinn í lækjunum þar í garðinum. Ég ráfaði milli trjánna; sunnan til í garðinum stóðu hin tigulegu lauftré með glóandi eða rauðar krónur, en inn á milli, í svalanum, gréru dökkgræh grenitré, og efst í skógarbrekkunni uxu runnar af öllum gerðum og tegundum. Þaðan horfði ég svo yfir spegilsléttan Eyjafjörðinn, yfir á Vaðlaheiðina marglita, þar sem mátti líta hin snotru býli ■ í hlíðunum. Á þessum stað tók ég marga fagra litmyndina, : pg pr ætíð jafn mikið yndi að horfa á þær á myndatjaldinu. Ég horfi á lítið kúft hagamúsarkríli bisa við að draga dásamlega fagurlituð lauf upp úr smá lækjarsprænu. Mýsla brún, en blöðin græn og gul, rauð og dröfnótt. Loks leit hún upp og tók eftir mér og starði.á mig stundarkorn; skauzt svo inn í holu, sem hún átti sér þar við lækjarbakkann. Brosandi hélt ég heim á leið; meðfram fjörunni; framhjá Nonnahúsinu; upp Gilið; framhjá lystigarðinum og inn í mitt aldna hús á lioi'ninu. ■ Reykjavík, í júní. Sjra Hákon Loftsson dóttir, fædd á Stóru-Hámund- arstöðum 1902 og andaðist 1948. Eitt sinn benti Davíð skáld frá Fagraskógi mér á Hermann á Kambhóli sem sérstæðan við mælanda, vegna þroskaðrar frásagnargáfu og næms mál- smekks. Eftir þeirri ábendingu fór ég og bii'tist viðtalið hér í blaðinu. Þurfti naumast að hag ræða orði í frásögn hans, svo vel fór hún bæði í framsögn og ritmáli og er slíkt fátítt og eftir tektarvert. Hermann var einlæg ur og áhugasamur ungmenna- félagi alla ævi. Ungmennafélag sveitar hans stendur í þakkar- skuld við slíka menn sem Her- mann var. Það minntist þess á sínum tíma með því að kjósa hann heiðursfélaga. í áratugi vann Hermann að ýmiskonar dýralækningum í sveit sinni og víðar, oftast fyrir lítið gjald eða ekkei't og þótti hafa frábærar læknishendur, þótt ólærður væri. Hermann á Kambhóli var far sæll bóndi, þótt aðrir hefðu meh'i umsvif, unni mjög sveit sinni og naut hinnar lifandi náttúru af djúpri tilfinningu og meiri lotningu en flestir aðr ir, enda nágranni og náinn vin- ur náttúruunnandans ágæta Davíðs Stefánssonar og líklegt, að þess hafi báðir notið. Hermann Stefánsson á Kamb hóli var svipmikill, fríður og karlmannlegur, hæglátur mað- ur í framkomu en heitgeðja. Með honum er traustur maður genginn, góður drengur og sér- stæður burt kallaður. E. D. AFMÆLISFARGJOLD FLUGFÉLAGSINS TIL ÍSAFJARÐAR UM MIÐJAN júlímánuð verð- ur ísafjarðarkaupstaður eitt hundrað ára og í tilefni af af- mælinu fara fram hátíðahöld á ísafirði dagana 15.—17. júlí. Vegna þessa hefir Flugfélag íslands ákveðið að vikuna fyrir afmælið verði í gildi sérstök ódýr fargjöld til ísafjarðar, um tuttugu af hundraði ódýrari en venjuleg fargjöld á þessari flug leið, sé farmiði keyptur og not aður báðar leiðir. Afmælisfargjöldin ganga í gildi 11. júlí og gildir farmið- inn í átta daga frá því ferð er hafin. Friendship skrúfuþotur Flug félagsins fljúga til ísafjarðar alla virka daga, en á sunnudög um er flogið með Dakota flug- vél. Vegna mikilla flutninga á þessari flugleið, var nýlega bætt við Friendship-ferð síðdegis á laugardögum, og er brottför frá Reykjavík kl. 19.00. (Fréttatilkynning) Jón Krislinsson fimmlugur JÓN KRISTINSSON rakara- meistari á Akureyri varð fimm tugur laugardaginn 2. júlí. Hann er kunnur í heimabæ sín- um fyrir störf sín í þágu I. O. G. T. og leiklistarinnar, auk iðn aðarstarfs síns, sem hann hefur nú lagt á hilluna. Dugnaður og reglusemi einkenna Jón Krist- insson og eru þeir mannkostir ' of lítils metnir um sinn. Jón veitir nú,- ásamt konu sinni, frú Arnþrúði Ingimai's- dóttur, barnaheimili templara á Böggvisstöðum í Svarfáðai’- dal forstöðu, og er þar talinn myndarbragur á. í vetur vann Jón m. a. að undirbúningi kosn inganna og stjórnaði aðaískrif- stofu Fi'amsóknarmanna á Ak- ureyi-i í nokkra mánuði. Dagur sendir afmælisbarninu hlýjar og hugheilar árnaðarósk ir og þakkar samvinnuna í vét- ur og vor. E. D. Fimmfa útgáfa Ferðahandbókar FIMMTA útgáfa Ferðahandbók arinnar er komin út og er í henni að finna fjölda nýmæla, sem fólki má að gagni koma, hvort heldur það er á ferðalagi eða undii'býr ferðalag. í for- mála bókarinnar segja útgef- endur Orlygur Hálfdánarson og Orn Maríusson m. a.: „Ferðamál á íslandi hafa tek ið miklum stakkaskiptum á liðn um árum. Farartækin verða æ fullkomnari og vegirnir teygja sig lengx-a um landið. Fólk tel- ur það orðið sjálfsagt að taka sér nokkra hvíld frá störfum og skoða sig um hérlendis og er- lendis. Útgáfa Ferðahandbókar innar hefur frá upphafi verið við það miðuð að létta fólki und ii-búning og framkvæmd fei-ða- laga; vera gagnlegur og fróður förunautur. Þróunai-saga bókar innar er svipuð og annarra þátta íslenzkra ferðamála. Við fyrstu útgáfu var lítil reynsla fyrir hendi og lítið við að styðj ast til fyrirmyndai'. Með árun- um hefur hins vegar unnizt dýr mæt reynsla og þekking á því, hvaða efni á erindi inn í bók- ina, og leitazt hefur verið við að auka það og bæta ár af ári. Stækkun bókarinnar talar þar skýru máli. Fyrsta útgáfan var 112 blaðsíður, en þessi útgáfa, sem er hin fimmta í röðinni, er rúmlega 300 blaðsíður. Sumir kynnu að ætla, að stækkunin væri fólgin í fleiri auglýsingum. Svo er þó ekki. Auglýsingafjöld inn er sá sami og áður. Sjálf- sagt er einnig að geta þess, að auglýsingar í bókinni munu í flestum eða öllum tilfellum vera ferðafólki gagnlegar og auðvelda því ferðalög". Svo sem áður segir er Ferða- handbókin 304 bls. og er það 88 bls. meira en síðasta útgáfa. Við athugun bókarihnar kemur í ljós, að hún hefir tekið mikl- um bi-eytingum og margt er þar af nýju og nytsömu efni. í bókinni er að finna ei'indi Eysteins Jónssonar, alþingis- manns, sem hann nefnir göngu leiðir í nágrenni Reykjavíkur. í sinn ítarlega og nákvæma kafla, Bifreiðaslóðir á Miðhá- lendinu, hefir Sigurjón Rist bætt leiðinni um Kaldadal. Fylgir nýtt kort í tveimur lit- um af Kaldadalsleið. Einnig hef ir hann bætt við kort af Hófs- vaði á Tungná ásamt ljósmynd. Gísli Guðmundsson, leiðsögu maður, veldur þó mestu um stækkun bókarinnar með kafl- anum Leiðir um fsland. Þar bætir hann við frá síðustu úí- gáfu lýsingum á Þjóðleiðirthi Reykjavík — Akui'eyri — Mý- vatn, leiðum um Borgarfjörð, Strandir, Húnaþing, Skaga- fjöi'ð og nokkurn hluta Eyýa- fjarðar. Að venju fylgir Ferðaharíd- bókinni fullkomið vegakort ég hún er sem fyrr í handhægxlm plastumbúðum. Ferðahandbókin er í alla staði mjög vel úr garði gerð, bæði að efni og útliti. Q Góð heimsókn UM næstsíðustu helgi voru 47 slysavarnakonur frá ísafirði hér í heimsókn og viljum við í deildinni hér senda þeim beztu kveðjur með þökk fyrir ánægjulega heimsókn og góðar gjafir, en það var borðfáni Og 5000.00 krónur, sem varið skyldi í radar í sjúkraflugvél- ina þegar að því kæmi að þau kaup yi'ðu gjörð. Ég get ekki látið hjá líða að nota þetta tæki færi, er mér barst í hendur, til að minna á að brátt er sjúkra- flugvélin hér 10 ára. Eftir þá reynslu, sem fengin er af sjúkra flugi Tryggva Helgasonar, er ég ekki í vafa um að óteljaiidi fjöldi manna stendur í þakkar- skuld við sjúkraflugið og yrði það bezt goldið með því áð leggja nokkurt lóð í næstu vél, sem hlýtur að koma innan tíð- ar og þá eins fullkomin sém tæknin krefst á hverjum tútia, Ég skora því á félög og ein- staklinga að sinna þessum mál- um. Því fyrr því betra. Fyrir hönd SlysavarnadeildAr' kvertna, Akureyri. Sesselja. INNHiEGT þakklæti til alUrai þeirra manna, er á einn eða annan hátt aðstoðuðu ég veittu hjálp vegna hrunans'á Laugalandi aðfararnétt 39. júní s. 1. Einar G. Jónassa*.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.