Dagur - 06.07.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 06.07.1966, Blaðsíða 1
Herfccrgis- pantanir. FerSa- skriístoían TúngÖtu 1. Akureyri, Sími 11475 Ferðaskrifstofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum íeröir skauta á roilii. Fo.rseðlar með FlugíéJ. ísl. og Loítleiðum. SÍLDARAFLINN MERINÚ ENIFYRRA SÍLDARAFLINN sl. viku varð 28.049 lestir, sem veiddist mest 100 til 130 sjóm. ASA frá Dala tanga. Ágætt veður var á mið- unum alla vikuna. Síldin sem veiðist er öll fremur smá en á- gætlega feit, 20 til 23%. Síldin hefur mestöll farið í bræðslu. Heildaraflinn á þessari ver- tíð var orðinn sl. laugardags- kvöld 123.641 lest. Á sama tíma í fyrra um 90 þús. lestir. Síðan um helgi hafa 106 skip tilkynnt afla, samtals 6.234 lest ir. Hefur þessi afli fengizt á svipuðum slóðum og í vikunni á undan. Síðustu dagana hefur flotinn dreifzt mikið og hafa 6 skip haldið suður að Shetlands- eyjum, en önnur norður undir Jan Mayen. Lítið hefur frétzt af afla frá þessum slóðum, en einhver afli var við Shetlands- eyjar sl. nótt, og vitað var um eitt skip, 50—60 sjóm. suður af Jan Mayen, sem fékk nokkur tonn af stórri og fallegri síld. Þrjú aflahæstu skipin eru Barði, Neskaupstað, með 2.545 lestir, Jón Kjartansson, Eski- firði, 2.511 lestir og Þórður Jón asson Akureyri 2.414 lestir. Síðastliðna nótt fann Ægir alimargar smátorfur í Seyðis- fjarðardýpi um 25 sjómílur frá Árdegis á sunnudaginn safnaðist fólk saman í Lystigarði Akureyrar til að fagna gestum vinabæj- anna Álasunds, Randers, Lahti og Vesturáss, sem hingað komu til að halda æskulýðsleiðtogamót, er nú stendur yfir. Við þetta tækifæri fluttu ávörp Magnús E. Guðjónsson, Hermann Sigtryggsson, séra Birgir Snæbjörnsson og fulltrúi Álasunds. Lúðrasveit Akureyrar lék undir stjóm Sigurðar Jó- liannessonar. Fánar Norðurlandanna voru dregnir að hún. Hér á myndinni eru gestirnir og nokkrir bæjarbúar. Flugvél Dananna seinkaði og vantaði þá við setningu þessa móts. Á hinni myndinni eru þrjár norskar stúlkur, klæddar þjóðbúningi. (Ljósm. E. D.) Dalatanga. Torfurnar voru ekki á kastfæru dýpi og því ekki víst að hér sé um síldartorfur að ræða. Ufsaveiði hefur verið ágæt með köflum síðastliðna viku og hefur mest af ufsanum veiðzt út af Raufarhöfn. Mikið magn af ufsa barst til Húsavíkur í vikunni og voru fluttar um 60 lestir á bílum til vinnslu í frysti húsi Ú. A. Nokkrir bátar hafa kcroið með ufsa til Hríseyjar og Dalvíkur. Einnig hefur nokkru magni af ufsa verið landað á Raufarhöfn og hefur hann verið saltaður. Veiðar með dragnót byrjuðu um miðjan júní og hefur veiði verið mjög lítil og nær ein- göngu koli. Ýsan virðist ekki gengin ennþá, en fer vonandi að koma. Margir bátar, sem voru að veiðum með dragnót hafa hætt og veiða nú með handfærum, en góður afli hef- ur verið á handfæri frá sumum verstöðvum að undanförnu. FLUGVÖLLURINN MALBIKAÐUR Á miðnætti sl. laugardagskvöld var þessi 17 ára Reykjavíkur- stúlka, Kolbrún Einarsdóttir, kjörin fegurðardrottning íslands '66. En 18 ára stúlka að nafni Guðfinna Jóhannsdóttir var kjörin feg- urðardrottning Reykjavíkur við sama tækifæri. Fegurðarsam- keppni kvenna er árleg skemmtun Reykvíkinga. En hugmyndir manna um kvenlega fegurð eru óJikar og skemmtun þessi af mörg- um litin óhýru auga. MÓIIÐNKEMA í YAGLASKÓGI SAMKVÆMT upplýsingum frá skrifstofu flugmálastjómar, munu malbikunarframkvæmd- ir hefjast á Akureyrarflugvelli fyrir lok þessa mánaðar. En það er Akureyrarbær sem um framkvæmdina sér. Flugmála- stjóm pantaði efni til malbikun arinnar og er það komið, og út- vegaði bænum grjótmulnings- vél til að framleiða mulninginn. Að þessu sinni verða malbikað- ir um 600 metrar af flugbraut- inni sunnan frá og svo flugvéla stæðin hjá flugstöðinni. Breidd flugbrautarinnar verður 30 m. En ÖII er flugbrautin á Akur- eyrarflugvelli 1565 m. Malbik- unin verður í tveim lögum, 7 sm undirlag og og 4 sm yfirlag. ALVARLEGT ÁSTAND í KINN Ófeigsstöðum 5. júlí. Ljóst er nú orðið hið alvarlega ástand, sem bændum stafar af mjög miklu kali í túnum hér í sveit. Túnskemmdirnar eru svo mikl ar, að töðufengur verður víða miklum mun minni en verið hefur. Þar við bætist að fé þurfti að hafa lengur á túnum en venja er. Sláttur er aðeins byrjaður í Aðaldal, en hvergi í Kinn og hefst hér naumast fyrr en upp úr miðjum júlímánuði. Lax gengur ekki í ár svo heitið geti enn sem komið er. B. B. LANDSMÓT iðnnema hefst í Vaglaskógi á föstudaginn kl. 8 síðdegis. Akureyringar sjá að mestu um undirbúning móts þessa, en Ragnar Snæfells er framkvæmdastjóri mótsins. Bú izt er við 5—600 marins á þetta iðnnemamót. Hér er um að ræða kynningar- og skemmti- mót, hið fyrsta í þessu stóra foimi hjá iðnnemum. En í sam bandi við mótið verður for- mannaráðstefna. Dansleikur verður í Brúar- lundi á laugardagskvöldið fyrir iðnnema og gesti þeirra. Tjald- stæði eru merkt, veitingasölu komið upp og margs konar ann ar undirbúningur fyrirhugaður. Aðgöngumiðasala er í Útvegs- bankahúsinu þriðjudags- og miðvikudagskvöld. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.