Dagur - 06.07.1966, Blaðsíða 7

Dagur - 06.07.1966, Blaðsíða 7
*7 Akureyringar og aðrir góðir lesendur Alhugið að söfnuninni lil hjönanna í Brekku í Svarfaðardal lýkur 15. júlí. Það er því hver síðastur að taka þátt í söfn- uninnL Brjánn Guðjónsson verzlunarmaður, Gísli Jónsson kennari, Halldór Arason bifvélavirki, Jóhann Daníelsson kennari og Sigurjón Jóhannsson ritstjóri taka á móti framlögum, SVO OG ÖLL AKUREYRARBLÖÐIN. MUNIÐ AÐ LEGGJA FRAM YKKAR SKERF. Söfnunarnefndin. SAMBAND STJORNENDA OG STARFSFOLKS ar ákvarðanir, og í mörgum til vikum er hægt að koma í veg fyrir alvarlega misklíð sem leiði til verkfalla. Vinnuþeginn verður að eiga þess kost að láta í Ijós óánægju sína, annars hefur óánægjan áhrif á vinnusiðgæði og afköst. Hann á að fá vitneskju um breytingar og nýjar ákvarðan- ir. Auk þess verður hann að finna, að tillit sé tekið til hans sjónarmiða. Sambandið milli vinnuveitenda og virinuþega verður að aukast samhliða stækkun og sérhæfingu fyrir- tækisins. □ JAFNVEL þar sem andinn er hvað beztur milli atvinnuveit- anda og launþega koma alltaf öðru hverju upp misklíðarefni eða misskilningur, segir í skýrslu ILO. Því stærri sem fyrirtækin verða, þeim mun meiri kröfur eru gerðar til þess að sambandið milli stjórnenda og starfsriianna sé snurðulaust. Geri stjórnendurnir raunhæfar ráðstafanir til að koma í veg fyrir eða kveða niður ósam- komulag í fyrirtækinu, skapast betra andrúmsloft fyrir samn- ingsumleitanir og sameiginleg- MIKILL ÞORSK- OG UFSAAFLI Rauiarhöfn 5. júlí. Hingað hef- ur engin síld borizt að undan- fömu, þegar frá eru skildir riokkrir smáslattar. En hér veið jSt bæði ufsi og þorskur. Telja mátti mokafla af þorski á hand færi í nokkra daga og enn afl- ast vel. Og ufsi hefur gengið hér alveg upp að landi, veiðist jafnvel hér í hafnarmynninu. Bátar frá Siglufirði, Húsavík og Eyjafjarðarhöfnum stunda ufsa veiðarnar og hafa aflað mjög vel og flutt mest af aflanum til sinna heimahafna. Þó hafa 3 síldarsöltunarstpðvar tekið á móti ufsa til söltunar, því fólkið hefur lítið að starfa. Ufsinn er ekki stór en vel hæfur til vinnslu. Sjóveður er gott. H. H. •* -j Innilegaf þakltir fœrnm við sveitungum okkar, fé- f * lögum í Skógrcektarfélagi Suður-Þingeyinga, Lions- « s klúbbnum Náltfara, Skátum á Akureyri, Kvenfélaguiu ® f Hlin og vinum og vandamönnum fyrir höfðihgiegdf -|c gjafir, hjálpsemi og vinarhug, vegna brunans á Vögl- um í Fnjóskadal 22. maí sl. — Guð blessi ykkur öll. * SIGURLAUG JÓNSDÓTTÍR, | ÍSLEIFUR SUMARLIÐASON. i TAPAÐ Sl. laugardag tapaðist M IDO-karlmannsúr. Skilvís finnandi skili því vinsamlega, gegn fundar- launum, til Frímanns Frí- mannssonar, P.O.B. Tapazt hefir GULLARMBAND Finnandi vinsamlegast hringi í síma 1-18-53. Fundarlaun. HJÓLKOPPÚR 'og krómhringur af Mosk- vitch 408 tapaðist á leið- inni Dimmuborgir— Vaglaskógur. Gerhard Meyer, Hamarstíg 6, sími 1-20-59 Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, er auðsvndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HERMANNS STEFÁNSSONAR, Syðra-Kambhóli. - Vandaménn. SKÝLISKERRA TIL SÖLU. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-21-92. TIL SÖLU: Nýleg RAFHA-ELDAVÉL Uppl. í Álfabyggð 9. TIL SÖLU: Nýleg Vaskebjörn-þvottavél. Uppl. í síma 1-14-19. ÍBÚÐ ÓSKAST Fullorðin hjón óska eftir 3ja eða 4ra herbergja íbúð í liaust. Uppl. í síma 1-13-03 eftir kl. 7 e. h. Óskum eftir að TAKA TIL LEIGU tveggja til fjögurra her- bergja íbúð frá 1. október Bara fullorðið fólk á heimilinu. — Svör merkt „1. okt.“ óskast send til skrifstofu blaðsins. MIG VANTAR ÍBÚÐ á neðri hæð. Góðri um- gengni heitið. Gústaf Jónasson, sími 1-15-18. ÍBÚÐ TIL SÖLU 3 herbergja íbúð er til sölu og getur hún verið laus nú þegar. Uppl. í síma 1-24-37. BIPRÍÍ:»Í» CHEVROLET FÓLKS- BIFREIÐ, árg. 1955, til sölu. Tækifærisverð. Uppl. í síma 1-20-31. TIL SÖLU: Chevrolet ’52 fólksbifreið, nýskoðuð, í góðu lagi. Skipti á minni bíl hugsanleg. Hallmundur Kristinsson, Arnarhóli. BÍLL - LÁN Vil selja Skoda oktaviu bifreið ‘63. Vel mcð far- inn og lítið ekinn. Lánamöguleikar. Gísli Eiríksson, Lögmannshlíð 21. Sími 1-16-41. TIL SOLU: VOLKSWAGEN, árg. 1962 (A—51). Gunnlaugur Jóhannsson, sími 1-14-79. MESSAÐ .í Akgrpyjarkjrkj u kk 10.30 á’rd. á iuhnudagfnn. Sálmar: Nr. 579, 573, 111,' 12, 675. P. S. MESSAÐ f L ögm an n shlíðe r - kirkju kl.'2 é. h.’á'surinudag- inn kemur. Sálmar: Nr. 579, 573, 111, 12, 675. Bílferð úr Glerárhverfi kl.’ 1.301- P,- S. » * r MÖÐRUVALLAKLAUSTURS PRESTAKALL. Messað á Bakka 10. júlí kh-2 e'. h. A.-S. - SMÁTT OC STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). bíl og féll í götuna. Hann var fluttur til Reykjavíkur þá þeg- ar og hafði ekki komizt til með vitundar þegar síðast fréttist. Margar kærur hafa borizt til lögreglunnar út af of hröðum akstri í bænum og ógætilegum að öðru leyti. Nokkuð hefur borið á réttindalausum mönn- um á vélhjólum. Bifreiðaskoð- un á að vera lokið og eru nú margir sektaðir fyrir að mæta ekki með bíla sína til skoðunar. Lítilshá.ttar áfengi og bjór var tekið af mönnum við höfn- ina nýlega, smyglað úr Helga- felli. EKKI SAMA JÓN OG SÉRA JÓN Fyrir nokkru bar svo við, að mafreiðslukona hafði orð á því í útvarpi, að gosdrykkur einn væri að einhverju leyti ekki SVO hollur sem skyldi. Fram- leiðendur vörunnar munu hafa borið fram kvörtun út af spjalli þessu og talið framleiðslunni til óhagræðis. Svo mikið er víst, að ríkisútvarpið baðst af- sökunar á því, að ummælin skyldu koma fram á vegum þess. Engin afsökun hefur komið fram út af því, sem sagt var um smjör í úfvarpið, um sama leyti, og þó er sú kenning, sem þar kom fram, nokkuð vafa- söm, svo ekki sé meira sagt. HVERS EIGUM VH) AÐ GJALDA? Þannig spyrja menn og mæla kröftugustu orð fungunnar um fnyk þann frá Krossanessverk- smiðju, sem í sumar leggur yf- ir bæinn í þrálátri, hægri norð- anáttinni. — Síendurtcknum kvörtunum um þetta er hér með komið á framfæri, með von um umbætur eða viðhlítandi skýringar. RAFLAGNIR! VIÐGERDIR! Viðsk iptavin i r vinsa mlega hringið í síma 1-15-18 í hádegi eða á kvöldin. Gústaf Jónrisson, lÖggiltur ra-fvirkjam. Strandgötu 9. I. O. G. T. St. Ísafold-Fjallkon- an no. 1. Fundur í AlþýSuhús inu fimmtud. 7. þ. m. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Vígsla ný- liða. Embættismannakosning og innsetning. Ákveðið með Drangeyjarferðina. Rætt um Færeyjaferð o. fl. Eftir fund: Kaffi í Skíðahótelinu. Æt. KYLFINGAR: Ath. að 1. um- ferð í keppninni um Olíubik- arinn verður að vera lokið 8. júlí. Kappleikanefnd. AFGREIÐSLUTÍMI símastöðv arinnar á Möðruvöllum hefur verið lengdur og er framvegis virka daga kl. 9—11 og 16— 18. MATTHÍASARHÚS er opið daglega kl. 2—4 e. h. ÁHEIT og gjafir til Munka- þverárkirkju: Frá S. G. kr. 1000.00. Kærar þakkir. Sókn- arprestur. ÁHEIT á Akureyrarkirkju kr. 200 frá A. J. og kr. 500 frá E. Áheit á Strandarkirkju kr. 100 frá Sigríði Stefánsdóttur. Beztu þakkir. Birgir Snæ- bjömsson. - Séra Ágúst sækir ... (Framhald af blaðsíðu 8.) fulltrúar hans vildu eigi nálægt málinu koma, og sendi fógeti hana samdægurs suður. Engu verður um framhaldið spáð í þessu sérstæða máli, en séra Ágúst hefur ákveðið að taka ekki veitingu fyrir emb- ætti sínu í Möðruvallaklausturs prestakalli, eins og fram kemur í upphafi þessa máls. Kona séra Ágústs Sigurðsson ar er Margrét Ásgeirsdóttir. □ Lítil leiðrétting LEIÐ PRENTVILLA hefir slæðzt inn í grein mína: Hvað er stórt í búskapnum? 1 Degi 15. júní. í fyrstu málsgrein stendur: -------„Og þegar sagt er frá stórum hlutum erlendis hættir oss við að halda að það sé hið verulega þar, og smæð ís- lenzkra bænda vex í hugum manna. H'ér átti að standa:-----„sé hið venjulega þar“ o. s. frv. Þetta bið ég lesendur blaðs- ins að athuga. Ég rek mig svo þrásinnis á, að fregnir af ýmsu „stóru“ á sviði búnaðar hér og þar erlendis eru þannig fram- bornar að bæði bændum og öðrum hér hættir til að hugsa sér slíkt sem hið venjulega — og miklu ágætara en sambæri- legir hlutir eru hér á landi. En rétt athugað er þetta ef til vill og oftsinnis frásagnir um hluti, framkvæmdir og framleiðslu, sem ekkert hafa með venjuleg- an erlendan búskap að gera. — Og svo halda menn á grund- velli slíkra frásagna og „upp- Iýsinga“ að allur búskapur sé meiri og betri úti í löndum held ur en hér heima á Fróni. Það er sannarlega þörf á að kveða niður þennan hugsunar- hátt. Hitt er svo annað mál, að víða er pottur brotinn á sviði búnaðar hér hjá oss — alveg eins og erlendis. 21. júní 1966 ... ...... ...... Á. G. E. '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.