Dagur - 06.07.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 06.07.1966, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT FYRSTA ÞYRLA IEIGU ISLENDINGA ÞYRILVÆNGJAN TF-EIR er íyista þyrilvængjan, sem íslend ipgar eignuðust og tóku til nota í þágu slysavarna og landhelg- isgæzlu. Með þyrlukaupunum urðu einnig þáttaskil í sögu ís- lenzkra skipa, því að þyrlunni var búinn staður á þilfari varð- skipsins Óðins, þegar það skip var smíðað. Óðinn kom til lands ins 1960, en þyrlan 1965. Þyrl- an hefur sannað notagildi sitt bæði við landhelgisgæzluna og björgunarstörfin, ennfremur til flutninga og jafnvel fjárleita. * Þyrla sú, sem hér er gerð að umtalsefni, var nýlega hér á Akureyri, og áttu menn m. a. ikost á að kynnast henni 17. júní, er hún sýndi björgunar- æfingar hátíðagestum bæjarins á íþróttasvæðinu. - < Skammt er síðan þyrlur voru notaðar um borð í skipum. Ár- ið 1942 kom fram hugmynd um að nota mætti þyrlu um borð í'-skipum, er sigldu í skipalest- run, til að finna og granda óvina kaíbátum og var fyrsta tilraun gerð með það ári síðar. Nú eru þyrilvængjurnar eða þyrlur mjög mikið notaðar á skipum víða um heim. Landhelgisgæzlan er 40 ára um þessar mundir, þ. e. fjórir áratugir síðan fslendingar sjálf ir hófu landhelgisgæzlustörf með eigin skipum. Bráðlega mun hefjast smíði á nýju skipi landhelgisgæzlunn ar og gert ráð fyrir, að það bæt ist í íslenzka flotann um ára- mótin 1967—1968. □ Sölusýning málverka á Akureyri KRISTJÁN GUÐMUNDSSON mun vera einn hérlendra manna, sem kynnir á sýning- um úti um land málverk ann- arra manna og selur þau. Hann hefur nú opnað slíka sýningu í Rotarysal Hótel KEA á Akureyri og lýkur henni nk. sunnudagskvöld. Málverk á sýningu þessari, sem jafnframt er sölusýning, eru 30 að tölu eftir 12 lista- menn: Nínu Sæmundsson, Kjar val, Gunnlaug Blöndal, Þor- vald Skúlason, Kristján Sigurðs son, Magnús Á. Árnason, Helga M. S. Bergmann, Halldór Pét- ursson, Eggert Guðmundsson, Hrein Elíasson, Grím M. Stein- dórsson og Þorlák Halldórsson. Sýningin er fjölbreytt og bæjarbúar þurfa að njóta þeirr ar listar, sem á fjörurnar rek- ur, svo sjaldan rekur hér nokk uð listrænt. Kristján Guðmundsson hefur Málverkasöluna á Týsgötu 3, Reykjavík. Q VIÐ VEGINN Dauðar kindur við þjóðveg- inn vitna um slysahættuna í Iiinni miklu umferð á vondurn vegum. Þær vitna einnig um þau vandkvæði, sem á því eru að láta búpening ganga lausan hvar sem er — ennfremur ó- gætni sumra ökumanna og síð- ast en ekki sízt þann sóðaskap að urða ekki hræin. Stundum bera hinar dauðu kindur líka vitni gegn þeim ökumönnum, sem hlaupa frá verknaði sín- um eins og aumingjar. ÞAÐ LJÓTASTA Það Ijótasta af þessu tagi bar fyrir augu ferðamanna nýlega við fjölfarinn veg. En þar sleiktu stórgripir blóðugan strjúpa ungviðis, sem lagt hafði verið á brúsapall, eftir að haus- inn var af því skorinn. Slík sjón vekur viðbjóð og gremju. Sennilegt er, að hér hafi slys ált sér stáð og ber að harma það. Hins vegar var slík sviðs- setrting, sem þarna gaf að líta, hin ósmekkJegasta. ÆÐARFUGL MEÐ UNGA Bæjarbúar virða daglega fyr ir sér fjölda af æðarfugli með- fram fjörum og uppi í fjöru og er hann mjög spakur, enda verður hann ekki fyrir styggð. ÆðarkoIIur með unga sína eru hreint augnayndi, og sýnir vax andi varp þessara skemmtilegu fugla hér í næsta nágrenni bæjarins. OLÍA í SJÓNUM Fyrir skömmu vildi það slys til við notkun vinnuvélar, að í sundur fór olíuleiðsla með þeim afleiðingum, að nokkurt magn af olíu rann til sjávar. Eigendur fyrirtækis þess, er hér um ræð ir, sýndu lofsverðan áhuga á því, að hreinsa olíubrákina af Séra Ágúst sækir m Vallanes SÉRA ÁGÚST SIGURÐSSON, prestur á Möðruvöllum, sótti fyiir sl. mánaðamót um Valla- nessprestakall á Fljótsdalshér- aði. En það prestakall losnaði, er séra Marinó Kristinsson fór þaðan fyrir skömmu og var settur prestur á Sauðanesi á Langanesi. NÝJA FLUGSKÝLÍÐ EFNI er komið á Akureyrar- flugvöll í 50x25 m stálgrinda- hús ,hið nýja flugskýli, sem K. E. A., Slippstöðin og Möl og sandur hafa tekið að sér að reisa. Hurðarhæð er 11 metr- ar. Hér er um að ræða hálfa stærð flugskýlisins, sem á að verða 50x50 metrar. Q Séra Ágúst hefur þjónað Möðruvöllum rúmlega eitt ár og var hinn 8. maí sl. kosinn þar lögmætri kosningu. En kosnmgar þær þóttu á þann veg, að styðja munu mál- stað þeirra manna, sem afnema vilja prestskosningar í núver- andi mynd. Þessi kosning var kærð af 48 sóknarböfnúm og um leið einn- ig séra Ágúst, hinn nýkjörni sóknarprestur, og faðir hans, séra Sigurður Stefánsson vígslu biskup. Saksóknari ríkisins, Valdi- mar Stefánsson, vísaði kæru þessari frá sér, og var hún þá send bæjarfógetanum á Akur- eyri til rannsóknar. En hann og (Framhald á blaðsíðu 7). Danska unglingalandsliðið leikur á Akureyri í kvöld Sigraði íslenzka unglingalandsliðið með 3:0 á Laugardalsvellinum sl. mánudagskvöld ÞAÐ ER í kvöld, miðviku- daginn 6. júlí, kl. 8.30, sem danska unglingalandsliðið leikur við Í.B.A. á íþrótta- vellinum hér í bæ. Lúðrasveit Akureyrar leik ur á vellinum frá kl. 8. Þetta er tvímælalaust mesti knattspymuviðburður ársins hér nyrðra, og ánægju legt er, að K.R.A. skuli hafa tekizt að fá Danina hingað til keppni. Sennilega er þetta bezta knattspyrnulið, sem leikið hefur á Akureyri og ekki þarf að livetja bæjarbúa og nærsveitamenn til að fjöl- menn á völlinn, þar verður eflaust hvert sæti skipað, enda ekki á hverju ári að landslið sæki okkur heim. Það hefur aðeins gerzt einu sinni áður, en það voru Ber- mundamcnn, sem þá léku Iiér, og ber mönnum sam- an um, að það hafi verið skemmtilegasti leikur, sem sézt hefur hér á íþróttavell- inum. Vonandi verður liægt að segja það sama um leik- inn við Danina. fBA-Iiðið verður sennilega h'tið eða ekkert breytt frá síðustu leikjum. — Dómari verður Rafn Hjaltalín og línuverðir Frímann Gunn- laugsson og Páll Magnússon. Forsala aðgöngumiða hefst kl. 2 í dag á Ráðhústorgi. sjónum og er það góðra gjalda vert. Hins vegar tókst það ekki með öllu og æðarfuglinum er hætta búin. í fyrradag voru voru tveir vinnandi menn ná- lægt höfninni að stugga við tveim æðarkollum með 12 unga, sem ætluðu að synda inn á hættusvæðið. Annar þeirra sagði: „Það liggur sekt við því að skjóta æðarkollu. En að drepa fugl í olíu er þó hálfu verra.“ Og nú er spurningin: Er ekki hægt að hreinsa oliuna betur? EKKI VON AÐ VEL FARI Jónas Jónsson kennari segir svo um undirbúning þjóðhátíð- arinnar 17. júní sl.: „Þjóðhátiðarnefnd Akureyr- ar 1966 barðist fyrir því ein- huga og ákveðið að koma í veg fyrir ölvun hér 17. júní, m. a. með því að sækja það fast cg víða að vínveitingastaðir yrðu lokaðir þann dag. Talað var við bæjarfógeta (margsinnis), bæjarstjóra, skrifað til bæjar- stjórnar, liringt „suður“ í við- komandi ráðuneyti á degi og nóttu! Vísaði oít liver frá sér. En allt árangurslaust. Reynt var og að komast að samkomu- lagi við ráðamenn þessara tvcggja vínveitingahúsa hér. Öðru skyldi fúslega lokað, ef hitt gerði eins, en það tókst ekki.“ Má um þau mál segja, að ekki er von að vel fari, þegar ráðamenn bregðast svo, sem hér er að vikið. KAPPAKSTUR f BÆNUM Nokkrir menn eru haldnir þeirri ástríðu, að stunda kapp- akstur í bænum. Stafar mikil liætta af slíkum mönnum og má raunar furðulegt teljast,, að ekki skuli mörg og alvarleg slys hafa orðið af hinum æðis- lega akstri um götur bæjarins. Taka verður í taumana og kveða þennan háskaleik niður hið fyrsta. SLYS OG UMFERÐABROT Á laugardagskvöldið varð það slys á Þingvallastræti á Akur- eyri að 10 ára drengur, Óskar Vignir Ingimarsson varð fyrir (Framhald á blaðsíðu 7) „Öruggur akstur“ stofnfundur á Ak. STOFNFUNDUR klúbbsins „Öruggur akstur“ verður hald- inn á Akureyri á föstudaginn. Samvinnutryggingar gangast fyrir stofnun slíkra klúbba víðs vegar á landinu. En markmið klúbbanna er, eins og nafnið bendir til, að vinna að örugg- ari akstri, auka umferðarmenn ingu, fækka slysum og tjónum. Baldvin Þ. Kristjánsson er- indreki Samvinnutrygginga, mun á stofnfundi þessum flytja erindi og kvikmynd verður sýnd. Sjá auglýsingu um stofnfund inn á öðrum stað hér í blaðinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.