Dagur - 14.09.1966, Blaðsíða 3

Dagur - 14.09.1966, Blaðsíða 3
3 ÚTSÖLUNNI lýkurí dag (miðvikudag) KEA Herradeild j|§L KEA Skódeild Orlofsferð fil Danmerkur og Spánar Fnlltrúaráð' verkalýðsfélaganna á Akureyri gengst fyrir 10 daga orlofsferð til Danmerkur og Spánar um næstu mánaðamót. Lágt verður af stað frá Akureyri fimmtu- daginn 29. sept. og flogið þann dag til Kaupmanna- hafnar og verður þar höfð 3ja daga viðdvöl. Síðan verður flogið til Mallorca og dvalið þar á baðstrandar- hóteli í 7 daga. .O Flogið verður þaðan á einum degi til Akureyrar þann 9. okt. Þátttökugjald verð.ur kr. 8.000.00 og er í því gjaldi inniíalin öll fargjöld, gisting með morgunverði í K. höfn og gisting með fullu fæði á Mallorca. Væntanlegir þátttakendur snúi sér sem allra fyrst til skrifstofu verkalýðsfélaganna, Strandgötu 7, sem gefur allar nánari upplýsingar. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna. Þeir, sem enn eiga hesta í sumarhögum Léttis, eru beðnir að taka þá sem fyrst. Heimilt er að sleppa hest- um í Fjallið og Glerárdal. HAGANEFNDIN. Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör fulltrúa á 30. þing Alþýðusambands íslands. Ákveðið hefur verið að kjör fulltrúa Verkalýðsfélags- ins Einingar á 30. þirig ASÍ fari fram að viðhafðri alls- h er j ara t k væðagre iðsl u. Kjörlistum með nöfnum 7 aðalfulltrúa og 7 vara- fulltrúa bef _að skila til skrifstofu félagsins, Strand- gi)tu 7, fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn 17. sept. H.verjum kjörlista ber að fylgja meðmæli eigi færri en 68 íullgildra félagsmanna og eigi fleiri en 100. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING. ÓDÝRT! - ÓDÝRT! DÖMUBLÚSSUR kr. 100.00 DÖMUPEYSUR kr. 295.00 KLÆÐAVERZLUN SIG. GUÐMUNDSSONAR SKÓLATÖSKUR Mjög gott úrval á gamla verðinu. NÝTT! GAFLTÖSKUR með bakólum. Bókabúð lóh. Valdemarssonar MYNDAALBÚMIN komin aftur. Bókabúð Jóh. Valdemarssonar BRÉFAKÖRFUR 4 tegundir, margar stærðir. Bókabúð Jóh. Valdemarssonar KJÖT OG SLÁTURSALA! Föstudaginn 16. sept. verður opnuð KJÖT- og SLÁTURSALA í nýbyggingu Kjötiðnaðarstöðvarinnar á Oddeyrartanga (Gengið inn að norðvestan frá Grímseyjar- götu. Opið verður frá kl. 8-17 mánudaga til föstudaga á meðan sláturtíð stendur. SÍMI 1-15-56 Kaupfélag Eyfirðinga, Kjötiðnaðarstöð FRA TONLISTARSKOLANUM Á AKUREYRI Skólinn tekur til starfa 1. október n.k. Kennslugrein- ar: Píanóleikur, orgelleikur, fiðluleikur, tónfræði og tónlistarsaga. Umsóknir um sikólavist sendist skóla- stjóra, Jakob Tryggvasyni, Byggðavegi 101 A, sími 1-16-53, fyrir 25. september. Eldri nemendur þurfa að tilkynna áframhaldandi skólavist. Efnt verður til þriggja mánaða söngnámskeiðs, sem hefst um næstu áramót. Kennari verður hr. Sigurður Demetz Franzson. Væntanlegir nemendur tilkynni þátttöku hið fyrsta. Tónlistarbandalag Akureyrar. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI! Herbergi óskast til leigu í miðbænum fyrir skrifstofu. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins merkt „skrifstofa“. Herbergisþerna óskast VAKTAVINNA. Upplýsingar hjá hótelstjóranum. Ekki í síma. HÓTEL KEA TVÆR STÚLKUR VANTAR til vinnu við mötuneyti á Austurlandi frá 1. akt. til 30. nóv. Mjög hátt kaup, fríar ferðir. Upplýsingar á Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar, símar 1-11-69 og 1-12-14. Frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri Haustpróf vegpa. þeirra nemenda, sem skorti á lág- markseinkunn í skriflegri íslenzku og reikningi á 2. bekkjarprófi (unglingaprófi) vorið 1966, en stóðust próf að öðrti leyti, fara fram mánudaginn 26. septem- ber kl. 9 árdegis. Þeir nemendur, sem hér um ræðir, eru beðnir að koma til viðtals í skrifstofu mína mánu- dagirin 19. september kl. 4—6 síðdegis. Innritun nýnema í 1. bekk fer fram í skrifstofu minni Þriðjudaginn 20. september og miðvikudaginn 21. september kl. 4—7 síðdegis báða dagana. — Æski- legt er, að nýnemar eða forráðamenn þeirra komi til viðtals á ofanskráðum tímum, en hafi ella samband við mig í síma 1-23-98. Á sama tíma fer fram skráning þeirra unglinga á fræðsluskyldualdri, sem flutzt hafa til bæjarins á þessu ári. Kennarafundur verður haldinn miðvikudaginn 28. september kl. 4 síðdegis. Vegna margra fyrirspurna skal það tekið fram, að skólinn tekur til starfa um næstn mánaðamót, og verð- ur skólasetning auglýst nánar síðar. Gagnfræðaskólanum á Akureyri, 12. september 1966. SKÓLASTJÓRI.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.