Dagur - 14.09.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 14.09.1966, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Ljósakórinn söng undir stjóm Jakobs Tryggvasonar. liósahálíð í Svarí (Ljósm.: E. D.) Á LAUGARDAGINN héldu Svarfdælingar slægju- og Ijósa hátíð í þinghúsinu á Grund. Var þai' margt manna svo húsið rúm aði naumast alla þá, er þangað lögðu leið sína. Hér var þó að- eins um að ræða sveitafólk og nokkra gesti. Slægjuhátíðin er árleg þar í sveitinni síðustu þrettán árin, en nú var þess einnig minnzt við sama tækifæri, að Svarf- aðardaiur er nú raflýstur, raf- magn komið á hvem byggðan bæ. í Svarfaðardalshreppi eru á fimmta hundrað manns og helm ingi fleiri á Dalvík, sem varð sérstakur hreppur fyrir nokkr- um árum og hefur allmörg bændabýli innan sinna marka. Dalvík hefur nálega eingöngu byggzt af Svarfdælingum og skapar sú þróun sterka heild og trausta samvinnu milli sveit ar og kauptúns. Svarfdælingar hafa löngum þótt duglegir bændur og sjó- menn, félagslyndir og átthaga- elskir. Þar er byggð þétt og bú skapur bænda sennilega jafnari en víðast annarsstaðar, jarðir vel hýstar, ræktunarlönd ört stækkandi, ungt fólk ekki enn orðið að villidýrum og margt af eldra fólkinu reglulegt kjarna- fólk. Svarfaðardalur er snjó- þungur en sumarfagur. Þar eru hrikaleg fjöll en einnig fagurt og grösugt undirlendi á bökk- um lygnrar Svarfaðardalsár. Nú er nýr vegur, Múlavegur, að teygja sig til næsta byggðar- lags, Olafsfjarðar. Fyrrum voru farnir hinir ýmsu fjallvegir úr ennfremur til Skagafjarðar. Aukið vegakerfi mun gera flesta þá vegi fáfarna. En snúum okkur aftur að ijósahátiðinni á Grund. Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn bauð samkomugesti velkomna með stuttri ræðu, þar sem hann varaði m. a. við bölsýni þeirri og jafnvel örvæntingu, sem nú gætti meöal bændastéttarinnar Páll Hafstað flutti fróðlegt er- indi um rafvæðingu landsins. vegna nokkurra áfalla, sem ekki yrou rakin til óvinveittra náttúruafla. Vinnan væri ekki böl, starf bóndans væri ávallt lífrænt og margir fyndu í því starfi meiri lífsnautn en nokkru öðru. Þá kynnti hann gesti samkomunnar og gaf að því loknu fulltrúa raforkumála- stjóra, Páli Hafstað, orðið. Páll Hafstað fór viðurkenn- ingarorðum um Svarfdælinga, taldi Ijósahátíð þessa vera hina fyrstu hérlendis og rakti síðan sögu rafvæðingarinnar hér á landi. Hann ræddi rafvæðing- una í stórum dráttum, m. a. að um síðastliðin áramót hefðu 2873 býli verið búin að fá rafmagn frá Rafveitum ríkis ins, 235 býli hefðu rafmagn frá öðrum samveitum eða samtals 3108 býli. Einkarafstöðvar væru á 1116 bæjum, þar af 481 vatns- aflssíöð og 635 mótorstöðvar. En samtals væri þá rafmagn á 4224 bæjum en eitt þúsund sveitahýli hefðu ennþá ekkert rafmagn og yrði það verkefni næstu ára, að bæta úr því. Þá afhenti Páll mikið kerti og (Framhald á blaðsíðu 7.) SAMVINNUMENN SÁTU HJÁ Á hinni miklu iðnsýningu í Reykjavík sakna margir iðn- aðar samvinnumanna, sem er bæði mikill og stendur framar- Iega meðal íslenzkra iðngreina. Má þar nefna ullariðnað, skó- gerð, sútun, íatnað, málningar- vörur, hreinlætisvörur, raf- mólora, auk matvæla og drykkj aríanga. En samvinnumenn sáíu hjá að þessu sinni, en hafa haldið iðnstefnur á Akureyri og tekið þátt í iðnsýningum, t. d. í Reykjavík 1963. TAPAÐ TÆKIFÆRI Blaðinu er tjóð, að forráðamönn um samvinnuiðnaðarins hafi þótt þátttaka í iðnsýningunni að þessu sinni of kostnaðarsöm. Að sjálfsögðu ber að vega og meta kosfnaðarhlrð þeirra hluta er gera skal, og virða viturlega aðgætni í meðferð fjármuna. Hins vegar verður ekki komizt hjá auglýsinga- og áróðurs- kostnaði í sambandi við fram- leiðslu og sölu innlendra iðn- vara. Og það er dýrt að tapa dýrmætasta auglýsingaíæki- færi ársins, eins og samvinnu- menn hafa nú gert. Svo fram- úrskarandi eru ýmsar iðnvörur SÍS og KEA hér á Akureyri, að þær hefðu sómt sér vel og vakið þá afhygli syðra, sem verðugt er. HÓTEL Á UPPEOÐI Hóíel Akranes var auglýst til uppboðs vegna 5—6 millj. kr. áhvílandi skulda og er Akranes hóiellaus bær um þessar mund ir. Víða um land gengur hótel- rekstur erfiðlega, nema Iielzt í Reykjavik og á þeim stöðum öðrum sem Jeyfi hafa til vín- veitinga. En hóíehnálin á ís- landi, sem eru einn þáttur furðu mála, þurfa heildarendurskcð- unar við. HOFT'IN Blöð ihaldsins eru öðru hverju að tala um ýmiskonar viðskipta höft, sem fslendingar kannast vel við. Þessi blöð hafa um fíma lagt sérstaka rækt við það, að kenna þau við Framsóknar- flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkur tóku höndum sarnan efíir að eyddur var sfríðs gróðinn og kommar höfðu forð- að sér úr ríkisstjórninni í árs- lok 1946, að koma á höffum og illa þokkuðu skömmtunarkeríi. Bjarni Benediktsson var aðal- fullfrúi Sjálfstæðisflokksins í þessum málum og Emil Jóns- son var þá viðskiptaráöherra. í þeim nefndum, sem stjórnuðu liafía- og skömmtunarstefnunni átti íhaldið formennina. SEGULBAND ÁGRENJUM f viðureign sinni við refina beita menn ýmsum ráðum. Hið nýjasta í því efni er að taka hin ýrnsu liljóð dýranna upp á segul band og nota síðan á grenjum til að laða dýrin að, bæði yrð- Iinga og fullorðin dýr. Hefur þetta komið að góðu gagni, en þykir þó vart við hæfi þeirrar íþróttar, sem ýmsir hafa náð með byssunni einni saman. FRÆKNAR ÍÞRÓTTAKONUR Mjög virðisí nú í efa dregið að ýmsar þær „kvenstjörnur“ er skærast hafa skinið á íþrótta- himninum á unclanförnum ár- um, hafi verið konur. Krafa um læknisskoðun og neitun nokk- urra íþróttakvenna að ganga undir slíka skoðun, þykir styðja grun þann, er að framan grein- ir. En slíka kröfu báru A.-Þjóð verjar nýlega fram í milliríkja- keppni við Sovét-keppendur. Halldór Hallgrímsson Melum t. v. og Gunnar Rögnvaldsson Dæli. HEIDARSÍLDARAFLINN aust anlands og norðan á síldarver- tíðinni var sl. laugardagskvöld orðinn 353.564 smálestir á móti um landbúnaðarmá Á SUNNUDAGINN var mikill fundur haldinn í Húnaveri, boð aður af stjórnmálafélögunum í Austur-Húnavatnssýslu. Fund- arefni var landbúnaðarmál og voiu frummælendur Björn Páls son, Gunnar Gíslason, Jón Þor- steinsson og Ragnar Arnalds alþingismenn. Fundarstjórar voru þeir Jón Tryggvason, Ártúni, og Guðjón Hallgrímsson, Marðarnúpi. Fundur þessi var fjölmennur og sóttu hann bændur úr Húna vatnssýslum og Skagafirði, enn fremur komu nokkrir Eyfirð- ingar og Þingeyingar. Að frumræðum alþingismanna loknum hófust umræður, sem voru almennar og fjörugai' og nokkur hnútuköst urðu þar. — Þingmennirnir tóku aftur til máls í fundarlok. Ekki gerði fundur þessi álykt anir, enda ekki til þess ætlazt. Hann sýndi áhuga bænda á landbúnaðarmálum, en hvort menn fóru miklu fróðari heim, skal ósagt látið. Á Blönduósi hófst slátrun 8. september. Farið verður í göng ur 14. september, á Auðkúlu- og Grímsstaðaheiði og réttað í Vatnsdals- og Auðkúlurétt 19. september. Hrossaréttir eru 1. október. 13. sept. Ó. S. Konurnar tvær Freydís Laxdal t. v. og Iíelga Þórsdóttir skreyttu tertu þá hina miklu, sem á milli þeirra er og nægði handa 250 manns. Á tertunni mátti sjá snotran bóndabæ og auðvitað lika rai'linuna. (Ljósm.: E. D.) síld en í fyrra 225.285 smálestum í fyrra. Búið var að salta 280.229 tunn ur (uppsaltaðar) en í fyrra é sama tíma 141.044 tunnur. Heildaraflinn er um þriðjung: meiri en á sama tíma sl. ár Afli síðustu viku var 18.609 smÉ lestir. (Framhald á blaðsíðu 2) Fegurstu garðarnir á Akureyri FEGRUNARFÉLAG Akureyr- ar hefur veitt viðurkenningar fyrir fegurstu garða á Akureyri 1966, samkvæmt úrskurði dóm- nefndar. Þessir hlutu viður- kenningu Fegrunarfélagsins fyr ir garða sína: Rut Ingimarsdóttir og Gest- ur Magnússon, Rauðumýri 20, Freyja Eiriksdóttir og Garðar Guðmundsson, Engimýri 2, og Guðbjörg Árnadóttir og Ingólf- ur Ólafsson, Kringlumýri 11. Formaður Fegrunaríélags Ak ureyrar er Jón Kristjánsson. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.