Dagur - 21.09.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 21.09.1966, Blaðsíða 4
 4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. GOTT ÁRFERÐI OG SLÆM STJÓRN UM NOKIÍUR undanfariu ár hehir aðalútflutningsframleiðsla íslend- inga lniið við gott árferði og batn- andi. Sjávaraflinn lrefur auki/t utn helming. Verð sjávarafurða befur verið bækkandi á erlendum mörkuð- unr og sala afurðanna gengið mjög greiðlega, ]>annig, að birgðasöfnun hefur ekki staðið framleiðslunni fyr- ir þi'ifum. Erlendur gjaldeyrir fyrir vörur befur streymt inn í banka- reikningana í viðskiptalöndunum í svo stríðum straumi, að elcki eru áð- ur dæmi til slíks. Atvinna og pen- ingavelta í landinu svo og innstæður í lánastofnunum bafa því, eins og vænta mátti aukizt verulega í krón- um tafið. Þegar ]>annig árar skyldi maður ætla, að allt efnahagslíf þjóðarinn- ar væri í himnalagi, miðað við }>að, senr áður var. Að atvinnuveg- irnir bæru sig betur en nokkru sinni fyrr. Að elcki kæmi til mála, að , greiða þyrfti af almennafé verðupp- bætur til útflytjenda eða bjálpa vinnandi fólki til að greiða lífsnauð- synjar sínar. Að verðgildi krónunnar væri traust og að menn gætu óhrædd- ir geymt eða lánað sparifé sitt. En því miður er þetta ekki svo. Hvers vegna? Vegna þess að árferðið, jafnvel þótt gott sé, ræður ekki alveg úrslitum. Góðærið hefur verið til staðar, en stjórn efnahagsmálanna hefur brugðizt. Sú ríkisstjórn, sem með völdin hefur farið í góðærinú, hefur ekki reynzt hlutverki sínu vaxin. Þessi stjórn tók að sér það mikils- verða verkefni að skapa stöðugt verð lag í landinu, en í stað þess ríkir hér 1 nú vaxandi dýrtíð, sem stjórnin ræð- ur ekkert við. Þess vegna berjast at- vinnuvegir landsmanna í bökkum, þrátt fyrir góðærið. Þess vegna hækka verðuppbætur og niðurgreiðsl ur. Þess vegna minnkar krónan þó að skráning liennar sé óbreytt að kalla. Þess vegna kaupa menn í mörg um tilfellum miklu tneira fyrir afla- £é sitt en þeim eða þjóðfélaginu er hollt, vegna óttans við verðbólguna 1 og um verðgildi krónunnar. Þessi stjórn reynir að fá fólk til að gleyma því, að liún hafi ætlað að skapa stöðugt verðlag. Hún segist hafa haft það hlutverk fyrst og laemst að koma á frjálsum viðskipt- um. En það þarf ekki sterka stjórn tál að opna gjaldeyrisvarasjóð fyrir hvern þann, sem óskar að flytja inn erlenda vöru, án tiilits til nauð- synjar. Slíkt getur jafnvel gerzt þótt engin stjórn, sem því nafni getur kallazt, sé til í landinu. □ Greinargerð 11111 starf semi nánis- o flokka Aknrevrar 1966 NÁMSFLOKKAR Akureyrar hófu starf sitt í janúar 1963. Kennt var um 12 vikna skeið. Þær námsgreinar, sem kennsla var veitt í voru að þessu sinni fjórar: myndlist, véi ú ritun, enska og danska. NámsgjaldiS • fyrir 24 st. var 700.00 kr. þ. e. um 29.17 kr. á stund. % Myndlist: Kennari var Einar Helgason, gagnfr.skólakennari. Kennsla hófst 11. janúar, og kenndar voru tvær stundir á viku .Kennt var í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Auk beinnar tilsagnar í mynd list voru sýndar fræðslukvik- myndir um líf og störf ýmissa frægra málara svo og listræn vinnubrögð sumra þekktustu anda listaheimsins. Þátttakendur voru 8. Vélritun: Kennari var frú Guðbjörg Reykjalín. Námskeiðið hófst 17. janúar. Kennsla fór fram eitt kvöld í viku tvær stundir í einu. Kennt var í Gagnfræðaskólan- um. Nemendur voru alls 14 og nær allir byrjendur í námsgrein inni. Danska: Kennari í dönsku var frú Bodil Höyer. Tveir flokkar voru starfandi við dönskunám. Kennsla í fyrra flokki hófst 12. janúar og fór fram í húsakynn- um Búnaðai'bankans. Kennt var eitt kvöld í viku tvær stundir í senn. Nemendur voru 6 og allir framhaldsnemendur í dönsku. Síðari flokkurinn hóf nám 28. telja rit, sem er nýkomið út og fjallár um kjöt og nýtingu þess. Að riti þessu hafa ýmsir aðilar unnið, svo sem kjötiðnaðar- menn og húsmæðrakennarar og ennfremur hafa málfræðingar verið þar að verki, þar eð leit- azt hefur verið við að skapa ís- lenzk heiti á ýmsum þeim iðn- aðarvörum úr kjöti, sem til þessa hafa verið nefnd afbökuð um erlendum nöfnum. Ef litið er á orðalistann, aftast í ritinu, mæta auganu nýyrði, svo sem spikpylsa, sem til þessa hefur verið nefnd spæipylsa, kryddspað, sem nefnt hefur verið ragú, vafsteik í stað rúll- aði, kjötkurl í stað hassí og hvít spað í stað frikkasé svo að nokk uð sé nefnt. Þá hafa einnig verið grafin upp gömul íslenzk heiti, sem al menningi hafa verið að mestu glötuð, svo sem þæri, para og höm. Rit þetta er 4% örk að stærð innan kápu, prentað á gljá- pappír og prýtt fjölda mynda, sem sýna brytjun kjöts af nær öllum tegundum búfjárins og kápan er litprentuð. janúar og voru þar 4 nemend- ur á öðru og þriðja námsát'i í danskri tungu. Aðaláherzia var lögð á hið talaða mál. Kennslan fór fram í samtölum með aðstoð vegg- mynda og skuggamyndá, dag- blöð voru og notuð til lestrar og sem umræðugrundvöllur. Enska: Kennarar voru frú Bodil Höyer og Jon Höyer. Kennslan fór fram í Geislagötu 5. Átta flokkar nutu ensku- kennslunnar. Gerð var tilraun með 11 ára börn úr Barnaskóla Oddeyrar. 13 börn nutu kennslu frá 17. febrúar til aprílloka, sam tals 10 vikur 2 stundir á viku. Námsgjald þeirra var kr. 20.00 á stund. Við kennsluna var notuð hin svonefnda beina aðferð. Þrír aðrir fiokkar í ensku- námi voru byrjendur. Kennslan var miðuð við, að nemendur fengju undirstöðu í að skilja hið talaða mál og að tjá sig á ensku. Alls tóku 30 manns þátt í þessum byrjunarflokkum. Einn enskunámsflokkurinn var fyrir fólk, sem hafði þegar haft einhvei' kynni af ensku- námi. í þeim flokki voru sam- tals 8 manns. Tveir flokkar, samtals 19 manns höfðu tveggja til þriggja ára enskunám að baki. Þá var einn fjögurra manna flokkur, sem hafði þegar náð nokkru valdi á enskri tungu. Kennsla allra þessara flokka var talkennsla og sömu eða svip uðum aðferðum beitt og í dönsk unni. Nokkur tilfærsla varð milli flokka fyrstu kennslu- stundirnar, þar sem mjög er mikilvægt, að þeir séu saman í Ritið fjallar um slátrun skepna, meðferð kjötsins og sláturafurðanna, varðveizlu þeirra á ýmsa vegu og svo mats eld, sem dæmi eru valin um með ýmsum forskriftum. í inngangi er frá því greint, að mest hafi unnið að ritinu: Adda Geirsdóttir, húsmæðra- kennari, Stína Gísladóttir, kenn ari, Guðjón Guðjónsson qg Vig- fús Tómasson, kjötiðnaðarmenn og nýyrðanefnd Háskóla ís- lands, með Halldór Halldórsson, prófessor sem ritara, en rit- stjórn og útgáfu annaðist Gísli Kristjánsson, ritstjóri. Um það var samið í upphafi, að með Búnaðarfélagi íslands stæðu Samband íslenzkra sam- vinnufélaga og Sláturfélag Suð urlands að útgáfu ritsins, og hef ur upplaginu verið skipt milli stofnana þessara og Búnaðar- félagsins, enda aðilar frá þeim öllum að því unnið. Rit þetta er skrifað og ætlað til almennra nota og þá fyrst og fremst handa húsmæðrum í bæjum og sveitum. Það fæst að eins hjá ofangreindum stofnun- um, er standa að útgáfu þess. □ flokki, sem standa á líkum grundvelli. Þátttakendur í námskeiðun- um voru samtals 106. 74 í ensku, 10 í dönsku, 14 í vélritun og 8 í myndlist. Þetta námsfólk var úr flest- um stéttum bæjarfélagsins, svo sem nemendur úr barna-, gagn fræða- og menntaskóla, skrif- stofumenn, húsmæður, forstjór ar, fulltrúar, iðnaðarménn, vei-zlunarmenn, útibússtjórar, bifreiðastjórar o. fl. Reynt var að bæta nemend- um upp kennslustundir, sem þeir misstu vegna veikinda eða óviðráðanlegra atvika. Reynsla af námsflokkum ann arra staða sýnir, að alltaf er nokkur hætta á, að einhverjir af þeim, sem skráðir eru, helt- ist úr lestinni svo sem fyrir sjúk leikasakir eða vegna atvinnu anna. Slíkt gerðist einnig hér, en í ánægjulega litlum mæli. Námsflokkarnir nutu mjög góðra kennslukrafta á þessu fyrsta starfstímabili sínu, og munu sumir þeirra starfa áfram á vegum námsflokkanna í vet- ur. Ráðgert er að kennsla hefjist á vegum námsflokkanna þriðja október næstkomandi. Kennslugreinar verða: enska, danska, myndlist, vélritun, skipulagning skrúðgarða og bók færsla, einnig mun reynt að veita fræðslu í íslenzkum bók- menntum og stærðfræði, fáist til þess kennarar. Allerfitt virðist að fá kennara til starfa á þeim tíma, sem starf semi námsflokkanna fer fram á, og er það sameiginlegt vanda- mál þeirra, sem veita forstöðu málaskólum og námsflokkum. Erlendir kennarar munu starfa við málakennsluna í vet- ur. Reynt verður að koma upp vísi að „Language laboratory“ til aðstoðar við málanámið. Segulband og heyrnartæki hafa verið keypt og álesið efni fengið á böndum og plötum samhliða bókum þeim, sem notaðar verða. Slík hjálpartæki hafa þegar numið land um allan heim, þar sem fræðsla er í hávegum höfð, og er talin af öllum, sem láta sig málanám einhverju skipta, einn hinna nytsamari þátta fyr- ir árangri í náminu. Reynt verður að stilla kennslu gjaldi svo í hóf, að enginn þurfi vegna fjárskorts að verða af þessu tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar. Þess er vænzt, að þetta virð- ingarverða framtak bæjarstjórn ar Akureyrar til að veita vax- andi og vöxnum ódýra og góða fræðslu á ýmsum sviðum, verði vel þegið af bæjarbúum, svo og að þeir finni, að stundir þær, sem þeir verja til þekkingar- öflunar, gefi þeim margfalda vexti ánægju og aukinnar víð- sýni. (Fréttatilkynning.) KJÖT OG NYTING ÞESS FRUMSMÍÐ á íslenzku má 5 EKKI sé ég nú að allt sé miklu betra hjá bæjarstjóra okkar, en bæjarbúanum, sem skrifaði í Alþýðumanninn bréf, þann 8. sept. sl. því að þó að bæjar- búinn, annaðhvort vísvitandi eða af greindarleysi, tæki ekki til greina fjárhagslegar aðstæð- ur við að koma upp stórbyggin- um, þá hafði hann þó allt í allt satt að mæla um draslaraskap í framkvæmd t. d. vjð hið svo- nefnda Ráðhús í Geislagötu. Og engu laug hann um skítinn utan á byggingunni, sem er orðinn þykkri en sementshúðin, á þess um bautasteini akureyrskrar tæknimenningar. Það er að vísu satt hjá bæjar stjóranum, að það getur farið að verða vandlifað í heimi, þar sem er fundið að því, að fram- kvæmd sé lokið, og eins hinu að henni sé 'ekki lokið! En hvað liggur'til grundvallar slíku, þeg ar það kemur fram? Ekki er það greindarleysi, ekki er það vísvitandi blekking. Heldur er það ósjálfráð tilfinning, fyrir að ekki sé eitthvað í lagi. Sjaldan lýgur almannarómur, og þó er hann frægur fyrir að búa til þjóðsögur. Þær eru að jafnaði ekki bókstaflega sannar. Þær eru dæmisögur, sem styðjast við ramman raunveruleika. Og svo er hér. Tilfinningin eða skynjunin, sem liggur að baki slíkum ádeilum og gerðar eru á Ráð- húsið skítuga, við hina glamp- andi Geislagötu bæjar vors, er sönn og rétt, eins pg sjálfur frum-kristindómurinn. En er eins og hann oft orðin á afvegi, stundum vegna vanhæfni til túlkunar. Og þarf að þessu að gá. — Þau ellefu ár sem ekkert var unnið við bygginguna í Geisla- götu, voru ár þagnar vegna þess, að þá var um ekkert að tala. Og þó heyrði maður svo að segja -daglega smáskæting víðs vegar um bæinn, um að sennilega yrði þetta aldrei nema ein hæð. Þá var bæjar- stjóri ekki kominn til Akur- eyrar, svo að hann veit lítið um þetta. Nema það sem ef til vill hefir verið logið í hann, — um það skal ég ekkert fullyrða. Það var fyrst þegar fram- kvæmdir byrjuðu aftur, að eitt hvað var um að tala. Hví skyldu menn þegja þá, þegar staðreynd irnar tóku að rísa með feikna hraða allt í kringum byggirig- una og náðu fljótt að verða hærri en hún sjálf! Ætli bæjar- stjóra þætti það ekki tilefni í langa grein, að talað hefði ver- ið fyrirfram, meðan ekkert var gert? Nú verður hann hissa, þegar talað er um það sem virkilega gerist. Já, það er von að sumum finnist vandlifað í veröld, þar sem bæði er ekki talað, og eins hitt, að talað er! Það sem orsakar gagnrýnina á Ráðhúsið, er m. a. að það á ekki að hefja framkvæmdir við fleiri byggingar í einu, en hægt er að Ijúka á forsvaranlegum tíma. Ráðhúsið gat verið full- gért fyrir tíu árum, eða fyrr. Aðeins ef áherzla hefði verið á það lögð, á undan öðru. Það hefir og ekki verið talin nein skrautfjöður í hatti fjármála- stjórnar bæjarins, að margoft hefir verið brotið niður í bygg- ingunni, það sem búið var að gera, og annað sett í staðinn. Hvað kostar svona nokkuð? Hvað kostar leiguplássið í Landsbankahúsinu? Hvað kosta vörubílar sem rúnta tómir um bæinn, dag eftir dag, með ráða- menn byggingarinnar? Nei, það er ekki von, að neinu sé kostað til þvotta!! Og svo er þetta farið að kosta Alþýðumanninn, það logandi helv. . . í plássi fyrir bókstafi! Von er, þótt mönnum sé farið að þykja þetta grín, og pissi á hornið á Ráðhúsinu. Svo þegar okkar góði bæjarstjóri, sem er miklum mun mikilhæfari mað- ur, en ýmsir vilja viðurkenna, fer að verja þetta, þá finnst manni að það vanti bara eina hæð ofan á manninn, það verði að byggja hana og láta ganga vel. Þar af kæmi hin nauðsyn- lega yfirsýn úr turni á góðum grundvelli. Sigurður Draumland. S. Þ. LEITAST VIÐ AÐ ORVA FERÐÁMÁNNÁSTRÁUMINH Á ÞESSU ÁRI munu jarðar- búar verja a. m. k. 52.000 mill- jónum dollara (2.238.000.000.000 ísl. kr.) til ferðalaga innan og utan heimalandsins. Þróunin er ákaflega ör. Frá 1958 til 1963 jókst t. d. hinn alþjóðlegi ferða mannastraumur um 75 af hundr aði. í haust mun Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna væntan- lega samþykkja tillögu um, að 1967 verði gert að Alþjóðlegu ferðamannaári. Tilgangurinn er sá að draga athyglina að því hlutverki sem ferðamanna- straumurinn gegnir í eflingu efnahagsvaxtar, einkanlega í vanþróuðum löndum. Tillagan er lögð fram af Efna hags- og félagsmálaráðinu, sem kom saman í febrúar og hvatti þá m. a. alla „fjölskyldu Sam- einuðu þjóðanna“, þ. e. sérstofn anir þeirra, til að leggja sig fram um að hjálpa vanþróuð- úm löndum til að hagnýta ferða mannastrauminn sem tekjulind. Ekkert bendir til að aukning ferðamannaheimsókna muni minnka. Árið 1961 heimsóttu 516.000 ferðamenn Bandaríkin. Árið 1965 var talan komin yfir eina milljón. Einnig í Evrópu hefur aukn- ingin orðið mjög mikil. Frá 1963 til 1964 jókst t. d. fjöldi ferðamanna í Portúgal um 100 prósent, á Spáni um 33,4, í Júgóslavíu um 23 og í Bretlandi um 11,8 áf hundraði. Sums staðar dró samt úr ferðamanna heimsóknum, á ítalíu minnk- uðu þær um 4 af hundraði og í Grikklandi úm 2 af hundraði. í mörgum löndum er ferða- mannaþjónústan verulegur hluti þjóðartekna, t. d. í Aust- urríki, Líbanon og Irlandi þar sem ferðamannatekjur nema 7 af hundraði þjóðartskna, í Mexíkó þar.sem þær riema yfir 6 af hundraði, á Jamaica og í Jórdaníu þar sem þær nema 5 af hundraði., Yfir 40 af hundraði allra gjaldéyristekna á Spáni koma frá ferðamönnum. í Grikklandi, ítalíu og Sviss er hlutfallið frá 10 upp í 20 af hundraði. í nokkrum iðnaðarlöndum hafa ferðamannaútgjöld haft öfug áhrif. Á árinu 1964 eyddu t. d. Bandaríkin 1200 milljónum dollara (51.600.000.000 ísl. kr.) í utanlandsferðir bandarískra borgara. Samsvarandi upphæð- ir fyrir Bretland og Vestur- Þýzkaland voru 200 milljónir og 600 milljónir dollara (8.600.000.000 og 25.800.000.000 lil. kr.). □ Hinir ungu gera uppreisn gegn linnsfrinu í lieiminum ALLS STAÐAR á jörðinni gera hinir ungu uppreisn gegn hug- myndaheimi hinna fullorðnu. En þessar uppreisnir koma ekki alltaf fram í eyðileggjandi orku eins og við heyrum svo oft talað um. í kyrrþey er oft um að ræða uppbyggjandi uppreisn gegn ríkjandi óréttlæti, eins og til dæmis gegn því ástandi, að helmingi mannkynsins sé stöð- ugt ógnað af sulti og hungurs- neyð. Misræmið er mest í þróunar- löndunum. En þar býr líka mesti hluti unga fólksins. í mörgum þessara landa eru um það bil 60% íbúanna innan við 20 ára aldur. Ef hægt væri að virkja kraft æskunnar, væri ef til vill hægt að leysa hið ógurlega vandamál, sem mannkynið stendur augliti til auglitis við: Matvælafram- leiðslan verður að ferfaldast í þróunarlöndunum á mæstu 35 árum, ef komast á hjá algeru öngþveiti. Eitt nýlegt dæmi sýnir, hve möguleikarnir eru miklir. Fyrir tíu árum heimsóttu nokkrir ungir indverskir bænd ur Bandaríkin og fengu mikinn áhuga á HGH-hreyfingunni, — Herferð gegn hungri. Þegar þeir komu heim, ákváðu þeir að reyna hliðstætt starf heima hjá sér. Þeir stofnuðu félag fyrir sveitaæsku. Á tíu ára fei-li er þetta félag nú orðið að lands- samtökum með deildum í sveita •þorpunum og eigin skóla. Þessa dagana var verið að opna fimmta og stærsta skóla þessara samtaka. Hann er við borgina Visakhapatnam og er miðaður við kennslu í hænsna- rækt og garðyrkju. Þótt mikil iðnaðaruppbygging eigi sér stað á þessu borgarsvæði og íbúatal an muni tvöfaldast og verða 1 milljón árið 1970, hefur ekki verið komið á fót stærri hænsna búum eða garðyrkjustöðvum. Félag sveitaæskunnar telur 10.000 félagsmenn í héraðinu umhverfis Visakhapatnam. Þeir liafa þegar sýnt viljann í verki við að koma upp nýjum rækt- unaraðferðum. Sumir þeirra liafa aukið árstekjur sínar úr 300 í 3000 rúpíur. í nýja skólanum geta 200 fé- lagsmenn notið menntunar á ári. í þessum skóla og hinum fjórum skólunum munu leiðtog ar ungu bændanna safnast sam an til að framkvæma framtíðar Bakkar Nílar .fínkembdirf FORNLEIFAFRÆÐINGAR frá 22 löndum hafa nú lokið við að „fínkemba“ um 130 kílómetra svæði á bökkum Nílar í hinni súdönsku Núbíu til að bjarga leifum fornra mannvirkja und- an vatni Assúan-stíflunnar. Þegar stíflunni er lokið, mun vatnsborðið hælcka um 65 metra á þessu svæði. Uppgröfturinn hefur leitt í ljós, að í Núbíu var langæ menning, en ekki bylgjur inn- rásarþjóða, eins og menn hafa álitið hingað til, segir dr. William Adams, bandarfskur fornleifafræðingur, sem kominn er til Parísar eftir sjö ára dvöl á staðnum í þjónustu UNESCO (Menningar- og vísindastofn- unar S. Þ.). □ áætlanirnar. Þær ganga út á að leiðbeina meira en 100 deildum við að gera áætlanir um land- búnað og hagræðingu, á sama hátt og nú er verið að gera í Visak'napatnam. Líbería. Annað dæmi um, hvernig unga fólkið brýzt undan áhrifa valdi hinna fúllorðnu, og er reiðubúið að reyna nýjar. leiðir, kemur frá Líberíu. Þar taka nú um það bil 30 æskumannaíélög í sveitunum þátt í umfangsmik- illi hrísgrjónaræktaráætlun. Við hrísgrjónarækt í Líberíu er venjan að svíða skógarsvæði og sá síðan hrísgrjónum á sviðna svæðinu. Slík aðferð borgar sig ekki. Skógurinn er eyðilagður, jarðvegurinn er þurrmjólkaður og uppskeran er aðeins 500 kg. af hrísgrjónum á hektara lands. Með hjálp danskra sérfræð- inga hafa æskumennirnir nú reynt að rækta hrísgrjónin á nýjan hátt, — í fenjum, sem nóg er til af í landinu. Sérhver félagsmaður skuldbindur sig til að hreinsa hálfan hektara af fenium. Nú starfa um 2000 manns að þessu verkefni. Þeir fjarlægja gras og illgresi og sá hrísgrjónunum. Þegar hrísgrjón eru ræktuð á þennan hátt, er uppskeran 4000 kg. á hektara í stað 500 kg., því þetta er upplögð fenjajurt. Svæðin undir fenjahrísgriónum hafa aukizt úr 200 hekturum árið 1961 í 20.000 hektara árið 1964. Ef til vill rennur upp sá dagur, að Líbería þarf ekki leng ur að flvtja inn fimmta hluta af mikilvægustu matartegund sinni, hrísgrjónum. Alþjóðlegt átak. Kraftar og hugsjónir æskunn ar geta flutt fjöll. Á þeirri for- sendu hefur verið efnt til her- ferðar á vegum FAO. Markmið hennar er að komast að á tveim ui' árum, hvað hindrar sveita- æsku þróunarlandanna í að taka upp nútíma vinnuaðferðir. Námskeið verða haldin í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Enn fremur verður reynt að veita þekkingu æskunnar í iðnaðar- löndunum til hagnýtingar í þró unarlöndunum. Að lokum verð ur svo haldið alþjóðaþing um verkefnið í Toronto í Kanada. VeSdnr skólp eitrun eða aukinns matvælðframleiðslu? AÐ TAKA sér sjóðbað víða við strönd Suður-England er nú orðið ekki ósvipað því að fara í örlitla sundlaug, þar sem vatn- ið er blandað með tíu lítrum af skólpi og sorpi. Mörg vötn í Evrópu og Ameríku, sem ferðamannapésar og landabréf tjá okkur að séu með tæru, fersku vatni, eru orð in svo óhrein, að þar er naum- ast hægt að synda lengur. í fjölmöi'gum bandai'ískum fylkjum kemur vökvi sem lík- ist sápuvatni í drykkjarglasið, þegar opnað er fyrir vatnski'an ann. I Bandaríkjimum eru hús- mæður nú hvattar til að kaupa þvottaduft með boron, efni sem að vísu hefur þau góðu áhrif, sem heitið er í auglýsingunum, að þegar þvottavatnið rennur síðan um skólpræsin út í höf eða vötn, drepast fiskarnir í hrönnum. Þar sem það fennur beint út í jarðveginn, drepast gerlarnir sem annast hina mikil vægu rotnun í jörðinni. Efnið leysist ekki upp og hverfur aldrei úr jarðveginum. I sum- um héruðum hafa slík „bæti- efni“ í hreingerningar- og bleikidufti sigið alla leið niður í neðanjarðarvatnið, þannig að þau eru komin í drykkjar- vatnið. Það er sérfræðingur hjá Mat- væla- og landbúnaðarstofnun- inni (FAO), Josef Zimmerman verkfræðingur, sem hefur dreg ið fram þessi dæmi. í nýútkom- inni bók segir hann, að við séum vel á vegi með að eitra fyi'ir sjálfum okkui' með okkar eigin skólpi. Einkanlega varar hann við þvottaefnum með boron og öðrum svipuðum auka *efnum. Hann heldur því fram, að vandamálið sé orðið svo ískyggi legt, að efna verði sem allra fyrst til alþjóðlegra aðgerða, áður en í óefni sé komið og við fáum ekki við neitt ráðið. „Hvíta liættan“ Æ fleiri lönd þjást af vatns- eklu, og þetta vandamál verður að leysa, ef nokkur von á að vera til aukinna matvælafram- leiðslu. En það eru ekki ein- ungis bændur og búalið sem sjá sér hag í að skólpið sé verndað gegn „hvítu hættunni11, eins og Zimmerman nefnir gerviefni þvottaduftsverksmiðj anna. Það hlýtur einnig að vera borgarbúum allmikið kappsmál að varðveita hreint drykkjar- vatn og eiga kost á að baða sig í höfum og vötnum. Seinni þörf; in verður því bi'ýnni sem menn fá meiri frítíma, segir Zimmer- man. Við mörg vötn, sem ferða- menn sækja til, hafa vaxið upp iðjuver, sem yfirvöldin hafa svo miklar mætur á að þau hafa ekki viljað styggja eigendur þeirra með of ströngum reglum um meðfei'ð úrgangsefna. Þessi vötn eru stórhættuleg, og Zimmerman segist vita um nokkur, sem taka mundi 10 ár að hreinsa. Framleiðendum þvottaefna hefur tekizt að framleiða gervi- efni, sem ekki verða eftir í vatni eða jarðvegi, en alltof lít- ið er gert til að koma þeim á markaðinn, segir maðurinn sem vill hagnýta skólp í baráttunni við hungrið. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.