Dagur - 21.09.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 21.09.1966, Blaðsíða 8
8 l i ' í ii SMÁTT OG STÓRT PÓSTUR OG PÓSTHÓLF Blaðinu er <jáð, að það gangi frémur erfiðlega að fá pósíburð armenn til starfa á Akureyri, og svo mun víðar vera. Margir kjósa, að liafa sín eigin póst- hólf til afnota, en alls munu um 600 slík vera í pósthúsinu. Hin minni, almennu pósthólf kosta 75 krónur yfir árið, og munu mörg þeirra óleigð. Þeir bœjarbúar, sem kynnu að hafa áhuga á óleigðum pósthólfum, geta hugsað sitt ráð í því efni. LANGT SÆKJA ÞEIR VATNIÐ Vestmanneyingar hafa lengi þjáðst af vatnsskorti, sem er því tilfinnanlegri sem eyjabúum fjölgar meira og vatnsnotkun eykst — einnig í sambandi við fiskvinnslu —. Nú er hafin vinna við mikla vatnsleiðslu frá Stóru-Mörk unclir Eyjafjöllum, en þaðan á hún að Iiggja til sjávar. Vinnur þar tuttugu manna flokkur að framkvæmd- inni. En leiðsla þessi er yfir 20 km. löng frá Stóru-Mörk að sjó, og síðan á hún að liggja á hafsbotni út til Eyja. SEMENTIÐ Um helgina var skipað upp sementi hér á Akureyri og lá sementsskipið við Torfunefs- bryggju. Bæjarbúi hefur beðið blaðið að koma þeirri umkvört un á framfæri, að í hvassViðr- inu hafi sementsflutningar frá skipshlið valdið mörgum veg- farendum verulegra óþæginda. Togarabryggjan var laus og allra hluta vegna sýndist heppi legra að hafa skipið þar. Er þessu hér með komið á fram- færí. PRESTLEG VfGSLA ER EFTIR Marga furðar á því, að þegar hinn margþráði Múlavegur var opnaður, fór ekki fram nein vígsluaíhöfn utan samsæti í Ólafsfirði, sem bæjarstjórnin þar efndi til, að viðstöddum (Framhald á blaðsíðu 7) í GÆRMORGUN var bifreið ekið á ljósastaur á gatnamótum Norðurgötu og Eyrarvegar. Var með því forðað öðrum árekstri. Bíllinn skemmdist töluvert. Páll Halldórsson ávarpar viðstadda við fyrirliugaðan golfvöll. (Ljósm.: G. P. K.) STJÓRNARMENN STJÓRN Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra er þannig skipuð: Eggert Ólafsson Laxár- dal formaður, Magnús J. Krist- insson Akureyri ritari, Sigurð- ur Jóhannesson Akureyri gjald keri, Sveinn Jóhannsson Dalvík, Hlöðver Hlöðvesson Björgum, Stefán Valgeirsson Auðbrekku og Guðmundur Sigurðsson Fagranesi. □ Framkvæmdir að hefjasl við Goifvöllinn Ok a UM SÍÐUSTU HELGI hófust framkvæmdir við gerð nýs golf vallar á Akureyri, en eins og fyrr hefur verið frá sagt, fékk Golfklúbburinn ágætt land við býlið Jaðar ofanvert við bæinn og hyggst þar gera 18 holu völl, væntanlega þann fullkomnasta á landinu. GEYSILEG UMFERÐ UM MÚLAVEG ITNS og fyrr sagði hér í blað- inu, var Múlavegur opnaður til almennrar umferðar um síðustu helgi. Umferð um þennan nýja veg var geysimikil og munu aldrei hafa komið jafn margir gestir til Ólafsfjarðar og á sunnudaginn. Veður var hlýtt en byljótt vestanátt, svo mörg- trni þótti nóg um. Múlavegur er ein erfiðasta vegaframkvæmd, sem gerð hef ur verið hér á landi, en jafn- fiamt ein sú nauðsynlegasta. Um leið og þessum áfanga er fegnað, er sérstök ástæða til að óska Ólafsfirðingum til ham- ingju með hinar bættu sam- göngur. □ STAFNSRÉTT í DAG OG Á MORGUN Blönduósi 19. sept. Á miðviku- daginn, 21. sept. verða hross rek in til Stafnsréttar en féð á fjmmtudaginn. En þar er jafnan margt fé og hross og mann- margt mjög einkum er líða tek- ur að kveldi fyrri réttardags. Hér er réttað í dag bæði í Vatns dalsrétt og Auðkúlurétt, en hrossaréttir eru hér 1. október. Gangnamenn fengu vont veð ur að þessu sinni, bæði rok og •rigningu. Undanreiðarmenn eru 6 daga á ferð og fara þeir alla leið í Fljótsdrög, en þar rennur vatn vestur til Borgarfjarðar. ÍÞað sagði mér Bjarni Jónsson bóndi í Haga, að þeir undan- xeiðarmenn hefðu þurft að fara eftir kompás á Stórasandi svo mikið var dimmviðrið þar. Veður hefur verið skaplegt í byggð og féð lítur sæmilega út, b.vemig sem það reynist á blóð- yelli. Ó. S. LÚÐRASVEIT AKUREYRAR hefir ráðið til sín tékkneskan hljómlistarmann, Jan Kisa, og mun hann annast stjórn og þjálf un Lúðrasveitarinnar næsta starfstímabil, einnig mun hann kenna og stjórna Lúðrasveit Barnaskólanna. Jan Kisa, sem er nýkominn til bæjarins ásamt konu sinni og dóttur, er ungur maður fæddur í Ostrava 1935. Hann stundaði nám í músik- skólanum í Cesky Tesin í fimm ár og síðan í Tónlistar- skólanum í Ostrava 1957—1963, hann var fagottleikari í Sinfóníu hljómsveit íslands eitt ár. Lúðrasveit Akureyrar hygg- ljósastaur Einnig valt jeppabifreið í vest- anverðri Vaðlaheiði, og á sunnu daginn valt bíll í Mývatnssveit. Allt voru þetta Akureyrarbílar. Ekki urðu slys á mönnum. í fyrrakvöld féll kona í opinn og ómerktan skurð við Skarðs- hlíð í Glerárhverfi. Þar var ljós laust. Konan var flutt heim til sín og kom þangað læknir, er taldi hana óbrotna en eitthvað marða. Ölvun var allmikil um helg- ina og nokkrir kufantar teknir. Páil Halldórsson skrifstofu- maðui’, formaður Golfklúbbs Akureyrar flutti við þetta tæki færi. ávarp, þar sem hann rakti nokkur meginatriði þeirrar framkvæmdar, sem þama á fram að fara og minntist um leið 30 ára afmælis Golíklúbbs Akureyrar. Gert er ráð fyrir, að völlur- inn verði gerður í tveim áföng- ym. og hægt að taka annan í nptkun þótt hinn verði síðbún- ari. ,En kostnaðaráætlanir sýna, að þetta mannvirki muni kosta 4—5 ipjJIjj. kr.. En hluti af svæði því, "Sem' Akureyrarkaupstaður var svo rausnarlegur að láta af hendi við klúbbinn, er hugsað sem lystigarður. Formaðurinn bað síðan Helga Skúlason, einn elzta og virkasta félagann, að taka fyrstu skóflustunguna, en síðan hófu vélar þeirra bræðra, Baldurs og Gísla Sigurðssona starf, samkvæmt samningum þar um. í stjórn Golfklúbbs Akureyr- ar eru þessir: Páll Halldórsson formaður, Sævar Gunnarsson ritari, Ólafur Stefánsson gjald- keri og meðstjórnendur Jón Guðmundsson og Hafliði Guð- mundsson. □ Jan Kisá. ur gott til samstarfsins við hinn nýja stjórnanda sinn enda .eru stórátök framundan því á næsta ári verður sveitin 25 ára og ætlunin er að minnast þeirra tímamóta með tónleikum síðari hluta næsta vetrar. □ Gamla liúsið í Réttar- holti brann til ösku Skagastiönd 20. sept. Á ellefta tímanum í fyrrakvöld brann gamla íbúðarhúsið í Réttarholti til kaldra kola. En Réttarholt er innan marka Höfðakaupstaðar. Bóndinn þar er Már Sveinsson. Úm eldsupptök er ókunnugt. Þarna var fyrrum skilarétt, sem var fyrir 20 árum eða svo, flutt að Spákonufelli. Búið var að byggja nýtt íbúðarhús í Réttar- holti en gamla húsið notað til geymslu og að því leyti verð- mæt bygging. Ástandið í mjólkurmálum á Skagaströnd, þ. e. Höfðakaup- stað, er verra en skyldi. Fram að þessu hafa bændur selt mjólk í kauptúnið og flutt hana þangað sjálfir. Nú eru þeir að hætta þessu en flytja mjólk sína til samlagsins á Blönduósi. Frá mjólkurbúinu á Blönduósi fáum við svo gerilsneydda mjólk þrisvar í viku. Sú mjólk er flutt í mjólkurbrúsum og afgreidd á staðnum í lausu máli. Nægilega góð aðstaða til slíkrar af- greiðslu eru ekki fyrir hendi ennþá. □ Stórutjarnir í Ljósavatnsskarði er framtíðarskólastaður fleiri hreppa og hefjast byggingafram- kvæmdir þar væntanlega innan skamms. Heitt vatn er á staðnum. (Ljósm.: E. D.) Nýr sfjórnandi Lúðrasveifarinnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.