Dagur - 21.09.1966, Blaðsíða 2

Dagur - 21.09.1966, Blaðsíða 2
Sáum í fyrsfa sinn gegnum Sfrákafjail Fiórðunssþing Sielufirði 20. seut. Á eanena- bó nokkuð fiársterkir. Þetta er Árni Ásbiarnarson, Guðmund- « u Cú JL Cú Siglufirði 20. sept. Á gangna- dag, í gær, var hlý suðvestan gola með sólfari. Sem sagt, gott gangnaveður. í dag er norð- vestan þræsingur með rigningu í byggðum og slyddu á fjöllum og gránar niður í miðjar hlíðar. Smábátum hefur aldrei gefið á sjó, það sem af er september- mánuði. Ekki-. hefur séðzt hér síld síðan 25. ágúst utan einn bátur kom með 100 tonn að austan. Búið er að flytja til Siglufjarðar um 18 þús. tonn og salta í 19 þús. tunnur á 10 sölt- unarstöðvum. Slátrun sauðfjár hjá Kf. Sigl- firðinga hefst á morgun. Gert er ráð fyrir að lóga 1600 fjár og er það eingöngu fé Siglfirðinga. Sést á því, að Siglfirðingar eru Orlofsferð til Dan- merkur og Spánar FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfé- laganna á Akureyri efnir um þessar mundir til orlofsferðar - til Danmerkur og Spánar. Er hér um 10 daga ferð að ræða og er þátttökugjald um 8000 kf.>á mann og er í því gjaldi inni- falin öll fargjöld, gisting með morgunverði í Kaupmannahöfn og gisting með fullu fæði á Mallorca. Ferðin hefst frá Akureyri 29. þ. m. og verður flogið þaðan beint til Kaupmannahafnar. Allt að 80 manns geta komizt að í orlofsferð þessa en allmörg um sætum er enn óráðstafað. Fólk ætti að nota þetta einstæða tækifæri. Þeir sem hafa áhugá ættu ekki að láta dragast leng- ur að hafa samband við skrif- stofu verkalýðsfélaganna Strandgötu 7 og skrifstofu Iðju Pyggðavegi 154. Q Tugþrautarkeppni á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu þó nokkuð fjársterkir. Þetta er í fyrsta sinn, sem Kaupfélag Siglfirðinga slátrar hér. Áður önnuðust sauðfjárslátrun Kaup félögin á Hofsós og Haganesvík, sem hafa starfrækt hér kjötbúð, mörg ár. Kaupfélag Siglfirð- inga hefur nú keypt þessa kjöt búð og annast hin ágæta kjör- búð félagsins nú sölu allrar kjötvöru ,sem kjötbúðin hafði áður. Sauðfé í Siglufirði er afburða vænt, enda fer saman mjög góð fóðrun og sauðland gott. Nú hefur Hólsbúið, sem slíkt, verið lagt niður. Siglfirðingur, ^Ólafur Jóhannsson lögreglu- ' þjónn7 báfur tekið það á leigu til 5 ára þ. e. hús og jörð og hefur í hyggju að hafa þar eink um sauðfjárrækt. Siglufjarðar- bær hefur rekið Hólsbúið í 38 ár. Til þess var það í upphafi stofnað, að tryggja börnum og vanhéilum mjólk, sem oft vildi vanta jafnvel um lengri tíma á vetrum. Nú er enginn grund- völlur fyrir rekstri búsins og bættar samgöngur tryggja fólki hér næga mjólk að jafnaði. Til- koma Drangs og bætt aðstaða rfil:geymslu mjólkur hér eiga sinn góða þátt í þessu. Fyrir nokkrum árum voru 80 nautgripir á Hólsbúinu þar af 60 mjólkandi kýr. Bússtjórar hafa verið þessir: Jóhannes Þor steinssön, Snorri Arnfinnsson, Árni Ásbjarnarson, Guðmund- ur Jónasson og nú síðustu árin Árni Árnason. Sl. laugardag opnuðust göng in i gegnum Strákafjallið að nokkru. Síðasti áfanginn reynd ist mjög seinunninn, bergið sundurlaust og illt til vinnslu. En sprengingum er að mestu lokið og engin stór slys hafa að höndum borið og má það teljast gott. Gert er ráð fyrir að steypa þurfi og styrkja allmikið í báð- um endum gangnanna og víðar. Svo skemmtilega vildi til, að sama daginn og Múlavegur var vígður til umferðar, sáum við gegnum Strákafjallið í fyrsta sinn. Merkisdagur fyrir Ólafs- firðinga og Siglfirðinga, Með Strákagöngum og Múlavegi er lokið aldagamalli einangrun og samgöngutregðu á landi fyrir þessa tvo norðlenzku kaup- staði. J. Þ. Norðlendinga 10. FJÓRÐUNGSÞING Norðlendinga var háð á Siglufirði dagana 17. og 18. þ. m. ^ - W‘ r' Fráfarandi formaður Fjórðungssambaifdg Norðurlands var Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri á Ákúreyri, en núver- andi fjórðungsráð, kjörið til 2ja ára, er skipað eftirfarandi aðilum: Formaður: Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóri á Siglufirði, varaformaður: Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður á Sauðárkróki, gjaldkeri: Hákon Torfason, bæjarstjóri á Sauðárkróki, varagjaldkeri: Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri á Húsavík, ritari: Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, vararitari: Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri á Akureyri, meðstjórnandi: Jóhann Skaftason, sýslumaður á Húsavík. Þingið samþykkti allmargar ályktanir, varðandi hagsmuna mál byggðanna í Norðlendingafjórðungi, m. a. varðandi Framkvæmdaáætlun Norðurlands, atvinnujöfnunarsjóð, stað setningu atvinnufyrirtækja og samgöngumál og verða þær ályktanir sendar blöðum og útvarpi innan skamms. (Fréttatilkynning) Vinnuðflsskorfurinn er nú óvenjulep mikill Egilsstöðum 20. sept. Vinnuafls skortur er hér meiri en nokkru sinni áður. Atvinnurekendur síma út og suður og biðja um fólk til starfa en oftast án árang urs. Síðan síldin seinkaði á sér og veiðist fram eftir öllu hausti, bætist enn við haustannir, sem nógar voru fyrir. Síldarbræðsl- 1032 milljón kr. lán unar DAGANA 3. og 4. sept. sl. var keppt í tugþraut og fimmtar- þraut kvenna að Laugum. Veð- ur var ekki sem bezt, kalt og drungalegt. Árangur var góð- ur, sett voru HSÞ-met í báðum greinum. Úrslit urðu þessi: Tugþraut. stig. Sigurður Friðriksson E 5451 Páll Dagbjartsson M 4913 Haukur Ingibergsson GA 4600 Jón Benónýsson E 4024 Ágúst Óskarsson E 3466 Gestir: Sig. V. Sigmundss. UMSE 5374 Jóhann Friðriksson UMSE 4497 Fimmtarþraut. stig. Lilja Sigurðardóttir E 3301 Guðrún Benónýsdóttir E 2698 Sigríður Baldursdóttir Ma 2609 Gestur: Þorgerður Guðm.d. UMSE 2499 Fréttaritari HSÞ. •MÁNUDEAGINN 19. þ. m. voru undirritaðir samningar í New York vegna lántöku Landsvirkj unar þar, með skuldabréfaút- gáfu í þágu Búrfellsvirkjunar, að fjárhæð alls 6 milljónir Bandaríkjadollara eða 258 millj ónir kr. Lánið er með 7 prósent vöxtum á ári og endurgreiðist á tímabilinu 1974—1984. Lánsamningar þessi rvoru gerðir fyrir milligöngu First Boston Corporation, New York, og voru þeir undirritaðir fyrir hönd Landsvirkjunar af dr. Jó- hannesi Nordal, formanni stjórn ar Landsvirkjunar. Ríkissjóður veitir sjálfsskuldarábyrgð fyrir láninu, og undirritaði Pétur Thorsteinsson, sendiherra, rikis ábyrgðina fyrir hönd ríkissjóðs. Er lán þetta tekið til viðbótar HSÞ og UMSE leika í kvöld í KVÖLD, miðvikud., kl. 18 fer fram á Laugalandsvelli í Eyja- firði leikur milli HSÞ og UMSE í Knattspyrnumóti Norðurlands II. deild. UMF Mývetningur hefur þeg ar tryggt sér sigur í II. deild, þó 3 leikjum sé enn ólokið og hefur hlotið 13 stig. □ Alþjóðabankaláni því, að fjár- hæð 18 milljónir króna, sem tek ið var hinn 14. þ. m. vegna Búr fellsvirkjunar. Með lántökum þessum hafa verið tryggð nægi leg erlend lán til langs tíma vegna 105 MW Búrfellsvirkjun ar, samtals að fjárhæð 24 millj- ónir dollara eða 1032 milljónir króna. □ ur eru í fullum gangi, einnig síldarsöltun og bindur þetta margt fólk. Þá standa yfir göngur, réttir og slátrun og er erfitt að manna sláturhúsið. Þá er þess að geta, að hér í Egilsstaðakauptúni eru 40 íbúð- arhús í smíðum. Má af þessu sjá vinnuaflsþörfina. Fólki í sveit- um hefur ekki fjölgað og er þar af litlu að taka fram yfir þau störf, sem búskapurinn heimtar. Skólafólkið hefur verið uppi- staðan í vinnuafli við ýmiskon- 'ar framkvæmdir. Það er nú að hætta vinnu til þess að setjast á skólabekk. Sauðfjárslátrun hófst í gær og verður lógað 40—50 þús. fjár, ef að vanda lætur. Garðávextir eru með lélegra móti og korn- uppskera misjöfn og einnig víða fremur léleg. Hin öra stækkun Egilsstaða- kauptúns er miklu meiri en bú- Vinnuaflsskorturinn mikill izt var við og hið skipulagða HÉRAÐSSÝNIHG í EYJAFSRDI í EYJ AFJ ARÐ ARSÝSLU standa nú yfir hrútasýningar í hverjum hreppi og er þeim að ljúka. En á þriðjudaginn verð- ur héraðssýning í tvennu lagi. Þar verða sýndir beztu hrútarn ir úr hverjum hreppi, u. þ. bl. einn hrútur fyrir hverjar þús- und veturfóðraðar kindur. Verð ur því um verulegt úrval að ræða og eflaust eru þar margar ágætar kynbótaskepnur. Sýn- ingarstaðirnir eru Ásláksstaðir í Arnarneshreppi og Hjarðar- hagi í Öngulsstaðahreppi. Dóm- ar fara að mestu fram á mánu- daginn, en gert er ráð fyrir, að sýningargripirnir verði komnir á sýningarstaði fyrir kl. 6 á mánudagskvöld. Dóma annast Árni G. Pétursson sauðfjár- ræktunarráðunautur Búnaðar- félags Islands og héraðsráðu- nautarnir, Grímur Jónsson, Ævar Hjartarson og Jón T. Steingrímsson. Sauðfjárræktunarmenn munu fylgjast vel með þessari héraðs sýningu. □ FALLEG OG FRÓÐ- LEG BÓK BÓKAÚTGÁFAN ÞJÓÐSAGA í Reykjavík hefur gefið út bók eina mikla og litmyndum skreytta, sem heitir Árið 1965, stórviðburðir þess í myndum og máli, og er hún á íslenzku, en kemur annars út samtímis á níu tungumálum. Ráðgert er, að nýtt hefti komi út árlega. Þetta er fróðleg og falleg bók. Árni Bjarnason bókaútgefandi á Ak- ureyri annast sölu bókarinnar á Norðurlandi. □ svæði senn fullbyggt. í undir- búningi er að skipuleggja nú allt að 5 þús. manna bæ á Egils- stöðum og er unnið að þeirri skipulagningu. I Vallanes er nú kominn hinn nýi prestur, séra Ágúst Sigurðs son og kona hans. Aðkoman var ekki góð því að prestsetrið er niðurnítt eins og svo margar prestsetursjarðir í landinu. Á mörgum þeim jörðum er allt látið drabb'ast hiður þar til allt er komið í slíkt óefni, að byggja verður upp. Snýst þá allt við og á sumum stöðum eru byggð- ar hallir yfir sálusorgarana. Símamál eru furðuleg í Valla nesprestakalli. Hefur þurft mik ið hugvit til að gera presti óhægra _ að hafa símasamband við sóknarbörn. sín. Verður prestur að sætta sig við að „fara í gegnum“ fjórar stöðvar til að ná til sumra sóknarbarnanna í Vallaneshreppi einum og eru þær þessar: Egilsstaðir, Geir- ólfsstaðir, Strönd og Hallorms- staður. Góð tíð hefur verið undan- farið en þó frost sumar nætur. V. S. FARA Á BÍLUM í GÖNGUR Nesi, Fnjóskadal 19. sept. Laka- staðarétt er 20. sept. Göngum var frestað á Flateyjardalsheiði. Réttað var á Illugastaðarétt 14. sept. og nú eru menn í öðrum göngum í Suðurdölum, þ. e. Timburvalladal, Bleiksmýrar- dal og Hjaltadal. í sumar var ruddur vegur fram Hjaltadal og Bleiksmýrar dal og fara gangnamenn í jeppa bifreiðum mikinn hluta leiðar- innar fram dalinn. Flýtir það og léttir göngur, auk þess eru veg- irnir til öryggis, ef eitthvað óvænt ber að höndum. Flestir eru hættir heyskap, en á stöku stað erurþ’ó hey enn- þá úti. V. K.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.