Dagur - 05.11.1966, Blaðsíða 1

Dagur - 05.11.1966, Blaðsíða 1
HOTEL Herbergis- pantanir. Ferða- ■krifstoían Túngötu 1. Akureyri, 8ími 11475 XLIX. árg. — Akureyri, laugardaginn 5. nóvember 1966 — 78. tbl. Ferðaskrifstofan Túngötu X. Síml 11475 Skipuleggjum ierðir skauta á miili. Farseðlar með Flugíél. ísL og Loftleiðum. Nemendur Samvinnuskólans í heimsókn á Akureyri Nemendur Samvinnuskólans í Bifröst heimsóttu Akureyri nú í vikunni en héldu heimleiðis í gær. Nemendur voru yfir 70 og með þeim fjórir kennarar. Þeir nutu fyrirgreiðslu sam- vinnumanna hér í bæ, en gistu í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli. Ljósmyndin var tckin við Hótel KEA er hópurinn kom þar úr hádegisverðarboði samvinnusamtakanna. En nokkra (Ljósm.: E. D.) Verðjöfnunargjald á mjólk nú afnumið Greinargerð frá FramleiðsluYáði landbúnaðarins vantar á myndina. FJÖGUR DAUÐASLYS Sjötíu og fimm árekstrar á tíu dögum í Rvík SAMKVÆMT fréttum úr höf- uðborginni í fyrradag höfðu 4 dauðaslys orðið þar á 10 dögum, síðasta dauðaslysið varð í Kjör garði er eldur var þar laus á miðvikudaginn. Á sama tíma urðu 75 bifreiða árekstrar og umferðarslys í höf uðborginni. í þeim slösuðust 5 böm og 4 fullorðnir, auk þess er áður getur. En það er víðar en í höfuð- borg landsins, sem hættur leyn ast í umferðinni, einkum í skammdeginu. Rík ástæða er til að hvetja alla ökumenn og aðra vegfarendur til að gæta fyllstu varúðar. □ Á FUNDI Framleiðsluráðs land búnaðarins þann 28. sept. og 21. okt. sl. var rætt um ástand og liorfur í sölumálum landbún- aðarins. Kom þar fram, að mjólkurframleiðslan á fyrstu 9 mánuðum yfirstandandi árs er rösklega 3% minni en á sama tíma í fyrra. Nýmjólkursalan hefur á sama tima aukizt um tæpt 1,5%. Við áætlunargerð útflutnings bótaþörf landbúnaðarins sl. vet ur þótti ekki varlegt að reikna með ipinni aukningu í mjólkur framleiðslunni en 5%, líkt og verið hafði undanfarin ár. Er mjólkurframleiðslan því um 8% minni en áætlað var. í byrjun ársins voru til 1168 lestir af smjöri í landinu á móti 500 lestum í ársbyrjun 1965. Smjörframleiðslan síðustu 9 Bændastéttiii órétti beitt í láns- fjármálum sinum* segir Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda VEGNA fréttatilkynningar frá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins í blaðinu í ,dag, átti blaðið símtal við Gunnar Guðbjarts- son foiTnann Stéttarsambands bænda um mál þau, er tilkynn- ingin fjallar um og fleiri mál- efni bændastéttarinnar. Gunnar svaraði nokkrum spurningum blaðsins og fer samtalið hér á eftir. Ráðstafanir Framleiðsluráðs voru miður vinsælar? Ráðstafanii- Framleiðsluráðs þóttu róttækar, þegar þær voru ákveðnar í vor og margir bænd ur kveinkuðu sér mjög undan þeim og þóttu þær sárar. Ekki var hjá því komizt, að gera þær ráðstafanir sem gerðar voru. Bændastéttinni var nauðsynlegt ■ að gera sér ljósa þá erfiðu að-. stöðu sem hún var komin í, þeg ar kjör hennar markast að veru legu leyti af því, að hægt sé að selja allar framleiðsluvörurnar og að hægt sé að selja þær á fullu verði eða hægt sé að bæta verðið upp með útflutningsupp bótum. En sú aðstaða var kom- in í vor, að hvorugu þessu var fullnægt. Eins og horfurnar voru, var ekki sennilegt, og út mánuði hefur orðið rúm 1100 tonn, sem var á sama tímabili í fyrra 1558 tonn og hefur því dregizt saman um 458 tonn eða 28,6%. Smjörsalan hefur orðið rúm 1200 tonn frá síðustu ára- mótum en var á sama tímabili í fyrra 817 tonn. Salan hefur því aukizt um 383 tonn eða 47,1%. í lok sept. sl. voru smjör birgðirnar um 1080 tonn en voru 1240 tonn á sama tíma í fyrra. Smjörbirgðir hafa því minnkað um 160 tonn eða 12,9%. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um kjötframleiðsluna á þessu hausti. Vitað er, að fall- þungi dilka nú í haust er al- mennt minni en í fyrra, én hins vegar mun tala sláturfjár vera eitthvað hærri. Sennilegt þykir því að svipað kjötmagn hafi bor izt sláturhúsunum og í fyrra- haust. Það var upplýst að sala (Framhald á blaðsíðu 2) Velraráætlun Flugfélags íslands geklý í gildi 1. nóvember síðastliðinn flutningsbætumar dygðu til að borga fullt verð. Nú hefur framleiðslan minnk að? Já. Samdráttur mjólkurfram (Framhald á blaðsíðu 2.) Gunnar Guðbjartsson. VETRARÁÆTLUN Flufélags íslands á flugleiðum milli landa og innanlands gekk í gildi 1. nóvember. Til Kaupmannahafnar verður flogið á mánudögum, þriðjudög um, miðvikudögum, föstudög- um, laugardögum og sunnudög um. Til Glasgow verður flogið á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum. Lundúnaferð- ir verða á þriðjudögum og föstu dögum. Flugferðir til Færeyja verða á þriðjudögum, til Osló á föstudögum og til Bergen á þriðjudögum. Frá Kaupmannahöfn verða ferðir á mánudögum, þriðjudög um, miðvikudögum, fimmtudög um, laugardögum og sunnudög um. Frá Osló á laugardögum, frá Bjöi’gvin og Færeyjum á miðvikudögum. Þar sem Viscountflugvélin „Gullfaxi“ verður jiú seld, verða allar millilandaferðir fé- lagsins í vetur flognar með Cloudmaster fluvélum og Friendship skrúfuþotum. Milli Reykjavíkur og Akur- eyrar verða tvær ferðir á dag alla virka daga og ein ferð á sunnudögum. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir á dag á mánudög- um, þriðjudögum, fimmtudög- iim, föstudögum og laugardög- um, en ein ferð á miðvikudög- um og sunnudögum. Til ísafjarðar verður flogið alla virka daga. Milli Egilsstaða og Reykjavík ur verður flogið alla virka daga og milli Akureyrar og Egils- staða á miðvikudögum og föstu dögum. Milli Reykjavíkur og Húsavíkur verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum, og milli Húsavík ur og Þórshafnar á laugardög- um. Til Hornafjarðar verður flogið á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum, og milli Hornafjarðar og Fagurhólsmýr ar á miðvikudögum. Til Patreks fjarðar verður flogið á þriðju- "dögum, fimmtudögum og laug- ardögum. Til Sauðárkróks verð ur flogið mánudaga fimmtu- (Framhald á blaðsíðu 2.) VEGIRNIR LÁGHEIÐI var þungfær í gær og Siglufjarðarskarð ófært. — Vaðlaheiði var fær en vegurinn mjög háll. Þung færð var í Langadal og Möðrudalsfjöll tal in ófær. Aðrar leiðir voru greið ar, á Norðurlandi, að sögn Vega gerðarinnar í gær. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.