Dagur - 05.11.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 05.11.1966, Blaðsíða 8
8 SaiÁTT OG STÓRT Pabbi hjálpaði bara pínulítið við að byggja þetta barnahús. , (Ljósm.: E. D.) SSÍSSSSSSSSÍSSSSÍSSÍÍSSSSÍSSSSÍSSÍSíSSSSSÍSæSÍSSSSSSSSSSÍSÍSSÍSSSSS^SSSíSÍSSSSÍSSSSSSÍSSSSSÍSÍSSSSSSSSSSÍ Margar nýjar bækur fyrir jólin DÁGUR hefur aflað sér nokk- urra upplýsinga um helztu bæk ur sem komnar eru á markað, eða koma á markað nú yfir jólin. Skáldsögur innlendra höf- unda eru allmargar. Af bókum eldri höfunda mætti nefna „Tuminn og teningurinn11 eftir Guðmund Daníelsson (ísafold) og „Skammdegi“ eftir Krist- mann Guðmundsson (Bókfell). Til eldri höfunda mætti ef til vill einnig telja þá Ingólf Jóns- son frá Prestbakka og Ásgeir Jónsson. Hin nýja skáldsaga Ás geirs heitir „Tvær tunglskins- nætur“ (Fróði), en saga Ingólfs „Láttu loga, drengur“ (Skugg- sjá), og fjallar hún um ævin- týraheima peningafurstanna í höfuðborginni. Til þessara eldri höfunda mætti ef til vill einnig telja Bjarna Þorsteinsson, þótt saga hans „Ást í meinum" (Fróði) sé byrjandaverk. Af skáldsögum yngri höfund um ber sjálfsagt fyrst að telja „Tómas Jónsson“ eftir Guðberg Bergsson (Helgafell), en ýmsir telja það forvitnilegasta bók- menntaverk ársins. Þá er það hald manna, að skáldsagan „Sódóma og Gómorra“ (Helga- fell), eftir Ulf Þormóðsson, en það er fyrsta bók hans, muni talsvert lesin og rædd. Þá mætti nefna „Skipin sigla“ eftir Steinar Sigurjónsson (Helga- fell) og „Heimur í fingurbjörg11 Hundpestin stöðvuð við Hvalf jörð? HUNDAPEST sú, sém herjar á Suðurlandi, allt frá Skaftafells sýslurn til Hvalfjarðar, virðist nú í rénum. Þótt prestin sé bráð smitandi og geti borizt með. mönnum, eru talin nokkur lík- indi til þess, að hún breiðist ekki yfir stærra svæði landsins. Til varnar útbreiðslunni var niðurskurður fyrirskipaður en ekki bólusetning til lækninga eins og tíðkast í nálægum lönd- um. Q éftir 'Magnús Jóhannsson frá Hafnamesi (Mál og menning). Bók Magnúsar mun á margan hátt mjög athyglisverð. Þá eru.það nú blessaðar kon- urnar. Þeim hefur nú ekki fall ið penninn úr hendi fremur en fyrri daginn. Ný bók eftir Guð rúnu frá Lundi og Ingibjörgu Sigurðardðttue telst kannske varla til tíðinda. Bók Guðrúnar í ár nefnist „Dregur fyrir sól“ (Leiftur-) og er framhald sögu hennár frá fyrra ári. Bók Ingi- bjargar heitir „Á blikandi vængjum“ (BOB). Þá er Þor- björg Árnadóttir með nýja skáldsögu, „Leynigöngin“ (ísa fold). Skáldsaga Grétu Sigfús- dóttur „Bak við byrgða glugga“ (A. B.) er komin út fyrir nokkru og hefur hlotið góða dóma. Ingibjörg Jónsdóttir, sem ýmsir telja með beztu kven-rit höfundum okkar, sendir frá sér nýja skáldsögú „Hellir hinna dauðu“ (Leiftur). Loks mætti nefna „Drengirnir á Gjögri“ eftir Bergþóru Pálsdóttur (ísa- fold), en bók hennar mun vera byrjandaverk. (Framhald á blaðsíðu 7). Ný virkjun leggur Laxárdal í eyði Kasthyammi 16. okt. Sú lang- þráða stund, að Laxárrafmagn komi hér í dalinn, varð seint í gærkveldi, er kveikt voru ljós á nokkrum bæjum, en hinum í dag, nema einum þar sem eftir er að ganga frá lögnum innan- húss en það verður næstu daga. Við erum glöð og þakklát fyrir þessa :framkvæmd, sem við er- um búin í mörg ár að horfa á rafljósin í sveitunum í kring, og finnast þá enn meira til um myrkrið hjá okkur en áður var, því fátt breytir heimilunum meira til prýðis en rafljósin, auk allra annarra nota af því, en dýrt er það, og þessar fram- kvæmdir allar. En það eins og gleymist — að minnstakosti í bili — þegar horft er á ljósin. Það hefur komið mörgum und- arlega fyrir sjónir að við, hér í næsta nágrenni Laxárvirkjunn ar skulum ekki vera búin að fá rafmagnið fyrir löngu. Há- spennúlínan var lögð úr Reykja dal'í fyrrdh'aust'. Inrianhúslagn- ir hefur Þorgeir Jakobsson frá Brúum gert að mestu leyti. Á þessari línu er hærri sþenna en áður hefur verið, eða 440 volt, og er hægt að nota nærri helm- ingi grennri jarðstreng í úti- hús, en með lágu spennunni, og munar það allt að helmingi á verði, og er þetta mikilsvert atriði, vegna súgþurrkunnar, auk þess sem flestir vilja fá raf ljósin í útihúsin því þau eru dýrðleg þar sem annarsstaðar. En fjárhúsin eru víðast nokk- urn spöl frá bæjarhúsunum. Laxárdalur er fyrsta sveitin á landinu, sem fær þessa spennu, en einnig verður þetta i Keldu- hverfi. Ég endurtek þakklæti okkar fyrir rafmagnið. En þessu fylgir nokkur skuggi, því undanfarin ár hafa farið fram umfangsmiklar rann (Framhald á blaðsíðu 7.) ÁFENGISMAGNH) Margskonar fróðleikur og at- liyglisverður er í áliti þing- mannanefndarinnar, sem um getur í leiðara blaðsins í dag. Þar kemur m. a. fram, að Á- fengisverzlunin hefur á árinu 1964 selt rúml. 1 millj. lítra af áfengi, sem jafngildir 368 þús. 1. af hreinum vinanda. Þetta svaraði til nálega tveggja lítra á mann í landinu það ár. Ann- ars staðar á Norðuriöndunum virðist áfengisneyzlan vera mun meiri en hér, og telur nefndin það stafa af því, að þar sé leyfð sala áfengs öls. Árið 1964 var hún mest í Danmörku, nál. 5 lítrar. Á tímabilinu 1935 —1965 var salan minnst 1941 og 1942, en þá var hér áfengis- skömmtun. Hætt er við, að sala á þessu sviði sé ekki sama og neyzla. OFDRYKKJUMENN OG DR YKK JUSJÚKLIN G AR Dr. Tómas Helgason læknir og prófessor í geðlækningum gizk ar á, að hér á landi séu nú um 2300 ofdrykkjumenn, þar af allt að 1600 drykkjusjúklingar (10% af þeim konur). Ðrykkju sjúklinga segist hann nefna þá „ofdrykkjumenn, sem eru orðn ir svo háðir áfengi, að áfengið hefur valdið greinlegum skap- gerðarbreytingum eða er farið að hafa áhrif á andlegt og lík- amlegt heilsufar, samskipti við aðra, eða félagslega og fjárhags lega afkomu eða þeir, sem sýna einkenni um, að yfirvofandi sé, að áfengi hafi þessi áhrif.“ — Á árunum 1953—64 leituðu sam tals 1706 einstaklingar sér lækninga hjá áfengisvarnadeild Heilsuvemdarstöðvar Reykja- víkur, sem Alfreð Gíslason veitir forstöðu . „DEYJA FYRIR ALDUR FRAM Alfreð Gislason læknir segir að af 1706 einstaklingum, sem leitað hafa til áfengisvama- deildarinnar ú 12 árum, séu 131 látnir fyrir árslok 1964 og hafi verið gerð skýrsla um aldur þeirra og banamein. Af þeim hafi 36 látizt af slysförum, en 17 framið sjálfsmorð. Rúinl. 70 létust innan við fimmtugs ald- ur. Af þeim sem til áfengis- vamadeildarinnar leituðu, voru 8% konur. Af 1706 einstakling um voru 37 á aldrinum 17—19 Norðntenn banna veiðar síidar NORÐMENN ha'fa nú bannað veiðar makríls og síldar í Norð- ursjó og Skagerak og gekk það bann í gildi 1. nóvember. Ht'á- efnisbii'gðir verksmiðjanna eru nú mjög miklar, svo nauðsyn • þótti að stöðva veiðarnar. Bann þetta var útgefið að loknum fundi leiðtoga samtaka síldar- og makrílseljenda og er á þessa leið: „Vegna söluerfiðleika hafa samtök norskra síldarkaup- manna, samtök saltsíldarselj - enda og norskra makrílkaup- manná, með heimild í fimmtu grein fiskilaganna, ákveðið að- nótaveiðar makríls og> .síldar í ' Norðursjó og Skagerak skuli' bannaðar frá og með 1. nóvem'- ' ber. — — —“ • ..... ' Undanþegnar eru veiðar - til manneldis. Samanlagður afli síldar og makríls í Norðursjó á þessu ári var orðinn yfir 9 millj. hektó- lítra og aflaverðmæti talið 274 millj. norskra króna. Er þetta nær þriðjungi meira aflamagn og á sama tíma i fyrra. □ ára og 520 innan við þrítugs- aldur. „Drykkjumenn deyja fyrir aldur fram“ segir læknir- inn, og dánarorsakimar, sem nefndar voru hér að framan, eru einkennandi í þeirra hópi, að sögn hans. ÁFENGH) OG SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Margt er átakanlegt í skýrslum þeim, sem hér eru nefndar, og vissulega hjálpar þörf. Enginn þeirra, sem nefndin leitaði til, virðist telja áfengisbann fram- kvæmanlegt eins og sakir standa, eða það virðist a. m. k. hvergi koma fram. Ýmsir telja fordænii mikilsverð og á því byggast tillögur, sem stundum hafa komið fram um að hætta öllum vínveitingum á vegum hins opinbera og stofnana þess. Á það ekki að vera hlutverk Alþingis íslendinga, að inarka úkveðnar leiðir ut úr myrkri áfengisbölsins hér á landi? Ætti það ekki að vera hlutverk Sam einuðu þjóðanna, að reyna að fá samkomiilag um takmörkun á framleiðslu áfengis? Mú ekki til sanns vegar færa, að „heims friðinum“ stafi hætta af áfeng- inu? 82 NAUÐUNGARUPPROÐ I Lögbirtingarblaðinu 19. okt. auglýsti yfirborgarfógetinn í Reykjavík nauðungaruppboð á 79 húseignum og 3 vélbátum. Uppboðin eiga að fara fram mánudaginn 21. nóv. og þriðju- daginn 22. nóv. VEÐDEILD BÚNAÐAR- BANKANS Framsóknarmenn í efri deild Alþingis flytja enn á ný frum- varp til laga um nýjar ráðstaf- anir til að efla veðdeild Bún- aðarbankans og gera hana starf hæfari en hýn er nú. Gert er ráð fyrir, að ríkissjóður leggi veðdeildinni til 20 millj. kr. á ári, og að veðdeildarlánin verði allt að 70% af yirðingarverði, til jarðakaupa, en annars allt að 60%. Þá er gert ráð fyrir, að Seðlabankinn láni deildinni allt að 100 millj. kr. með 5% vöxtum. Ennfremur á deildinni að vera heimilt að gefa út bankavaxtabréf og greiða allt að 40% hvers láns með slíkum bankavaxtabréfum, ef um jarða kaup er að ræða, og myndu selj endur jarðanna þá fá þau upp í jarðarverðið ásamt þeim hluta Iánsins, sem greiddur yrði í pen ingum. Þeir ættu þú aðgang að veðdeild um greiðslu vaxta og afborgana af bréfunum í stað innheimtu hjá kaupanda. Með jiessu frumvi, ef að lögum verð ; ur* yrði mjög yyeitt fyrir jarða kaupum hér ú landi. Framsögu maður þessa máls er Páll Þor- steinsson. ILLA ER KOMIÐ Þegar frumvarp ríkisstjómar- innar um nýjan skatt af veiðar færuin var til umræðu á Al- þingi fyrir skenmistu sagði Jón Skaftason m. a.: (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.