Dagur - 05.11.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 05.11.1966, Blaðsíða 4
5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Bitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Áfengismál á Alþingi HINN 13. maí 1964 samþykkti Al- þingi að kjósa 7 þingmenn í nefnd til þess, eins og í samþykktinni seg- ir, að „rannsaka svo sem verða má ástandið í áfengismálum þjóðarinn- ar og eðli og orsakir þessa mikla vandamáls“. Var nefndinni ætlað að kynna sér framkvæmd áfengismála og starfsemi bindindissamtaka, end- urskoða áfengislöggjöfina og gera rökstuddar tillögur um úrbætur. í nefndina voru kosnir alþingismenn- imir Alfreð Gíslason, Axel Jónsson, Einar Ingimundarson, Ingvar Gísla- son, Jón Þorsteinsson, Magnús Jóns- son og Sigurvin Einarsson. Magnús var kosinn formaður, Sigurvin ritári og Ingvar framkvæmdastjóri nefnd- arinnar. Nefndin mun hafa skilað áliti tímanlega á þessu ári. Nú hafa verið lagðar fram á Al- þingi tillögur nefndarinnar um breytingar á áfengislögum. Fylgir því Iöng greinargerð, um 70 blaðsíð- ur prentaðar. Koma þar fram athuga semdir nefndarinnar og hugleiðing- ar ásamt fjölda fylgiskjala, en í þeim skjölum em álitsgerðir, skýrslur og tillögur ýmissa stofnana og forstöðu- manna, sem nefndin hefur leitað til. Ekki er kunnugt um, hvað einstakir nefndarmenn kunna að hafa haft fram að færa til úrbóta í þessum efn- um, en í tillögunum, sem fram eru komnar á Alþingi er það eitt, sem allir nefndarmenn hafa orðið sam- mála um. Þar er m. a. lagt til að hverju veitingahúsi, sem vínleyfi hefur, skuli skylt að hafa fjórða hvert laugardagskvöld vínlaust. Einnig er lagt til að ökumönnum verði bannað að taka „ölvuð ung- menni yngri en 21 árs til flutnings í bifreiðum sínum eða leyfa þeim áfengisnyezlu þar“. Því miður eru lagasmiðir þjóðarinnar meiri óhófsmenn í notkun áfengis en vera ætti. Betra en smábreytingar á áfeng- islöggjöf þjóðarinnar væri það, að núverandi áfengislöggjöf væri virt og framkvæmd undanbragðalaust. A bls. 61—62 í nefndarálitinu eru prentaðar tillögur og ábendingar í 22 töluliðum, sem Stórstúka íslands hefur sent þingmannanefndinni. Þar er m. a. lagt til: Að danskennsla sé gerð almenn í skólum. Að opinber styrkur til félaga, sem starfa að æskulýðsmálum og telji unglinga innan sinna samtaka, sé bundinn því skilyrði að þau haldi fullkomið vínbindindi í félagsstarf- semi sinni og á félagssamkomum. Að svonefnt skipa- og flugvéla- áfengi verði afnumið. Að bindindismenn gangi, að öðru jöfnu, fyrir um val til opinberra starfa og að drykkfelldir menn séu alls ekki til þeirra ráðnir. O ^ s> . ^ •s'% Háls í Fnjóskadal. SÉRA FriSrik A. Friðriksson prestur á Hálsi í Fnjóskadal og fyrrum prófastur 4 Húsavík er sjötugur orðinn. Hann átti því að vera hættur prestskap sam- kvæmt "laganna hljóðan. En svo vel ber hann aldurinn og svo vel endist honum eldur fjörs og gáfna, að hann kaus að halda áfram prestskap í stað þess að setjast í helgan stein og meta Fnjóskdælir það að verðleikum, að hafa fengið hann fyrir sálu- sogara. Séra Friðrik er málsnjall hug sjónamaður, frjálslyndur í skoð unum, bindindissinnaður gleði- maður, listhneigður mjög og með afbrigðum vinsæll. Mikill lífsþróttur og starfsgleði hafa enn haldið þreytu og lífsleiða í fjarlægð. Hinn sjötugi prestur er víð- förull maðui- og vel menntaður, og hann er einna lengst frá þeirri ósjálegu mynd, sem ég á í huga mínum um pokapresta. Hann varð guðfræðingur frá Háskóla íslands árið 1921 en hélt síðan vestur um haf til framhaldsnáms í kirkjusögu, trúarsálfræði og prédikunEU'- fræði og gerðist að því búnu prestur vestra, bæði í Kanada og Bahdaríkjunum. En Húsavík urprestakalli þjónaði hann frá 1933 til ársins 1962 og prófastur í Suður-Þing.prófastsdæmi litlu skemmri tíma. Þátttaka séra Friðriks í fé- lags- og menningarmálmn á Húsavík og í Þingeyjarsýslu hef ur verið mikil og margþætt og verður hér ekki rakin, en til gamans má á það minna, að hann var lengi söngstjóri Þryms og hefur bæði fengist við tón- smíðar og ljóðagerð. Drátthag- ur er hann og nótnaskrift hans er talin listaverk. Um það vitna Passíusálmasönglög, valin og teiknuð af honum og kórlög, sem hann einnig teiknaði og valdi til útgáfu. Kona séra Friðriks A. Frið- rikssonar er Gertrud Estrid Eb'se, dóttir Holgeirs Nielsens skjalavarðar í Kaupmannahöfn og hafa böm þeirra stofnað eig- in heimili. Séra Friðrik var svo vinsam- legur að líta inn á skrifstofur blaðsins í haust. Hann varð vel við þeim tilmælum að svara nokkrum spurningum blaðsins. Léttur er hann í máli og gaman samur, en undir niðri mun hann vera mikill alvöru- og trú maður. Ljúkum svo þessum for mála og fer viðtalið hér á eftir. Er trúarlifið áð breytast á landi hér? Sú trúrækni, sem almennust var og ég ólst upp við um og eftir aldamót, hefir mikið breytzt. Húslestrar svo að segja horfnir og kirkjusókn orðin lít- il, einkum í þéttbýlinu. Fólk er orðið óskaplega tímalaust. Vinn andi fólk hefir engan frið fyrir annríki, og tómstundafólk eng- an frið fyrir glaumi, sem upp á það er troðið nótt og nýtan dag. Ýmislegt bendir þó til þess vor á meðal, að um trúmál sé hugs- að. Söfnuðir gera myndarleg átök vegna kirkna sinna, svo að nú fækkar þeim stöðum, þar sem guðshúsið er eins og hrör- (Ljósm.: E. D.) benda á afkristnaða menn, sem í krafti skoðana sinna afnámu mannréttindi og drýgðu fjölda- morð. Hlutlægt séð, eru þetta vondir menn. Þó eru þeir sjálf- um sér samkvæmari en margir grandvarir og ágætir vantrúar menn, sem telja siðferðilega yfirburði sina og sinna líka til orðna af sjálfu sér. En ég skal nefna dæmi um trúað fólk. Á fyrstu prestsskaparárum vestan hafs kynntist ég ís- lenzkri landnámskonu, norður- þingeyskri að uppruna. Hún var fátæk móðir margra barna. Jafnframt var hún ólaunuð Ijós móðir og læknir byggðarinnar, ins. En þar skjátlaðist mér: All h-, sém þekktu mann þennan vel, fullyrtu að hann væri ein- lægur trúmaður, og — að trúar legur hugsunarháttur hans væri þessi: Ég er óupplýstur maður og allsófær um að hafa eigin skoðanir á trúarefnum. Lærðu mennirnir, prestarnir, verða að bera ábyrgð á þeim. Ég trúi því, sem þeir segja mér, og geri það, sem af mér er kraf izt, — sæki kirkju reglulega, geld sóknargjöld og geng um með samskotadiskinn, þegar þess er óskað. Ég er syndari. En skuldir mínar við Guð, get ég ekki sjálfur greitt, hvorki stórar né smáar. Það gerir Kristur fyrir mig. Og hann er svo ríkur og góður, að það mun ar hann engu, hvort skuldin er stór eða smá. Þess vegna má ég alveg eins vera stórsyndari. Gegn þessari guðfræði hefir þú barizt? Barizt? Nei, ekki verulega. Ég er satt að segja lítt lærður guðfræðingur og auk þess mein laus friðsemdarmaður, — miklu hneigðari til hollustu en upp- reisnar. Ég hefi bara aldrei skil ið það, að viðleitni syndugs manns til að betra sig væri með öllu gagnlaus til sáluhjálpar, og þá heldur ekki predikað það. Mér er ómögulegt að skilja hin biðst gistingar. Þetta vár að vísu allra vænsti'karl, en svaka' fenginn nokkuð og ekki ávallt orðprúður. Engin ástæða til að gruna hann um guðrækni. Mér er engin launung á þvi, að mér leiðist heldur að sofa hjá karl- mönnum, og ég varð seinn til svefns, eins og raunar oftar, — samvizkan, sjáðu til! Gamli maðurinn sofnaði von bráðar út frá skrafi okkar. En þegar hann var á milli svefns og vöku, heyrði ég að hann var að tauta bænarvers, sem við kunn um báðir. Eftir þetta sá ég mann þennan í dálítið öðru ljósi en áður, og hefi oft um þetta hugsað. Margir biðja, en miklu fleiri hafa bænarþörf. Helzta hindr- unin þar er vitundin um eigin vilja, sem ekki sé í samræmi við Guðs vilja. Til einskis er að ætla sér að fara á bak við Guð, og þá kannske bezt að segja ekki neitt, biðja ekki neins. Það er breysku barni erfitt, að eiga þann föður, þótt harla góður sé, sem veit allt, sem gerist, og allt, sem er hugsað. Og þó — alltaf má af einlægni biðja eins og beðið var forðum: Guð vertu mér syndugum líknsamur. Ég bygg að það veiti ævinlega svölun. Prestarnir eiga að ganga á :ég*því«ifrarn eftir öllum árum, að umgengni mín við fermingar börn og ungt fólk væri til nokk urs góðs, og mér því óheimilt að bregða mér yfir á aðx'a „hillu“. Ég var seinn til að við- urkenna, að ungmenni létu ferma sig eingöngu fyrir siða- sakir og fermingartekjur. En Friðrik A. Friðriksson. þegar mig fór að gruna, að þess gei'ðust dæmin, hætti ég að vera fjölbýlisprestur, — vár að vei-ða gamall og taldi rétt að víkja fyrir yngri mönnum, sem Enginn getur neitað sambandi trúar og siðgæðis, segir séra FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON þrestur á Hálsi í Fnjóskadal legur skúr við hliðina á hinum nýju, reisulegu mannabústöð- um. Mikið er lesið og rætt um dulræn efni. Alltaf er talsvert hnjóðað í kirkjuna sem stofn- un, sumpart þarflega, sumpart af gömlum innantómum vana. Á það ber líka að líta, að hér í okkar skikkanlega þjóðlífi hef ir til skamms tíma verið svo lítið um spennandi árásarefni, að rithöfundar urðu að grípa til prestanna, allt frá dögum Sig- valda klerks í „Manni og konu“. Nú njóta stjómmála- og kaup- sýslumenn vaxandi athygli, og ætti þá að létta ögn á okkur prestunum. En þrátt fyrir allt hnjóð, hygg ég að kirkjan og málstaður hennar sé miklum meiri hluta þjóðarinnar kær. Og víst er um það, að menn eru yfirleitt hættir að hampa van- trú sinni sem gáfnavottorði. Ytri trúarleg viðhorf hafa ávallt verið breytileg frá þjóð til þjóðar, frá manni til manns. Nýjar hugsanir, ný tækni, breyttir þjóðhagir, hljóta hvexju sinni að hafa áhrif á form og túlkun trúar. En trúar kjaminn er ávallt hinn sami. Traustið á æðri mátt, sem yfir oss vaki, ásamt þeim skilningi, að mannlegur persónuleiki sé stei'kari en hnignun og hel, — þetta breytist ekki. Viltu nefna dæmi um trúað fólk eða vantrúað? Ég held ég láti vanti'úardæm in vera. Þar hefir fólk úr nógu að moða á vorri tíð. Nóg er að og yfirleitt öllum ótrauð hjálp- ai'hella í vanefnum og bágind- um frumbýlisins. Hún lét lítið af trú sinni. Börn sín ól hún upp í lotningu fyrir Kristi og kærleiksboðum hans. En vitað var, að um Krist trúði hún því einu, sem henni sjálfri þótti trú legt. Kona þessi dó af slysför- um rúmlega sextug. Sumir nán ir vandamenn hennar, sem vissu öll skil á „réttri trú“, töldu að vantrúar vegna mundi hún fara illa eftir dauðann. Jafn framt sættu þeir sig við það sem Guðs vilja. Hvílík trú! Á þessum árum varð maður nokkur oft á vegi mínum, þótt ekki minnist ég þess, að við yrt um nokkurn tíma hvor á ann- an. Hann var rumur vexti og stórskorinn í andliti, og kom mér allskuggalega fyrir sjónir. Enginn vissi uppruna hans né hvort hann hefði haft fjái'muni meðferðis, er hann settist að í byggðinni. Hitt vissu allir, að hann var leynivínsali. Félítil bæjaryfirvöld og kaupsýslu- menn settu það ekki fyrir sig, því að kreppan lá þungt á og hann hafði alltaf nóg fé til út- lána. Loks átti hann hálfan bæ inn. Nú er það svo um mig, að mér hættir mjög til að vanmeta leynivínsala, þótt ýmsir aðrir líti á þá sem þjóðhetjur. Og þú getur nærri hvemig ég tor- trygginn maður og þröngsýnn í þessum efnum, lagði það út, að þessi leynivínsali var einn allra kirkjuræknasti maður bæjar- alvöruþrungnu siðgæðisboðorð Fjallræðurmar og alls Nýja- testamentisins þannig, að góð breytni sé bara sáluhjálpar- punt. Kannske á ég eftir að skilja það, — og er ég þá minnt ur á orð ágæts kennara míns forðum, þegar honum fannst ég óþarflega og meinlega seinn til að skilja eitt stærðfræðidæmið. Að viðureign lokinni vai'ð hon- um að orði: „Gott, þegar Frið- rik segist skilja, þá skilur hann“. Guðfræðilegt skilningsleysi er spauglaus hlutur, og ekkert gaman að baka sér andúð mætra manna, sem öðruvísi hugsa, og svo stöku sinnum nokkur vel útilátin illmæh. Hvað viltu segja um kvöld- bænina? Bænin er bezta tækið, sem mönnum er almennt tiltækt í baráttunni við freistni og hvers konar vanmátt. Að biðja moi'g- unbænar er að slá ákveðinn, hreinan tón fyrir sönglag dags- ins. Og sérhver sá, sem af nokk urri einlægni og skilningi gerir ráð fyrir tilvist ósýnilégs heims, þar sem bæði ill og góð öfl séu að vei-ki, hlýtur að gera sér grein fyrir gildi þess, að ákalla vernd hins góða, þegar hann sjálfur sleppir tökum í dvala svefnsins. Enda munu fleiri biðja kvöldbænar en af er lát- ið. Ég man ævagamalt atvik. Ég var þá ókvæntur og bjó einn i litlu húsi. Seint að kvöldi kem ur til mín gamall maður og undan í fögru lífemi, er ekki svo? Finnst þér kannske að við gerum það ekki? Nú er ég hissa. Jú, víst eigum við að gei'a það, og vonandi er þá fag- urt líferni einhvers virði í til- verunni. En siðgæðisforusta er áhættusamt fyrirtæki og í viss- um skilningi svo mikið fórnar- starf, að næstum er óhugsandi að ófullkomnir menn leggi út á þá braut án þess, að hafa von um að oi'ka einhverju til góðs, þrátt fyrir allt. Það er varhuga vert, að gerast kennari í góð- akstri og eiga það á hættu, að aka útaf. En nauðsynlegt er, að einhver taki á sig þá áhættu. Og auðvitað skeikar okkur pi'estuniun mai'gvíslega, — til allrar lukku fyrir skáldin. í myrkviðum torveldrar heim- speki og sundurleitra siðgæðis- skoðana er vegurinn vandratað ux'. Þar er skiljanlega gagns- laust, að „blindur leiði blind- an“. En það getur verið blind- um manni betra en ekki, að láta leiðast af þeim, sem er bara hálfblindur, —* og skilur þá sennilega betur, sakir eigin sjón depru, böl blindingjans. Það kemur sér betur, að þú ert ekki skriftafaðir minn, svo að ég þai-f ekkert að segja þér um minn „góðakstur“. En mér hef- ir verið margságt að ég væri á skakkri hillu, og einstaka mað- ur hefir látið hafa það eftir sér að ég væri söfnuðum mínum sálarháski. Eigi að síður trúði skildu samtíð sína betur. En, út af þessu skrafi um ekki- óskeikula siðgæðisforustu okk- ar prestanna, skal ég segja þér, að fyrir 37 árum sótti ég 3 mán aða námskeið í predikunar- fræði. Ég man alltaf fyrsta verk efnið. Við áttum að gera sundur liðað uppkast að predikun um Salómon konung Davíðsson sem dæmi þess, hvernig Guð getur notað breyska og skamm sýna menn til að gera góða og veglega hluti. Þú skilur að mér og mínum líkum verði slík sjón armið minnisstæð. Nú, og úr því að ég minntist á fermingartekjur barna, (hin- ar koma ekki þessu máli við), þá skal ég bæta við sannri sögu. Fyrú nokkrum árum var ég gestur í einu stói-hýsi Reykja- víkur, margra hæða og margra fjölskyldna. Ungmenni í einni af þessum fjölskyldum hafði vei-ið fermt fyrir hádegið. Síð- degis kemur amman (nýkomin til Reykjavíkur) og spyr, hvei-j um hafi verið boðið í veizluna. Móðir barnsins svaraði því. „Hvað! Blessað bamið hefir ekkert upp úr þessu!“, sagði amman hneyksluð. Gamla kon an tók svo málið í sínar hendur og bauð um 30 manns. Er ekki prestsstarfið mann- bætandi? Það held ég hljóti að vera. Sæmilega gefinn og vandaður maður í slíkri stöðu hlýtur að ganga ofurlítið hægar um dyr veraldlegra lystisemda og hugð arefna en hann hefði ef til vill annars gert. Ég hefi oft hugsað um það, að staðan hafi verið mér siðferðileg vernd, þótt eng an veginn dygði til fulls. Stund um hefir meira að segja hvarfl- að að mér, þegar starfsárangur- inn virtist smár, að forsjónin hafi frekar vei-ið að hugsa um mig en söfnuði mína, þegar hún lét það viðgangast, að ég yrði prestur. En ég hefi hririt þeirri hugsun frá mér, — hefði verið, séi'ðu, alltof tillitslaust við söfn uðina. Hvað viltu segja okkur um trú og siðgæði? Það helzt, sem allir ættu að geta sagt sér sjálfir, að í-öklega séð eru trú og siðgæði í órofa sambandi. Það er ein mesta ógæfa mannkynsins, að mönn- um skuli sjást yfir þá stað- reynd. Það er dauðasyndin sjálf. Það, sem einkum ruglar hugsun manns í þessu efni, er hið alkunna, að til ei'u misindis menn, sem lýsa yfir trú sinni, og vandaðasta fólk, sem afneit- ar alli'i trú. Misræmið í orðum °g gjörðum smælingjanna er auðskilið sem ein hlið mann- legs veikleika. Hitt er toi'skilið, að vitrir menn og upplýstir skuli ekki koma auga á það, að siðgæðisþroski er að langmestu leyti arfur frá trúuðum kynslóð um — uppskera af akri, sem búið er að erja og ei-fiða við frá ómunatíð. Meginþorri manna, a. m. k. á Vesturlönd- um, byrjar að njóta þessarar uppskei-u þegar í móðurlífi, öðlast lífsréttindi við fæðing- una, (annai-s hefðum við marg- ir verið boi-nir út), tekur smám saman fyrii-hafnarlaust við inni eign í banka almenm-a ki-isti- legra siðgæðishugmynda, og nýtur síðan mannréttinda, sem eiga sér engan annan grunn en rök trúai-. Því að réttur af sjálfum sér er ekki til í þessum heimi. Rödd samvizkunnar má þagga með kaldri skynsemi. Landslög styðjast við vald. Og réttur kærleikans byggist á trú, og þá helzt og fremst, virðist mér, á kristinni trú. Það er ekki sjálfrátt, hve ýmsir skyn- ugir menn keppast við að af- sanna samband trúar og sið- gæðis. Það getur vei-ið van- hugsun. Raunalegar yfirsjónir kirkjunnar eiga þar eflaust mikinn hlut að máli. En hér getur einnig vei’ið um að ræða sjálfshlífð, meðvitaða eða ómeð vitaða. Akuryrkja, andleg sem veraldleg, er ávallt ábyrgðar- og erfiðisvinna. Sæll er sá, sem hefir nóg brauð á borðum, en hefir engar skyldur við akur- inn, þótt á þeirri tæpu foi-sendu sé, að akur og hveiti séu óskyld. ir hlutir. Þannig er fyrir hendi spúrningin um einlægni bæði þeirra, er játa, og þeirra er neita. Munurinn sá einn, að spurningai-mex-kið gnæfir neon lýst yfir höfði okkar prestanna, en leynist undir frakkafóðri göfugra afneitai-a. Svo virðist að þeir menn séu til, sem hafna trú á Guð og framhaldslíf af fullri einlægni. Þeir menn eru hins vegar ekki til, sem með frambærilegum rökum geti neitað hinu dýpra sambandi trúar og siðgæðis. Það gefur auga leið í ; þessu efni, að þær persónur mann- kynssögunnai-, sem hæst hafa risið í hreinleik og mannást, hafa — næstxxm eða. alveg án undantekningar — gengið fram í nafni og krafti trúar. Ekki síð ur hitt, að voldugir rnenn telja sig tilneydda að afkristna þjóð- ii-nai-, áður en skundað er til óhæfuvei-ka. Tveir voru mestir atburðir ái-sins 1945:' Tilkoma atómsprengjunnar og afhjúpun fangabúðanna, sem sýndu hvert stefnir fyrir hinum hámennt- aða, tæknimáttUga, en afkristn aða og þess vegna samvizku- laus hvíta villimanni. En trúarreynsla þín sjálfs, séra Friðrik? Þar verð ég að tala hóflega. Ég er enginn dulreynslumaður. Það er helzt, að ég þekki frið og fróun bænai-. Þróunarleið mín á sviði trúar og prestsskap ar hefst með því, að móðir mín kenndi mér ki’istindóm mjög ungum. Sem bai-n grét ég yfir því, hvemig farið var með Jesú. Þegar ég stálpaðist, heyrði ég úr öllum áttum vantrúaryfh-- læti hinna gáfuðu, og margir hinna miður gáfuðu tístu með. Ég slapp ekki hjá efasemdúm. En þær voru ekki sársaukalaus ar. Því að hollustan var alltaf trúai-megin. Síðan hefir svó allt það, sem ég hefi valdið af skyn- samlegri hugsun, fest mig í þeirri skoðun, að ékkert annað en lífsskýi-ing ki-istindómsins sé boðlegt slíkri furðuverur sem maðurinn er — vitur, syndug* • ur, dásamlegui-, daúðlegur.’ ',í"'' Þú hefir alltaf dáð fágrar listir? Já, dáð, en ekki drýgt. Úneit anlega eru í mér einhvei-jh- strengir, sem alltaf eru þægi- lega snortnir af því, sem fyrr- um var kallað fögur list. Frá blautu barnsbeini heyi'ði ég móður mína fara með vísur óg Ijóð. Hún var sjáíf veí hagmælt og kunni ósköpin öll af kyeð- skap. Ég var snemma látirin lesa í'ímur á kvöldvökum og varð stálsleginn í eddukenning um og rími. Ég fór að hnoða saman vísum, hafði gaman af að söngla falleg lög og hafði hneigð til að krota, en til slíks mátti ekki nota pappír á þeii'ri tíð. Þetta listræna gaman hefir svo alltaf tollað við mig. Nú í ellinni er það mín helzta skemmtun að teikna nótur — líklega vegna þess, að þar er ég kominn í einskonar samsull af dráttlist, hljómlist og ljóðlist! En nú veit ég ekki framar hvað fögur list er. Ég veit bara að jazzið og allt þess sæði er mér líkamleg pynting, — enda eiga þessar organdi, gii-ndai-fullu lag Ieysur sökina á því, að eldrí kynslóðin varð að hætta áð skemmta sér með hinni yngri, til tjóns fyrir báðar. Atómljóð og óræð málverk og höggmynd ir vekja mér enga gleði. Og ég er hálfhræddur um, að allur þessi flótti frá ábyrgri hugsun til duttlunga imdirvitimdarinn- ar stýri ekki að öllu Ieyti góðri lukku. En ég er ekki listamað- ur, því síður listdómari, er bráð um úr sögunni og læt allt skraf niður falla um nýju fötin keis- arans. Þú hefir tekið mikinn þátt í félagsmálum? Hefi talið skyl'du mína, að liðsinna þar eftir mætti. Félags líf er meltingarfæri hugsjón- anna. Menn verða að koma sam an, blanda geði, læra að leggja á sig fórnir og ei-fiði fyi-ir góð málefni, keppa saman að settu marki. Það er furðulegt og mjög meinlegt, hve margir láta sinn hlut eftir liggja i félags- málum. Finnst þér ekki umgengnis- venjum áfátt hér á landi? Jú, það finnst mér. Og ég skil ekki að íslendingar hafi efni á því til lengdar, einir allra sið- aðra þjóða, að fella niður og fordæma öll kurteisisform í ávarpi og umgengni. Mér hefir oft dottið í hug að skrifa um þetta. Kannske kem ég því í verk. Mér er sagt að þú hafir ákveðnar skoðanir í áfengis- málum? Hvergi nærri nógu ákveðnar, þ. e. a. s. ég veit ekkert hvernig á að losna við áfengið. Ég hygg að það séu erigar ýkjur, að 75—80% af allri bölv- un marmkynsins stafi frá áfeng inu. Án áfengis hefðum við betri leiðtoga, betri embættis- menn, margfalt betra félags- og samkvæmislíf, spöruðum stórfé við löggæzlu, læknishjálp o. s. frv., áynnum feikn af, vinnu- tíma og vinnuafköstum, sæjum minna af heimilisböli færri slys, "fáerri eyðilögð mannslíf, færri '•» glæpi. Það er eldgömul saga, að þegar einhvern skal svíkja eða glepja eða meiða, þá er áfengi feynda húsráðið. Hins vegar riiá segja ýmislegt smávegis gott um áfengið. Margir segja að það hafi bjargað lífi sinu sem hitagjafi. Til er fólk, sem gert getur áfengi að skemmtilegu og skaðlausu punti. Og svo má ekki gleyma því, að áfengi er sælugjafi. Og við verðum að hugsa út í það, hvé harkaleg áníðsla það væri, að svipta þá menn áfenginu, sem telja sig hafa þetta eina líf til að lifa, þekkja enga aðra sælulind, hafa engin verðug áhugamál að lifa fyrir og eru að deyja úr leið- indum. Það er ljóst, að áfengið borgar sig ekki þjóðfélagslega, þrátt fyrir „ríkið“. Bann er æskilegt, en örðugt viðfangs. Vínandaauðug hráefni eru alls staðar. Hver getur bruggað, sem kann, vill og má. Betri borgarar og embættismenn yfir leitt heimta sitt „persónufrelsi“, hvað sem tautar. Þeim virðist skapi nær að steypa banni en styðja það. Vínekrur hylja stór svæði jarðarinnar. Áfengisfram leiðsla er veigamikið atvinnu- spursmál fjölda þjóða. Áfengis- jöfrar eru menn, sem ekki láta að sér hæða. Vel þeim, er finn- ur lausn þessa stórfellda vanda máls og leysir það! Skemmtanalífið Á fjáröflunarskemmtun, sem haldin var í loflegum tilgangi, árið 1937, upplifði ég það í fyrsta sinn, að skammast mín fyrir þjóð mína. Vestan hafs (Framhald á blaðsíðu 2)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.