Dagur


Dagur - 16.11.1966, Qupperneq 8

Dagur - 16.11.1966, Qupperneq 8
8 SMÁTT OG STÓRT Bílar sáust „þvers og krus“ í hálkunni. (Ljósm.: P. A. P.) A í Rætt við Guðmimd skipstjóra og Röðvar bryta TJM HÁDEGI á mánudaginn korp strandferðaskipið Hekla til Akureyrar í siðustu ferð sinni til Norðurlands. En skipið hef- ur verið selt slcipafélagi einu i Grikklandi fyrir 16—17 milljón ir ísl. króna og verður afhent hinum nýju eigendum síðar í þessum mánuði. Blaðið náði sem snöggvast tali af skipstjór- anum Guðmundi Guðjónssyni og- brytanum Böðvari Stein- þórssyni. breið, 10 ár me'ð Esju og 5 ár með Heklu. Það er mál að hætta áður en elliglöpin henda mann. Þetta hefur gengið slysa lítið hingað til og gott að geta lokið störfum á þann hátt. Og þegar í land er komið? Kapngki g.æti ég ■ fengið að bera út bloð, ségir skipstjórinn hlæja'ndi,’ en bætir síðan við: Það er erfitt að hætta og fara í land. Þeir erfiðleikar stafa méðfram af því, að það vantar störf við okkar hæfi þegar í land er komið, og það er ekkert gamanmál. Ilvernig skip er Hekla? Langbezta ríkisskipið, 18 ára gamalt, 1456 brúttósmálestir með 156 farþega rými. En nú er Blikur, hið færeyska, nýja skip, byrjað strandferðir og bætir úr brýnni þörf, segir hinn yfirlæt- islausi skipstjóri, sem nú er að láta af farsælli og langri skip- stjórn, og þakkar blaðið sam- talið. Böðvar Steinþórsson bryti. Við leggjum fyrst þá spurn- ingu fyrir brytann, Böðvar Steinþórsson, hvort hann ætli líka í land, er Hekla hættir strandferðum. Nei, við förum fjögur af Heklu yfir á Esju, auk mín þau Ellert Valdimarsson þriðji stýrimaður, Vilhjálmur Odds- son búrmaður og Jónína Guð- jónsdóttir þerna, en við vorum (Framhald á blaðsíðu 7). ' Guðmundur Guðjónsson skipstjóri. Þetta er síðasta ferð Heklu, hér við land, Guðmundur? Já, hingað til Akureyrar. Við erum á leið vesturum, áttum að skreppa til Seyðisfjarðar síðar í vikunni, en af því verður ekki. Þeíta er því síðasta ferðin, áður en skipið verður afhent nýjum eigendum. Við hvaða skipi tekurðu nú, skipstjóri? Ég hætti nú skipstjórn, er orð inn 66 ára, búinn að vera 40 ár á skipum ríkisins, fyrst stýri- maður en síðan 4 ár með Skjald Möðrudalsöræfr lokasl Grimsstöðum 15. nóv. Hér er nú norðanátt og kominn ofur- lítill snjór. Margir voru búnir að taka fé sitt í hús en hinir gera það nú. Það fé, sem ekki er heima, er skammt undan og vei'ður því smalað nú í dag ef veður leyfir. Ekki er mikill snjór á vegum og dálítil umferð hefur verið um Möðrudalsöræfi fram undir þetta. Vegagerðin hefur hjálpað bílum nokkrum sinnum. Síðast á sunnudaginn fóru tveir bílar um og héldu leiðar sinnar aust- ur, og á sunnudagsnóttina komu tveir vörubílar að austan. En nú lokast vegurinn án efa. K. S. GAMANSAMUR ÞINGMAÐUR Skúli Guðmundsson alþingis- maður er skáldmæltur vel og oft gamansamur. Nýlega flutti hann á Alþingi tillögu um at- liugun á því að leggja Fálka- orðuna niður. í greinargerð segir: „Hér er farið frarn á það að fella niður orðuveitingar og spara útgjöldin, sem til þess' fara. Örðan barst frá okkar grönn- um eins og fleira þarflaust tild- ur. Þeir eru vanir þessu, til að mynda Danir. Og sagt er, að Rússar sæmi ýmsa svona skrauti. Það er hengt á vildar- vini valdhafanna í heiðurs- skyni. Þó að sumir þrái krossa, þá munu fleiri mæla, að enginn ís lendingur ætti að dýrka þannig glingur“. FAA GRUNAÐI Fáa mun hafa grunað við lest- ur þessara orða, að sér var um bundið mál að ræða, sem hljóð- ar svo: Hér er farið fram á það að fella niður orðuveitingar og spara útgjöldin, sem til þess fara. Orðan barst frá okkar grönnum eins og fleira þarflaust tildur. Þeir eru vanir þessu, til að mynda Danir. Og sagt er að Rússar sæmi ýmsa svona skrauti. Það er hengt á vildarvini valdhafanna í heiðursskyni. Þó að sumir þrái krossa þá munu fleiri mæla, að enginn íslendingur ætti að dýrka þannig glingur. ERLEND HÚS Það vekur jafnan hina mestu athygli þegar flutt eru hús frá öðrum löndum og sett hér upp. Má í því sambandi minna á norsk hús í Mosfellssveit og íbúðarhús kísiliðjunnar í Mý- vatnssveit. Það er annars furðu Frá Framsóknarfélðgi Eyfirðinga HINN 4. nóvember var haldinn fundur í fulltrúaráði Fram- sóknarfélags Eyfirðiriga.' f upp- hafi fundarins var Einars Sig- fússonar í Staðartungu 'minnzt, en hann var formaður félags- ins. Vottuðu fundarmenn hon- um virðingu sína með því að rísa úr sætum. í stjórn voru kosnir: Stefán Valgeirsson Auðbrekku formað ur, Guðlaugur Halldórsson Merkigili varaformaður. Aðrir í stjórn: Angantýr Jóhannsson Hauganesi, Þórir Valgeirsson Auðbrekkú-og- Ketill Guðjóns- son Finnastöðum. Varamenn: Jón Jónsson Dal- vík, Jónas Halldórsson Rifkels stöðum. Eridurskoðendur voru kjörnir: Kristinn Sigmundsson Arnarhóli og Jón Hjálmarsson Villingadal. í blaðstjórn Dags: Jón Jóns- son, Kristinn Sigmundsson og form. Stefán Valgeirsson, sjálf- kjörinn. Q ** # „Fullt að gera“ og nógur snjór til að moka. (Ljósm.: E. D.) legt, ef það er þjóðfélagslegur hagnaður að því, að reisa erlend liús í Mývatnssveit, þar sem ís- lenzk verksmiðja er framleiðir steina í alla veggi venjulegra íbúðarhúsa stendur við hliðina á innfluttu húsunum. Ef slíkur innflutningur er hagkvæmur, er byggingariðnaður okkar sjálfra naumast á háu stigi, svo ekki sé nú meira sagt. SKÓLI FYRIR BLAÐAMENN Blaðamannafélag íslands hefur tvisvar farið þess á leit við Há- skóla íslands, að hann komi á fót námskeiðum fyrir starfandi og þó einkum verðandi blaða- menn. Tilviljun hefur að nokkru ráðið því, hverjir eru blaðamenn við íslenzk blöð. Sérstaks náms hefur ekki verið krafizt af blaðamönnum. Það er erfitt ve'rk og vandasamt, fyrir blöðin, að. „ala upp“ sína blaða- mannastétt. Mikil gagnrýni á liendur blaðamönnum er ekki ástæðulaus. En námskeið í blaðamennsku gætu leyst ýms- an vanda á þessu sviði. „FARÐU VARLEGA“ \ Við ókum fram hjá stórum flutningabíl á Öxnadalsheiðinni nýlega. Iiann stóð tæpt á vegar brún og bílstjórinn búinn að bera út úr honum farangur og stafla upp. Stöðuljós og inni- ljós voru á bíl þessum og manna von, sýndist okkur. Við nám- um staðar gengum hringin í kring, sáum að bílnum mátti ekki róta um hársbreidd með eigin vélarorku, því að þá myndi hann steypast fram af háum vegarkanti. Enginn mað- ur var sjáanlegur úti og opnuð- um við því bílhurðina, sem var ólæst. Þá hvað við rödd er sagði: „Farðu varlega". Hikuð um við í dyrunum og datt okk- (Framhald á blaðsíðu 7) Ritgerðasamkeppni í TILEFNI af 50 ára afmæli Lionshreyfingarinnar verður efnt til ritgerðasamkeppni hvarvetna, sem hún starfar, og eiga kost á þátttöku allir á aldr inum 14—22 ára. Ritgerðarefn- ið er Leið til friðar. Lionsklúbb arnir annast framkvæmd sam- keppninnar á íslandi, og skulu ritgerðirnar hafa borizt þeim eigi síðar en 10. desember. Bezta ritgerð, er berst hverjum klúbbi, fær 2.500, króna verð- laun. Síðan verður dæmt milli ritgerðanna, sem klúbbarnir verðlauna, og hlýtur íslenzki sigurvegarinn í samkeppninni 10.000 krónur í verðlaun. Lionsklúbbarnir á íslandi eru nú 34 og starfa víðs vegar um land. Mun því mikill fjöldi ungra íslendinga eiga kost á þátttöku í samkeppnínni, en klúbbarnir leita samstarfs við skólana um framkvæmd henn- ar. Dómnefnd íslenzka umdæm- isins skipa: Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hæstaréttarlögmað ur, Helgi Sæmundsson, ritstjóri, og Magnús Þ. Torfason, pró- fessor. Metur hún ritgerðirnar, sem hljóta verðlaun hinna ein- stöku klúbba, og slcer úr um hver þeirra beri af. (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.