Dagur - 21.12.1966, Blaðsíða 5

Dagur - 21.12.1966, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Verkefnin í ÚTVARJPSRÆÐU, sem Eysteinn Jónsson flutti í tilefni af 50 ára af- mæli Framsóknarflokksins, drap hann á ýmis viðfangsefni, er fram- undan væru og biðu úrlausnar. Framsóknarflokkurinn myndi „beita sér fyrir því, að upp verði teknir NÝIR stjórnarhættir, sem liæfa nú- tíma viðfangsefnum. Skynsamlegur áætlunarbúskapur, þar sem hið nauð synlegasta sitji fyrir. Öflug forusta ríkisvaldsins, sem ekki byggist þó á því, að ríkið gíni yfir öllu, heldur hafi samstarf við liin frjálsu öfl í félagsstarfi og einstaklingsframtak- ið. Frumkvæði ríkisvaldsins komi til og forusta til örvunar framtaki fé- laga og einstaklinga og samstarf við val verkefna og framkvæmda þeirra. Er Jrað jafn fjarri, að með Jjessu sé átt við acf færa allt á vegu ríkisins og hitt, að ríkisvaldinu beri að halda að sér höndum og allt fari sem verkast vill. Byggt sé á blönduðu hagkerfi, sem Framsóknarflokkurinn hefur ævinlega aðhyllzt og kemur þar jöfn urn höndum til greina samvinnu- rekstur, einstaklingsrekstur og rekst- ur ríkis og bæja, þar sem J>að á við. Öflugar almannatryggingar séu einn af homsteinum þjóðfélagsbyggingar innar. Treysta fullveldi íslenzku þjóðar- innar og standa vökult á verði um sjálfsforræði hennar. Afsala ekki fyr- ir stundarhag dýrmætum réttindum, sem landsmenn einir verða að njóta, ef Jietta á að takast. Ganga ekki und- ir stjórn erlendra aðila. Móta raunsæa utanríkismála- stefnu, sem ekki byggist á einangrun, en gerir skýran mun á samvinnu þjóða annars vegar og sameiningu þeirra hins vegar. Utanríkismála- stefnu, sem byggist á sjálfstæöu mati Jieirra viðfangsefna, sem fullvalda þjóð ber að láta til sín taka. Stefnu, sem miðar að góðri sambúð við allar Jijóðir og náinni samvinnu við ná- granna, en jafnframt sýnt í verki, að Jijóðin kann að setja samskiptum sínum við þá eðlileg takmörk. Efla trúna á landið, náttúrugæðin og möguleika íslendinga sjálfra til þess að lifa góöu og hamingjusömu lífi í landi sínu, enda talar reynslan hér skýrast í lífi íslenzku þjóðarinn- ar. Það hlýtur að vera undirstaða sjálfstæðis hverrar Jijóðar að trúa á land sitt og sína eigin getu til þess að sjá sér farborða. Efla Jiarf íslenzkt framtak og íslenzkan atvinnurekst- ar. (Framhald á blaðsíðu 5). Á (immtð árafug hjá KEA Rætt við Jón Þórðarson húsvörð sjötugan JÓN ÞÓRÐARSON afgreiðslu- maður og húsvörður í aðal verzl unar- og skrifstofubyggingu KEA á Akureyri varð sjötugur 1. desember sl. Hann er maður hógvær, fumlaus, gamansamur, trúr í verki og einn þeirra manna, sem alltaf eru ungir og eiga fremur samleið með ungu fólki en öldnu. Jón er Svarfdælingur að ætt og þykir honum það ekki mið- ur, fæddur á Steindyrum, einn af tíu bömum Þórðar Jónsson- ar bónda þar og konu hans Guðrúnar Björnsdóttur frá Syðra-Garðshorni. Guðrún and aðist að tíunda barni sínu, Árna skólastjóra í Reykjavík, en þá var Jón níu ára gamall. Ári síð- ar lét Þórður Jónsson af bú- skap og þá fór Jón til vanda- lausra og varð að bjarga sér sjálfur. En móðurlausi sveinninn var heppinn, því að hann vistréðst hjá rausnarhjónum á Völlum í Svarfaðardal, séra Stefáni Kristinssyni og Sólveigu Eggerz konu hans og var hjá þeim í fjögur ár. Til Akureyrar flutt- ist hann 1923 og hefur dvalið þar síðan, fyrstu 20 árin var hann verkamaður hjá Kaup- félagi Eyfirðinga síðan 22 ár afgreiðslumaður í Byggingar- vörudeild KEA og er enn, og síðustu 18 árin hefur Jón og Margrét Kristinsdóttir kona hans verið húsverðir í aðal- stöðvum KEA. Andi samvinn- unnar hefur því leikið um Jón þessi ár og telur þessi sjötugi starfsmaður samvinnumanna það sína mestu gæfu, næst því að eiga elskulega konu og góð börn. Blaðið hitti Jón snöggvast að máli og lagði þá fyrir hann nokkrar spumingar. Fer sam- talið hér á eftir. Hvemig líkaði þér á VöIIum, Jón? Þar var gott fólk, margt í heimili og löngum mikið um að vera, gestakomur voru tíðar og búskapur stundaður af kappi. Prestur var fluggáfaður, ræð- inn og gamansamur og frúin var hin mesta rausnar- og myndarkona. Þá var jafnan mannmargt við messu og öllum boðið kaffi á eftir. Að Völlum var þreyttum og svöngum gott að koma, og á Völlum var gott að vera. Þú manst eftir sérkennilegn fólki í Svarfaðardal frá þessum árum? Já, nóg var af því. Þarna á heimilinu var Begga gamla, sem svo var nefnd en aldrei kennd við föður sinn eða for- eldra. Hún vann mikið að tó- skap, hafði gaman að segja frá, einkum kaupstaðarferðum sín- um, hafði rassbögur meira á hraðbergi en aðrir og notaði spakmæli þar sem þau áttu ekki við. Frásagir Beggu gömlu flugu vítt og breitt um sveitina og margir hermdu eftir henni, enda hafði hún sérkennilegan málróm, bæði dimman og lítið eitt ráman. Góð var hún alla tíð við mig blessuð gamla kon- an. Einu sinni fór hún í heim- sókn til mætrar konu og fékk peysupils að gjöf. Þegar heim kom sýndi hún öllum pilsið og var ákaflega glöð og lét móðan mása. Já, ekki eru allar ferðir Jón Þórðarson. til fjár, endaði hún ræðu sína. Þá er kunn sagan af því, þegar prestur vildi fá að sjá kaup- staðarvarning Beggu gömlu, er nýkomin var frá Dalvík. Hún sýndi honum allt, nema buxna- efni. Prestur vildi sjá það líka en sú gamla hnussaði við og sagði, að hann hefði líklega séð svona efni fyrr. En Jónamir, skrikkur og sælor? Jón Jónsson, kallaður sælor, var ársmaður á Völlum á með- an ég var þar, kom 14. maí í 10 stiga frosti vorið 1910 og með aleigu sína á litlum sleða. Á leiðinni gerði hann þessa vísu: Hamingjan mér leggi lið labbar fram í Velli. Það tekur ekki verra við en vatnið þar í Felli. En Jón var áður í Felli, bæ nærri Hóli við Dalvík, og er nú ekki lengur til. Þar bjó þá föð- urbróðir minn, Ágúst, síðar í Yztabæ í Hrísey, afi nafna síns, dýralæknis hér í bæ Þoi'leifs- sonar. En í Felli var erfiður vatnsburður. Jón var bókelsk- ur og las öllum stundum og hann kastaði daglega fram vís- um og var eiginlega taiandi hag yrðingur, en hann var mesti klaufi til allra verka. Oft þuldi hann vísur eftir sig og aðra fyrir prest, einnig kafla úr forn um ritum, sem hann kunni utanað. Hann tínaði að jafnaði en miklu meira er hann fór með skáldskap sinn. Þetta var vænsti maður en ekki eins og fólk er flest og okkur börnun- um var hann góður. Eftir Jóni skrikk man ég einn ig vel því að hann kom oft. Hann var kvæntur og bjó í Skriðukoti, bæ norðan við Ytra- Hvarf og er kotið hans löngu komið í eyði. Þau hjónin skildu og Jón varð hálfgerður um- renningur, var löngum í Skaga firði á sumrin en gekk á milli á Akureyri góðbúanna í Svarfaðardal á vetrum. Hann sagði skemmti- legri sögur en aðrir og var reglulegur brandarakall, sem okkur þótti virkilega gaman að fá í heimsókn. En sagður var hann jafnskreytinn og hann var skemmtilegur. Jón skrikkur eða Skriðukotslangur var mjög hár maður vexti og hið mesta karlmenni. Ég veit ekki hvað valdið hefur gæfuleysi hans. Jón þessi var föðurbróðir Vig- fúsar á Steinsstöðum en hans bróðir bjó á Krossastöðum og hafði þann sið er hann jámaði hesta, að stinga naglbítnum, sem var stórt og mikið verk- færi, upp í sig milli þess sem hann var notaður. Heyfyrning- ar átti bóndinn á Krossastöð- um jafnan. Á hörðu vori kom maður einn þangað með tóman poka. Bóndi stóð í dyrum úti, brýndi stóran hníf og tók lítt undir kveðjur komumanns. Allt í einu kallar hann hátt og harðneskjulega. Bezt að fara að skera. Aðkomumanni féllust hendur og bar aldrei upp erindið. Manstu eftir Birni Snorra- syni? Já, þá var ég smástrákur heima á Steindyrum. Björn kom oft heima og móðir mín gaf honum mat. Á sumrin borð aði hann úti en á vetrum sat hann á fiskasteininum frammi í bæ og neytti matarins þar, því hann vildi ekki vera með öðru fólki. Margir óttuðust hann, einkum bömin. Hann lá í úti- húsum og var tötralegur mjög, girti sig reipi og snærum. En inni á sér bar hann jafnan bæk ur, sem hann las, talinn vel gef inn en auðnuleysingi. Björn var gríðarstór og kraftalegur, enda heljarmenni að burðum. Eitt sinn að sumri til var pabbi að leysa í hey heima á Stein- dyrum. Þá fór Björn um og kallaði pabbi til hans og bað hann að hjálpa sér við að velta böggunum upp í heyið og gerði hann það. Sýndist mér þá bagg arnir fisléttir og svo virtust þeir í höndum hans. Hann rétti baggana upp fyrir sig og þegar það dugði ekki til, rak hann hnefann í þá eins og bolta og skutlaði þeim alveg upp. Um kvöldið, eftir að matazt hafði verið, lagðist Bjöm fyrir í fjár húsgarða, en reipin setti hann við hurðina að innanverðu. Þegar pabbi ætlaði að binda það, sem eftir var af heyinu morguninn eftir, komst hann ekki inn í fjárhúsið, þar sem reipin voru, fyrr en liðið var fast að hádegi. Þá opnaði Björn og var reiður yfir ónæðinu, hljóp niður með Þveránni, reif upp stórgrýti og kastaði því í ána. Hann var enn að kasta grjóti þegar myrkva tók um kvöldið og hafði þá nær stíflað ána. Sumir steinarnir voru fimastórir. Ég hefi aldrei séð önnur eins handtök hjá nokkr- um manni og fer það ekki milli mála, að hann var ógurlegt heljarmenni að burðum. En það fer ekki ætíð saman gæfa og gjörvileiki. Og Þórður gamli í Uppsala- koti hefur verið nágranni þinn? Já, þau bjuggu lengi þar syst kinin, Anna og Þórður, eftir að Jósep, maður Önnu dó. Þau voru barngóð, einkum Anna. Þórður var sísyngjandi og var söngurinn hans yndi. En hann var blestur á máli og hentu gárungarnir gaman að þessum söngt Grafskrift gerði Þórður eftir Jósep mág sinn og var hún á þessa leið: Nú er Jósep lagstur lágt og líka í moldu grafinn. Lengi var hann góður við slátt bölvaður sníkjugoggurinn. Hann sýndi presti og fleirum þetta vísukorn og var allvel ánægður með það. Þau Anna og Þórður voru sérstæð í sin- um háttum og allt kryddaði þetta sérkennilega fólk tilver- una og mannlífið, hvert með sínum hætti. En það var fleira fólk í Svarfaðardal og margt alveg framúrskarandi fólk. Vil ég þar fyrst nefna, auk hús- bænda minna, Vilhjálm á Bakka, sem var 50 ár á undan tímanum í búskap sínum og safnaði um sig unglingum, stundum bara til að dansa. Hann var kominn á kaf í vél- væðinguna, áður en nokkur eyfirzkur bóndi hafði séð hey- vinnuvél, og hann var búinn að slétta mikið af enginu ofan við þegar hann loks fékk fyrstu sláttuvélina. Þá minnist ég Þór arins á Tjörn, sem þá var ung- ur og varð síðar einskonar and- legur héraðshöfðingi í Svarf- aðardal vegna gáfna sinna og mannkosta. Þá má ekki gleyma Gísla á Hofi. Fátt þótti vel ráð- ið nema hans nyti við. Hann var dverghagur og vitur. Á Brautarhóli bjó Kristján faðir Gísla ritstjóra og þeirra syst- kina, mannkostamaður og þann ig mætti lengi telja. Hér á Akureyri hefur þú svo verið á finunta áratug? Já, og hér hefur mér liðið ágætlega, hef verið starfsmaður samvinnusamtakanna nær all- an þennan tíma og séð margar hugsjónir rætast. Oft hefi ég óskað þess, að' vera maður til að gera meira á þessu sviði og leggja samvinnustarfinu mikið lið, svo miklu góðu hefur það til leiðar komið á þessum tíma. Og ég get ekki að því gert, að mér sárnar hve margir mætir og vel viti bornir menn vita lítið um kaupfélags- og sam- vinnumálin. í starfi mínu hefi ég haft tækifæri til að kynnast mjög mörgu fólki og ég hefi verið svo lánsamur að hafa aldrei kynnzt öðru en góðu fólki, þó að margir tali um hið gagnstæða.' Og unga fólkinu á ég það að þakka, að ég er ekki orðinn eldri en ég er. Með því hefur mér alltaf þótt ánægju- legra að vinna og blanda geði, en þeim sem eldri eru. Mér hálfleiðast t. d. sjötugir kallar, .segir Jón að lokum og er þá samtalinu lokið. Blaðið þakkar viðtalið og óskar Jóni til hamingju með sjötugsafmælið. E. D. Rósanf Sigurðsson sjöfugur MEIRA UM HAUGHUSIN ÞANN 12. nóv. sl. birti Dagur dálitla grein eftir mig er ég nefndi Búskapurinn og mykj- an. Forstjóri Teiknistofu land- búnaðarins, Þórir Baldvinsson, svarar þessari grein minni í Degi 3. des. sl. Ræðir um „tvær villur sem nauðsynlegt er að leiðrétta.“ 1. — Ég taldi óráð að ætla sér að tæma alsteypt, dyralaus mykjúhús á þann hátt að stinga mykjusnigli inn um op á vegg ofantil, um það sagði ég: „En það dugir ekki að ætla sér að tæma mykjuhúsið þann- ig, eða réttara sagt, þetta er því aðeins hægt, að gólfi mykju- hússins snarhalli, að þeim stað sem snigillinn kemur inn í hús ið,“ o. s. frv. Hins vegar var ég alls ekki að benda á þetta bygg ingarlag sem æskilegt, þótt það hafi ef til vill ekki komið nógu glöggt fram hjá mér, ég ræddi fremur um annað. 2. — Ég taldi réttara að hafa ökufærar dyr á haughúsinu, og að með því móti notaðist sú tækni að tæma mykjuhúsið með snígli miklu betur. Þórir bendir á að gólfinu megi ekki halla að snigilstæð- inu, það verði að vera flatt, og virðist þá miða við hið sama, sem ég taldi óráð, að sniglinum sé stungið inn um glugga eða op á vegg hússins. Þetta veit Þórir vafalaust betur en ég, og betur en þeir.menn erlendir (t. d. í Noregi) sem helzt hafa átt við þessa snigiltækni. Vel fellst ég á að ekki sé gallalaust að láta gólfinu „snar halla“ að snigilstæðinu. En hvað tekur við þar sem gólfið er flatt, og sniglinum stungið inn um eitt gat á vegg á allstóru haughúsi? Mér skilst að með því móti verði haughúsið aldrei tæmt að fullu, og ekkert ná- lægt því, það hljóti alltaf að verða æðimikið eftir í húsinu, nema með þvj einu móti — sem ég hefi ekki gert ráð fyrir — að takast megi að ryðja þyngdar- lögmálinu úr vegi, eða breyta því verulega frá því sem verið hefir til þessa. Mykjan, lítt eða ekki blönduð vatni. leitar ekki til snígilsins þegar minnka fer í húsinu, og hann dregur hana ekki til sín. Þá eru það haughúsdyrnar. Þórir segir: ,.Nú er hér um að ræða þau haughús, sem algeng- ust eru, þar sem þvag og mykja eru ekki aðskilin og ætti það að vera augljóst, að slík hús verða ekki tæmd út um dyr.“ Þessa fullyrðingu — þetta aug- ljósa mál — skil ég sannast að segja alls ekki. Haughús fyrir blandaða mykju eru algengust, segir Þórir, og vafalaust er það rétt, en þau „verða ekki tæmd út um dyr.“ Hvern- ig tæma bændur, sem búa við slík haughús „sem algengust eru“, þá haughús sín? Er ekki hið algengasta og sjálfsaeðasta, að slík haughús séu einmitt „tæmd út um dyr“, á mismun- andi hátt, nú orðið venjulegast með traktor með moksturtækj- um. Af ummælum Þóris virðist mér helzt mega draga þá álykt- un, að hann telji að haughús fyrir blandaðan áburð eigi að hyggja dyralaus, eða að minnsta kosti án keyrsludyra. Ef svo er finnst mér meira en lítið nýjabragð að hlutunum, geri ráð fyrir að svo muni fleir um finnast innanlands og utan. En er ekki dálítið djarft að byggja þannig, meðan svo er ástatt um tæmingu haughúsa, að: „Um tæki til tæmingar hauggeymslu er það að segja, að fullnægjandi eða æskileg lausn á því máli er ekki enn fengin, hvorki hér né annars- staðar“, svo ég noti orð Þóris þar um. Um „haugflóðið, sem myndi steypast út um dyrnar jafn- skjótt og þær væru opnaðar“, og jafnvel drepa bóndann, ræði ég ekki. Ég geri sem sé alls ekki ráð fyrir þeim byggingar- háttum og vöntun á verkaviti að láta mykjuþungan hvíla á lokuðum hurðum haughússins. Næg úrræði eru til að forðast þennan „háska“, og hafa löng- um verið notuð með góðum árangri, þótt hitt sé því miður, að víða er of illa og sóðalega gengið frá haughúsdyrum og innkeyrslu í húsin. Versti gall- inn er þó víða, of litlar dyr og vöntun á frágangi utan dyr- anna, svo að hætta er á að grjót og rusl komist í mykjuna við mokstur og valdi erfiðleik- um við dreifingu. Á Norðurlöndum, þar sem tíðkast að byggja haughús und- ir fjósum, en það er í Noregi og Svíþjóð norðan til, hygg ég að þess séu vart dæmi að byggja haughús án dyra, þannig að ökufært sé inn í haughúsið, nema þar sem tekin hefir verið upp sá nýi háttur að blanda nægilega miklu vatni í mykj- una, svo hægt sé að dæla henni í belgvagn af einhverri gerð og aka þannig á völl, sem „fljót- andi mykju“. Á „fljótandi mykju“ tækn- inni virðist Þórir Baldvinsson ekki hafa neina trú. Hann tel- ur, að þetta sé „mjög mikil neyðarlausn".------„Það kost- ar ekki minna en tvöfalt rými áburðargeymslanna".-------„og loks eykur það útkeyrslumagn- ið í tonnatali.“ Hér ber mikið á milli, og það er út af þessu sem ég nú skrifa um þessi mál á ný, annars hefði ég vel mátt þegja við „leiðrétt- ingum“ forstjórans í Degi 3. des. sl. Þórir gerir ráð fyrir að blanda svo miklu vatni í mykjuna við umrædda tækni, að til helm- inga verði mykja og vatn (tvö- falt rými áburðargeymslanna“). Svíar, sem mest eru taldir vita um þessa hluti telja, að vatns- blöndunin þurfi að nema allt að 20%, en reikna einnig með minna vatni, jafnvel ekki nema um 15%, nokkuð eftir fóðri o. fl. En auðvitað verður það samt vatn „í tonnatali“. En þrátt fyrir vatnið láta sænskir fræðimenn sig hafa það að fullyrða, að við „fljótandi mykju“ tæknina sparist allt að 60% af vinnunni við að koma mykjunni á völl, samanborið við „gömlu“ moksturs aðferð- ina. Galli er á, að þessi tækni krefst mikils stofnkostnaðar, en hann er talinn borga sig vel, ef reiknað er til lengri tíma. Kem ur hér, að því sem Þórir Bald- vinsson bendir á: „Menn verða þó að gera sér ljóst, að vélvæð- ing kostar fé og verða þeir, sem hennar vilja njóta, jafnframt að hafa ráð á að kaupa þau tæki sem duga svo við verði unað“. Þórir Baldvinsson endar leið réttingar sínar með þessum orð um til bænda: „Ræðið við eða skrifið forstöðumanni Teikni- stofu landbúnaðarins áður en þið vélvæðið peningshúsin.“ Mikilsverð eru þau fyrirheit, sem gefin eru með þessum orð- um, og vel er það, og ef til vill hefi ég misstigið mig, er ég benti á nauðsyn þess að ráðu- nautar Búnaðarfélags íslands (verkfæraráðunauturinn) og héraðsráðunautarnir leiðbeindu bændum á þessu sviði. Og lík- lega hefir mér orðið stórum á, er ég hefi hvatt þessa aðila, og jafnvel bændur líka, til að kynna sér ýtarlegar sænskar tilraunaskýrslur varðandi með- ferð mykju (blandaðs ábui'ðar) og tækni við að koma slíkum áburði á völl. Slíks gerist víst ekki þörf, það getur jafnvel orð ið villandi (?) úr því, að svo vel er róið fram í hér á landi, í þessum málum, að hér er það talin „mjög mikil neýðarlausn“ að nota þá aðferð og tækni sem sænskir sérfræðingar telja nú vænlegasta, eftir að þeir hafa árum saman gert víðtækar vinnuathuganir um hirðingu og útkeyrslu búfjáráburðar (frá fjósum og svínahúsum), við mikinn mannafla og með ærn- um kostnaði. — „Háir gerast nú hestar vorir“. En hollur er heimafenginn baggi — og reynsla. Enginn bóndi þarf að fara að því þótt ég trúi því, að „fljót- andi mykja“ og hagkvæm tækni við útkeyslu hennar, sé það „sem koma skal“ á vænni búum hér á landi, og jafnvel líka á minni búum, enda komi til nokkur samvinna um að tæma haughúsin og aka á völl. Þá trú tók ég fyrst — efabland- inn — suður á Þýzkalandi, fyr- ir nokkrum árum, og hún hefir styrkzt mjög við sænsku til- raunimar. Læt svo útrætt um þetta mál. Reykjavík, 10. des. 1965. Árni G. Eylands. ATHUGASEMD Herra ritstjóri. í fréttapistli frá Dalvík í blaði yðar, sem kom út þann 17. des. 1966, er því haldið fram, að símanotendur við sjálfvirku símastöðina í Dalvík, þurfi að greiða tvær krónur — fyrir að hringja á langlínuafgreiðsluna. Þar sem hér er um alvarlega aðdróttun að ræða, gagnvart þeirri stöð sem ég veiti for- stöðu, er nauðsynlegt að það komi fram, að upplýsingar fréttamannsins eru ósannindi. Gjald fyrir umrædda síma- notkun er ein króna og þrjátíu aurar fyrir hvert teljaraskref. Ofanritað óskast birt í næsta blaði yðar. Dalvík, 17. des. 1966. Þorgils Sigurðsson. Fréttamaður Dags á Dalvik gerir svohljóðandi athugasemd: „Ritstjóri Dags hefur lesið mér bréf, sem póst- og sím- (Framhald á blaðsíðu 7.) RÓSANT SIGURÐSSON, sem lengi hefur unnið við sementið í Byggingarvörudeild KEA, varð sjötugur 17. desember sl. Rósant Sigurðsson. Hann er fæddur á Auðnum í Öxnadal, misst foreldra sína barn að aldri, en fór í vist til Bolla Sigtryggssonar á Stóra- hamri og Guðrúnar konu hans 10 ára gamall. Þar var hann 15 ár náði góðum þroska og varð kai'lmenni að burðum. Rósant hóf vinnu hjá KEA á Akureyri 1927 eða 1928 þegar byrjað var að grafa fyrh' grunni Kjötbúðarinnar og hefur unnið hjá kaupfélaginu alla tíð síðan, nema 4 daga hjá varnarliðinu og hafði þá fengið nóg þar. Um fjölda ára hefur Rósant afgreitt sement í Byggingarvörudeild- inni, síðasta ár 6 þús. tonn. Lengst af var hann þar bæði færiband og lyftari, bjó yfir óvenjulegu þreki, kappi og skyldurækni. Sennilega myndu hin miklu vinnuafköst hans suma daga þykja næsta ótrú- leg, ef nákvæmlega væru fram talin. Enn vinnur Rósant við sem- entið, en segir að sér hafi versn að gigtin síðan kaupfélagið keypti lyftarann! Kona hans er Líney Sigurðardóttir og eiga þau heima í Hlíðargötu 5. Dagur sendir Rósant Sigurðs syni beztu árnaðaróskir í til- efni afmælisins og óskar jafn- framt samvinnumönnum þess, að hafa sem flestum slíkum starfshetjum á að skipa. E. D. - VERKEFNIN (Framhald af blaðsíðu 4). Hefja sókn til verndar, en umfram allt til eflingar okkar sérstæðu jijóðlegu menningar. Styðjast við menningararfinn, sem fyrst og fremst varð til þess, að íslendingar heimtu aftur frelsi sitt. Frelsi Jijóðarinnar framvegis byggist lunfram allt á því, að ný öflug þjóð- leg menning rísi sífellt á grundvelli Jreirrar, sem fyrir er, því að á fornri frægð og afrekum forfeðranna lifir engin J>jóð til langframa, livorki í menningarlegum efnum, né í öðru tilliti. Líklega hefur aldrei, jafnvel ekki Jiegar verst blés, verið meiri Jiörf á því að gera sér Jiessi sannindi ljós, en nú á öld hinna stóru Jijóðar- samsteypa og J>ess átrúnaðar, sem nú er boðaður víðs vegar um veröld alla, að nálega allt sé undir stærðinni komið. Getur liinum smærri fleytum orðið vandsiglt á Jijóóarsjónum, ef menn missa sjónir á þessum grund- vallarsannindum“. □ TIGER loðfóðruðu KULDASTÍGVÉLIN eru komin aftur KARLMANNASKÓR HVÍTIR LEIKFIMISSKÓR HVÍTAR KVENTÖFFLUR með trésóla SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL er allt í senn: Dósaupptakari, coctailblandari, rjómaþeytari, linífabrýnari og kartöflustappari. JÓLAGJÖF HÚSFREYJUNNAR. “ I L 1¥I U HUSIÐ 104 Akur«ýrí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.