Dagur - 21.12.1966, Blaðsíða 8

Dagur - 21.12.1966, Blaðsíða 8
8 BÓKFELLSÚTGÁFAN REYKJAVÍK SMÁTT OG STÓRT DEGI hafa borizt nokkrar bæk ur frá Bókfellsútgáfunni í Reykjavík. SKAMMDEGI er ný skáldsaga eftir Kristmann Guðmundsson og gerist hún í haust. Um hana segir höf. m. a.: „Ég hef hugsað mér að saga þessi gerðist nú í haust. En tími er afstætt hug- ták, og það sem hún fjallar um tilheyrir jafnt fortíð sem fram- tíð. Lifandi fyrirmyndir eru ekki notaðar. En ef einhver þykist þekkja sjálfan sig eða aðra í persónunum, er honum það velkomið“. Þessi saga Krist manns fjallar um skáld, vín, ástir og fleira. GEIR BISKUP GÓÐI í VINAR BRÉFUM 1790—1823. Finnur Sigmundsson bjó bók þessa til prentunar og er hún VII. bindi íslenzkra sendibréfa í þessum bókaflokki. Geir Vídalín var Eyfirðingur fæddur í Laufási 1761, varð merkur klerkur og síðar biskup yfir öllu landinu. Bréf hans eru í senn fóðleg og skemmtileg. í formála segir Finnur Sigmundsson, að þetta muni verða síðasta bindið í rit- röðinni íslenzk sendibréf, sem hófust fyrir nær ái'atug 'með Skrifaranum á Stapa. Prent- smiðjan Oddi sá um pi'entun. MERKIR ÍSLENDINGAR, nýr flokkur kemui' nú í fimmta sinn fyrir sjónir lesenda og flytur að venju 12 ævisögur, sem skipað er í tímaröð, segir séra Jón Guðnason í foi-mála, en hann hefur búið bók þessa til prent- unai'. Þetta bindi Merkra Is- lendinga fjallar um Ai-a Þor- gilsson fróða, -Gísla Magnússon sýslumann (Vísi-Gísla), Guð- VÍSNAKVER KRAKK- ANNA. Margrét Jónsdóttir valdi efnið. í ÞESSARI bók eru algengar stökur og barnagælur, sem lif- að hafa á vörum kynslóðanna. Vinna þarf að því að svo verði einnig framvegis. Þax-na eru einnig nokkrar gamlar gátur. Auk þessa eru nokkur barna- kvæði og eru sum þeiiTa vel fallin til að syngja þau í skól- um og á heimilum. Má af þeim nefna „Bjallan hringir — búin stundin“ og „Blessuð litla brúð an mín“ bæði eftir Mai’gréti Jónsdóttur. Þá er þax-na fallega barnakvæðið um hana Völu litlu eftir Magnús Pétursson, Lífið tunnuefni KOMIÐ er nú til Akureyrar efni í 28 þús. tunnur og er ákveðið að Tunnuverksmiðjan smíði úr því. Það er 8—10 vikna vinna fyrir rúmlega 40 manns. □ mund Bergþórsson skáld, Gísla Konráðsson sagnritara, Magnús Gx'ímsson prest, Jón Jónsson landritara, Sveinbjörn Svein- bjöi’nsson tónskáld, Björn Sig- fússon Koi-nsá, Magnús Helga- son skólastjói-a, Guðmund Finn bogason landsbókavörð, Hall- dór Hermannsson prófessor og Pálma Hannesson rektor. Um þessa 12 mei'ku íslendinga rita 12 kunnir höfundar. POLLÝANNA, saga af telpunni sem kom öllum í gott skap er eftir Elenor H. Porter en þýdd af' Fi'eysteini Gunnarssyni. — Þetta er skemmtileg unglinga- bók, smekklega útgefin og mjög góð jólagjöf. FRASAGNIR UM ÍSLAND eft ir Niels Hori-ebow í þýðingu Steindói-s Steindórssonar er BLAÐIÐ snéri sér til Sigurðar Helgasonar /eftiilitsmanns á Akureyri og bað hann að minna á þau atriði í meðfei'ð rafmagns, er helzt þyi'fti að hafa í huga nú um jól og nýár. Hann sagði: Ég vil þá fyrst nefna snerti- hættu af raflögnum og búnaði fyrir ljósaskreytingar utanhúss. Undanfarin jól hefur nokkuð box-ið á „ljósadræsum" með 220 volta spennu hangandi á hús- veggjum og tröppuhandriðum. Það er mjög misjafnlega frá þeim gengið. Stundum eru þær gerðar af lélegu efni og með mjög varhugaverðum samsetn- ingum. Sama má segja um lítt vai'ðar víralagnir í húsagörð- um, fyrh' skreytingar á trjám. Slíkar.lagnir geta verið hættu- legar nema því aðeins að þær séu spennufelldar, ofan í hættu laixsá spennu. Algengt er að sjá kennara, og munu ýmsir hér kannast við það, enda orðið til héfá Akui'eyi'i. Halldór Pétursson hefur myndskreytt bókina af sinni alkunnu snilld. TODDA KVEÐUR ÍSLAND eftir Margréti Jónsdóttur. Útgefandi Leiftur li.f. ÞETTA er þriðja Toddubókin, sem kemur út í annarri útgáfu. Todda dvelst hjá ömmu sinni í Sunnuhlíð öll stríðsárin og gx'éinir bókin einkum frá því sem á daga hennar drífur síð- asta sumarið. En um haustið fer hún aftur til Kaupmanna- hafnar. Ekki þarf að mæla með barnabókum Margrétar Jóns- dóttur, skáldkonu, svo er hún þekkt fyrir það, sem hún hefur ritað fyrir börn. Yfir bókum hennar er fegurð og heiðríkja, liollt umhverfi liverri barnssál. Enginn, sem á hinar Toddu- bækurnar, mun vilja láta þessa vanta í bókasafn sitt. E. S. komin út. Hér er um að ræða rit það, sem höf. samdi eftir dvöl á íslandi á 18. öld, bezta og yfii'gripsmesta rit, sem skrifað var um ísland á 18. öld, áður en Eggert Ólafsson kom til sög unnar, segir Þorvaldur Thor- oddsen á einum stað. Bókin er um margt hin fróðlegasta og þar eru hraktar margar mis- sagnir, áður og af öðrum skráð ar af landi okkar og þjóð. PERCIVAL KEENE eftir capt. Marryat, er hér í nýri'i þýðingu. Höfundur er enskur, en einnig kunnur hér á landi af bókum sínum, er þýddar hafa vei’ið. Jakob Ærlegur og Pétur Simple eru sögur sama höfundar. En Percival Keene hefur verið vin sælasta bókin hér á landi og er þetta fjórða útgáfa, sem nú er komin í bókabúðii'. Bókin er viðburðai’ík og spennandi frá upphafi til enda. □ innanhúss bráðabirgðalagnir fyrir jólati'é og annað skraut, framlengdar snúrur með klóm og milli-tengjum, sem geta ver- ið vai'asöm, sérstaklega börn- um, sem kannski rjála við sam- tengingai'nar og geta e. t. v. losað þær í sundur og potað' litlu fingrunum inn á straum- hafa tindana. Hvað eldhættu snertir vil ég vara við bráðábii’gða víralögn- um, sem víða hafa verið hengd- ar á þakskeggin og utan á veggi timburhúsa. Og sömu lagnirnar hanga þar oft ár eftir ár. Þótt þessar lagnir séu með straum aðeins yfir jólin, þá eyðileggj- ast þær þar engu að síður og eru vitanlega hættulegri en nýjar eða vel geymdar lagnir. Auk þess eru þær til mikillar óprýði á húsunum og ber að taka þær niður strax eftir hvér jól. Einnig vil ég benda á þá eld- hættu sem stafar af innanhúss ljósaski'eytingum, einkanlega af perunum, sem oft eru vafðar eða huldar í pappír. Pei-umar geta hitnað það mikað að þær kveikja í pappír og jafnvel þilj — um, sem þær liggja við. Ég vil biðja rafvirkjana að gæta allrar varúðar við upp- setningu bráðabx'igðalagna fyr- ir ljósaski-eytingar utanhúss og innan og ennfremur að leið- beina notendum í meðfei'ð og gæzlu þéssara lagna og síðast en ekki sízt bið ég notendur sjálfa að gæta allrar varúðar vegna þeirrar snertingar- og brunahættu, sem ég hefi bent á. Og þar sem óvenjulega mikið rafmagn er notað á heimilun- um þessa dagana vil ég minna á að gæta þess að réttir var- tappar séu í hvei-ju vari hús- veitunnar, slíkt er öryggi fyrir hús og fólk. Of stór vartappi er minna eða jafnvel ekkert öryggi. □ Hugrún skáldkona ÞEGAR nýlega var getið ný- útkominnar bókar Hugrúnar, var það fram tekið, að hún hefði skrifað 6 bækur. Þær eru 6 unglingabækurnar hennai', en nú vinnur hún við 20. bók sína. MEÐFERÐ JÓLATRJÁA Til þess að „jólatrén“ endist sem lengst í húsum inni skal bent á eftirfarandi: I fyrsta lagi á tréð að geymast úti eða í kulda þar til á jólum. Gott er að láta þau standa í vatni, eftir að þau eru sett upp í stofunni og skrúfa fyrir miðstöðvarofna um nætur. Þetta gildir fyrst og fremst um rauðgreni, sem eink- um er flutt inn, en gildir yfir- leitt um sígræn tré og greinar, sem keypt er um jól til innan- hússskrauts. Jólatrén, sem flutt eru inn um þessar mundir, eru frá Danmörku. ILLA BÚNAR KONUR Blaðinu hefur borizt sú frétt, sem er þó ekki staðfest, að ný- lega hafi verið í langferð rúm- lega 30 námsmeyjar í stórum farþegaflutningabíl, svo illa búnar til vetrarferðalaga, að undrun sætti. í þessum hópi voru aðeins þrjár í vetrarferða fötum, þ. e. í peysum, síðbux- um og gönguskóm, segir sagan. Minnast menn þá þess, er þeir sáu ungar konur tipla á há- hæluðuin skóm og í gegnsæ- um sokkurn austur við Öskju hérna um árið, þegar flest fólk flykktist þangað að vetri til. Geta menn gert sér í hugar- lund hvernig færi ef eitthvað bæri útaf með veður og færi í slíkum ferðalögum um hávetur. KERTALJÓSIN Hér í blaðinu eru ábendingar um meðferð rafmagns, einkum í sambandi við Ijósaskreytingar. En ekki er síður þörf á að benda á hættu af kertaljósum. Þau eru einkum notuð á jólum og þau eru miklu hættulegri en áður, a. m. k. ef þau eru í barnahöndum, af því að bömin eru óvön þeim og kunna þess vegna lítt með þau að fara. BÆKURNAR Hinar nýju bækur, sem streymt hafa á jólamarkaðinn í þessum mánuði setja sinn svip á jóla- xmdirbúninginn bæði í blöðum, útvarpi og hjá þeim fjölda manna sem kaupa jólagjafir. Degi hafa verið sendar margar Á SÝNINGU ÞEIRRI, sem ís- lenzk-ameríska félagið á Akur- eyri efndi til og var vel sótt, varð Akureyringum á í mess- unni. Sýningai'gripinir voru handunnir af Indíánum og hin- ir mei-kilegustu. Og sýning þessi hefur víða fai'ið, nú síðast í Þýzkalandi, en hér á landi hefur sýningin verið höfð í Reykjavík og á ísafirði, áður en hún kom hér. Á þessari merkilegu sýningu á Akureyri var m. a. einn sýn- ingargripurinn silfurarmband, allbreitt og handgrafið, og er talið, að því hafi verið stolið og er það mikil skömm. Stjórn íslenzk-ameríska fé- langsins kallaði blaðamenn á sinn fund á mánudagsmox-gun- bækur til umsagnar og hefur þeirra allra verið getið. Hins vegar hafa ekki nema tiltölu- lega fáar bækur verið ritdæmd ar. Séra Benjamín Kristjánsson hefur þó skrifað allmarga rit- dóma, sem hér hafa verið birt- ir, en stærra blað þarf til, ef gera ætti öllum bókum við- hlýtandi skil. Hins vegar eru ritdómar séra Benjamins hinir athyglisverðustu og ætti bóka- fólk að lesa þá. SÓKN OG SIGRAR I tilefni af 50 ára afmæli Fram- sóknarflokksins, er saga flokks ins frá 1916—1937 komin út í bókaformi og ixeitir Sókn og sigrar. Þórarinn Þórarinsson ristjóri hefur tekið bókina sam- an. Hér er um að ræða annað bindi af tveimur, er koma eiga. Eru þar raktir stjómmálavið- burðir á fyrri hluta þess tíma- bils, er Framsóknarflokkurinn tók þátt í. Sókn og sigrar er stórfróðlegt heimildarrit, sem ekki aðeins er saga Framsóknar flokksins, heldur einnig saga þjóðarinnar á mesta framfarar- skeiði hennar. EKKI VIÐ SAMA BORÐ Geir Hallgrímsson borgarstjóri upplýsti það á borgarstjómar- fundi fyrir nokkru síðan, að við skiptamálaráðuneytið liefði fall izt á, að ríkissjóður greiddi kr. 1.75 á hvert kg. þorsks og ýsu er færi til neyzlu í höfuðborg- inni. Þetta var gert á þeim for- sendum, að þessar vörutegund- ir vantaði og örva þyrfti út- gerðarmenn til fiskveiðanna. Útsöluverð hélzt óbreytt. Þetta var styrkur til útgerðarmanna, að því er sagt var. Hér á Akureyri er vöntun á neyzlufiski svipuð og í höfuð- borginni. Fiskur er jafnvel flutt ur allt vestan af Snæfellsnesi. Fiskseljendur hér í bæ hafa far ið fram á sömu fyrirgreiðslu og syðra var veitt, en án árangurs. Hefur þeíta valdið mikilli óánægju bæði hér og annars- staðar á landinu. Hvers vegna sitja ekki allir við sama borð í þessu efni? in og sagði þessa raunalegu tíð- indi. Þess er nú vænzt, að arm- bandinu verði skilað hið fyrsta og verður þá málai'ekstur lát- inn niður falla. Þeir sem vita um ai-mbandið, en það hvarf fyrir kl. 7 á laugardagskvöldið, eru beðnir að láta vita. Póst- hólf íslenzk-ameríska félagsins er 286. Það er illt til afspuxmar fyrir Akureyri’ að merkum safngrip skuli stolið á sýningu. Leggjumst því á eitt, að finna hann og koma honum til skila. "DaguiT SÍÐASTA blað Dags fyrir jól kemur út á Þorláksdag 23. des. Auglýsingaliandrit berist vin- samlega tímanlega. □ TVÆR CÓÐAR BARNABÆKUR Um meðferð ralmagnsins Einhver fók ófrjálsri hendi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.