Dagur - 01.02.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 01.02.1967, Blaðsíða 8
8 FRAMBOÐSLISTI Framsókn- 2. armanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra hefur verið ákveð- 3. ið. Var það gert á kjördæmis- þingi í Húnaveri á sunnudag- 4. inn. Listinn er þannig skipaður: 5. 1. Skúli Guðmundsson, alþingismaður. 6. -------------------—---------- 7. ■y Stefán Tiyggvason, Jón Sigurgeirsson og Haraldur Sigurðsson. „Svefnlausi brúðguminn” LFJKFÉLAG Öngulsstaða- hrepps frumsýnir, þýddan, þýzkan gamanleik, Svefnlausa brúðgumann á morgun, fimmtu dagskvöldið í félagsheimilinu Freyvangi. Leikendur eru 13 og leikstjóri Jóhann Ögmundsson. 8. 9. 10. Framboðslisti Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra Ólafur Jóhannesson, alþingismaður. Björn Pálsson, alþingismaður. Jón Kjartansson, fram- kvæmdastjóri. Magnús Gíslason, Frosta- stöðum. Guðmundur Jónasson, Ási. Jóhann Salberg Guðmunds- son, sýslumaðui-. Sigurður Líndal, Lækja- móti. Gunnar Oddsson, Flata- tungu. Bjarni Þorsteinsson, Siglu- firði. Q Pliilip Jenkins við liljóðfærið. (Ljósmyndir: E. D.) STJÓRN Tónlistarfélags Akur- eyrar bauð fréttamönnum til kaffidrykkju á iaugardaginn í húsakynnum Tónlistai’skólans við Hafnarstræti. Á meðan kon . ur báru gestum hressingu af rausn þar sem pönnukökur og flatbrauð skörtuðu á borði, gafst mönnum kostur á að hlýða á mál skólastjóra Tónlistar- skólans, Jakobs Tryggvasonar, ' og nýkjörinn formann Tónlistar ' félagsins, Jón Sigurgeirsson, er lýsti nýrri starfsskrá félagsins, sem fyrst og fremst byggist á . útvegun erlendra og mnlendra listamanna á sviði söngs og tóna í ríkara mæli en áður. En frá febrúar til maí þessa árs eru fjórir tónleikar ákveðnir, en fleiri undirbúnir. Hinn 7. febrúar leikur Pliilip Jenkins á píanó, og var hann viðstaddur á blaðamannafund- inum, ungur Englendingur, dökkur á brún og brá, kennari við Tónlistarskóla Akureyrar í vetur, snjall píanóleikari í heimalandi sínu og víðar. Hann langaði til að sjá snjó, sem meira væri en nafnið tómt, og til þess að sjá ævintýraeyjuna hér nyrðra. Tónlistarskólinn Sigurður D. Fransson að kenna. (Ljósm.: E. D.) Stutt heimsókn í Tónlistarskóla Akur- eyrar síSastl. laugardag ur hann yfir 50 nemendur. Söng tími stendur yfir og við heyrum einn nemanda hans reyna að leysa háa tenórrödd sína úr einhverskonar þrengslum. Sami kennari leggur kórum bæjarins lið á kvöldin. Við Tónlistarskól ann starfa nú sex kennarar auk skólastjórans. Blaðið óskar Tónlistarskólan um, Tónlistarfélaginu og síðast en ekki sízt ungmennum, sem kennslu njóta á sviði söngs og töna til hamingju með störfin. í athyglisverðri grein eftir dr. Hallgrím Helgason, birt í blaði Nemendafélags Tónlistarskól- ans í Reykjavík, segir á einum stað: „Á íslandi munu nú vera yfir 300 skólar. Undirstöðufög eru eðlilega lestur, skrift og reikningur, auk ýmissa gagn- fræða. En söngur og músikk er yfirleftt utangarðs og alls ekki tekinn inn í menntakerfi þjóð- arinnar, því síður einkunna- skyld og prófskyld, ekki einu sinni til jafns við leikfimi. Af- leiðingai'nar eru auðsæar. Laga forði uppvaxandi kynslóðar fer þverrandi og-kunnátta í því al- heimsmáli, sem nótnaskriftin er, telst svo til engin“. (Framhald á blaðsíðu 4) nýtur nú starfskrafta þessa manns. Hann skreppur öðru hverju utan til að leika á stærri vettvangi. Að öðru leyti vísast til greinar þeirrar, er um þetta efni fjallar og birt er í síðasta tölublaði. í stjórn Tónlistarfélagsins eru Jón Sigurgeirsson formaður, Haraldur Sigurðsson ritari og Stefán Tryggvason gjaldkeri. Jakob Tryggvason skólastjóri skýrði við þetta tækifæri starf Tónlistarskólans. Fagnaði hann þeim bættu húsakynnum, sem skólinn nú hefur yfir að ráða — þ. e. hæðin yfir Amtsbókasafn- inu, sem skipt er í litlar, snótur legar kennslustofur búnar hljóð færum. Síðar mun skólinn eiga að fá húsrými það, sem Amts- bókasafnið hefur nú og verður þar þá væntanlega ofurlítill konsertsalur. í Tónlistarskólanum eru nú €4 nemendur, 5 í píanóleik, 11 í orgelleik og 2 í fiðluleik. En auk þess tók skólinn upp söng- kennslu í þrjá mánuði. Kennari er Sigurður D. Fransson og hef SMATT OG STÓRT VEGAVIÐHALDEÐ I skýrslu um framkvæmd vega- áætlunar 1966, sem nú liggur fyrir Alþingi vekur það m. a. atliygli, hve mjög kostnaður við vegaframkvæmdir hafa hækk- að síðan núgildandi vegaáætlun var samþykkt á öndverðu ári 1965. Kostnaður við vegavið- hald hækkaði á tímabilinu febrúar 1965—ágúst 1966 um 16.6%, vegagerðarkostnaður um 12.9% og brúagerðakostnaður um 27%. Þetta liefir þær af- leiðingar, að minni framkvæmd ir fást fyrir þær upphæðir, sem vegasjóður leggur fram, en fengist hefði að óbreyttu verð- lagi. Dýrtíðarvöxturinn segir til sín liér eins og víðar. SKULDIR VEGNA VEGA- GERÐAR Af hinum dýrari nýbyggingar- framkvæmdum í vegagerð í seinni tíð hefir mikið verið unn ið fyrir lánsfé. Á hinni ný- byggðu Reykjanesbraut hvíldi nú um áramótin skuld að upp- hæð 232.4 mlllj. kr. Á Ólafs- víkurvegi 5 millj. kr. Á Vest- fjarðarvegum 13.3 millj. kr. Á Siglufjarðarvegi 36.6 millj. kr. (Strákagöng). Ólafsfjarðarvegi (Múlinn) 10.4 millj. kr. Á Hey- dalsvegi 1 millj. kr. Þetta eru allt föst lán og nema samtals nálega 300 millj. kr., sem ein- hvem veginn þarf að endur- greiða með vöxtum. Auk þess hvíla rúmlega 9 millj. kr. bráða birgðalán á ýmsum vegum, sem greidd eru af upphæðum þeim, sem vegunum eru ætlaðar til nýbygginga ár hvert. Ennfrem- ur virðist nokkrar brýr hafa verið byggðar fyrir lánsfé á árinu, sem leið. ENDURSKOÐUN í VETUR Samkvæmt vegalögum ber að endurskoða vegaáætlunina á Alþingi því, er nú situr, og þá um leið þær fjarveitingar, sem ætlaðar eru til einstakra vega á gildandi vegaáætlun fyrir 1967 og 1968. Eins og nýlega kom fram í útvarpsumræðum er liundraðshluti vegafjár af ríkis- útgjöldum nú lægri en hann var fyrir 9—10 árum enda þótt tekj ur hins opinbera af umferðinni (aðflutningsgjöld) b.afi stórauk izt á þessum tíma. Mikill hluti þessa talna rennur nú í ríkis- sjóð til almennra útgjalda, sem fyrrum varð ríkissjóður að leggja þessu fé af öðrum tekj- um til vega. ÞÖRFIN KALLAR Eins og eðlilegt er liafa ýmsir áliuga fyrir uppbyggingu hrað- brautanna og annarra dýrra sér framkvæmda, en sannleikurinn er sá, að vegakerfið UM LAND ALLT þarfnast meiri og minni uppbyggingar, eins og umferðin nú er orðin, og að alltof langur dráttur á þeirri uppbyggingu er mjög dýr fyrir landsbyggðina og eigendur ökútækja, sem um vegina fara. Stjórnarvöld verða að gera sér grein fyrir því, að álagið á vegina nú er ekki sam- bærilegt við það, sem var fyrir 10—20 árum. ENN GERAST ÆVINTÝRI Við kennslu í Tónlistarskóla Akureyrar starfar nú í vetur Philip Jenkins píanóleikari. Það er ævintýri líkast að frægur tón listarmaður utan úr heimi skuli vera hér á Akureyri og kenna byrjendum, eða kannski ævin- týrið sjálft í tónlistarsögu bæj- arins á þessum vetri. Og við skólann starfar ennfremur Sig- urður D. Fransson og kennir söng. Óttast var um, að hann fengi ekki nóg að gera. En hann fékk 50 nemendur og kennir frá morgni til kvölds. Hans var því full þörf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.