Dagur - 04.02.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 04.02.1967, Blaðsíða 2
2 Sviðsmynd úr „Svefnlausi brúðguniinn' „Svefnlausi brúðguminn" sýndur GAMANLEIKURINN „Svefn- lausi brúðguminn", eftir Arn- old & Bach, sem frumsýndur var í Freyvangi af Leikfélagi Ongulsstaðahrepps s.l. fimmtu- dagskvöld, vakti óblandna kát- ínu meðal áhorfenda. Leikurinn var léttur og hrað- ur og fullur af sprenghlægileg- um atvikum, enda voru leikhús gestir í einni hláturhviðu all- an tímann, og var leikendum ákaft fagnað. Þegar þess er gætt, að þarna voru flestir byrjendur eða við- vaningar á sviðinu, vakti það í senn undrun og aðdáun, hversu margt var vel leikið og sumt prýðilega, og var það efa- laust ekki sízt að þakka ágætri leikstjórn Jóhanns Ögmunds- sonar. Búningar og útbúnaður á sviðinu var einnig í bezta lagi, enda aðstaða til slíkra sýninga eins góð og verða má í hinum nýju og glæsilegu fé- Iagsheimilum. Er það í senn bæði ánægjulegt og menning- arlegt, þegar þessi hús eru not- uð til slíkrar starfsemi og ber að þakka Léikfélaginu í Öng- ulsstaðahreppi dugnað og á- huga í þessu efni. Leikendur eru alls tólf, og eru sum hlutverkin að vísu ekki mikil, en yfirleitt er vel og lýtalaust með þau farið. Þó vildi nokkuð bera á því með suma byrjendurna, að þeir töl- uðu ekki nægilega skýrt, en það lagast venjulega með auk- inni æfingu. Eitt aðalhlutverkið, fjölskyldu föðurinn Emil Dobermann, leik ur kornungur maður, Helgi Baldursson með tilþrifum. Voru svipbrigði hans svo aðdáanlega góð, að ég spái því, að hann eigi eftir að vekja eftirtekt á BLESSUÐ SÉRTU SVEITIN MÍN KJARTAN Ó. BJARNASON leiksviði síðar. Konu hans, frú ídu, lék Ólöf Tryggvadóttir með prýði; en hún hefur oft áður sýnt góða hæfileika á sviðinu. Dæturnar, sem leiknar voru af byrjendur í listinni, þeim Raghheiði Snorradóttur og Hrefnu Hreiðarsdóttur, voru eftir öllum vonum, þó að naum ast hefðu þær í sér líf og fjör foreldranna. Sama er að segja um tengdasynina, sem leiknir voru af þeim Úlfari Hreiðars- syni og Lárusi Ingólfssyni. Margt tókst þeim prýðisvel, en slík hlutverk eru ávallt heldur vandræðaleg, og gengur allt ástalíf unga fólksins, eins og stundum á sér stað, í ógnarlegu bagsi. Það á líka að gera það, svo að hægt sé að henda gam- an að því. Aftur á móti er dansmærin EIli Ornelli og vinkona hennar, uppgjafaleikkonan Mary, engir viðvaningar í ástinni, og eru þær leiknar af þeim Guðríði Eiríksdóttur og Þuríði Júlíus- dóttur. Sýna þær hinar þaul- vönu heimskonur með miklum glæsileik og skilningi og leika sér að bráð'siiitií 'eins og köttur Herferð gegn BLAÐINU barst áskorun til al- mennings frá Stórstúku íslands, þar sem menn eru hvattir til að hefja herferð gegn áfengis- neyzlu í landinu, og fer áskor- unin hér á eftir: „Af tilefni hinna viðsjárverðu atburða, sem gerðust í Reykja- vík síðastliðið laugardagskvöld og meira eða minna ölvaðir ungl ingar voru valdir að, vill Stór- stúka íslands enn eins og áður vekja athygli almennings á því, á hve hættulegt stig ástandið í áfengismálum þjóðarinnar er komið og hve brýna nauðsyn í Freyvangi að mús. Inn í allt þetta kemur svo stórbóndi úr sveitinni í borgina til að skemmta sér, og er hann listalega leikinn af Birgi Þórðarsyni. Loks er eftir að minnast á Sigurlínu Hreiðars dóttur, sem leikur meðalgáfaða vinnukonu býsna vel. Þegar þess er gætt, að hér er um að ræða fólk, sem af áhuga grípur stopular hvíldarstundir frá öðrum störfum til leiklistar innar, eins og reyndar á sér stað hvarvetna út um byggðir landsins, gefur það góða von um, að víða hvar séu fyrir hendi nógir hæfileikar til leik- litarstarfsemi, sem vænta má góðs árangurs af, ef þeir hljóta næga æfingu og þjálfun góðs leiðbeinanda. Er starfsemi af þessu tagi bæði þroskandi fyrir þá, sem taka þátt í henni, áhorf endum til gamans og menning- arlífi sveitanna til sóma. Efast ég ekki um að leikurinn verði vel sóttur, enda mun eng um leiðast það kvöld, sem þeir fara til að sjá „Svefnlausa brúð gumann“ í Freyvangi. Benjamín Kristjánsson. ber til að þar sé snúizt til varn- ar. Skorar Stórstúkan á menn að hefja öfluga herferð gegn áfeng isneyzlu í landinu í hvaða formi sem er, fyrst og fremst með því að vera bindindismenn sjálfir í orði og verki, en einnig með því ^ð fylkja sér til starfa í bindindissamtökin í landinu". Fyrir hönd Stórstúku íslands. Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar. Kjartan Ólafsson, stórritari. sýnir „Blessuð sértu sveitin mín“ — myndir úr íslenzku sveitalífi — í Samkomuhúsinu á Akureyri í dag og á morgun. Meðal þátta í þessari mynd er frá ísafirði 100 ára, svipmyndir úr Reykjavík, Surtseyjargos, laxveiðar, kappreiðar, Vest- fjarðaþættir og margt fleira. — Aðgangseyrir, 25 og 50 kr. — Myndirnar verða sýndar kl. 5 og 9 e. h. □ Húsbyggjendur athugiðl Afgreiðum spónlagðar ÚTI- og INNIHURÐIR með stuttum fyrirvara. Trésmíðaverkst. Krist jáns Halldórssonar Strandgötu 59 — Sími 2-12-98 FRÁ BÆJARSTJÓRN HÉR fara á eftir nokkrar sam- þykktir ráða og nefnda, sem síðasti bæjarstjórnarfundur lagði blessun sína yfir. Erindi frá framkvæmdanefnd hægri umferðar. Erindi dags. 10. f. m. frá fram kvæmdanefnd hægri umferðar, sbr. lög nr. 65 1966, þar sem vakin er athygli á því, að breyt- ing frá vinstri til hægri handar umferðar muni fara fram í apríl, maí eða júní 1968, því þurfi að undirbúa að öllu leyti nauðsynlegar breytingar á gatnakerfi (þ. á. m. umferðar- merkjum) á árinu 1967 og fram kvæma þær að nokkru leyti á þessu ári. Óskar nefndin eftir yfirliti um þær breytingar, sem þörf verður að gera í lögsagnarum- dæmi Akureyrar, en ríkissjóð- ur mun bæta kostnað vegna nauðsynlegra breytinga, hafi framkvæmdanefndin ifyrirfram fallizt á nauðsyn breytinga og kostnaðaráætlun. Bæjarráð felur umferðar- nefnd og bæjarverkfræðingi að gera tillögur um nauðsynlegar breytingar og kostnaðaráætlun héraðlútandi. Fjölbýlishús í Skarðshlíð. Sökum þess að ekki hafa feng izt jafnhá húsnæðismálastjórn- arlán og reiknað var með út á 8 íbúðir í austurhluta fjölbýlis- hússins Skarðshlíð 8, 10 og 12, leggur bæjarráð til, að bæjar- stjórn samþykki að taka við- bótarlán til útrýmingar heilsu- spillandi íbúðum út á íbúðir þessar hjá Húsnæðismála- stjórn (Byggingarsjóði rík- isins) samtals að fjárhæð kr. 320.000.00, er verði endurlánað íbúðareigendum ásamt jafn- hárri fjárhæð frá Akureyrarbæ (B-deild Byggingalánasjóðs), en vilyrði hafa fengizt hjá Hús- næðismálastjórn um lán þetta. Nafn götunnar Lögmannshlíð breytt í Höfðahlíð. Erindi dags. 6. des. sl. frá Sig freð Guðmundssyni, ábúanda kirkjujarðarmnar Lögmanns- hlíðar, þar sem hann beinir þeim tilmælum til bæjarstjórn- ar að breytt verði nafni á götu þeirri í Glerárhverfi, sem hlotið hefir nafnið Lögmannshlíð. Fyrir þessum tilmælum færir bréfritari ýmis rök m. a. óþæg- indi og misskilning sem verði vegna þess að ofangreindir tveir staðir í lögsagnarumdæm - GATSLITIN FLÍK (Framhald af blaðsíðu 4). vant uppreisn í stjómarlið- inu á þingi. Um sama leyti stóð til að leyfa botnvörpu- veiðar í landhelgi, sbr. ræðu sjávarútvegsmálaráðherra og ályktun LÍÚ, sem Sjálfstæð- ismenn ráða yfir, en nú er, sem betur fer, stjórnin fall- in frá því áformi a. m. k. fram að kosningum. Stjóm sem svona er á sig komin, er áreiðanlega búin að sitja lengur en sætt er. □ inu beri sama nafn. Bæjarráð leggur til, að um- rædd gata í Glerárhverfi verði nefnd Höfðahlíð og húsnúmer við götuna verði leiðrétt og sam. ræmd jafnframt nafnabreyting- unni. Taki breytingin gildi 1. des. 1967. Áætlun um gatna-, holræsa- og gangstéttaframkvæmdir á árinu 1967. Bæjarverkfræðingur var mættur á fundinum og lagði fram endurskoðaðar tillögur um gatna-, gangstétta- og hol- ræsaframkvæmdir á árinu 1967 á grundvelli þeirrar fjárhæðar, sem skv. nýsamþykktri fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs verður til ráðstöfunar til nýbygginga og endurbyggingar gatna-, hol- ræsa og gangstétta á þessu ári. Áætlað ráðstöfunarfé á árinu er: Framlag skv. fjárhagsáætlun kr. 10.500.000.00. Framlag vegna húsakaupa við Glerárgötu kr. 1.000.000.00. Efni í birgðum kr. 1.600.000.00. Alls kr. 11.100.000.00. Tillögur bæjarverkfræðings. 1. Malbikun, jarðvegsskipti vegna malbikunar, gangstéttir og kantsteinalagning kr. 2.290.000.00. 2. Undirbúningur gatna, sem ekki verða malbikað ar kr. 2.950.000.00. 3. Holræsi kr. 4.980.000.00. 4. Ýmis verk kr. 880.000.00. Alls kr. 11.100.000.00. Endurnýjun hitavatnslagnar að Sundlaug. Vegna fyi'irhugaðra gatna- gerðarframkvæmda í Þingvalla stræti á næsta sumri leggur bæjarráð til, að lagður verði hluti nýrrar hitavatnslagnar að Sundlauginni (ca. 1000 m.) í þann hluta götunnar sem unnið verður við og felur vatnsveitu- stjóra að sjá um þær fram- kvæmdir og annast efniskaup til verksins, enda séu þau háð samþykki bæjarráðs. Lánsfé til dráttarbrautar. Með tilliti til þess að nú er unnið að framkvæmda- og fjár öflunar áætlun ríkisins fyrir yfirstandandi ár, en gert er ráð fyrir fjárútvegun til dráttar- brautarframkvæmda hér sam- kv. þeirri áætlun hjá fjárfest- ingarlánastofnunum, ákveður hafnai-nefnd að fara til Reykja- víkur til viðræðna við þá aðila, er hafa með höndum gerð téðr- ar áætlunar, þar sem tímaáætl- un um framkvæmd verksins er ekki hægt að Ijúka, fyrr en upp lýsingar fást um hvaða fjár- magn fæst á árinu frá fjárfest- ingarlánasjóðum. Eftirgjöf á tollum af skíðalyftu. Þá lagði íþróttafulltrúi fram bréf frá fjármálaráðuneytinu, dags. 23. janúar sl, þar sem honum var tilkynnt að ráðu- neytið hefði ákveðið að inn- heimta ekki tolla af væntan- legri skíðalyftu í Hlíðarfjalli. fþróttaráð felur íþróttafulltrúa að flytja fjármálaráðherra þakk ir ráðsins fyrir þessa ákvörðun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.