Dagur - 04.02.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 04.02.1967, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Gatslitin flík GATSLITNASTA FLÍK sem til er á íslandi er „viðreisnar“-skykkja rík- isstjómarinnar frá 1960. Með henni er ekki hægt að skýla nekt sinni. Af því efnahagsmála-hrófatildri, sem stjómin var svo stolt af fyrir 7 árum, stendur nú varla steinn yfir steini, þegar frá eru skyldir háu vextimir í bönkunum, sem enn má kalla skjald- armerki stjórnarinnar. Sjálf gengis- skráningin frá 1960 entist ekki nema rúmlega eitt ár. Þá var krónan lækk- uð í annað sinn. Lagabann stjórnar- innar gegn kaupgreiðslum sam- kvæmt vísitölu er úr gildi fallið, og nú segir forsætisráðherrann, að þetta vísutölubann hafi verið svo mikil vitleysa, að líkja megi þeim, sem að því stóðu við sjúkling, sem brjóti hitamæli og vilji lækna sig á þann hátt. Verðlag á lífsnauðsynjum og þjón- ustu, sem átti að liækka í 13—14% samkvæmt áróðursritinu viðréisn, hefur nú hækkað um 128%. Stjórnin sagðist ætla að afnema bótakerfið, en nú eru greiddar verðuppbætur á mjög verulegan liluta útflutningsins og niðurgreiðslur innanlands verða a. m. k. 700—800 milljónir króna á þessu ári. Einn meginþáttur „við- reisnarinnar“ átti að vera sá að koma á föstu verðlagi og „jafnvægi í pen- ingamálum“. Verðlagið nú kemur fram í vísitölunni, sem fyrr var nefnt, og lánsfjárskortur atvinnuveganna vitnar um jafnvægið í peningamál- unum. Tekjuskattur af almennum tekjum átti að falla niður en er nú kominn yfir 600 milljónir kr. á ári. Fjárlög áttu að vera greiðsluhalla- laus, en árið 1965 varð greiðsluhalli, og allt útlit er fyrir, að raunveruleg- ur greiðsluhalli sé á fjárlögunum fyrir árið 1967. Aðalhaldreipi stjórn- arinnar í seinni tíð hefur verið hið svokallaða „frelsi“ í viðskiptamálum, sem hún segist hafa innleitt og stað- ið við. Hin mikla sóun gjaldeyris og hóflaus innflutningur á ýmsum svið- um gæti gefið til kynna, að þetta sé rétt. En nú rignir yfir stjómina mót- mælum frá útvegsmönnum, sem kvarta yfir því, að þeim sé bannað að flytja inn veiðarfæri. Þar fór það, að því er virðist, sem eftir var af hinni slitnu flík. Síðan „viðreisnin“ gekk sér til húð ar, er eins og stjómin hafi enga fót- festu og hrekist úr einu homi í ann- að. Einu sinni átti að binda kaup- gjald um skeið, en stjómarfrumvarp um það efni var tekið aftur á þingi. í fyrra var boðaður skattur á far- seðla, en frá honum horfið nokkru síðar. í vetur átti að leggja innflutn- ingsgjald á framleiðsluvörur til sjáv- arútvegsins, en þá varð aldrei þessu (Framhald á blaðsíðu 2) „Mikill er Allah, og Mú- hameð er spámaður hans" EKKI aðeins einn Múhameð heldur tveir hafa sett ofan í við mig, auman mann, fyrir það, að þeim finnst ég ekki hafa talað með tilhlýðilegri virðingu um Hans Nielsen Hauge, norskan trúboða. Skrifar Árrji G. Ey- lands seinast langa framhalds- sögu í Dag 21. og 25. jan s. 1. skreytta ljóðum eftir Einar Ben., til að hneykslast á þessu, og er mikið niðri fyrir. Geri ég ráð fyrir að Sæmundur á Sjón- arhæð eigi eftir að endurtaka þessa ritsmíð í íslendingi, eins og hann gerði við síðasta rit- verk Árna til dýrðar Hauge, sem ég_á að hafa svo skemmi- lega hallmælt. Að vísu má ég vel við það una, að Árni líkir mér við Sæ- mund fróða, sem var ólíkt snjall ari en nafni hans á Sjónarhæð. Aftur á móti kann ég ekki vel við það, er hann líkir sjálfum sér við myrkrahöfðingjann. Hvorki sýnist mér hann vera eins fjölkunnugur og hinn gamli né eins illa innrættur. Því að líklegast er meiningin góð í skrifi Árna, þó að mis- skilningur sé ærinn. Auk þess hafði Kölski vit á að sökkva á réttu augnabliki, þegar hann sá, að hann hafði tapað málinu. Hið spaugilegasta við allt þetta írafár er nú það, að varla hafði ég talað öfugt orð um þennan „mæta mann“, þegar þessir dándismenn töldu sig þurfa að koma honum til hjálp- ar, og skil ég naumast þessa yf- irdrifnu tilfinningasemi þeirra. Aldrei var Hauga sjálfur að sleikja neitt utan af því, sem hann sagði um prestana, og skil ég því ekki í, að hann hefði kippt sér hið minnsta upp við, þótt um hann hefði verið sagt, sem satt var, að hann væri ó- menntaður bóndi. Ur þessu vilja þeir félagar gera eitthvert voðalegt skammaryrði, og sýna þeir einungis með því, hvaða á- lit þeir sjálfir hafa á bænda- stéttinni. Aldrei hefur mér svo mikið sem dottið það í hug, að það væri nokkur skömm að því að vera bóndi. Margur góður og gegn maður hefui- aldrei í skóla farið og er ekkert verri fyrir það, nema í guðfræði. Hugleið- ingar Áma G. Eylands út af þessu eru því vægast sagt furðu legar, og mundu þá jafnt hitta t. d. próf. Magnús Jónsson, sem komst nákvæmlega eins að orði í Kristnisögu sinni, sem kennd hefur verið við Háskóla íslands. Líka má benda Árna á það, að jafnvel biskupar og prélátar hafa stundum í prédikunum talað um þá Pétur, Jakob og Jóhannes, sem „ómenntaða fiski menn“ og dettur engum í hug að ímynda sér að slíkt sé í niðrandi skyni gert, heldur að- eins verið að skýra frá bláköld- urri staðreyndum. Loks kemur það, sem kórón- ar alla vitleysuna og sýnir, hvað þessir rithöfundar eru leiknir í að fara gegnum sjálfa sig í hugs un. Þeir fullyrða að postularnir og jafnvel Kristur sjálfur hafi verið „lítt menntaðir", og sjá ekkert athugavert við það. Nú er þetta ekki „niðrandi“, líklega af því að þessir menn voru ekki norskir og ekki bændur? En hver er kominn til að segja að postularnir hafi allir verið ómenntaðir? Vitað er og viðurkennt að minnsta kosti um Pál postula, að hann var stórmenntaður eft- ir þeirra tíma mælikvarða. Um Krist er það að segja, að það er alveg eins líklegt, að hann hafi einnig verið það. Lærimeistar- ar gátu ekki orðið aðrir en þeir, sem voru mjög vel að sér í fræð um þjóðar sinnar. Víst er um það, að Jesús kunni bæði að lesa og skrifa. Segir frá því í 4. kafla Lúkasarguðspjalls, að hann hafi gengið inn í sam- kunduhúsið á hvíldardegi eins og hann var vanur, og staðið upp til að lesa. Hafi honum verið fengin bók Jesaja spá- manns og las hann kafla úr henni og útskýrði, svo að allir lofuðu hann og undruðust þau yndislegu orð, sem fram gengu af munni hans. Þegar þess er gætt, að hebreska var orðin fomtunga á dögum Jesú, þurfti engan smá- ræðis lærdóm til að geta lesið ritninguna á þennan hátt, þýtt hana og útskýrt. Þó að engar heimildir séu um það í guð- spjöllunum, er það auðséð, að Jesús hefur verið svo stórlærð- ur í þessum efnum, að hann stóð engum fræðimanni að baki, enda sóttu þeir aldrei gull í greipar hans í rökræðum. Reyndar vitum vér lítið um ævi hans nema síðustu misser- in, áður en hann var af lífi tek- inn. En eftir fund Dauðahafs- handritanna fyrir um það bil 20 árum eru fræðimenn farnir að telja það ekki ósennilegt, að hann kunni að hafa dvalið að námi méð Essenum, eins og t. d. Jóhannes frændi hans. Fullyrðingar þeirra félaga í þessu efni standast því heldur ekki gagnrýni, enda er þeim klaufalega fyrir komið í ritsmíð um þeirra. Því að eins drap ég á Hauge í sambandi við bók Schjeld- erups, að það voru andlegir af- komendur hans, sem börðust gegn Jóhannesi Ording og Schjelderup, reyndu að loka fyrir þeim kirkjum og stofnuðu sérstakan safnaðarskóla til að berjast gegn þeim „hættulegu" vísindum, sem þessir menn kenndu. Þetta „kristna fólk“, sem Schjelderup nefnir svo í hógværð sinni, þóttist auðvitað vera útblásið af heilögum anda eins og minn góði vinur, Sæ- mundur á Sjónarhæð. En und- arlega oft vill svo til, að þetta blessaða fólk virðist vera hald- ið af „talsverðum óskýrleik í kollinum", eins og hin danska alfræðiorðabók kemst að orði um Hans Hauge, hvort sem það er nú ein af verkunum andans eða ekki. Kannske er þetta meinleysisfólk þar fyrir utan. Og til þess nú að gera alla ánægða, get ég svo sem vel ímyndað mér, að Hans Nielsen Hauge hafi slagað upp eftir þeim Sæmundi og Áma í röð- um spámannanna. Benjamín Kristjánsson. Akureyrartogarar KALDBAKUR er á veiðum. Svalbakur seldi afla sinn í Hull 31. jan. sl. 162.877 tonn fyrir 12.696 pund, þ. e. kr. 9.35 pr. kg. Væntanlegur heim í dag, 4 febrúar. Harðbakur fór á veiðar 19. jan. sl., var með 100 tonn 27. jan. Sléttbakur seldi afla sinn í Grimsby 31. jan. sl. tæp 145 tonn fyrir 9.747 pund, þ. e. kr. 8.07 pr. kg. Væntanleg- ur heim á sunnudag, 5 febrúar. Búið að taka ámoksturstækin frá og stoðir settar undir kjálkana, svo auðvelt er að setja tækin á vél- ina aftur. Nýr heimilisfraktor - vinsæll og effirsóftur HINN 20. október sl. hélt Véla- deild S. í. S. blaðamannafund í húsakynnum sínum að Ármúla 3, í tilefni komu tveggja sölu- fulltrúa International Harvest- erverksmiðjanna, þeirra Mic- hael Collins og Harold Flater, sem skýrðu frá nýjum traktor- um og ýmsum verkfærum og tækjum, sem eru komin eða væntanleg innan skamms á markaðinn hér. Kvikmyndir voru einnig sýndar af tækjum í notkun. Mesta athygli mun hafa vak- ið lýsing og myndir af nýjum traktor af gerð B-434, en hann kemur nú í stað B-414, sem er þekktur orðinn hérlendis á und anförnum árum. Traktorinn er nú gjörbreyttur og nýtízkuleg- ur í útliti. Einnig hafa verið gerðar á honum mjög þýðing- armiklar tæknilegar breyting- ar. mynd. Þetta er öryggishús með vandaðri klæðningu. Er sölufulltrúarnir voru spurðir um ástæðuna fyrir hinni slæmu og seinu afgreiðslu til íslands sl. sumar á traktorum frá fyrirtæki þeirra, t. d. hinum nýja 434, sögðust þeir vilja taka fram, að ekki væri hægt að kenna umboðinu hér um þetta. Eftirspurnin hjá I. H. eftir traktorunr hefði verið geysileg og þeir of djarfir að taka á móti pöntunum. Nú yrði gengið þann ig frá málum, að þetta endur- taki sig ekki. Því næst sýndu sölufulltrú- arnir blaðamönnum mjög fróð- lega og skemmtilega kvikmynd af nýrri gerð traktora, sem I. H. framleiðir nú í Þýzkalandi, gerð irnar 523 með 52 ha. vél og 624 með 62 ha. vél. Vélarnar í báðum þessum traktorum eru fjórgengis-diesel vélar með beinni innspýtingu, róterandi ventlum og votum slífum. Eldsneytisdælan er af Bosch-gerð með vökvastillum og „regulator". Þetta er nýjung, sem fundin var upp af Bosch og tæknimönnum International Harvcstei'. J agn vægisútbúriað - ur er á sveifarási fjögurra strokka vélarinnar, sem gerir hana algjörlega titringslausa. Þessir mótorar hafa verið kall- aðir „eilífðarmótorar“. Báðar fyrrnefndir traktorar, 523 og 624, eru með al-samhæfð um gírkassa á öllum gírum, hvort sem er afturábak eða áfram. 523 traktorinn hefur 8 gíra áfram og fjóra afturábak, en 624 hefur 12 gíra áram og 4 afturábak. Sá gírkassi er með svokölluðum „Agromatic Power Shift“, en þá er mögulegt að minnka ökuhraða óg auka drátt argetuna eða öfugt, án þess að nota tengslið. Með þessu Power Shift kerfi er einnig hægt að skipta um ökustefnu úr áfram í afturábak, án þess að nota tengslið eða gírstöngina. Vökvalyftan, sem lyftir 1700 kg. og á eru bæði grófir og fínir tengitappar, hefur sjálfvirka dýptarstillingu og þyngdaryfir- færslu. S-24-l moksturstæki. Það síðasta, sem sölufulltrú- arnir sýndu blaðamönnunum, voru nýju Farmall mokstiu-s- tækin, sem einkennd eru S-24-l. Moksturstæki þessi munu kosta um kr. 17.000.00 og tengihlutir fyrir hvern traktor um kr. 3.000.00. Þanníg geta þessi tæki orðið sameign margra búa með litlum tilkostn aði í tengihluti, þótt gerðir troktoranna séu margar. Einnig er þetta óneitanlega til þæg- inda á því búi, sem á og notar t. d. tvo traktora, sinn af hvorri gerðinni. Frá- og átenging tækj anna við traktorinn er svo ein- föld, að einn maður gerir það auðveldlega á þremur mínút- um. Lyftugetan er um 850 kg. PZ-sláttuvél — Athyglisverð nýjung. Véladeild SÍS hefur nú látið (Framhald á blaðsíðu 7) NY TEGUND SAMVINNUTRYGGINGA Bilið milli hjólhlífanna að aft an hefur verið aukið verulega, svo að vel rúmt er nú í kring- um sætið og ökumanninn, það gefur honum meira svigrúm við stjórntækin. Stýrishjólið, sem er stærra og liggur láréttara, ásamt nýrri stýrisvél, hafa létt stýrið og bætt stjórnhæfni traktorsins verulega. Vökvastýr isútbúnaður er því ekki talinn nauðsynlegur á þennan traktor, nema hann sé ætlaður til á- moksturs nær eingöngu. Ökumannssætið sjálft er end urbætt, standard gerðin er „De Luxe“. Rafgeymirinn og ræsirinn eru af yfirstærð. Ljósin að framan eru innbyggð í samstæðuna og eru því ekki fyrir neinum tengi útbúnaði. Frá því var skýrt, að vegna þess hve vel þessi girkassi hef- ur reynzt, er farið að nota hann í I. H. jarðýtur, en þar reynir að sjálfsögðu meira á hann en í traktornum. „Speed Amplifier“ er sérstakur útbúnaður, fáan- legur á þessa gírkassa, en með honum er möguleg 37% hraða- aukning á hvern gír, stillanleg með lítilli hliðarstöng. Með sömu stöng er aukin dráttargetan eða hraðaminnkunin möguleg 27%. Beizlisútbúnaðurinn er mjög fullkominn. Honum fylgir drátt arslá og þrítengisbeizli með þverbita. í sambandi við hin nýju ör- yggisgrindalög hér á landi var upplýst, að framleiddar eru margar gerðir grinda, og lögð er sérstök áherzla á styrk þeirra og hlífð fyrir ökumann, ef óhapp hendir, en einnig, að þær séu rúmgóðar og ástig auð- velt. Fáanleg er klæðning á grindurnar síðar meir, sé þess óskað. í vor munu B-434 koma einn ig með húsi frá verksmiðjunni, eins og sézt á meðfylgjandi SAMVINNUTRYGGINGAR hófu bifreiðatryggingar í janúar 1947 og eru því, um þessar mundir, liðn 20 ár, síðan sú starfsemi félagsins hófst. Á þessu tímabili hafa Sam- vimiutryggingar beitt sér fyrir margvíslegum nýjungum og breytingum á bifreiðatrygging- um, sem allar hafa verið gerðar með tilliti til hags hinna fjöl- mörgu viðskiptamanna. Hálf-Kasko. Nú hafa Samvinnutryggingar þá ánægju að kynna nýja teg- und bifreiðatryggingar, sem nefnd hefur verið HÁLF- KASKO, og er nýjung hér á landi. Trygging þessi er hentug fyrir allar tegundir og gerðir bifreiða. Tryggingin bætir skemmdir, sem verða á ökutækinu sjálfu af völdum BRUNA — ÞJÓFN- AÐAR — VELTU og/eða HRAPS og auk þess RÚÐU- BROT af hvaða orsökum, sem þau verða. Iðgjöld fyrir þessa nýju trygg ingu eru sérlega lág, og um verulega iðgjaldalækkun á brunatryggingu bifreiða er t. d. að ræða. Ái-siðgjald nokkurra bifreiðagerða eru sem hér segir: EINKABIFREIÐIR FÓLKSBIFREIÐIR, gegn borgun JEPPABIFREIÐIR VÖRUBIFREIÐIR, einka VÖRUBIFREIÐIR, atvinnu VÖRUBIFREIÐIR, gegn borgun SENDIFERÐABIFREIÐIR REIÐHJÓL með hjálparvél DRÁTTARVÉLAR Upphafið. í ársbyrjun 1947 voru hér mun færri tryggingafélög en nú, og höfðu þau flest starfað í áratugi í sátt og samlyndi og því lítið um samkeppni að ræða milli þeirra. Forráðamenn Sam vinnutrygginga voru í upphafi ákveðnir að gefa bifreiðaeigend um kost á ýmsum nýjungum í bifreiðatryggingum, sem þá höfðu rutt sér braut erlendis, svo sem hinu svonefnda afslátt arkerfi (bónus), sem Samvinnu tryggingar tóku strax upp og valdið hefur byltingu í þessari tryggingagrein hér á landi. Flest önnur tryggingafélög hafa síðan tekið upp þetta kerfi, sem eins og flestum er kunnugt, byggist á því, að menn fá veru- legan afslátt af iðgjaldinu, ef þeir valda ekki tjóni, og er mönnum þannig mismunað eft- ir hæfni þeirra í akstri. Afslátt- ur þessi nemur nú stórum upp- hæðum, sem varkárir ökumenn og bifreiðaeigendur hafa sparað á þennan hátt. Bónuskerfið hef ur nýlega verið tekið til endur- skoðunar, og fá nú gætnir öku- menn allt að 6Q% afslátt af iðgjaldi ábyrgðartrygginga bif- reiða sinna. ársiðgjald frá kr. 850.00 — — 1.200.00 — — 850.00 — — 850.00 — — 1.000.00 — — 1.050.00 — — 950.00 — — 150.00 — — 450.00 Við undirbúning þessarar tryggingar hefur verið leitazt við að koma til móts við þá mörgu bifreiðaeigendur, sem ekki telja sér hag í því að hafa bifreiðir sínar í fullri kasko tryggingu. Heiðursviðurkenningar og ÖF- trygging. Ökumenn hafa verið heiðr- aðir fyrir góðan akstur og hafa 4655 hlotið viðurkenningu fé- lagsins fyrir 5 ára öruggan akst ur og 1648 viðurkenningu og verðlaun fyrir 10 ára öruggan akstur, en verðlaunin eru fólgin í því, að ellefta tryggingarárið er iðgjaldsfrítt. Stofnaðir hafa verið klúbbarnir „Öruggur akstur“ víðs vegar um landið fyrir frumkvæði Samvinnu- trygginga, en þessir klúbbar hafa það markmið að auka um ferðaröryggi, fyrst og fremst í heimahögum og almennt í sam ráði við aðra aðila. I byrjun árs 1966 var tekin upp ný öku- manns- og farþegatrygging, sem var algjör nýlunda hér á landi. Alvarleg slys hentu á sl. ái'i, þar sem bætur voru greidd- ar úr tryggingu þessari, og hef- ur hún því þegar sýnt hversu nauðsynleg hún er. Umferðarmál. Allir vita, að umferð hér á landi er óeðlilega hættuleg, þar sem talið er, að nærri þriðja hver bifreið, að meðaltali, lendi í tjóni á ári hvex-ju. Þetta er hæi'ra hlutfall en í öðrum lönd- um, þar sem umferð er mun meiri, og ber því að gera allt, sem hægt er, til að ráða bót á ástandinu. Meðan bifreiðum og bifreiða stjórum fjölgar jafn mikið og verið hefur nú hin síðari ár, má Ijóst vera, að hér stefnir í óefni, ef ekki er að gert í tæka (Framhald á blaðsíðu 7) Helgi Hallgrímsson: ÞÆTTIR AF FLATEYJARDAL Norður og niður. Fimmti dagur ferðarinnar var runninn upp, og við vorum enn í Heiðai'húsum. Þótti okkur nú sem við svo búið mætti ekki standa öllu lengui', þar sem áætlaður ferðatími var um það bil hálfnaður, og sjálfur Flat- eyjardalui'inn eftir. Við tókum því saman voi't hafui'task, og röðuðum því í kassann mikla, sem víst hefði mátt kalla hít, því hann tók jafnan við. hvað sem í hann var látið. Skálinn var hreinsaður og þveginn og að lokum skrifuðum við í gesta bókina og gátum þess mei'kasta sem við höfðum orðið varir í veru okkar þarna. Rétt áður en við lögðum af stað, bar gesti að gai'ði í Heiðar húsum. Var það Grímur Sig- ui'ðsson smiður frá Jökulsá, á Flateyjardal, og var hann að koma þaðan að utan, með fjöl- skyldu sinni. Þótti okkur bera vel í veiði og fréttum margs af Grími, enda er hann manna fróðastur um Dalinn og Heið- ina. Að lokum bauð hann okk- ur gistingu í húsi sínu á Jök- ulsá, sem við þáum með þökk- um. Sá gamli var ræstui', og fór auðveldlega í gang, enda hafði hann nú hvílt sig í þrjá daga. Þótti okkur sem hann hefði ekki minni löngun til að sjá Flateyjardalinn, en við, enda tók hann á sprett út eftir eyr- unum, og í Byrgishólunum fór hann upp snarbratta bi-ekku, eins og að drekka vatn. Þótti okkur þá sem ekki væfi ofsög- um sagt af gæðum bílsins. Skammt fyrir utan Heiðar- hús, þrengist dalurinn og gilið mjókkar svo að ekki er fært eftir því lengur. Liggur vegur- inn því upp í bi-ekkunum vest- anmegin árinnar. Er þarna fal- legt land, kjari'ið þekur nú ekki bai'a dældirnar heldur teygist það yfir höfða og hóla, og há- vaxið lyngið fyllir upp í eyð- umar. Ofar í hlíðinni eru víð- lendar mýrar. Við föi-um framhjá eyðibýl- inu Ófeigsá, sem stendur ekki allfjari-i samnefndi-i árspi'ænu, síðan komum við að Fremri- Mógilsá, sem áður var getið. Hún hefur rutt fram býsnum af fallegu litgrýti, niður í eyrarn- ar. Hétum við því með sjálfum okkur, að hlaða einhverju af því á bílinn í bakaleiðirmi. Sömu sögu var að segja við Mó- gilsá ytri, þar voru einnig stór- ir haugar af litgrýti. Drógum við af því þá ályktun, að lit- gi-ýtissvæðið næði a. m. k. út undir þá á. í austui'hlíðinni virtist kjai'r- lendið vera enn samfelldara, en þó er allmikil eyða í það, þar sem er Stóraskriða, nokki'u ut- ar en Yti-i-Mógilsáin. Stóra- skriða virðist vera framburður lækjar, sem kemur úr Austur- fjallinu. Ef dæma skal eftir af- köstum lækjarins að bera fram, þykir mér ekki ólíklegt að þarna sé litgrýti í fjallinu, en ekki gátum við gengið úr skugga um það. Saurbrýr heita andspænis Stóruskriðu að vestanvei'ðu í dalnum. Mun það di'egið af mýr ai'höllum, sem eru þai'na hvar- vetna upp í hlíðinni. Eitt sinn var þarna samnefnt býli, Saur- brúakot. Austurhlíðin, utan Stóruskriðu er mjög grafin af smálækjum, sem þarna eru fleiri en tölu verði á komið, en á milli lækjanna virðist vei'a þroskalegt birkikjarr, og hlíðin tilsýndar hin fegursta. Helzt kjarrið út að miklu klettagili, sem kallast Urðargil, en þar er það einna stórvaxnast. Þar kom um við auga á hvíta skellu í kjarrinu, og með hjálp hins ágæta kíkis Þóris tókst okkur að finna það út hvað þama væri á ferðinni. Það var reyniviðar- runni, sem nú stóð þama þak- inn af sínum hvítu blómum. Fleiri reynirunna sáum við í kíkinum, sitt hvoru megin við Urðai'gilið. Nú var komið að Eyvindai'á, að vestan. Kemur hún úr sam- nefndum dal, og er eirina mest vatnsfall á þessum slóðum fyrír utan Dalsána. Við ána stóð sam- nefndur bær, og mun hafa ver- ið landnámsjöi'ð, heitin. .eftír Eyvindi þeim er fyrstur nam dalinn. Eyvindará var tálin ýzti bær Heiðai'innar, endá þótt þar sé komið niður fyrir 100 m. h. og dalui'inn þama allvíðleridúr, með sléttum, uppgrónum eyrum í botni. Ástæðan er þó sennilega sú, að nokkru utar er dalurinn þvergirtur af klettaásum og mal ai-hólum, og sézt því ekki utan úr dalnum inn til Eyvindarár. Þar sem vegurinn beygir upp á klettarana, heitir Meinbrekka, og eru þar talin mörk Dals og Heiðar. Bundinn Fenrisúlfur. Fyrir neðan Meinbrekku fest ist bíllinn í foraði á veginum, en losnaði þó fljótlega aftur með hjálp Þóiis. Vai'ð okkur ekki frekara mein að Meinbi-ekku. Segir svo ekki af ferðum, unz komið var að Þverá, er fellur fram rétt fyrir sunnan Bi'ett- ingsstaði og kemur úr Brettings staðadölunum, syðra og nyrðra. Þórir hafði skömmu áður yfir gefið bílinn, því honum þótti seint ganga ferðin, og tekið á rás norður eftir melunum, í beina stefnu á Brettingsstaði. Þverá reyndist heldur illúð- leg, og hinn versti farartálmi. Var hún allvatnsmikil og vatnið jökullitað. Ekki var þó vatnið svo mjög til fyrirstöðu, heldur hafði hún grafið syðri bakkann svo meinlega, að þar var hár stallui-, og síðan hafði hún fyllt i upp að stallinum með lausum sandi, og bætti það ekki úr skák. Bíllinn var þó hvergi hrædd- úr, og lagði ótrauður til atlögu við óvininn, en ekki hafði hann lengi farið er allt sat fast. Voru nú góð ráð dýr, og þar sem Þór ir var hvergi nærri, sá ég ekki annað til ráðs en heita á Eyvind landnámsmann, sem ég ætlaði að enn myndi hafa nokkur yfir ráð byggðarinnar. Leið þá ekki á löngu þar til sá gamli tók aft- ur að hreyfast og svo „drap hann sig úr dróma“. Fór ég nú á harðaspretti út holt og móa, framhjá býlinu Hofi, og var brátt kominn út að sjó. Liggur slóðin þar út á sand rif eitt mikið sem kallast Nauts eyi-i eða Hofsmöl. Taldi ég að nú væri loksins komirm góði vegurinn, og mál til komið að setja í þriðja, enda myndi nú öllum torfærum lok- ið. Þetta fór þó á annan veg. Sandurinn reyndist svo laus, að hin stóru hjól þess gamla, sukku í hann og brátt tók hann að spóla og grafa sig niður í sand- inn, þótti mér þá auðséð, að hér myndi versta tox-færan. Bót in, að nú var skammt að Brett- ingsstöðum. Stöðvaði ég því bíl inn og geklt heim að Brettings- stöðum, til að athuga um gist- ingu þar. Á Brettingsstöðum standa tvö stórhýsi í túni, veglegar bygg- ingar til að sjá. Bæði voru hús- in opin, og höfðu auðsjáanlega verið notuð til gistingai', enda umgangurinn þar ekki sem bezt ur, en húsin þar að auki rnjög hrörleg orðin. Leizt okkur mið- ur fýsilegt að setjast þar að, og var því ákveðið að freista þess að halda áfram að Jökulsá, þar sem okkur hafði, sem áður seg- ir, verið boðin gisting. Var rjú gamli ræstur og siðan reyndi Þórir að ýta, en allt kom fyrir ekki. Hann silaðist að vísu úr stað, en gróf sig þó jafnhai'ð- an niður. Reiknuðum við það út, að það myndi ekki minna ei'fiði að koma bílnum yfir sandinn, en að bera allt hafurtaskið, og auk þess myndi það síðamefnda taka minni tíma. Var því ákveð ið að freista þess, að koma bíln- um „að landi“ aftur og skilja hann þar eftir. Þetta tókst, eftir nokkurt erfiði. Fór því þeim gamla, sem Úlfinum forð- um, að hann varð bundinn að lokum, af hinni Iævísu „mar- mennilssmíð". Var nú ekki um annað að gera en taka til handa og fóta. Bundum við það nauðsynleg- asta af hafuxtaskinu í byrðar miklar, og lögðum svo af stað með þær norður eftir sandinum. Seint gekk ferðin, því byrðar voru þungar, en þó náðum við loks að Jökulsá. Var þar að- koma stórum betri en á Brett- ingsstöðum, enda hefur Grímur gert sér allt far um að halda við húsinu, síðan hann fluttist það- an. Þar var meira að segja mið- stöð, sem kynda mátti með spýt um úr fjörunni, og kom það sér nú vel, því heldur var kalt í veðri. Hugðum við gott til vistarinn ar þarna, og eftir að hafa kveikt upp og borðað fórum við aðra ferð suður að Hofshöfða, að sækja dót. (Framhald í næsta blaði) FLÓÐLÝSING VIÐ DALVÍKLRKIRKJU ÞANN 14. des. sl. var kveikt á jólatré fyrir dyrum Dalvíkur- kirkju. Sama dag var einnig kveikt á flóðlýsingu við kirkj- una og hún upplýst utan. Hvoru tveggja jólatréð og flóðlýsingin, var gjöf til kirkjunnar frá Lions klúbbi Dalvíkur og önnuðust klúbbfélagar uppsetningu. En til flóðlýsingarinnar var klúbbn um afhent að gjöf kr. 12 þúsund frá tveimur fjölskyldum á Dal- vik. Sú gjöf var gefin til minn- ingar um Kristján Má Karls- son, sem hefði orðið tvítugur þennan dag, og hefur áður ver- ið frá því skýrt. Þessar góðu gjafir og þann góða hug, sem að baki liggur í garð kirkjunnar, vil ég fyrir eigin hönd, safnaðar og sóknarnefndar þakka af al- hug. Þá hefi ég nýlega tæmt gjafa- hirzlu kirkjunnar. í henni voru kr. 3 þús. auk smámyntar, sem ekki var talin að þessu sinni. Ég vil einnig fyrir hönd sömu aðila þakka þetta, ásamt 2 þús. kr. gjöf frá ónefndum sjómanni á Dalvík, sem gjaldkera sóknar nefndar var afhent nú nýlega. Slík rausn og ræktarsemi ber gefendum góðan vitnisburð. —■ Kærar þakkir. St. Sn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.