Dagur - 08.02.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 08.02.1967, Blaðsíða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) - ■ ■—* Frosti II strandaði Hofsósi 6. febrúar. Frosti II frá Hofsósi strandaði á Innstalands skerjum á laugardaginn. Hann var á leið frá Sauðárkróki til Hofsóss í suðvestan strekkings veðri og dimmum hríðaréljum að kvöldi dag. Báturinn sendi BROTIZT INN t FJÁRHÚS NÝLEGA var brotizt inn í þrjú fjárhús á Akureyri. Komið var að manni einum í einu fjárhúsanna. Lögreglan hefur málið í sínum höndum og biður þá, er varir verða við grun- samlegar ferðir manna við skepnuhús, að gera lögreglunni aðvart. Tvö innbrotin voru framin í fjár- og hesthúsum sunnan við aðalspennustöðina. Þar er veg- urinn ólýstur, þrátt fyrir loforð um úrbætur. Nauðsyn er að bæta úr því hið bráðasta. Hitt innbrotið var framið á Gleráreyrum. □ út neyðarskeyti og bátur frá Sauðárkróki kom og bjargaði mönnunum og morgunin eftir náðist báturinn af skerinu lítt skemmdur, að því er talið er, og var farið með hann til Sauð- árkróks. Formaður á bátnum var Halldór Sigurðsson, véla- maður Friðvin Jónsson. Eig- andi bátsins er Þorgrímur Her- mannsson Hofsósi og hefur bát urinn verið gerður út í vetur og aflað mjög sæmilega á línu. Hér um slóðir er snjólaust og sumarfæri á öllum vegum. Menn stunda nú þorrablót af kappi og borða mikið. Sér ekki ennþá fyrir endann á því. Ný- lega héldu Fljótamenn þorra- blót á Ketilási og voru þar um 250 manns saman komnir. Boðs gestir voru frá Siglufirði, Akur eyri, Sauðárkróki, Hofsósi og úr sveitunum. Þar var snætt úr 25 trogum og þótti það mikil og góð veizla. Um þetta leyti var fært til Siglufjarðar um Stráka göng og auðveldaði það fólki þaðan að komast á blótstað- inn. N. H. a morgun AUKAKJÖRDÆMISÞING Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra hefst á Akureyri á morgun, fimmtu- dag, kl. 4 siðdegis. Aðalverkefni þingsins er að fjalla um framboðsmál flokksins í kjördæminu. En þau mál hafa verið í höndum 12 manna nefndar, sem kosin var á kjördæmis- þinginu á Laugum í sl. septembermánuði. A kjördæmis- þinginu eiga sæti og atkvæðisrétt fulltrúar Framsóknarfé- laganna í kaupstöðunum þrem og jafn mörgum sýslum í kjördæminu. Ennfremur fulltrúar frá félögum ungra Fram- sóknarmanna. En auk þeirra kjördæmisstjórnin, þingmeim flokksins í kjördæminu og íyrsti varamaður þeirra. For- maður kjördæmisstjómar, Eggert Ólafsson Laxárdal í Þistil- firði, mun setja þingið en síðan verða kosnir starfsmenn þess. Sjúkrabifreið Rauðakrossins á Akureyri er 10 ára. (Ljósm.: E. D.) Rauðikrossinn leggur álierzlu á blóðsöfnun Nýr blóðbíll auðveldar hið nauðsynlega starf RAUÐAKROSSFÉLAGSSKAP URINN hélt hátíðlegt 100 ára afmæli sitt 1. september 1963. Hann var stofnaður að frum- kvæði mannvinarins og hug- sjónamannsins Jean Henri Dunant, sem var ríkur sviss- neskur kaupmaður og var að- dragandi allur næsta ævintýra- legur. Henx-i Dunant var þá 31 árs, ötull kaupsýslumaður fi'á Genf, lagði leið sína til norður ítaliu á fund Napóleons III keisax-a til þess að fá hjá hon- um leyfi til að setja upp nokkr- ar kornmyllur í Algier. En á þessum tíma geisaði blóðug styx jöld milli Frakka og ítala annars vegar og Austurríkis- manna hins vegar. Þetta var að vísu mjög óheppilegur tími til að tala um tiltölulega lítilsverð viðskiptamál við keisarann en Dunant skeytti því engu og hélt fast við þann ásetning sinn að ná fundi keisarans, hvað sem það kostaði. Til hemaðar þekkti hann ekkert og hafði engan áhuga á slíku. Þeim fundi náði hann aldrei, en komst hins veg ar til borgarinnar Costiglione að kvöldi 24. júní 1859. Dagur- inn var bjartur og fagur en við (Framhald á blaðsíðu 7.) Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir. Nær snjólaus! austur á Héraði Bændaklúbbsfundur um fóSur og ræktun Frummælandi Magnús Óskarsson á Hvanneyri YFIR 80 manns sóttu Bænda- klúbbsfundinn að Hótel KEA á mánudaginn. Fundarstjóri var Ái'mann Dalmannsson en frum mælandi Magnús Óskarsson kennai'i á Hvanneyi'i. Ei'indi Magnúsar fjallaði m.a. Hlaut silfurhestinn SNORRI HJARTARSON hlaut rithöfundalaun dagblaðanna í Reykjavík, þau fyrstu, sem veitt eru af þeim aðilum. Vei'ðlaunagripurinn er silfur hestur, þ. e. hestlíkan úr silfri, sem Jóhannes Jóhannesson hef ur gert. Ætlunin er að vei'ðlaun þessi verði veitt árlega. □ um steinefnaskort í búfé, vönt- un magníums í fóður jórtur- dýi-a, fjöi-uskjögur, ýmsan ki-ankleika í kúm vegna efna- skorts, köfnunar- og steinefna- skort hjá fóðui'grösum o. fl. Þá skýrði ræðumaður ein- kenni á gi'óðri, er segði til um vöntun hinna ýmsu næringar- efna og var erindið allt hið fróð legasta. Magnús Óskai’sson veit ir, ásamt Þoi'steini Þorsteins- syni, forstöðu rannsóknardeild á Hvanneyri, þar sem unnið er að margvíslegum rannsóknum og tili'aunum í þágu landbún- aðarins. Að frumræðu lokinni tóku þessir til máls: Jóhannes Sig- valdason, Ólafur Jónsson, Guð- mundur Benediktsson, Sigurjón Steinsson, Aðalsteinn Guð- mundsson, Haukur Steindói's- son og Ingólfur Lárusson. □ Egilsstöðum 7. febrúar. Okkur líkar vel við Drottin um þessar mundir en miður við í-aforku- málastjórnina. Raforkumála- stjóri gekk fram fyrir skjöldu ráðhei-ra í svari við greinax-gerð okkar, þar sem við höfðum beint máli okkar til viðkomandi ráðherra. Líkar okkur miður að undirsáti hans hafi orðið fyrh' svörum. Skotfæri er um mest allt Austurland, enda nær alauð jörð, en svellalög nokkur og vegir varasamir vegna hálku á sumum stöðum. Stox'ka er víða á jörð og sauðfé lítið beitt. Fólksfjöldi í Egilsstaðakaup- túni hefur vaxið ört og var 1. des. sl. 530. Bæði er hér um að í’æða öra fólksfjölgun á staðn- um og aðflutning. Fyrir nokkr- um árum var það einkum ungt fólk, í þann veginn að stofna heimili, sem flutti til kauptúns- ins. Nú hefur einnig orðið inn- flutningur eldi-a fólks. Bygging sjúkra- og elliheim- ilis, sem rætt hefur vei'ið um undanfarin ár að reisa á Egils- stöðum, er nú að verða hin brýnasta nauðsyn. Sú stofnun er ætluð mestum hluta Austur- lands. Á síðasta ári tók mjólkurbú kaupfélagsins hér á staðnum á móti 1.7 milljón lítra mjólkur. (Framhald á blaðsíðu 5). SNJÓ RUTT AF TVEIM HEIÐUM Magnús Óskarsson, kennarL í VEÐUROFSANUM um helg- ina ui'ðu Öxnadalsheiði og Holtavöi-ðuheiði ófærar vegna snjóa en einkum vegna blind- hi-íðar og hvassviðris. í gær vann vegagerðin að opnun heið anna. En bifreiðir hafa notið slíkrar fyrirgreiðslu á þriðju- dögum og föstudögum í vetur, þegar þurft hefur og gerlegt talið að halda vegum opnum. Á Holtavörðuheiði tepptust 50—60 manns um helgina og höfðust þeir við í sæluhúsinu. Múlavegur er lokaður, en aðr ir vegir flestir greiðfærir. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.