Dagur - 08.02.1967, Blaðsíða 7
7
- Raiiðikrossiim
I (Framhald af blaðsíðu 1)
Solferino hafði þá staðið hin
blóðuga orusta, þar sem barist
hafði 300.000 manna lið og
40.000 þeirra lágu dauðir eða
deyjandi í valnum og blóðið
flaut til allra átta. Svona var þá
stríð. Dunant varð skelfingu
lostinn og í fyrstu algerlega ráð
villtur. Allar götur og straeti
borgarinnar voru full af særð-
um, veinandi hermönnum svo
hvergi varð þverfótað. En svo
hófst hann handa, steig út úr
hinum þægilega vagni sínum,
setti á laggimar skyndihjálpar-
stöð og tók að hjúkra og hjálpa
hinum særðu mönnum, jafnt úr
báðum herjum.
Upp frá þessu helgaði hann
þessu málefni alla krafta sína
og vann hugsjón sinni fljótt
fylgi margra helztu þjóðhöfð-
ingja Evrópu og frægra rithöf-
unda svo sem Victors Hugo og
Charles Dickens. Og brátt var
Rauðikrossinn stofnaður eins og
áður getur og óx fljótt og
breiddist út til þess að verða
hin volduga alþjóðafélagsskap-
ur, sem allir þekkja. Upphaf-
lega var markmiðið að hjúkra
og hjálpa særðum og sjúkum
hermönnum en starfssviðið
víkkaði fljótt og vinnur nú
Rauðikrossinn að hinum marg-
brotnustu mannúðar- og hjálp-
arstörfum ætíð tilbúinn þegar
neyðin kallar, spyr aldrei um
hver í hlut á, spyr ekki um
þjóðerni, litarhátt, trú, þjóðfé-
lagslega stöðu eða pólitíska
skoðun.
Rauðikrossinn gætir jafnan
hins ítrasta hlutleysis og tekur
aldrei neina afstöðu til deilu-
mála en leitast jafnan við að
bera friðarorð milli stríðandi
aðila, en er sjálfur hátt hafinn
yfir allar deildur og flokka-
drætti. Hann stendur opinn öll-
um frjálsum og heiðarlegum
mönnum og félagasamtökum
allra landa og allir hafa þar
hafa rétt, en einnig hina sömu
skyldu, að hjálpa hver öðrum.
Rauðikrossinn hefir einnig
náð nokkurri útbreiðslu hér á
norðurhjara veraldar. Rauða-
krossdeild var stofnuð hér á
Akureyri að frumkvæði Stein-
gríms heitins Matthíassonar
þann 29. janúar 1925 en litlu
fyrr hafði verið stofnaður í
Reykjavík Rauðikross íslands.
Stofnendur hér voru 106 manns.
Rauðakrossdeildin hér hefir,
eins og aðrar Rauðakrossdeild-
ir, reynt að starfa að ýmsum
líknar- og heilbrigðismálum.
Um skeið hafði deildin í sinni
þjónustu hjúkrunarkonu, sem
hjúkraði í heimahúsum í bæn-
um, rak hjálparstöð, hefur rek-
ið sjúkrabifreið síðan 1931, tók
þátt í kaupum á sjúkraflugvél
1958, ljósastofu síðan 1948. Þá
hefur deildin ýmist gengizt
fyrir eða tekið þátt í mörgum
fjáröflunum til styrktar nauð-
stöddum bæði innlendum og
útlendum.
Og enn eru verkefnin næg,
en aðalmál Rauðakross íslends
nú, er rekstur hins nýja blóð-
söfnunarbíls og er það bæði
mikið og verðugt verkefni og
munu allar Rauðakross deildir
landsins leggja því máli lið eftir
beztu getu en jafnframt heita á
allan almenning til samstarfs,
því að frá honum verður blóð-
ið að renna, því að hinar fá-
mennu liðssveitir Rauðakross-
ins hrökkva skammt til blóð-
gjafanna.
Sjúkrabifreið Rauðakrossins
fór á síðasta ári 466 sjúkraferð
ir, sumar alllangar og í sumar
var hún búin vandaðri talstöð
til öryggis. Bæjarfélagið styrkir
nú starfsemi Rauðakrossins
með 100 þús. kr. framlagi í stað
25 þús. kr. áður, og sýslan styrk
ir starfsemina með 18 þús. kr.
framlagi í stað 2 þús. kr. áður,
og léttir þetta mjög róðurinn.
Fjáröflunardagur Rauðakross
ins er á Oskudaginn og eru þá
seld merki til ágóða fyrir starf-
semina. Þessi merkjasala hefur
jafnan borið mikinn árangur
hér á Akureyri og sýnir það
skilning fólks á líknarmálum.
í stjórn Rauðakross deildar
Akureyrar eru: Guðmundur
Karl Pétursson yfirlæknis for-
maður, Jakob Frímannsson
framkvæmdastjóri ritari, Guð-
mundur Blöndal gjaldkeri, Jó-
hann Þorkelsson, Þórður Gunn
arsson, Gísli Olafsson, séra
Pétur Sigurgeirsson. □
&
2
X Innilegt þakklœti vottii ég öllum þeim, sem sýndu
V wi zm’ i n -ki siarPt t / rr ■vn £> zV /í /> i <rn c/i /> -» » l> i 11 /i rl> s>r\ \ i i i /i/r n-X A
f
1
mér vinarhng með heimsólin, heillaskeytum og góð-
um gjöfum d 70 ára afmceli minu þann 1. februar sið-
astliðinn. Sérstaklega þakka ég börnum minum,
tengdabörnum og venzlafólki, fallegar og dýrar gjafir.
Heill sé ykkur öllum góðu vinir.
GUÐMUNDUR BALDVINSSON,
Fjólugötu 15.
JÓN JÓNSSON frá Skjaldarstöðum,
sem lézt fimmtudaginn 2. þ. m. verður jarðsunginn að
Bakka í Öxnadal föstudaginn 10. febrúar kl. 2 e. h.
Bílferð verður frá Sendibílastöðinni á Akureyri kl.
1 sama dag.
Vandamenn.
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
víðar. Á öðruin stað í blaðinu
er nánar að þessu vikið.
ENGIN GLÆPAHNEIGÐ f
ÍSLENDINGUM
Óskar Clausen forstöðumaður
Fangahjálparinnar í Reykjavík
sagði í endurfluttum samtals-
þætti í Ríkisútvarpinu sl. sunnu
dag, að 90% afbrota væru fram
in undir áfengisáhrifum eða
vegna drykkjuskapar. Hann
sagði ennfremur að það væri
engin glæpahneigð í íslending-
um, en kæruleysið yrði of ríkt
þegar áfengið væri annars veg-
ar. Glæpamenn í öðrum lönd-
um undirbyggju áform sín
vandlega, en hinir ógæfusömu
íslendingar, sem gengju inn á
vegu afbrotanna gerðu það flest
ir viti firrtir vegna Bakkusar,
sem hafður væri með í för.
TÓK ÁKVÖRÐUN 12 ÁRA
„Ég ákvað það að verða bindind
ismaður þegar ég var 12 ára
gamall“, sagði Óskar, og e. t. v.
væri það þess vegna, sem hann
hefði náð háum aldri með lítt
eða ekki skerta starfskrafta og
hefði getað lijálpað mörgum,
sem höfðu rekið sig illa á afleið
ingar áfengisnotkunar.
HRÆDDUR EÐA
HUGRAKKUR
Einn af fáum bindindissömum
ráðherrum flutti nýlega erindi
á Akureyri, um bindindismál.
Ut af því hafa spunnizt umræð-
ur um það, hvort það væri
fremur af liræðslu eða hug-
rekki, sem sumir höfnuðu þó
víni þegar boðið væri. Eflaust
hafna menn oft víni af ótta við
afleiðingamar, og má líka kalla
það forsjálni eða jafnvel
hræðslu, á sama hátt og menn
hafna hættulegri leið og velja
þá leiðina, sem ekki er hættu-
leg. En stundum verða menn þá
að vera í fámennum hópi og
suma brestur hugrekki 'Hl-.þess.
VÍN FYRIR 500 MILIJÍÖNIR
Á síðasta ári seldi íslenzka rikið
þegnum sínum áfengi fyrir rúm
ar 500 millj. króna. Að sjálf-
sögðu hefur mikið af þessu víni
verið vel notað og liófsamlega
svo sem siðuðum sæmir. En
hvað skyldu þeir vera margir
vinnudagamir sem þjóðinni
glatazt vegna allrar þessarar
drykkju og hve mörg slysin?
í landi þar sem áfengisnotkun
er orðin jafn mikið þjóðarböl og
á íslandi er það e. t. v. stærsta
verkefni æskunnar, að berjast
fyrir breyttri stefnu. Til þess
þarf hugrekki og þrek, en hver
aumingi getur látið berast með
straumnum.
FÉLAGSVIST og DANS
í Alþýðuhúsinu föstudag-
inn 10. febrúar kl. 8.30.
Húsið opnað kl. 8.
Geislar leika.
Skemmtiatriði.
Allir velkomnir án
áfengis.
S. K. T. G.
□ RÚN 5967287 ^ 2
I.O.O.F. Rb. 2 — 11628814 — 0
I.O.O.F. — 148210814 — 0
FÖSTU GUÐSÞJÓNUSTA í Ak
ureyrarkirkju kl. 8.30 í
kvöld, miðvikudagskvöld. —
Sungið úr Passíusálmunum,
1. sálmur vers 1—8, 2. sálm-
ur vers 7—11, 3. sálmur vers
1—3 og 22—24. Fólk er vin-
samlega beðið að hafa með
sér Passíusálmana. P. S.
ÆSKULÝÐSMESSA verður í
Akureyrarkirkju n.k. sunnu-
dag kl. 2 e. h. Ungmenni lesa
pistil og guðspjall. Sálmar:
372 — 337 — 370 — 420 — 424.
Þess er sérstaklega óskað að
væntanleg fermingarböm og
foreldrar þeirra mæti: Allir
aðrir eldri og yngri velkomn-
ir. Sóknarprestar.
SUNNUDAGASKÓLI Akur-
eyrarkirkju er á sunnudag-
inn kemur í kirkjunni og
kapellunni fyrir eldri og
yngri bömin kl. 10.30 f. h. —
Sóknarprestar.
AKUREYRINGAR. — Innilega
þökkum við glæsilega þátt-
töku ykkar við fjáröflun
deildarinnar sl. sunudag. Sér
staklega viljum við nefna
ómetanlega aðstoð fram-
kvæmdastjóra KEA, hótel-
stjóra og starfsliði Brauð-
gerðarinnar. Hjartans þakkir.
Slysavarnadeild kvenna Ak-
ureyri.
LIONSBLUBBUR AK-
UREYRAR. Fundur í
Sjálfstæðishúsinu
fimmtudaginn 9. febr.
FUNDARBOÐ. Stúdentafélagið
á Akureyri heldur fund í
Sjálfstæðishúsinu fimmtudag
inn 9. febrúar kl. 20.30. Rætt
verður um bókmenntir. Fram
sögu hefir Árni Bergmann,
blaðamaður. Stjómin.
I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99
heldur fund í Bjargi fimmtu-
daginn 9. febrúar kl. 8.30 e. h.
Bamastúkuni Samúð er boð-
ið á fundinn. Leikþættir, veit
ingar, ýmis skemmti atriði. —
Æ. T.
FUNDUR verður hald
inn í kapellunni
bmmtudaginn 9- febr.
kl. 8.30 e. h. Skipti-
nemandinn Sigríður Gutt-
ormsdóttir sýnir þar lit-
skuggamyndir og segir frá
dvöl sinni í Bandaríkjunum
síðastliðið ár. Fjölmennið. —
Stjórnin.
FtLADELFÍA Lundargötu 12.
Almenn samkoma hvern
sunnudag kl. 8.30 e. h. —
Sunnudagaskóli hvern sunnu
dag kl. 1.30 e. h. Saumafundir
fyrir stúlkur hvern miðviku-
dag kl. 5.30 e. h. Verið vel-
komin. Ui
Æ.F.A.K. Félagar munið mess-
una á sunnudaginn kl. 2 e. h.
Mætum öll. Stjórnin.
KRISTILEGAR S AMKOMUR
í Landsbankasalnum. Boðun
fagnaðarerindisins (Það sem
vár fí’á' upphafi) I. Jóh. 1,
hvert föstudagskvöld kl. 2.30
í febrúarmánuði. Allir eru
velkomnir. — John Holm.
Calvin Casselman.
RÍKI GUÐS stjómar mitt á
meðal óvina hans. Hvað er
ríki Guðs? Hvernig fer það
fram gegn óvinum hans? —
Opinber fyrirlestur fluttur af
Leif Sandström fulltrúa Varð
turnsfélagsins sunnudaginn
12. febrúar kl. 16 að Bjargi
Hvannavöllum 10. Allir vel-
komnir. Vottar Jehóva.
LEIÐRÉTTING. 1 blaðinu laug
ardaginn 28. jan. sl. var sagt
frá opnun nýrrar snyrtistofu
á Akureyri. í greininni er
rangt farið með föðurnafn
Önnu Lilju snyrtifræðings.
Hún er Gestsdóttir, ekki
Gísladóttir.
HLÍFARKONUR. Aðalfundur
verður haldinn þriðjudaginn
14. febrúar kl. 8.30 síðd. í
Amarohúsinu (uppi). Venju-
leg aðalfundarstörf. Takið
með ykkur kaffi. Mætið vel
og stundvíslega. Stjómin.
KONUR! Alþjóðabænadagur
kvenna er n.k. föstudag 10.
febrúar. í því tilefni verður
samkoma kl. 8.30 e. h. að Sjón
arhæð, sem konur úr kristi-
legum félögum hér í bæ
halda. Allar konur hjartan-
lega velkomnar.
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ. —
Sýningarsalur safnsins verð-
ur framvegis í vetur opinn
almenningi á sunnudögum kl.
2—4 síðd. Skrifstofa safnsins
verður opin alla virka daga,
nema laugardaga, kl. 4—7
síðd. Sími safnsins er 1-29-83.
Áhugamenn og aðrir sem er-
indi hafa við safnið eða safn-
vörðinn eru jafnan velkomnir
á skrifstofutímanum.
Varúð á vegum
AKSTUR f MYRKRI
Næstum allt, sem við gerum
í umferðinni, er háð því, sem
við sjáum. Ljósin, sem við not-
um, þótt þau séu það bezta, sem
völ er á, eru þúsimd sinnum
daufari en dagsljósið. Þess
vegna er miklu vandasamara að
ÁTTA SIG á umferðarskilyrð-
um í myrkri, og möguleikarnir
á því að árekstri verði forðað
með því að HEMLA eða
STÝRA FRAMHJA HÆTT-
UNNI, verða æ minni eftir því
sem birtuskilyrðin verða verri.
Sá ökumaður, sem vill aka
með sem mestu öryggi og hefur
áhuga á að tileinka sér þá sér-
stöku tækni, sem akstur i
myrkri krefst, verður þess
vegna tafarlaust, að breyta akst
ursvenjum sínum og láta af
þeim ávana að aka eins að
nóttu sem degi.
Það er góð regla að aka ekki
hraðar en svo, að ökumaður
hafði stöðvunarvegalengdina
innan þess svæðis, sem ljósið
lýsir upp fyrir framan hann. Þó
er ekki hægt að reikna með, að
ökumaður geti séð eins langt og
Ijóskerin lýsa.
Rannsóknir hafa leitt í ljós,
að því hraðar sem ekið er, því
styttra sér maður frá sér. Á 30
km. hraða er venjulega hægt
að koma auga á ýmsa hluti á
akbrautinni imi það bil 25
metra framundan, en hvað þá
ef ekið er á 60—70 km. hraða
eða ennþá hraðar? Verði eitt-
hvað óvænt á leið okkar, kom-
um við auga á það helmingi
seinna, en ef við vissum af því
fyrirfram.
Til dæmis slæm hola, sem’
maður hefur farið framhjá dag
eftir dag og man eftir, kemur
manni ekki eins á óvart og hola
í vegi, sem maður ekur sjaldan.