Dagur - 08.02.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 08.02.1967, Blaðsíða 2
2 Efsta liðið í Handknattleiksmóti íslands, II. deild, leikur á Akureyri KR - ÍBA á laugard. og suiinud. Á LAUGARDAGINN kemur, 11. febrúar, kl. 4 e. h. mæta KR-ingar til leiks hér á Akur- Á SAFNAÐARFUNDI Sauðár- krókssafnaðar var á árinu 1965 samþykkt að kaupa gamla sjúkrahúsið fyrir starfsemi safnaðarins og til að halda uppi ýmiskonar félagsstarfsemi og námskeiðum fyrir eldri og yngri. Þetta er fyrsta safnaðar- heimilið utan Reykjavíkur. Síð astliðinn vetur hafði Æskulýðs félags Sauðárkrókskirkju starf semi sína í húsinu og auk þess var þar „opið hús“ af og til og ýmis önnur starfsemi fór þar fram. Á liðnu hausti voru haldin námskeið í ýmiskonar handa- vinnu og föndri kvenna, og var frk. Helga Vilhjálmsdóttir kenn ari á þessum námskeiðum, en sýning var nú nýlega haldin á nokkrum þeirra muna, er þar voru unnir.. F-yrir stuttu hófust svo á ný námskeið í handavinnu og föndri. Þá eru einnig yfirstand- andi námskeið í bridge, með- ferð ljósmyndavéla, skák og myntsöfnun og eru þátttakend ur á þessum námskeiðum um eitt hundrað. Frá þessu skýrði sr. Þórir Stephensen, sem er formaður stjórnar safnaðarheimilisins, er hann fyrir stuttu kynnti starf- eyri. Leikið verður í íþrótta- skemmunni á Oddeyri. KR-ing ar eru nú efstir í 2. deild, hafa á Sauðárkróki semi heimilisins. Þá sagði hann einnig frá því, að safnaðar- heimilinu hefðu borizt margar góðar gjafir frá einstaklingum og félögum, bæði peningagjafir og fleira. Nýlega hefði heimil- inu t. d. borizt að gjöf fyrsta orgel Sauðárkrókskirkju. Kvað hann stjórn heimilisins vera ákaflega þakkláta fyrir þær og allan hlýhug til þessarar stofn- unar. Ymsar leiðir hafa verið farn- ar til fjáröflunar, en fjárþörf er mikil. Hafnar eru og fyrirhug- aðar margskonar breytingar og endurbætur á húsinu til þess að það þjóni betur verkefni því, sem því er ætlað og hafa þegar verið gerðar teikningar og áætl anir í þessu efni. Safnaðar- heimilið hefur notið fjárstuðn- ings frá Sauðárkróksbæ og Áfengisvarnaráði. Það hefur og einnig nokkrar tekjur af sölu skeyta og korta, auk þess sem áður getur. Auk sr. Þóris eru í stjórn safnaðarheimilisins þau Valur Ingólfsson, lögregluþjónn, Ólaf ur Stefánsson, póstmeistari, frú Sigriður Árnadóttir og frú Sól- borg Valdimarsdóttir, og bíða stjórnarinnar mörg verkefni til úrlausnar vegna reksturs og endurbóta heimilisins. G. I. ekki tapað leik, en gerðu jafn- tefli við Keflvíkinga. Vonandi verður um jafna og skemmti- lega viðureign að ræða milli ÍBA og KR og eru handknatt- leiksunendur hvattir til að mæta tímanlega til að tryggja sér miða. Samkvæmt mótaskrá verður dómari Björn Kristjánsson úr Rvík, en markdómarar Óskar Einarsson Rvík og Árni Sverris son Akureyri. Á sunnudag kl. 2 e. h. leika KR-ingar aft-ur í íþróttaskemm unni og verður þá e. t. v. hrað- keppni fjögurra liða. Ur bréfi frá dr í SKEMMTILEGU BRÉFI frá dr. Richard Beck prófessor seg ir m. a.: Góði vinur! Nú gerist skammt á milli bæja „efri leiðina“, því að núna á mánudaginn, þann 23. jan., barst mér Dagur frá 18. jan. með greininni minni um Skáld- ið frá Fagraskógi, ásamt með blaðinu frá 14. jan. Þakka þér bæði fyrir birtinguna og ágæta meðferð á greininni og fyrir þá miklu hugulsemi að senda mér hana í flugpósti. Og skemmti- legt var það, að hún kom í blað inu rétt fyrir afmælisdag Davíðs. Við vorum, eins og þér mun kunnugt, skólabræður í Menntaskólanum skólaárið 1918 —1919, og góðvinír ávallt, og sendi hann mér í pósti eða gaf mér í heimferðum mínum flést- ar eða allar bækur sínar árit- aðar. Þær eru mér dýrmætar þess og annars vegna. Konan mín, sem er mjög listræn, er mér sammála um það, að ljós- myndirnar þínar séu prýðileg- ar. Davíðshús naut sín vel á Æfingatafla handknattleiksfólks KA ÆFINGAR K. A. í handknattleik í íþróttaskemmunni í vetur verða sem hér segir: Klukkan 4.30—5.30 5.30—6.30 6.30—7.30 7.30—8.30 Þriðjud. 4. fl. karla 2. fl. kvenna 3. fl. karla 2. og m.fl. karla Föstud. 4. fl. karla 2. fl. kvenna 3. fl. karla 2. og m.fl. karla Nýir félagar hvattir til að mæta. K. A. Hiigur og liönd NÝTT tímarit, er Heimilisiðn- aðarfélag íslands hefur hafið göngu sína og er fyrsta hefti fyrsta árgangs nýlega komið út. Það heitir Hugur og hönd og er því ætlað að koma út einu sinni á áfi, er það 18 blaðsíður en hefði þurft að vera nokkrum sinnum stærra. Heimilisiðnað- arfélag íslands, sem er meira en hálfrar aldar gamalt, hefur unnið að því að efla og vernda íslenzkar heimilisiðnað. Hlut- verk ritsins er hið sama. í ritinu eru fjöldi mynda, þar á meðai fjórar litmyndir úr riti Halldóru Bjarnadóttur um vefn að á íslenzkum heimilum, grein er um Heimilisiðnaðarfélag ís- lands og viðtal við Sigrúnu Stef ánsdóttur sem veitir forstöðu verzlun félagsins að Laufásvegi 2, sagt ér frá samkeppni félags- ins um hagnýta og listræna muni til sölu og notkunar inn- anlonds og handa ferðamönn- um og gefnar ýmsar leiðbein- ingar um handavinnu, prjón, vefnað, útsaum og fleira, m. a. birtar prjónauppskriftir af kápu og peysu úr íslenzka lop- anum. — Helga Kristjánsdóttir ritar greinina Um Heimilisiðn- aðarfélag íslands. Þá segir Arnheiður Jónsdótt- ir frá Heimilisiðnaðarsambandi Norðui-landa. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður ritar um þvottaklapp og Matthildur Hall dórsdóttir um jurtalitun. Ritnefnd skipa Gerður Hjör- leifsdóttir, Solveig Búadóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Vig- dís Pálsdóttir. Gísli Gestsson hefur gert myndir og um útlit hefur Hafsteinn Guðmundsson séð. Hugur og hönd er til sölu í verzluninni íslenzkum heimil- isiðnaði, Laufásvegi 2, Reykja- vík, og í Verzlun Ragnheiðar O. Björnsson á Akureyri. Q Fréttabréf Irá Siglufirði Siglufirði 6. febrúar. Það sem af er Þorra hefur verið góð tíð, frostleysur með hreinviðri dag og dag. í gær var þó stórhríð en bjart og stillt í dag og ókyrrð til hafsins. Afli línubáta er sáratregur, enda munu þeir vera að hætta veiðum. Orri og Tjaldur fara til Breiðafjarðar. Togarinn Haf liði seldi í Bretlandi fyrir nokkr um dögum 160 tonn fyrir 9.200 pund. Afli Hafliða var á síðasta ári tæp 2.300 tonn. Hann var gerður út allt árið og fór 22 veiðiferðir, 3 til útlanda en öðr um afla landaði hann í Siglu- firði. Siglfirðingur er að hefja togveiðar fyrir Norðurlandi. Er Richard Beck myndinni þinni, og góð var myndin af blessuðum íslenzku hestunum. Þá var myndin af snarrótarpuntinum alveg prýði leg, og í rauninni táknræn, því að um hann mætti segja með skáldinu: „Mér fannst hann vera ímynd þeirrar þjóðar,“ o. s. frv. Og nú þegar ég var að festa á blað þessi þakkarorð til þín, komu mér í hug eftirfarandi vís ur, sem kallast mega „Kveðja heim um haf“, og máttu birta þær í Degi, ef þú telur þær hús hæfar þar. Annað fara þær ekki: Flug er létt að feðraströnd, fornar slóðir seiða. Kveðju rétti ég, hlýja hönd, hafið yfir breiða. Heim um loftin heið og blá hjartans ósk ég sendi: Ættarjörð með bjarta brá blessi Alvalds hendi. Innilegar kveðjur. Þinn einl. Richard Beck. hann leigður Síldarverksmiðj- um ríkisins til aprílloka. Séra Ragnar Fjalar Lárusson gifti á síðasta ári 25 siglfirzk hjón, 52 börn fæddust, 28 meyj ar og 24 sveinar. 24 Siglfirð- ingar létust, 13 karlar og 11 konur. Landsmót skíðamanna verð- ur háð á Siglufirði um páskana samkvæmt ákvörðun skíðaráðs. Skíðafélag Siglufjarðar, Skíða- borg, sér um framkvæmd móts- ins og er undirbúningur þegar hafinn. Mikill áhugi er á skíða- íþróttinni. Eru ýmiskonar skíða mót um hverja helgi. Þátttak- endur í þessum mótum eru allt frá 6 ára aldri til fertugs. Sólskinsdagur. Árið 1917 orti eyfirzki sigl- firðingurinn Hannes Jónasson kvæði, sem hann nefndi Til sól- arinnar. Upphaf þess er svona: Kom blessuð sól með birtu og yl til barnanna í landinu kalda. Síðan hafa Siglfirðingar sung ið þetta kvæði 28. janúar ár hvert. En þann dag sér fyrst til sólar á Siglufirði eftir 9 vikna sólarleysi skammdegisins. Hinn 1. febrúar minntust Sigl firðingar bindindisdagsins og hefur áfengisvarnaráð staðar- ins staðið fyrir því. Nemendur 12 ára bekkja bamaskólans og 1. og 2. bekkjar gagnfræðaskól- ans skrifuðu stíl um áfengi og tóbak. Beztu ritgerðirnar voru birtar í Reginn, blaði templara á Siglufirði, sem kom út fyrsta febrúar og er hið myndarleg- asta blað. Að þessu sinni voru það 12 börn sem viðurkenningu hlutu fyrir ritgerðir sínar og birtar voru í blaðinu, 6 úr barnaskólanum og 6 úr gagn- fræðaskólanum. J. Þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.