Dagur - 08.02.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 08.02.1967, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Einar Olgeirsson bar vifni UMRÆÐUPARTUR Alþingistíð- indanna er stundum nokkuð seint á ferðinni. Nú er samt hægt að lesa þar ræður þingmanna, sem haldnar voru árið 1960. I*ar sést t. d., að Ein- ar Olgeirsson hefur í ræðu 15. des. það ár gefið skýrslur um samstarf sitt við forystumenn Sjálfstæðis- flokksins sumarið 1958. Einar sagði svo frá: „Ég átti einu sinni dálítið saman við Sjálfstæðisflokkinn að sælda þetta sumar.---Sjálfstæðisflokkur- inn studdi almennar launakröfur, sem almenningur var með þá, og virtist ekki sjá nein vandkvæði á, að ríkisstjórnin og þjóðarbúið gæti vel borgað launakröfurnar og mér þótti mjög vænt um, að Sjálfstæðisflokk- urinn væri þessarar sömu skoðunar, og ég vona að það hafi ekki verið nein hiæsni hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Ég vona að liann liafi ekki verið að stuðla neitt að því að setja þjóð- arbúið á höfuðið, og ég vona, að þeir menn úr Alþýðuflokknum, sem stóðu þá með því, að launahækkanir væru mjög nauðsynlegar, hafi veríð þeirrar skoðunar, að þjóðarbúið bæri þetta vel.“ Þetta sagði Einar á Alþingi 15. des. 1960, og foringjar Sjálfstæðis- flokksins þar viðurkenndu vitnis- burð hans með þögn. En eftirleikur- inn var sá, eftir fall vinstri stjórnar- innar, að núverandi stjórnarflokkar afnámu þá kauphækkun með lögum 1959, sem Einar, Bjami og Co. höfðu beitt sér fyrir sumarið 1958. Mörgum þótti ýmislegt til þessa benda á Alþýðusambandsþingi í vet- ur, að íhald og kommar, sem „áttu dá lítið saman að sælda“ sumarið 1958, geti einnig átt það á sumri komanda. Stjómarflokkarnir mega engan mann missa í alþingiskosningunum í vor, ef þeir ætla að halda völdum. Ýmislegt þykir til þess benda, að form. Sjálfstæðisfl. geri sér hættuna á fylgistapi í kosningunum í vor vel ljósa, en einnig möguleikann á því að vekja gamla vináttu við Einar Ol geirsson eða einhverja úr hinni ó- samstæðu hjörð Alþýðubandalagsins til að bæta sér skaðann. En væntan- lega sjá almennir kjósendur það bet- ur nú en oftast áður, hver nauðsyn það er að hafna þessum flokkum báðum í alþingiskosningunum í vor. ÍSLANDSSAGA eftir JÓNAS JÓNSSON Nú er aðeins liðið rúmt eitt ár frá stofnun ungtemplarafélagsins Hvannar á Siglufirði, og er félagatalan komin upp í 120. Myndin er frá nýársdansleik Hvannara. Ungfemplarar hefja slarf hér í bæ IfHTT SUNNUDAGINN 12. febrúar n.k. verður stofnað ungtempl- arafélag hér á Akureyri. Kvöld ið fyrir verður starfsemi ung- templara kynnt á dansleik, sem þeir halda í Alþýðuhúsinu. Öll- um unglingum eldri en 15 ára er heimill ókeypis aðgangur — án áfengis. Fyrir þá, sem ekki eiga þess kost að mæta á kynningarkvöld ið, skal hér reynt að lýsa stutt- lega starfsemi ungtemplara. íslenzkir ungtemplarar (ÍUT) er sjálfstæð deild á vegum Góð templarareglunnar (IOGT) hér á landi. Hliðstæð samtök ung- menna hafa starfað á hinum Norðurlöndunum um áratuga skeið, en eru aðeins 9 ára gömul hér á landi. Deildir ÍUT nefnast ungtemplararfélög, og eru þau nú 10 talsins með um 700 félaga, en nú er unnið að stofnun fé- laga á Akranesi, í Kópavogi og í Keflavík auk Akureyrar-fé- lagsins. Sterkust núverandi fé- laga eru Hrönn í Reykjavík og Hvönn á Siglufirði, en það eru þau félög, sem beita sér fyrir kynningarkvöldinu og stofnun félags hér. Inntökuskilyrði í ungtempl- arafélag eru, að viðkomandi hafi náð 15 ára aldri og sam- þykki bindindisheit félagsins. Tóbaksbindindi er ekki áskilið, en ungtemplarar hafa þó beitt sér mjög gegn tóbaksnotkun og m. a. hafið auglýsingaherferð þar um. Starfsemi ungtemplara er fjöl breytt. Á vetrum gangast þeir fyrir dansleikjum og skemmti- samkomum ungmenna, auk annarrar vetrarstarfsemi. Á sumrum eru ferðalög og ýmis mót efst á baugi. Síðastliðið sumar var m. a. haldið í Reykja vík mikið norrænt ungtemplara mót, sem stóð í heila viku og þótti takast með miklum ágæt- um. Þar voru mættir um 400 ungtemplarar, þar af helming- urinn útlendingar, m. a. frá Tyrklandi og Japan. Þegar eru ákveðin nokkur mót á sumri komanda. Vormót ÍUT verður haldið á vestan- verðu Norðurlandi eina helgi í júní. Ársþing ÍUT verður á Siglufirði í júlí. í ágúst verður Jaðarsmót ÍUT, að venju að Jaðri við Heiðmörk, en þess má geta, að síðasta Jaðarsmót sóttu hátt á annað þúsund ungmenna. Sumarið 1968 verður norrænt ungtemplaramót í Svíþjóð, og er þegar hafinn undirbúningur að þátttöku íslenzkra Ungtempl ara í því móti. Akureyrsk æska! Verið með frá byrjun í starfi ungtemplara hér í bæ. Mætið á dansleikinn í Alþýðuhúsinu laugardaginn 11. febrúar n.k. og á stofnfundinn 12. febrúar, og þegar þið kynn- ist starfi ungtemplara munið þið sannfærast um, að það er hægt að skemmta sér án áfengis — og það meira að segja mjög vel. — jr. NÝLEGA er komin út í nýrri útgáfu hjá Ríkisútgáfu náms- bóka fslandssaga, 1. hefti eftir Jónas Jónsson. Kristján J. Gunnarsson sá um þessa útgáfu og breytti m. a. efnisröðun bókarinnar. Hall- dór Pétursson hefur mynd- skreytt hana með 70 teikning- um úr efni íslandssögunnar, en auk þess eru í bókinni teikning ar eftir W. G. Collingwood og E. Dayes auk margra ljós- mynda. Setningu annaðist Ríkisprent smiðjan Gutenberg, en Litbrá h.f. prentaði. Höfundur bókarinnar fylgir þessari útgáfu úr hlaði me|B nokkrum orðum, þar sem hann segir m. a.: „Þessi bók á sína sögu. Ég hafði, þegar hún var orðfærð, umsjón með kennsluæfingum í Kennaraskólanum, þar voru 20 börn, piltar og stúlkur 10 til 14 ára. Þau voru ósamstæð um aldur, þroska og undirbúning og var kennt í lítilli kjallara- stofu. Sambúðin var góð, en vandi að bæta úr þörfum ósam- stæðra nemenda. íslandssagan var erfið náms- grein. Þar var notuð kennslu- Sitjandi frá v.: Jónína Steinþórsdóttir, Dórothea Kristinsdóttir. Standandi frá v.: Laufey Tryggvadóttir, Helga Ingimarsdóttir og Þórdís Jakobsdóttir. (Ljósm.: P. A. P.) Kvenfélagið Hlíf sexfíu ára (Framhald af blaðsíðu 8). hvert sumar og er fullnýtt. Þannig hefur starfsemi Hlíf- ar verið í þrem þáttum í 60 ára starfssögu. Fyrst hjálp við sjúka og fátæka, síðan unnið að sumardvöl bama í sveit en síð- ast er svo rekstur barnaheim- ilis. Að sjálfsögðu hefur félagið svo starfað að fleiri málum. Það var Gunnhildur Ryel, sem upphaflega gaf land undir bai’naheimilisbyggingu, hjónin Elinborg Jónsdótir og Sigurður Sölvason hafa verið félaginu hinai’ mestu hjálparhellur, Kristín Pétursdóttir var formað ur framkvæmdanefndar Pálm- holts mörg ár, en Gréta Jóns- dóttir er það nú, og Laufey Sig- urðardóttir stofnaði minningar- sjóð í tengslum við barna- heimilið. Stjórn Hlífar skipa: Jónína Steinþórsdóttir formaður, Dorothea Kristinsdóttir ritari, Helga Ingimarsdóttir gjaldkeri, Laufey Tryggvadóttir varafar- maður og Þórdís Jakobsdóttir. Á þesum tímamótum sendir Dagur hinu sextuga kvenfélagi beztu afmæliskveðju með ósk um gæfusöm líknar- og menn- ingarstörf á komandi árum. □ bók, sem miðuð var við próf- lestur. Börnin sögðust ckki ráða við efnið og báðu mig að segja sér sögu um efnið. Ég sá, að börnin höfðu rétt að mæla. En ég var ekki sagnfræð ingur, heldur kennari. Ég las bækur um menn og málefni og breytti efninu í söguform. Það líkaði börnunum betur en bók- in. Síðan ritaði ég kafla og gaf þá út. Á nokkrum árum urðu sögu- þættirnir vinsælir í barnaskól- um um allt land. Ýmsir voru óánægðir einkum eftir að lands próf kom til sögunnar, en börn in stóðu með sinni bók og þótt- ust hafa nóg prófefni í öðrum greinum. Sumir erlendir kenn- arar töldu bókina of íslenzka, allur andi frásagnarinnar væri eggjandi í skilnaðarátt. En þessu varð ekki breytt. Aldamótakynslóðin var bjart sýn. Kunni bæði að meta frelsi og óttast erlenda yfirdrottnun. Forfeður og formæður sögðu sína sögu. Fram undan var frelsi í fögru landi og auðugu. Þessi litla bók hafði orðið til vegna tilmæla skólabarna. Þau hafa sýnt henni tryggð á langri vegferð. Nú kemur bókin skrúð búin til sinna raunverulegu höf unda og verndara. Fram undan eru tímamót í uppeldi íslendinga. Munu þá ekki íslenzk skólabörn biðja valdamenn þjóðarinnar um leið arljós sögunnar frá þúsund ára reynslu fólksins, sem byggt hefur landið?“ □ SMJÖRFITA BETRI EN JURTAFEITIN? TVEIR þýzkir næringarfræði- prófessorar, Lembke og dr. Frahm hafa undirstrikað það rækilega að smjörfita sé betri en jurtafeiti í næringu manna, því að jurtafitan sé svo auðug af linolsýru, að verkanir hennar geti haft óheilnæm áhrif ef ekki er aðgæzla viðhöfð. Sú stað hæfing sem send hefur verið á almennan vettvang, að chole- sterol í blóðinu aukist við neyzlu smjörs, er algjörlega röng segja þeir. Þeir fullyrða hið gagnstæða og segja að þýzk ar rannsóknir sýni einmitt, að cholesterol í blóði manna sé minna þegar neytt er smjörs í stað smjörlíkis. Umfangsmiklar rannsóknir í Kiel m. a. sönnuðu það ræki- lega að cholesterolmagn blóðs- ins minnkaði við smjörnotkun, og æða- og hjartaveilur eiga á engan hátt rót sína að rekja til smjörneyzlu, frekar þó til smj örlíkisneyzlu og við eftir- grennslan þar í landi sýndi það sig, að smjörlíkisframleiðend- urnir voru einmitt þeir aðilar, sem ýttu áleiðis þeirri staðhæf- ingu að dýrafita ylli nefndum kvillum. □ Frá Leikfélagi Öngulsstaðahrepps. Frú Ingveldur Hallmundsdóttir á Arnarhóli til vinstri og frk. Guðríður Eiríksdóttir kennslukona á Laugalandi í hlutverkum sínum í sjónleiknum „Svefnlausi brúð- guminn“. En þessi gamanleikur er nú sýndur í félagshehnilinu Freyvangi við ágæta aðsókn. Fjórða og fimmta sýning er í kvöld og annað kvöld. (Ljósm.: N. H.) r^- .... • Rósa Stefánsdóttir IÍVEÐJA Þeim fækkar ört, sem fyrrum stríðið þreyttu í fögrum dal, og lifðu í kyrrð og lágu skýli breyttu í ljóssins sal. Ég minnist þín frá bjartri bemskustundu, þitt bros mér skein. Við áttum samleið oft um græna grundu — þá gréru mein. Þú áttir hugarstyrk og heitar mundir og heiðið sást og vannst þín störf af alúð allar stundir og engu brást. Að þínum garði margra Ieiðir lágu, í lífsins önn. Þú sýndir risnu jafnt þeim ríku og smáu og reyndist sönn. Þau varpa ljósi á veg hin ljúfu kynni og leikur blær og varmi um þau öll í vina minni — sú vissa er kær. Við kveðjum þig og treginn strengi strýkur og stirt er mál. En auður minninganna engan svíkur — hann yljar sál. Þér veita blessun hugir vina heitir við hinztu skil. Að baki skýja vorið veg þinn skreytir og vekur yl. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Helgi Hallgrímsson: ÞÆTTIR AF FLATEYJARDAL Náttúran skcðuð gegnum glugga. Svo er sagt að guð drottinn hvíldist á sjöunda degi, eftir heimssköpunina. En sjötti dag- ur íerðarinnar var hvíldardag- ur okkar Þóris. Þetta var reynd ar sunnudagur og því ekki illa til fundið. Aðalástæðan var þó hvorugt þetta, heldur var það veðrið sem nú hindraði allar athuganir. Það var norðaustan kalsi með húðarrigningu, og nú var ekki mjög fagurt á Flat- eyjardalnum. Gott að við kynnt umst einnig þessum þætti flat- dælskrar náttúru. Þórir vann af kappi við veðurathuganir, nú fékk hann loksins eitthvað að starfa. Ég byrjaði á því að koma mér upp vinnuborði úr hurðum og kössum, sem ég fann í húsinu. Hafði ég það undir suðurglugga í innri stofu. Þá var að skipta um blöð í grasapressunni, en það hafði farizt fyrir hingað til vegna anna. Þá var tíminn notaður til að kynna sér heimildir um Flat eyjardalinn, t. d. rit Jóns í Yzta-Felli, er við höfðum með okkur. Þar voru allgóðar heim- ildir um byggðina í dalnum. Lengst var búið á Brettings- stöðum eða til 1953. Um náttúr- una eru heimildir þessar fá- orðar. Nokkur örnefni vekja þó til frekari umhugsunar. Jökull heith’ hóll nokkur, toppmynd- aður, rétt við Jökulsána, og blasir við úr glugganum, sem ég sit við. Sagt er að bæði áin og bærinn dragi þar nafn af, eða öllu heldur af manni sem hét Jökull og var heygður í þessum hól. Þess er ennfremur getið, að grafið hafi verið í hól- inn, en þeir sem það reyndu urðu fyrir ýmiss konar sjón- hverfingum. Skyldi maður ekki kannast við þessa þjóðsögu? Eða hvað skyldi hún vera sögð um marga hóla á landinu? Þetta segi ég upphátt og beini orðum mínum til Þóris, sem er í óða önn að skrifa niður 'veður fræðilegar tölur. Þórir lítur upp, en þar sem ég veit að ekki þýðir að búast við svari á næstunni, held ég áfram ræðu minni: — Þetta er auð- vitað tómur þvættingur, gott dæmi um fávíslega alþýðuskýr- ingu á nafninu Jökulsá. Auðvitað hefur áin verið kennd við jökul, sem hún hefur komið úr, og jökullitað vatn, eins og aðrar jökulsár á þessu landi, og þarf ekki langt eftir að leita slíkum dæmum, sem eru Jökulsárnar tvær á Heið- inni. Svo hefur jökullinn eyðzt, og áin orðið bergvatn, og þá hefur fólkið fundið upp þessa skýr- ingu á nafninu. Þórir situr hljóður og hugsi undir þessari þrumuræðu, en ég þykist sjá, að hann hafi í huga, að verja alþýðuskýringuna. Ég bý mig því undir harða og tví- sýna orðasennu. Auðvitað eru ýmsir veikir punktar í kenn- ingu minni. Hvernig á t. d. að skýra það, að jökullinn hafi verið til á landnámsöld, en sið- an eyðzt? Er þetta ekki öfugt? Hafa ekki allir jöklar vaxið frá því á landnámsöld? Svo mun venjulega talið. Bara að Þórir komi nú ekki með þessi mót- rök. En Þórir situr bara og horfir á hólinn Jökul, eins ög hann vilji sjá hólinn í gegn. Kannske er Þórir eins og tröllin, sem sáu gegnum holt og hæðir og helli sinn líka. Þá þýðir auðvitað ekkert að vera að rökræða við hann. Ég ar Þórir enn lengi, en segir að lokum; nú, við verðum bara að grafa í hólinn. Nú er það ég, sem er mát og er þetta mál úr sögunni, að sinni. Atlantisbúi í Bæjargilinu. Síðdegis rofar nokkuð til og styttir upp, en gengur þó á með skúrum. Ég nota þá tækifærið og geng suður að Brettingsstöð- um í grasaleit. Rétt ofan við bæinn er lítið gil, Bæjargilið, þar rekst ég á plöntu, sem ég hafði sízt búizt við að finna hér, maríuvött, Alchemilla faeroensis. Hann vex þarna í dálítilli grasdæld, innan um annan maríustakk, rétt eins og ekkert sé sjálfsagð- ara en hann vaxi þama. Þessi planta hefur einna ein- kennilegasta útbreiðslu af öll- um íslenzkum plöntutegundum, og er þá mikið sagt. Hún finnst semsé aðeins á svæðinu frá Oræfum í Skaftafellssýslu til Þistilfjarðar í N.-Þingeyjar- sýslu en hefur auk þess fund- Jökulsárhúsið. reyni að nota tímann til að finna mótrök, gegn hugsanleg- um mótrökum Þóris. Segjum svo, að það sé sannað, að Vatna jökull og skriðjöklar hans hafi vaxið stórlega frá því sem þeir voru á landnámsöld. Skyldi þá ekki hækkun Vatnajökuls og annarra suðurlandsjökla valda því, að minni úrkoma nær til Norðurlandsins að sunnan, og norðurlandsjöklarnir þarafleið andi minnkað er leið á mið- aldir. Einnig gat aukinn hafís við Norðurland, valdið því að norðurlandsjöklar minnkuðu á miðöldum. Hafísbreiðan veldur því að norðanvindarnir verða þurrari, en þeir myndu vera, ef þeir blésu yfir opið haf. Þetta finnast mér harla góð- ar skýringar, og þykist nú hafa byggt kenninguna svo vel upp, að óhætt sé að halda áfram ræð unni, og legg nú þessar rök- semdir skilmerkilega fram í eyru Þóris, sem enn hefur ekki sagt aukatekið orð, enda þykist ég þess fullviss, að hann muni vera skák og mát í umræðum þessum. Að lokinni þessari ræðu, hugs Hóllinn Jökull. Sézt inn á Dal. (Ljósm.: H. Hg.) (Ljósm.: H. Hg.) izt á örfáum stöðum ofan við bæinn Fjöll í Kelduhverfi, og á einum stað við Nípá í Kinn. Á Austurlandi er tegundin al- geng víðast hvar, og auk þess vex hún víða í Færeyjum, en hvergi annarsstaðar á jarðar- kringlunni svo vitað sé. Þetta er því vestasti fundarstaður þessarar tegundar á íslandi og raunar á jörðinni allri. Þýðir þessi' útbreiðsla maríu- vattarins það, að Austurland hafi eitt sinn verið tengt Fær- eyjum, en ekki hinum hlutum fslands? Er þetta kannske ein þeirra plantna, sem skrýddu móana á Atlantis, hinu forna menningarríki sem sökk í sjó, og Atlantshafið heitir eftir? Er þessi atlantíska tegund nú á leið vestur eftir Norðurlandi? Skyldi þessi planta ekki geta sagt okkur frá ýmsum atburð- um landsins horfna, ef hún mætti mæla? Var hún vitni að niðurlægingu menningarinnar sem mælt er að þar hafi gerzt, og eyðingu Hfsins þar? Svona má lengi spyrja, en maríuvötturinn heldur áfram áð vaxa í dældinni og lætur sér fátt um finnast. Ég geng niður í mýrina og finn þar m. a. sóldögg og mýra- berjalyng, sem jafnan fylgir sól dögginni eins og skugginn. (Framhald í næsta blaði) - NÆR SNJOLAUST (Framhald af blaðsíðu 1) Mjólkurframleiðslan-dregst sam an vegna þess að hlutfallslega betri skilyrði eru til sauðfjár- ræktar. Leifir ekki af að mjólk- in sé nóg og ekkert er hægt að framleiða af smjöri og skyrú Verður að fá þær vörur frá öðr um landshlutum. V. S,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.