Dagur - 15.02.1967, Page 8

Dagur - 15.02.1967, Page 8
8 Fremsta röð: Fulltrúar sem komu til að stofna félagið. Miðröð: Nýkosin stjórn (gjaldkerann vantar á myndina). Aftasta röð: Framkvæmdanefndin. (Ljósm.: N. H.) Félag ísienzkra ungtemplara stofnað á Akureyri SMÁTT OG STÓRT UM SÍÐ.USTU HELGI komu góðir gestir frá Reykjavík og Siglufirði til þess að undirbúa félagsstofnun ungs bindindis- fólks á Akureyri. Voru það þrír félagar úr Ungtemplarafélaginu Hrönn í Reykjavík og Júlíus Júlíusson frá Ungtemplarafé- laginu Hvönn á Siglufirði. Þessir gestir, ásamt heima- mönnum kynntu stefnu og markmið hins nýja félags í Al- þýðuhúsinu á laugardaginn. Kynningunni stjórnaði Júlíus Júlíusson, Hildur Torfadóttir, Aðalheiður Jónsdóttir og Torfi Ágústsson. Jónas Ragnarsson undirbjó kynninguna. Á eftir voru sýndar skuggamyndir af starfi félaga Hranna og Hvanna. Félag íslenzkra Ungtemplara var svo stofnað í Landsbanka- salnum næsta dag með 32 stofn ÞAÐ bar við á Dalvík um helg- ina að jeppabíl, sem þar stóð ólæstur, var stolið og ekið til Akureyrar. Bílþjófurinn, sem grunaður er um ölvun, náðist á heimleið nálægt Hrísum. Bíll- inn var óskemmdur. Nokkrir árekstrar hafa orðið síðustu daga á götum bæjarins, nokkrir ökumenn teknir fyrir brot á umferðarlögum, einkum Hlýr borri Blönduósi 14. febrúar. Hið hlýja þorraveður hefur gert menn vonbetri en menn voru fyrr í vetur, þegar harðfenni lá yfir landinu og jarðlaust var um meginhluta héraðsins. En þótt hér sé snjólaust er oft skafrenn ingur og ófærð á Holtavörðu- heiði, en þar mun vera vel fært í dag. Víðidalsá, sem var góð veiðiá í fyrrasumar miðað við aðrar laxveiðiár hér í grennd, hefur nú verið leigð og er leigan hærri en í fyrra. Laxá á Ásum hefur nú verið boðin út en óvíst er með Blöndu og Svartá. Ó. S. endum. Stjórn þess skipa: Hall- dór Jónsson form., Pálmi Matt- híasson varaform., Halldór Matthíasson gjaldkeri, Heið- björt Antonsdóttir ritari, Gunn ar Lórenzson fræðslustjóri og Grímsey 13. febrúar. Á föstu- daginn var haugasjór við Gríms ey en næri-i logn. Á laugardags nóttina hvessti af suðvestri og gerði eitt mesta rok á laugar- daginn, sem orðið hefur hér í Grímsey. Mældust 16 vindstig og geta menn af því séð að ýmsu var hætta búin, ekki sízt þeim fjórum trillubátum, sem lágu hér_á legunni. Trillubátur Valdimars Traustasonar, 3—4 glannalegan akstur. Vörubíll sem stóð bak við afgreiðslu Flóru var stórskemmdur með grjótkasti. Báðar framrúður bíls ins voru brotnar svo og hliðar- rúða og ljósakúplar. Ennfremur var framið skemmdaverk í bíl er stóð bak við Bókaverzlunina Huld. Þá voru margar rúður brotnar í nýbyggingu Dúka- verksmiðj unnar. Snemma á sunnudagsmorgun varð sprenging í brennara I mið stöðvarkatli í húsi einu í Kringlumýri. Skemmdir urðu ekki teljandi á húsinu. Q íslenzkir fálkar FYRRUM voru íslenzkir fálkar mjög eftirsóttir erlendis, enda verðmæt útflutningsvara. Fálk- amir voru notaðir til fugla- veiða, en slíkt var mikið höfð- ingjasport og góðir veiðifálkar í mjög háu verði. í gömlum út- flutningsskýrslum má sjá ár- legan útflutning þessara fugla og í sögum segir frá þeim í sam skiptum æðstu manna. Fálkar eru al-friðaðir hér á formaður framkvæmdanefndar er Hörður Hafsteinsson. Hið nýstofnaða félag er ný grein á meiði íslenzkra bindind issamtaka. Dagur árnar því allra heilla. Q tonn að stærð, rak á land og var honum þegar bjargað undan sjó. Hann er liðaður og brotinn og sennilega ónýtur. Hina bát- ana sakaði ekki. — í dag er sólskin og blíðviðri og bjart að sjá til landsins. S. S. TRILLUNA RAK UPP Hrísey 14. febrúar. í vestanrok- inu fyrir helgina slitnaði trilla Sigurjóns Kristinssonar upp og rak upp í Lambhagafjöru og brotnaði í spón. Sjósókn er lítil í Hrísey um þessar mundir. Aðeins einn bát ur er á sjó og er það Auðunn, sem rær með net en afli er mjög lítill. Þ. V. O • ' C r r rl* ðjor ior í velma Húsavík 14. febrúar. Á fimmtu- daginn var slitnaði trillubátur Jóns A. Jónssonar upp og rak á land. Sjór fór í vélina og bát- urinn skemmdist lítilsháttar. Afli hefur verið sæmilegur þegar á sjó gefur, en ógæftir hafa komið í veg fyrir stöðuga sjósókn. Þ. J. landi, en öðru hverju hafa menn orðið varir áhuga er- lendra manna á því að veiða þá og koma þeim úr landi. íslenzkir fálkar eru flugfimir, grimmir og tignarlegir fuglar, sem öllum verður starsýnt á og eru af þeim margar sögur. Olafsfirðingar hafa að undan förnu kynnzt fálka einum, senni lega ungum, er gerði sig heima kominn þar í kaupstaðnum og VARANLEGT SLITLAG Oft er talað um „hið varanlega slitlag“ gatna og vega og er þá átt við drauminn um steypta vegi eða malbikaða. En hið var anlega slitlag virðist naumast til, ef marka má umsagnir um malbikaða vegi í höfuðborg landsins nú í vetur. Keðjurnar, nagladekkin og saltausturinn á göturnar vinna sitt verk og spæna og sprengja upp hið var- anlega slitlag. Rætt hefur verið um takmörkun á notkun keðj- anna til að hlífa vegunum, en það þykir naumast fært af ör- yggisástæðum. EINS OG FJALLVEGIR Hið hörmulega ástand malar- og moldarvega okkar í bæjum og byggðum minnir á tröllauk- in verkefni í vegagerðinni. Þær þúsundir fólksbifreiða, sem hér eru í yfirgnæfandi meirihluta á vegunum, eru smíðaðar fyrir steinsteypta vegi og hrynja í sundur á vegunum okkar. Mal- argötur bæjanna, t. d. hér á Akureyri eru oft ógreiðfærar þótt snjólausar séu og svipaðar fjallvegum. KIRKJUSIÐIR Síðan Andrés Kristjánsson rit- stjóri flutti útvarpserindi sitt 2- janúar sl. og gerði kirkjusiði að umtalsefni, liefur málið verið á dagskrá. Vígslubiskupinn syðra, svo og lierra biskupinn yfir ís- landi og guðfræðiprófessor við Háskóla Islands hafa kvatt sér liljóðs í blöðum og útvarpi og tveir þessara manna boðið rit- stjóranum til einvígis í útvarpi o. s. frv. Með því að ætla má, að þessar umræður hafi til þess orðið að vekja menn til um- hugsunar um kirkjumál og trú- mál í landinu, ættu þær að vera hinar þörfustu. KIRKJAN LEITAR Mörgum er það áhyggjuefni live kirkjusókn er lítil og að kirkjan virðist hafa færzt í skuggann á síðari ármn en sviðs ljósin varpað því meiri birtu á ýmislegt annað í þjóðlífinu, bæði gott og miður gott. Kirkj- unnar menn hafa á sama tíma leitast við að finna kirkju sinni greiðari leið að hjörtum fólks- ins og færa störf sín á víðari vettvang, svo sem æskulýðs- starfsemin ber með sér. Sumir kirkjunnar menn hafa leitað til löngu aflagðra kirkjusiða og gert tilraunir með þá við guðs- var gæfur. Hann hremmdi dúf- ur á götum bæjarins, en var loks lokkaður í dúfnabúr og fangaður þar. Finnur Guð- mundsson fuglafræðingur ósk- aði að fá hann sendan suður og var það gert. Var hann meðal þeirra er tóku sér far frá Akur- eyri til Reykjavíkur á mánu- daginn. Gæzlumaður hans var Sigmundur Jónsson. En fálkinn þoldi ekki flugferðina. Q þjónustur. Aðrir hallast að því, að kirkjan verði að aðlaga sig hverjum tíma og þess muni kirkjunni meiri þörf nú. Um þetta og fleira er nú rætt. FÓTFESTAN Á breytingatímum, sem nú eru og aldrei fyrr liafa verið eins miklir hér á landi, virðist nokk- urt los á uppeldismálum. Ungt fólk virðist vanta þá fótfestu í lífinu, sem liinir eldri öðluðust í heimi fárra tækifæra og harðr ar lífsbaráttu. Trú og siðgæði liafa ekki aukizt í hlutfalli við tækifærin til góðs og ills. Fót- festuna hefur skort og hana verðum við að finna ungu fólki til að létta því erfiða göngu. Boðskapur Krists er traustast- ur vegvísir til fagurs mannlífs og í honum finna menn þá fót- festu í lífinu, sem er öðru traust ara og fullkomnara. Megi áður- nefndar umræður auka mönn- um skilning á þessu, og þá er vel. AFSKIPANIR GANGA GREIÐLEGA Raufarhöfn 14. febrúar. Afskip- anir síldarafurða ganga nú bet- ur en oftast áður. Haföminn kom hér nýlega og tók 1700 tonn af lýsi en var búinn að koma áður og tók þá fullfermi. Á síðasta hálfum mánuði hafa þrjú flutningaskip tekið hér síldarmjöl og eitt skip tók salt- síld. Efth- eru um 1000 tonn af mjöli og önnur 1000 tonn af lýsi. Lýsið tekur Haförninn í næstu ferð. Hér hefur þorrinn verið góð- ur, og má kalla einmuna tíð. Lítið hefur verið róið, einkum vegna ógæfta. H. H. Vakniugasamkomur á Akureyri ÞEKKTUR vakningaprédikari Hjálpræðishersins, Brigader Olga Briistad frá Noregi, talar í sal Hjálpræðishersins í kvöld og næstu kvöld. Sérstök fjöl-\ skyldusamkoma verður haldin á sunnudaginn kemur kl. 16 og barnasamkomur eru á hverju kvöldi kl. 5. Q AFMÆLISRIT L.A. LEIKFÉLAG AKUREYRAR hefur í undirbúningi vandað afmælisrit í tilefni af 50 ára afmæli sínu. Haraldur Sigurðs- son bankagjaldkeri annast út- gafu ritsins og hefur hann beð- ið blaðið að koma þeirri ósk á framfæri við þá, sem kynnu að eiga gamlar ljósmyndir frá starf semi félagsins, leikskrár og önn ur gögn, að hafa samband við sig sem fyrst, eða framkvæmda stjóra Leikfélagsins, Jóhann Ögmundsson. Eflaust munu þeir, sem slíka hluti hafa undir höndum, góð- fuslega lána þá til þess að af- mælisritið megi verða svo vand að, sem kostur er. Q Frá lögreglunni SEXTÁN VINDSTIG í GRÍMSEY íyrrum taldir konungsgersemar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.