Dagur - 18.02.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 18.02.1967, Blaðsíða 2
2 fólkið hefur orðið Tillögur ungra Framsóknarmanna um yarnarmálin vekja mikla athygli EINS OG vænta mátti, vekja tilliigur. ungra Framsóknar- manna um utanríkis- og varn armál æ meira umtal manna á milli. Til að mynda var hald inn kappræðufundur um s.l. helgi í Reykjavík þar sem fjallað var um þær. Áttust þár við menn úr Æskulýðsfylking unni annars vegar og menn frá Sambandi ungra Fram- sóknarmanna hins vegar. — Mjög mikil fjölmenni var á þessum fundi og urðu um- ræður fjörugar eins og vænta mátti. Ungir Framsóknarmenn fagna hverju því tækifæri, sem gefst til að ræða þessi mál og hafa þó reyndar ekki undan því að kvarta, að til slíks hafi ekki komið undanfarið, enda hljóta allar nýjungar, sem miða að breytingu mikilvægra mála, að vekja menn til umhugsun- ar. Það þykir því hlýða, að birta í blaðinu ályktun 11. þings SUS um utanríkis- og varnarmál í heild, eins og hún var endanlega afgreidd, — en hún er á þesa leið: „11. þing SUF telur aðild ísiands að Atlantshafsbanda- iaginu eðlilega að óbreyttum aðstæðum, en vísar jafnframt til fyrirvara, sem settur var af íslendinga hálfu, er ísland gerðist aðili að Atlantshafs- bandalaginu og fullur skiln- ingur og samkomulag ríkti með aðildarþjóðum bandalags ins. — Meginefni fyrirvarans eru: a. að á íslandi verði ekki her á friðartímum. b. að það væri algjörlega á valdi og samkvæmt mati fs lendinga sjálfra, hvenær liér væri her og hvernig liann væri búinn. c. að fslendingar hefðu ekki eigin lier og hefðu ekki í hyggju að stofna hann. 11. þing SUF ítrekar, að það vill að herinn hverfi af landi brott svo fljótt sem tiltækilegt og skynsamlegt þykir. Þingið telur, að íslendingar eigi sjálf ir, við brottför hersins, að taka við rekstri ratsjárstöðv- anna og gæzlu nauðsynlegra mannvirkja Atlantshafsbanda lagsins hér á landi. Þingið vill beita sér fyrir því, að þessar breytingar fari fram skipu- léga og stig af stigi svo valdi. hvað minnstri röskun í aðvör : unarkerfi Atlantshafsbanda- lágsins. . 11. þing SUF telur, að þró- un alþjóðamála hafi verið og muni verða slík — einkum stórminnkaðar líkur á liern- aðarátökum milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna — að fullkomlega tímabært sé aj| vinna að því, að bandaríska herliðið liverfi frá fslandi og íslendingar taki sjálfir við rekstri ratsjárstöðvanna og gæzlu nauðsynlegustu mann- virkja Atlantshafsbandalags- ins á fslandi. 11. þing SUF rökstyður enn fremur þessa skoðun með þeirri staðreynd, að svo rót- tækar breytingar hafi orðið í hernaðartækni, að mikilvægi fslands sem herstöðvar hafi stórminnkað, þótt á hinn bóg- inn sé augljóst, að hlutverk íslands í aðvörunarkerfi At- lantshafsbandalagsins — rat- sjárkerfinu — muni verða talið Atlantshafsbandalaginu nauðsynleg enn um sinn. 11. þing SUF vill, að þegar verði hafnar viðræður við að- ildarþjóðir Atlantshafsbanda- lagsins um gerð 4ra ára áætl- unar, um brottför hersins af fslandi, og að þjálfaðir verði íslenzkir sérfræðingar, sem tækju við starfrækslu rat- sjárstöðvanna og gæzlu nauð- synlegustu mannvirkja At- lantshafsbandalagsins stig af stigi samhliða því, að banda- rískum hermönnum á íslandi yrði fækkað jafnt og þétt. — Kostnaðurinn af þessum breyt ingum og gæzla mannvirkja Atlantshafsbandalagsins yrði greiddur af Atlantshafsríkjun um sameiginlega eftir því sem um semdist innan bandalags- ins. Koini til ófriðar, sem von- andi verður aldrei, hyrfi hið ís lenzka gæzlulið frá gæzlustörf um og tæki þess í stað við sér stöku hlutverki á sviði al- mannavama. 11. þing SUF telur, að ör- yggi íslands yrði tryggt, þótt þessar breytingar yrðu gerðar og raunverulegt megingildi íslands í varnarkerfi NATO — ratsjárkerfinu — myndi ekki minnka. — 11. þing SUF telur það fullkomlega næga tryggingu í þessu sambandi, að aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu hefur það í för með sér, að árás á fsland þýðir sama og árás á öll að- ildarríki Atlantshafsbandalags ins. — 11. þing SUF telur enga ástæðu til að ætla annað en aðildarríkin myndu bregðast skjótt og vel við, ef á þennan meginþátt Atlantshafsbanda- lagsins reyndi. — 11. þing SUF trúir því, að aðildarþjóð- ir Atlantshafsbandalagsins virði enn þann fyrirvara, sem fslendingar settu um aðild sína að bandalaginu, og treyst ir því fastlega, að þær muni taka ofangreintlum ákvörðun- um fslendinga með skilningi. Ungir Framsóknarmenn telja, að ósk fámennrar þjóðar til að búa ein í landi sínu, án sambúðar við erlent herlið, sé svo auðskilin, að það þurfi ekki langan rökstuðning. Rétt þykir þó að vitna til margyf- irlýstrar stefnu Framsóknar- flokksins, að samskiptum landsmanna og hersins sé stillt sem mest í hóf meðan hann hefur hér aðsetur.“ Q Mikii þátttaka í DRENGJAMEISTARAMÓT ís lands, innanhúss, fór fram í íþróttahúsi Gagnfræðaskóla Kópavogs sL sunnudag og sá Ungmennafélagið Breiðablik um framkvæmd _mótsins. — Keppni í kúluvarpi gat þó ekki farið fram og mun keppt í því n.k. sunnudag í sambandi við Unglingameistaramótið. Sama var um keppni í stangarstökki. ÁRSÞING UNGMENNASAM- BANDS Eyjafjarðar verður haldið á Dalvík laugardaginn 25. og sunnudaginn 26. febrúar n.k. og hefst fyrri daginn kl. 2.30 e. h. — Að venju verður Mun sú keppni fara fram utn leið og Meistaramót íslands, innanhúss. Mót þetta var mjög fjölmennt og voru keppendur frá 9 félög- um og samböndum. Komu fram margir nýliðar á mótinu, sem lofa góðu, m. a. Karl Erlends- son frá Akureyri, sem sigraði í 3 greinum af 4. gerð grein fyrir starfinu á sl. ári og gerð starfsáætlun fyrir yfirstandandi ár. I UMSE eru nú 15 félög, sem hafa rétt til að senda rúma 60 fulltrúa á þing- ið. o Úrslit urðu sem hér segir: Langstökk án atrennu. m. 1. Pálmi Bjarnason HSK 3.01 2. Karl Erlendsson KA 2.92 3. Þór Konráðsson ÍR 2.92 Á sl. ári vann þessa grein Þór Konráðsson ÍR með 2.94 m. Hástökk með atrennu. m. 1. Karl Erlendsson KA 1.72 2. Halldór Matthíasson KA 1.72 3. Magnús Steinþ.son UBK 1.67 Á sl. ári vann þessa grein Einar Þorgrímsson með 1.70 m. Þrístökk án atrennu. m. 1. Karl Erlendsson KA 9.09 2. Þór Konráðsson ÍR 8.87 3. Guðjón Mágnússon ÍR 8.84 Á sl. ári vann þessa grein Þór Konráðsson ÍR með 8.96 m. Hástökk án atrennu. m. 1. Karl Erlendsson KA 1.51 2. Guðjón Magnússon ÍR 1.41 3. Skúli Árnason ÍR 1.31 Á sl. ári vann þessa grein Páll Björnsson HSÞ með 1.54 m. □ TÓMAS KARLSSON. Mynd þessi átti að birtast í síðasta þætti, en barst þættin- um þá of seint. ÁRSÞING U.M.S.E. Listi Framsókiu arflokksins er listi unga fólksins UNDANFARNAR vikur hafa stjórnmálaflokkamir birt al- þjóð lista þá, sem þeir bjóða fram til alþingiskosninga n.k. vor. í síðustu viku birtu Fram- sóknarmenn í Norðurlandskjör dæmi eystra lista sinn. Það er mál manna, að við samningu listans hafi tekizt mjög vel. — Menn úr hinum ýmsu starfs- stéttum og hvaðanæfa að úr kjördæminu prýða lista Fram- sóknarmanna að þessu sinni. Þó er óhætt að fullyrða, að það vekur mesta athygli hve ungu fólki er ætlaður þar ríflegur hlutur. í baráttusætinu — 4. sæti — er ungur maður, mjög vel menntaður og hefur stað- góða þekkingu á atvinnuvegum landsmanna og þó einkum land búnaði. Síðan kemur hver ungi maðurinn og konan á fætur öðr um. Það er sízt að furða, að ungt fólk innan Framsóknar- flokksins lætur nú æ meir til sín taka. Þróttmikið starf ungra Framsóknarmanna um land allt hefur vakið þjóðarathygli, og hafa þeir verið hvattir til enn frekari dáða, bæði af flokks- mönnum svo og þeim er ekki telja sig flokksbundna. Vi5 slíkar hvatningar vex ungum Framsóknarmönnum ásmegin. Þegar þeir eru sér þess með- vitandi, að framlag þeirra er virt, tekið tillit til álits þeirra á mönnum og málefnum, og þeim ætlaður ríflegur hlutur í áhrifastöðum flokksins, þá eru þeir þess fullvissir að unga fólkið mun flykkja sér undir merki Framsóknarflokksins um næstu kosningar. Allir, sem kynnt hafa sér stjórnmálasögu íslands og sögu Framsóknarflokksins vita, að eitt megin’ einkenni hans frá fyrstu tíð hefur verið h'versu ungu fólki hefur ætíð verið ætl- aður stór hlutur. Nægir þar að nefna, að fyrir um þrem ára- tugum sat samstjórn Framsókn arflokksins og Alþýðuflokksins að völdum og voru ráðherrar Framsóknarflokksins þá mjög ungir menn ,allt niður í 27 ára. Þrátt fyrir óhemju erfiðleika þessara ára, sem stöfuðu af völdum kreppunnar, tókst þess um ungu mönnum að marka varanleg spor í framfarasókn þjóðarinnar. Það er sízt ofmælt, að þá hafi hróður íslenzkra stjórnmála risið hvað hæst. — Ungir menn létu vandamálin ekki buga sig, heldur hörðnuðu í hverri raun og sönnuðu, að atorka og kraftur ungra manna er það afl, sem lyft getur Grett- istaki. Eins mun verða nú. Unga fólkið hér í kjördæminu tekur eftir því, hvaða hlut þeirra fulltrúum er ætlaður í stjórn- málaflokkunum. — Þar hefur Framsóknarflokkurinn hiklaust sérstöðu. Hlutur unga fólksins í vexti og viðgangi Framsókn- arflokksins hefur verið og er afgerandi; án æsku fslands væri Framsóknarflokkurinn ekki það afl, sem hann nú er. Þessvegna mun unga fólkið í Norðurlandskjördæmi eystra flykkja sér um þann lista, sem óumdeilanlega er listi þess — lista Framsóknarflokksins. i.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.