Dagur - 18.02.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 18.02.1967, Blaðsíða 5
1 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. UTANRÍKISMÁLANEFND í LÖGUM um sköp Alþingis segir, að kjósa skuli í sameinuðu þingi sjö manna utanríkismálanefnd. Enn- fremur segir svo: „Til utanríkis- málanefndar skal vísa utanríkismál- um. Utanríkismálanefnd starfar einn ig milli þinga og skal ráðuneytið ávallt bera undir hana utanríkismál, sem fyrir koma milli þinga“. Á þingi því er nú situr var það upplýst í umræðum, um landgrunns- tillögu Framsóknarmanna, fyrir jól, að engin meiriháttar utanríkismál hefðu verið undir nefndina borin af ráðherra síðustu fjögur til fimm ár- in, og henni á þeim tíma engar upj> lýsingar veittar um þau mál. Töldu þingmenn, sem þetta ræddu, að hér væri um skýlaust lögbrot að ræða. Núverandi utanríkisráðherra, Emil Jónsson, skýrði þá frá því, að fyrirrennari hans í embættinu, Guð- mundur f. Guðmundsson, nú ambassador í Bretlandi, hefði tjáð honum, að viðræður af þessu tagi við utanríkismálanefnd um utanríkis- mál hefðu verið felldar niður vegna þess, að upplýsingar um trúnaðar- mál hefðu borizt út af nefndarfund- um og var jafnframt gefið í skyn, að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna ættu þar sök á. En fulltrúar Fram- sóknarflokksins í nefndinni eru þeir Hermann Jónasson og 1‘órarinn Þór- arinsson, og Alþýðubandalagsins, Einar Olgeirsson. í framhaldsumræð um um málið las utanríkisráðherra upp úr gerðabók utanríkismála- nefndar frá 1964, þar sem fram kom, að Guðmundur í. Guðmundsson hefði neitað nefndarmönnum um upplýsingarar. Kom það einnig fram, að Þórarinn Þórarinsson hafði þá þegar mótmælt ásökun ráðherra eindregið fyrir hönd Framsóknar- manna, en Einar Olgeirss. verið eitt- hvað loðinn í sínum mótmælum. Á því var nú vakin athygli, að hvergi kæmi fram í gerðabók, að ráðherra hefði sérstaklega óskað eftir, að leynt væri upplýsingum um tiltekin mál. Þórarinn Þórarinsson hefur nú til- kynnt, að hann muni leggja til, að fram fari formleg rannsókn til að leiða í Ijós hvort nefndarmenn í utanríkismálanefnd hafi látið frá sér fara upplýsingar, sem þeim hafi borið að halda leyndum. Sá ávinningur hefur orðið af þess- um umræðum, að núverandi utan- ríkismálaráðherra hefur lýst yfir því, að hann muni gera sér far um, að koma aftur á eðlilegu samstarfi milli ráðuneytisins og utanríkismálanefnd ar, þannig, að farið verði eftir ákvæð um laga um það efni. Er þess þá að vænta að lokið verði því ófremdar- ástandi, sem ríkt hefur um meðferð utanríkismála, hver svo sem stefnan reynist. □ Kristinn Jónasson f rá Árhól MINNINGARORÐ i. ÞANN 11. jan. síðastliðinn lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri Kristinn Jónasson frá Ár hól við Dalvík og þá að aldri á efsta ári hins áttunda tugar. Faðir hans var Jónas Benja- mínsson ættaður úr Eyjafirði. Er mér sú ætt ókunn að mestu. Myrkvi nokkur liggur yfir þeim ættarslóðum og veldur því fáfræði mín. Verður því eigi haldið lengra í þá áttina um sinn. í óprentaðri heimild hef ég séð Jónas Benjamínsson kallaðan barnakcnnara og rit- hönd Jónasar hef ég séð ágæt- lega gerða. Kona Jónasar og móðir Kristins á Árhól var Karitas Hansdóttir Baldvinsson ar, síðast prests á Ufsum á Ufsa strönd Þorsteinssonar prests í Árskógi enum meiri á Árskógs- strönd Hallgrímssonar prófasts á Grenjaðarstað Eldjámssonar prests Jónssonar bónda á Grund í Höfðahverfi. Mætti rekja þá ætt víða hér um land og síðan austur um haf og allt til Hrafnistumanna hinna marg vísu og farsælu er kusu sér byr hvert sem þeir sigla vildu. En hér er ekki tími til slíkra frá- sagna. Kona Hansar Baldvins- sonar var Rósa ég held Sveins- dóttir. Þau bjuggu á Ufsum og víðar á Ufsaströnd. Kona séra Baldvins hin fyrri og móðir Hansar var Filippía Erlends- dóttir stúdents Hjálmarssonar lögréttumanns Erlendssonar, síðast að Keldum í Mosfells- sveit. Kona Hjálmars lögréttu- manns var Filippía Pálsdóttir prests að Ufsum Bjamasonar og alsystir þeirra Ufsabræðra Bjama Pálssonar landlæknis og Gunnars Pálssonar rektors á Hólum, voru og mörg þau systkini. Kona Erlendar stúd. Hjálmarssonar hin fyrri og móð ir Md. Filippíu á Ufsum var Karitas Sveinsdóttir lögmanns Sölvasonar. Sveinn bjó á Munkaþverá, átti Málmfríði Jónsdóttur sýslumanns í Greni vík. Bróðir Málmfríðar á Munkaþverá konu Sveins lög- manns var Þórarinn sýslumað- ur á Gmnd í Eyjafirði. Hann átti Sigríði Stefánsdóttur px-ests á Höskuldsstöðum á Skaga- strönd. Synir þeirra voru þeir Grundarbræður, Gísli prófast- ur í Odda, Vigfús sýslumaður á Hliðai-enda, Magnús klaustur haldari á Munkaþverá, Stefón amtmaður á Möðruvöllum og Friðrik prestur á Bi'eiðabóls- stað í Vesturhópi í Húnavatns- sýslu. Eftir Þórarin sýslumaður látinn giftist Sigríður Stefáns- dóttir Jóni Jakobssyni sýslu- manni á Espihóli. Meðal bama þeira var Jón Espólín hinn sagnafróði, síðast sýslumaður Skagfirðinga bjó á Frostastöð- um. Óskilgetin dóttir Þóarins sýslumanns á Grund var Ragn- heiður Þórarinsdóttir. Hún varð kona Jóns Skúlasonar í Viðey Magnússonar landfógeta. Ragn- heiður var raunakona mikil, átti þó ekki sök á því. Hún er í sög- um og sögnum talin í fremstu röð hinna göfugustu kvenna sinnar samtíðar á landi hér. Frá þeim Þói’arni á Grund og Sig- ríði Stefánsdóttur er Thoraren- sensætt. Þess er getið hér að framan að fyi-ri kona Erlendar stúd. Hjálmarssonar væri Karítas Sveinsdóttir lögmanns á Munkaþverá og Málmfríðar frá Grenivík konu hans. Seinni kona Ex’lendar var Kristrún Þor steinsdóttir prests að Hrafnagili Ketilssonar. Hún var smiður ágætur og hagorð. Börn þeirra Erlendar og Kristrúnar eru tal- in Hjáhnar á Brúarlandi og séra Þorsteinn Hjálmarsen prestur í Hítardal svo og Kristrún er átti Sigurð Þorvaldsson bónda á Kambi í Deildardal. Dóttir þeirra Sigux’ðar og Kristrúnar Kambshjóna var Guðrún Sig- urðardóttir sem oi’ðin er heim- ilisföst á Ufsum árið 1834 og þá ung og efnileg. Guði’ún var hálf systurdóttir Md. Filippíu Er- lendsdóttur fyi-ri konu séra Baldvins á Ufsum. Guðrún gift ist ekki, en sonur hennar með Jóni Sigui’ðssyni frá Þverá í Skíðadal og síðast bónda á Skeggsstöðum var Jóhann Jóns son bóndi í Háagerði á Ufsa- strönd. Hann átti Kristínu Frið leifsdóttur, systur Gunnlaugs bónda á Karlsá Friðleifssonar. Börn þeirra Jóhanns og Kristín ar voru; Friðleifur fyrst bóndi í Háagerði, síðar á Lækjai’bakka, svo á Siglufirði, enn á lífi há- aldraður þar, átti Sigríði Stef- ánsdóttur frá Hofsárkoti. Jó- hann smiður á Jaðri Dalvík dá- inn átti Þorláksínu Valdimars- dóttur og Kristín á Svalbarði, erm á lífi, átti Sigurð Bjarna- son Beck. Áður en ég lýk þessum kafla verð ég að geta um séra Svein Jónsson pi-est á Bai’ði í Fljót- um. Hann var bóndason utan frá Siglunesi. Séra Sveinn var afi Jóns Jónssonar sýslumanns i Grenivík og langafi Þórarins sýslumanns á Grund og Málm- fríðar á Munkaþverá (sjá hér að fi'aman). Séra Sveinn var og afi öðlingsins séra Eyjólfs læi’ða prests á Völlum í Svai’faðai’dal um 40 ái-a skeið. Eftir Eyjólf er Vallaannáll. Steinsstaðamenn hinir gömlu í Skagafirði áttu skammt að rekja til séra Sveins á Barði. Kunnastur þeirra ætt- manna var Sveinn Pálsson lækn ir í Suður-Vík (d. 1840) góður læknir og mestur náttúrufræð- ingur sinnar samtíðar á landi hér. Bróðir Sveins læknis í Vík var Þorsteinn bóndi og skáld á Reykjarvöllum. Sonur Þor- steins var Páll hraðskáld, sá er kvaðst á við Sigurð Breiðfjörð við Stafnsrétt forðum. Sonur Páls var Eiríkur bóndi á Upp- sölum, hagorður vel og greind- ur ágætlega. Dóttursonur Eiríks er Eiríkur Hjartarson raffræð- ingur í Reykjavík. Vil enn geta þess að bróðursonur séi'a Bald- vins á Ufsum var „listaskáldið góða“ frá Hrauni í Öxnadal. II. Þegar Jónas Benjamínsson lézt, voru börn þeirra Karítasar konu hans — Kristinn og Rósa — mjög í bemsku. Kom nú til kasta móðurinnar að sjá sér sjálfri og bömunum fai'borða. Þá voru engar tryggingar fyrir hendi, eða tiltækar löggiltar ráð stafanir til vamar og skjóls gegn ófrýnni og válegri örbirgð. Þá eygðu menn ekki maka- og fjölskyldubætur, ekki öroi'ku- styrki eða ellilaun. Líknar- og velgerðafjelög voru engin til. Persónuleg velgerðasemi hefir á öllum öldum átt sér stað, en aldrei handvís og sumum tor- fundin. Ráðstafanir og meðferð sýslumanna, hreppstjóra og hreppsnefnda á munaðarlaus- um bömum og öðru öi'bii'gu fólki var oft ærið hai'ðleikin og oft í beinni andstöðu við allt það bezta í manneðlinu, svo að ekki sé minnzt á guðstrú og kristindóm. Umbjóðendur kirkj unnar létu þetta venjulega gott heita. Var og vizka ámixmstra yfirvalda ekki grunnlaus og löngum veitti vanúðinni betui', ef til missættis kom við mannúð og kærleika. Þetta er raunar ekkert tiltökumál. Leiðtogar lýðsins hafa á öllum tímum ver ið menn upp og ofan eins og annað fólk. En mun ekki þessar hörmulegu mannlegu takmark- anir valda því að þjóðar- og menningarsaga okkar íslend- inga þefjar heldur illa. Er og menning okkai', þó gljáð sé að utan — ef betur er að gáð — rotin og hrá innvið dálkinn. Karítas Hansdóttir mun hafa verið gædd miklu andlegu og líkamlegu þreki. Vinnugefin og verkhæf hið bezta. Hún hafði ung lært að sauma og þá eink- um kai'lmannaföt. Vann hún að þessari iðn af miklum áhuga, sem og varð henni tekjudrjúg. Er stutt frá að segja að með ráð deild og þi’otlausu starfi, tókst henni þó einstæð væri að koma bömum sínum yfir ómegð til fullorðinsára. Allmiklu seinna en hér var komið, varð Karítas að sjá á bak Rósu dóttur sinni. Hún lézt og þá komin á full- orðinsár, ógift og barnlaus. Mér hefir vei-ið sagt af kunnugum, að Karítas byggi með börnum sínum alla stxmd og eins eftir það að Kristinn sonur hennar kvæntist. Hjá syni sínum og tengdadóttur dvaldi hún til ævi loka og vai'ð kona háöldruð. III. Kristinn Jónasson gekk ekki til arfs um embætti, völd og yfirráð eftir forfeður sína og frændur. Hann gekk ekki í skóla. Var aðeins um nokkrar vikur við vélfi'æðinám. Gerðist eftir það um alllangt skeið vél- gæzlumaður á vélbátum. Fór orð af trúmennsku hans í því stax'fi. Ui'ðu sæfai'ir og sjó- mennska aðalstai'f hans og at- vinna á meðan þrek og heilsa leyfði. Ái'ið 1921 kvæntist Kristinn og gekk þá að eiga Maríu Sig- fúsdóttur. Stilt kona og fasprúð, eirin í skapi, heimasætin og barst lítið á. Frú María Sigfús- dóttir er góðleg og mild á svip og líklega þegar öllu er á botn- inn hvolft góð í þraut að reyna og drjúg í skiptum. Þrjár eru dætur þeirra Kristins og Maríu. Karítas, Rósa og Kristín, allar löngu uppkomnar og ógiftar í foreldragai'ði. Ráðdeildai'samai', ti'úvirkar, dugnaðar konui’. — Þess er vert að geta í þessu sambandi að fjölskyldan á Ár- hól ól upp og fóstraði föður- lausan dreng og umkomulaus- an. Studdi hann til stai'fs og mennta og fórst við hann hið bezta. Hann heitir Njáll Skarp- héðinsson. Er nú kvæntur iðn- aðai’maður suður í Keflavík. Kristinn Jónasson hafði í önd verðu fengið í arf marga helztu og beztu ættarkosti feðra sinna og ættmæðra. Var gæddur góðri greind, vakandi ráð- vendni, skyldui'ækni og sam- vizkusemi. Yfirleitt hugsandi alvörumaðui’. Gat þó hreyft græskulausum gamanmálum í geðblöndun við kunningja sína. Maður skilríkur og efndaviss. Bjó yfir siðgæfu stolti, sem ætíð er gott og jafnvel nauð- synlegt á veraldai'veginum. Þótti mér sem hann kynni list- ina að lifa. Mun vera vandlærð. En hinsvegar frá fornu fai'i ver ið talin merkust og mikilsverð- ust allra mannlegra lista í þess- um efnisheimi. Runólfur í Dal. Góð íþróll - gulli belri SL. SUNNUDAGSMORGUN kl. 8.45 mætti ég við Sundlaug Akureyrar — eins og stundum fyrr. Þrátt fyrir suðvestan garra og éljagang stóðu menn við lokaðar dyr laugarinnar og aðrir komu hlaupandi úr nær- stæðum bílum, ákafir eins og unglingar til hrífandi leiks, þeg ar ég nálgaðist með lyklana. En á sunnudögum, kl. 9—10, eru sértímar í sundlauginni fyrir karlmenn þá, sem komnir eru vel af barnsaldrinum. Og þeir sóttu vel — eins og oftar — þennan umrædda morgun. Og þetta voru léttir, glaðir og rösk legir strákar á aldrinum 25—75 ára og rúmlega það. Og það er engin tilviljun, að . þessi blær er yfir hópnum. Skeð getur, að það sé þeii-ra eðli, flestra, að varðveita „strákinn" (góða strákinn) í sér fram á efri ár — og þá um leið fúsari til fundar við sína líka og til leiks með þeim, — en hitt er líka áreiðanlegt, að sundið, í hlýju, fallegu húsi við góða að- stöðu á allan máta, er bæði heilsu- og gleðigjafi, og þá um leið veigamikið atriði í barátt- urmi við hrörnun, stirðleika og elli. Og það er sannai'lega gaman að fylgjast með þessum áhuga- mönnum, heyx-a glaðlegt rabb þeirra um „dag og veg“, heyra ánægjumálið undh- steypibað- inu og sjá þá stinga sér til sunds, suma að vísu þunga (á vog) — sem birni skógarins, aðra granna og snögga, eins og kría steypti sér eftir síli. Sund- aðferðirnar eru og ýmiskonar og á „öllum hæðum“ vatnsins allt frá magaskriði á botni að baksundi, hálfir eða meira „of- an sjávar". Sumir ei-u hægfara eins og virðulegar madömur á kii'kjugangi, aðrir með geimfara hraða ski'ið-syndaranna, en all ir í æfingu og þjálfun. Og það glampar á skalla og glitrar í ljósu hári (og alla vega litu) af ljósi og báru. Og að sundi og þui-rkun loknu taka sumir strokur, aðrir hopp og bolbeygj ur af slíkri mýkt að fimleika- háskólakennara mætti sæma! Með glöðum svip og léttir í spori hverfa þeir svo heimleiðis, hver af öðrum. í þann hóp ættu bara að hvei-fa fleiri — og fá þá e. t. v. lengri tíma — mai-gir þeirra, sem enn um 10-leytið bæla fletið, og með geispa og letiteygjum byrja daginn skömmu fyrir hádegið. Komið og reynið! Brekknakoti 7. febrúar 1967 Jónas Jónsson. SPRENGING var í Sana-vei-k- smiðjunni í gærmorgun, en eng an sakaði og tefst ekki fram- leiðslan af þeim sökum. Q I Kvenfélagið Hlíf 60 ára f 1 & I I I % •fr ■f e> ji. & i I I Á þessari ólgu og umstangs-tíð örðugt reynist og torsótt stríð að hugsjónum fögrum að lilynna, fyrir dyrum er víða vá, en vel sé þeim, er þar úrbót sá og vantaði ei dug til að vinna. F.r liugsjónir skipa heiðurssess og hiklaust er starfað, skyldi þess minnast á merkisdögum. Þau samtök skal hylla og heiðra í kvöld, sem liafa barizt um árafjöld fyrir samtíðar heill og högum. En heillaríkust sú hjálpin var og hamingjudrýgstan ávöxt bar og lengst mun í orðstír lifa, hve börnunum athvarf bjugguð þið og bernskuleiki að una við, það skyldi með gulli skrifa. Sókn ykkar beinist æ í átt að því merki, er sett var hátt, þótt margri sé þraut áð mæta, vinahanda er víða þörf, vinnið áfram þau heillastörf, hverskonar böl að bæta. Hróður þess félags hraðan vex, sem hefir um áratugi sex stundað sitt starf með prýði. Megi því eflast magn og líf, megi það ávallt reynast hlíf, ungum og öldnum lýði. I % §• % ± -S(C % I I I I -t ö -1 X A. D. BIBLIUBREFASKOLINN A AKUREYRI NÝLEGA flutti til Akureyrar, Steinþór Þórðarson, einn af starfsmönnum Biblíubréfaskól- ans, og er það viðleitni skólans til aukinnar þjónustu við fólk úti á landsbyggðinni. Biblíu- bréfaskólinn er rekinn af Sjö- unda-dags Aðventistum og var hann stofnaður árið 1948. Hefur þessi stofnun leitast við að hvetja fólk til lestui-s á Biblí- unni. Til þess er notað nám- skeið, sem samanstendur af 24 lexíum um ýmis efni Biblíunn- ar, er fólk hefur áhuga á að kynnast. Svo sem spádómar, spurningin um framhaldslíf, uppruná hins illa, og ýmis önn- ur mál. Auk lexíanna, býður Biblíu- bréfaskólinn upp á frekai'i fræðslu með skuggamynda- seríum í fögrum litum, hvei'ju efni til útskýringar. Getur hver sá nemandi, er þess óskar, feng ið að sjá fræðslumyndirnar á sínu heimili. Eina námsbókin, sem notuð er, er Biblían. I hverri lexíu er að finna ýmsar spumingar, sem fólk vill gjai-nan fá svör við, og ér þá vísað til ritningarstaða, þar sem nemandinn finnur svar ið. Einn er sá þáttur í viðleitni Biblíubi'éfaskólans til aukinnar þekkingar manna á Heilagri Ritningu, að lána væntanlegum nemendur eintak af Biblíunni, þeim er ekki eiga hana til. Verð ur hún eign nemandans að nám skeiðinu loknu. Að sjálfsögðu er þetta nám- skeið nemendunum algjörlega að kostnaðarlausu. Væntanlegir nemendur geta fengið nánari upplýsingar í síma 2-13-95, eða með því að skrifa í Pósthólf 666, Akureyri. Q Frá Bridgefélaginu SÍÐASTLIÐIÐ ÞRIÐJUDAGS KVÖLD fór fram næstsíðasta umferð (af 4) í Einmennings- keppni B. A. — Röð 10 efstu manna er þessi: stig 1. Dísa Pétursdóttir 1137 2. Halldór Blöndal 1124 3. Guðm. Þorsteinsson 1120 4. Áimann Helgason 1113 5.-6. Soffía Guðmundsd. 1102 5.-6. Jóhann Gauti 1102 7. Halldór Helgason 1098 8. Baldur Ámason 1097 9. Magni Friðjónsson 1071 10. Sveiim Tryggvason 1063 Fjórða og síðasta umferðin verður spiluð í Landsbankasaln um kl. 8 e. h. n.k. þriðjudag. HEIMSOKN FRA HLIÐARDALSSKOLA FJÓRIR kennarar frá Hlíðar- dalsskóla leggja land undir fót þessa helgi, og munu þeir syngja á samkomum á ýmsum stöðum hér norðanlands. Sam- komurnar, sem háldnar eru á vegum Sjöunda-dags Aðvent- ista, verða á eftirtöldum stöð- um: Dalvík á föstudagskvöld, Hrísey á laugardagskvöld, í Freyjulundi á sunnudags-eftir- miðdag, og á Akureyri á simnu dagskvöld. í kvartettinum er einnig einsöngvari, Jón Hj. Jóns son, skólastjóri. Á samkomun- um verða sýndar kvikmyndir x litum og erindi flutt. Hlíðardalsskóli er fyrir löngu siðan orðinn þekktur fyrir brautryðjendastarf sitt á sviði kristilegrar menntunar. Hefur stofnunin notið stuðnings og vel vilja landsmanna á liðnum ár- um. Er það því von þeirra, er að þessari heimsókn standa, að Eyfii'ðingar noti vel þetta eina tækifæri til að hlýða á söng kennai'anna. Q Helgi Hallgrímsson: ÞÆITIR AF FLATEYJARDAL Inn með fjöllum. Þórir hætt kominn. Þi'iðjudaginn 27. júlí var veð ur fagurt. Héldum við Þórir snemrna morguns suður að Hofshöfða, og höfðum með okk ur grasapressurnar og ýmsan annan farangur til að létta á byi'ðum daginn e ftir, en þá var ákveðið að halda heimleiðis. Hofshöfði er smækkuð mynd af Víkurhöfða, en meira virðist þar þó af föstu bei'gi, sem þó er allt meira og minna sundui'tætt. Þykk mórena myndar efsta kollinn á höfðanum. Sunnan og austan við höfðann er sagt að hafi verið allgóð lending, en nú hefur Dalsáin fyllt upp þessa gömlu höfn. Bærinn Hof stóð sunnan í höfðanum, í brekkukomi. Þar eru rústir miklar eða tættur, um allt túnið, og bendir til mik illa bygginga áður fyrr. Ekki er nú vitað hvar hofið stóð, en þó kunnu gamlir menn að vísa á staðinn, sagði Grímur á Jökulsá mér. Sjálfsags eru flestar tætt- umar eftir sjóbúðir, en hér hef ur um eitt skeið vei'ið mikil út gerð, meðan höfnin var við lýði. Sagnir eru um mikinn skipsskaða við Höfðann. Sjálf- sagt væri það fróðlegt viðfangs efni fyrir fomminjafx'æðinga, að kanna rústirnar á Hofi, en lítið mun hafa vei-ið gei't að því hingað til. Við Hofshöfða skildu leiðir okkar Þóris. Hélt ég suður með Dalsá, en Þórir vai'ð eftir við Höfðann. Hugðist hann síðan að fara upp í Brettingsstaðadali til hallamælinga. Seinna frétti ég að hann hefði farið ofan í skriðuna uppi á Höfðanum, skrikað þar fótur og verið hætt kominn, enda fer tugur hamar þar fyrir neðan. Geta fjöll lirapað? (Allt er í heiminum hverfult). Eftir að hafa gengið spölkoi-n inn með eyrunum, veð ég yfir Dalsána, sem þarna er auðvelt, því að hún fellur í mörgum kvíslum. Kem svo heim að eyði bænum Eyri, sem talið er að heitið hafi fullu nafni Knai'i'ar- eyri. Þar standa enn fallega hlaðnir veggir. Rétt utan við bæinn í'ís upp klettahoi-n af jafnsléttu, en mjótt sund er á milli þess og hlíðarinnar, kallað Bæjai-sund eða Mjósyndi. Hlíðin fyx'ir ofan bæinn er öll í smástöllum, og hallast bei-gið þar ýmislega. Hér og þar liggja heljai'bjöi'g laus ofan á, en sum þeirra eru þó mölbrotin í stykki. Sunnan við bæinn er grjótskriða, neðst í hlíðinni, sem kallast Eyrar- urð. Er hún víðast úr köntuðu stórgrýti. Þar sjást einnig stak- ir klettar fi-am á flatlendinu, og hér og hvar, eru mjóar og lang- ar dældir, þvei-sum í hlíðirmi, ofan við ski-iðuna. Hvað hefur gerzt hér? Hefur fjallið hrunið? Ef svo er, þá ættu þess að sjást mei-ki uppi í fjallinu. Hhðin sem hér var lýst, myndai' vestui'hluta Eyr- arfjallsins, sem raunar er ekki nema 300 m mátt. Á bak við það er grunnur dalur, Hraun- dalur, þar sem Urðai'köttur ólst upp, sem frægt er. Svo kemur háfjallið, um 600 m hátt, með snarbratti'i skriðu og kletta- beltum framaní. Auðséð virðist nú, hvað hér hefur gerzt. Fjallið hefur klofn að að endilöngu í stefnu N-S, og vestari helmingurinn sigið eða ,fallið niður í heilu lagi, en í fallinu hefur harrn þó brotn- að allmikið og hafa sum stykk- in kastast lengra fram en að- alfjallið. Slík stykki eru klett- arnir utan og innan við Eyri. (Sennilegt þykir mér að klett- urinn utan við bæinn hafi ver- ið nefndur Knörr, og bærinn dragi nafn af því, en hann er nú kallaður Eyrarhóll). Hér hefur því orðið fjallhrun í þess orðs fyllstu merkingu, og lögun klettanna virðist benda til þess, að þetta hafi gerzt eft- ir ísöld, eða a. m. k. eftir að skriðjökull hopaði frá dals- mynninu. Líklegt er, að þegar þetta gerðist hafi undirlendi dalsins verið á kafi í sjó, og ber Eyrar- urð þess merki að hafa verið gamlir sjávarbakkar. Já, allt er í heiminum hverf- Þetta minnir mig á syllu á fjallinu heima, sem ég kallaði Paradís, en það eitt nafn þótti mér hæfa. Hér er líka heilög þrenning, reynir, einir og birki, eða a. m. k. þrenning sönn og ein. Eða er þetta áradalur nú- timamannsins á íslandi hinu bera, eða kannske eitt af hinum huldu plássum og yfirskyggðu, sem Jón lærði talar um? Sé svo, er það mikil gæfa, að hafa feng ið að líta þennan reit. En hvað veldur því, að slíkir aldingarðar finnast á útkjálk- um Norðurlandsins, en ekki innr hinum skjólsælu dölum? Hvers vegna er hinn veðursæli Eyjafjarðardalur næstum skóg- laus? Eða vesturhlíð Fnjóska- dals? Og hvers vegna finnst ekki reyniviður í Fnjóskadals- skógum? Er þessi reitur ef til vill síðustu leifar hinna fornu skóga landsins? Var það vetrar snjórinn, sem olli því, að skóg- urinn vai'ðveittist hér? Var það nálægð hafsins, sem verndaði Hágöngur og Eyrarfjall, séð frá Jökulsá. (Ljósm.: H. Hg.) ult, meira að segja fjöllin, ímynd traustleikans, geta hrap- að og molast niður. En hversvegna skeði þetta? Kannske hefur skriðjökuíí fs- aldarinnar verið búinn að grafa imdan fjallinu, eða þá sjóllnn, en berglögum í Hágöngunum virðist halla dálítið í vestur, niður að dalnum. Kannske hafa þessir þættir í sameiningu, valdið fjallhrun- inu. Vonandi finnur Ólafur okkar skýringu á þessu innan tíðar. í aldingarðinum. Hlíðin innan við Eyri er held ur hrjóstrug, en þó eru þar fallegir bollar, milli klettanna, þar sem fallegur lynggróður þróast. Þar má finna smávaxn- ar birkitágar. Innan við Eyrarurðina eru nokkrar kvosir, sem snúa mót suðvestri. Þar vex þrifalegt birkikjarr, allt að mannhæðar- hátt, og er það tvímælalaust bezti „skógurinn11 á Flateyjar- dalnum. Fegurst er kjarrið í syðstu kvosinni, suður við Urðargilið, sem er alldjúpt klettagil þvert í hlíðinni. Hér er skjól gott fyr- ir hafvindum, og landið vísar vel við sól, en eins og áður get- ur, er birkið fundvíst á slíka bletti. Hér finn ég reynistóðið, sem við Þórir sáum í kíki vest- an yfir ána, á úteftirleiðinni. Reyndar eru þau á nokkrum stöðum í skóginum, og tignar- lega með sínum fölhvítu blóm- klösum, yfir birkikjarrið. Er svo jafnan, þar sem reyniviður vex í kjarri, að hann ber höf- uðið hærra en birkið. Einirunnar, þekja klettana, efst í skálinni, í hæfilegri fjar- lægð frá reyniviðnum, enda voru þeir taldir óvinir í göml- um sögum, og sortulyngið lætur sig heldur ekki vanta í kletta- syllumar. skóginn fyrir eyðileggingar- mætti móðunnar miklu, þegar allir skógar féllu í innsveitun- um? Þannig má lengi spyrja, en svörin við þessum spumingum liggja ekki ljós fyrir. Þekking okkar á skógasögu landsins, er enn í molum, en hér er heill- andi viðfangsefni, sem bíður úrlausnar. , (Framhald í næsta blaði) ■ LIONSBLÓM A KONU- DAGINN KONUDAGURINN er á sunnu daginn kemur og munu þá fé- lagar úr Lionsklúbb Akureyrar heimsækja bæjai'búa fyrir há- degi og bjóða til sölu fagra blóm vendi. Allur ágóði rennur til góðgerðarstarfsemi og aðallega til greiðslu á loforði klúbbsina um styrk til litlu stúlkunnar, sem fór til New York í nýrna- uppskurð. Þess má sérstaklega geta að Blómabúðin Laufás, mun gefa allan ágóða af blómasölu á konu daginn til starfsemi Lions- klúbbs Akureyrar. - SKIÐANAMSKEIÐ (Framhald af blaðsíðu 8). fullorðnir renna sér á og leita eftir harðfenni til að komast sem hraðast. Næstu verkefni Skíðaráða Akui-eyrar eru þau að senda fólk til ísafjarðar á hið svo- kallaða „opna mót“, sem áður var nefnt, og síðan að undirbúa Unglingameistaramót íslands, sem haldið verður í Reykjavík 11. og 1.2. marz n.k. En þangaö munum við senda um 25 kepp- endur. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.