Dagur - 29.03.1967, Page 7

Dagur - 29.03.1967, Page 7
7 ELDRI-DANSA KLÚBBURINN Dansað verður í Alþýðn- húsinu laugard. 1. apríl. Hefst kl. 9 e. h. Húsið opnað fyrir miða- sölu ikl. 8 sania kvöld. LAXAR leika. Stjórnin. \Tel með farinn PEDEGREE barnavagn til sölu. Uppl. í Norðurgötu 40, niðri. BÆNDUR! Til sölu er lítið notaður „Lundell“ sláttutætari. Verð aðeins kr. 6000.00. Upplýsingar hjá Gunnari Jónassyni, Rifkelsstöðum, og í Véladeild K.E.A. PÍANÓ TIL SÖLU, nýuppgert. Tækifærisverð. Uppl. í síma 1-26-98. Auglýsingasími Dags er 1-11-67 AÐALFUNDUR BÚNAÐARSAMBANDS EYJAFJARÐAR verður að Hótel KEA fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. apríl. Fundurinn hefst kl. 10 fyrri daginn. STJÓRNIN. BLAÐBURÐUR Tímann vantar krakka til að bera blaðið út í efri hluta GJerárhverfis. Upplýsingar í síma 1-14-43. Sala á VIKUNNI fylgir. NÝKOMIÐ: HERRAINNISLOPPAR frotté, mjög fallegir. Verð aðeins kr. 585.00. HERRADEILÐ Systir mín og mágkona, KRISTBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR, fyrrverandi kennslukona, sem andaðist 22. þ. m. verður jarðsett fimmtudaginn 30. marz kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir sem vildu minn- ast hennar eru beðnir að láta Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Rósa Jónatansdóttir, Þór O. Björnsson. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skarðshlíð 14, verður jarðsett laugardaginn 1. apríl kl. 13.30 frá Ak- ureyrarkirkju. Valdimar Jónasson. Sverrir Valdimarsson, Anna Hjaltadóttir. Kristín Valdimarsdóttir, Einir Þorleifsson. Birgir Valdimarsson, Kolbrún Theódórsdóttir og barnabörn, - Saurbæjarhreppur (Framhald af blaðsíðu 5) ar í Hrísabæ, en þar dó séra Jón. Hvað sem segja má um sanngildi sögu þessarar, er það víst að á búskaparárum Gunn- ars Sigfússonar á Hrísum, kringum 1940, var þar til haus- kúpa af manni, vistuð milli þils og veggjar. En síðar nokkru, er leit var gerð að hauskúpunni fannst hún hvergi, hvað sem valdið hefir. Nú býr á Hrísum ungur bóndi Sveinbjörn Hall- dórsson. — Æsustaðir er syðsti bærinn í Möðruvallasókn. Þar hafa verið gerðar stórfelldar húsa- og jarðabætur nokkur síðustu árin, og rekinn stórbú- skapur. Ábúendur eru Stein- grímur Níelsson og kona hans Sigríður Pálmadóttir frá Gnúpufelli. H. Þ. (Framhald) - ÍSHRAFL (Framhald af blaðsíðu 1) seinlegt að opna vegina. f ná- grenni Akureyrar tepptust allir vegir. Engin mjólk barst land- leiðina án hjálpar snjóruðnings tækja. Neyzlumjólk skortir þó ekki í bænum. Stórhríð skall á skíðafólk á skíðalandsmótinu á Siglufirði og jafnvel í Hlíðarfjalli lenti fólk í nokkrum harðræðum. Flugferðir hafa verið stopulli undanfarin ótíðarkafla en oft- ast áður. Víða er haglaust orðið með öllu fyrir hross, þar sem sjaldan tekur þó fyrir beit. — Flutningaerfiðleikarnir koma einna harðast niður á bændum, sem mjólkurframleiðslu hafa og miða búskap sinn við daglegar ferðir á markaðsstað. Q Loforðin sem brugðust (Framhald af blaðsíðu 4). — Hefur skattheimtuglíma þessarar ríkisstjórnar við íbúa landsins orðið sann- kölluð fjölbragðaglíma af stjórnarinnar hendi. Mikið á annan tug skatta hafa ver- ið innleiddir. En aðalstefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar snerti sjálft atvinnulífið og kjama efnahagslífsins og í því sam- bandi var sagt m. a.: „Það hefur verið augljóst ein- kenni allra þeirra efnahags- ráðstafana sem gripið hefur verið til árlega undanfarið, að þær hafa verið gerðar til bráðabirgða, enda ekki stað- izt nema stuttan tíma í senn“. Síðar segir svo: „Af þessum sökum er það megin tilgangur þeirrar stefnubreytingar sem ríkis- stjórnin leggur til, að fram- leiðslustörfum og viðskipta- lífi landsmanna sé skapaður traustari, varanlegri og heil- brigðari grundvöllur en at- vinnuvegirnir hafa . átt við að búa undanfarin ár“. Og í yfirlýsingunni er svo enn til viðbótar lögð áherzla á, að ríkisstjórnm teldi það liöfuðverkefni sitt að koma atvinnulífi þjóðarinnar á traustan og heilbrigðan grundvöll. O RÚN 59673297 - Frl.-. Atkv. I.O.O.F. 1483318 U — I MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl.. 10.30 fyrir hádegi. (Ferming). — Sálmar: 648 — 590 — 594 — 648 — 591. B. S. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 2. apríl: Al- menn samkoma kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson cand. theol. talar. Allir velkomnir. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Oll böm velkomin. BRÚÐHJÓN. Laugardaginn 25. marz voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Guð- munda Eirný Ingólfsdóttir og Jens Christian Reisenhus verkamaður. Heimili þeirra verður að Gránufélagsgötu 53, Akureyri. — Sama dag voru gefin saman í hjóna- band brúðhjónin ungfrú Oddný Guðrún Friðriksdóttir og Sverrir Viðar Pálmason húsgagnasmíðanemi, Heimili þeirra verður að Bjannastíg 6, Akureyri. RAUNVERULEG þúsund ára stjóm Guðsríkis yfir mann- kyninu. Opinber fyrirlestur fluttur af Kjell Geelnard fúll trúa Varðturnsfélagsins sunnudaginn 2. apríl kl. 16.00 að Bjargi, Hvannavöllum 10, Akureyri. Allir velkomnir. — Aðgangur ókeypis. — Vottar Jehóva. FRÁ Þingeyingafélaginu. Mun- ið síðasta spilakvöld félagsins að Bjargi laugardaginn 1. apríl n.k. kl. 20.30. Skemmti- atriði. Fjölmennið. Nefndin. MINNINGARSPJÖLD Kven- félagsins Hlifar verða fram- vegis seld í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sig- urðardóttur. HNÍFSDALSSÖFNUNIN. Kr. 1000 frá S. J. Beztu þakkir. Birgir Snæbjörnsson. ÉFRÁ SJALFSBJÖRG. Annað spilakvöld verður á Bjargi föstu- daginn 31. marz kl. 8.30 e. h. Mynda- sýning á eftir. Nefndin. TIL Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Gjöf frá Sigurlínu Sigurgeirsdóttur, að upphæð kr. 10.000.00, til minningar dótturdóttur hennar Jónu Sigurlínu Alfreðsdóttur. Með þökkum móttekið. — G. K. Pétursson. - Látiaus hörkuyéður Framhald af blaðsíðu 1) náðu tveir heilu og höldnu til stöðva sinna, en hinum tveim var hjálpað, með aðstoð snjó- bíls frá Þórshöfn. Það bar við á laugardagsmorg uninn í Tunguseli, að tvær kind ur, útigengnar, stóðu við fjár- húsdyrnar, ær með dilk sinn. Ærin var orðin mjög mögur. Þær mæðgur fengu skjóta og góða aðhlynningu. Þær eru af Langanesströnd og þótti sýnt, að ekki máttu þær seinna til byggða leita. Ó. H. BRÚÐHJÓN. Þann 23. marz voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju brúð hjónin ungfrú Ólína Erla Konráðsdóttir og Sveinn Egg ertsson bakari. Heimili þeirra er að Hafnarstræti 88, Akur- eyri. — Þann 25. marz ung- frú Guðrún Þóra Kjartans- dóttir frá Pálmholti og Frið- jón Heiðar Eyþórsson. Heim- ili þeirra er að Brekkugötu 34, Akureyri. BRÆÐRABRÚÐKAUP. — Á páskadag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Sigríður Val- gerður Jósteinsdóttir og Unn ar Halldór Ottesen verka- maður. Heimili þeirra er að Spítalavegi 1, Akureyri. — Og ungfrú Anna Guðríður Rinæsted og Arnljótur Geir Ottesen verkamaður. Heimili þeirra er að Aðalstræti 8, Akureyri. I.O.G.T. St. ísafold Fjallkonan nr. 1. Fundur í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 30. marz kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Vígsla nýliða. Kvikmynd eftir fund. — Æ. T. - Lífgun úr dauðadái (Framhald af blaðsíðu 8). dráttarvéla o. fl. frá starfi S.V.F.Í. ;,Brúðan“ verður til heimilis í Laugaskóla í umsjá Óskars Ágústssonar kennara og er ætl- unin, að auk skólanemenda verði öllum börnum, sem þang- að sækja sundnámskeið kennd lífgunaraðferðin. Frekari hagnýting tækisins mun ekki ákveðin að sinni, en ástæða er til að hvetja sem flesta að kynna sér þessa lífgun araðferð, sem tekur fram öðr- um áður þekktum og hefur bjargað mörgum mannslífum. Enginn veit fyrir, nema þau atvik geti að höndum borið að það velti á kunnáttu hans hvort annar hlýtur líf eða dauða, kannske einhver nákominn. I. K. AÐALFUNDUR SKÓGRÆKTARFÉLAGS EYFIRÐINGA verður að Hótel KEA láugárd. 8. apríl og hefst kl. 1.30 e. h. STJÓRNIN. AUGLÝSING Starfræki járnsmíðaverkstæði við Óseyri 4, Akureyri (norðan Glerár). Ánnast hvers ikonar járnsmíðavinnu, jafnt smærri, sem stæni verk. SVERRIR ÁRNASON, Ránargötu 16, sími 1-24-52.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.