Dagur


Dagur - 01.04.1967, Qupperneq 1

Dagur - 01.04.1967, Qupperneq 1
Herbergis- pantanir. Ferða- skriístoian Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 r *¥ | ■ # i r Túngötu 1. Feroaskrifstofan sími n475 Skipuleggjum ódýrustu íerðirnar til annarra landa. GÓÐ I BYRJUN í GÆR hcimsótti II. bekkur » Ga"nfræðaskólans á Akur- eyri ýmsar atvinnustöðvar í >í bænum. Eflaust hefur verið « tekið vel á móti námsfólk- inu og vonandi taka allir skólar bæjarins það upp, í eins ríkum mæli og við verð ur komið, að kynna nemend um sínum þær lielztu at- ;í vinnugreinar, sem atvinna fólks og lífskjör bæjarbúa byggist á. Það nám er nauð- synlegt. Og hvar er að fá « betra ritgerðarefni að skoð- <| un atvinnulífsins lokinni? ?! Hluti af stóðinu í Hlíðarfjalli. Þama er fremur grunnt á jörð og hrossunum líður vel. (Ljósm.: E. D.) IÐJA H.F, Á AKUREYRIBYGGIR10 TIMBURHÚS FYRIR KÍSILIÐJUNA KÍSILIÐJAN óskaði tilboða í byggingu 10 einbýlishúsa, er reisa á í Reykjahlíðarlandi við Mývatn, nálægt þeim íbúðar- húsum Kísiliðjunnar, sem þar eru fyrir. Iðja h.f. á Akureyri hreppti verkefni þetta og hafa samningar þar um verið undir- skrifaðir. íbúðarhúsin 10 verða byggð úr timbri og öll eins. Þau verða 83 fermetrar að flatarmáli, byggð á steyptum grunni, sem aðrir aðilar byggja og eiga þau að vera tilbúin fyrir 30 septem- ber næsta haust. Framkvæmdastjóri Iðju h.f. á Akureyri er Ármann Þorgríms son. Stjórnarformaður Iðju er Hannes Arason og meðstjórn- endur Magnús Guðmundsson og Ármann Þorgrímsson. Bárð- ur Daníelsson teiknaði húsin. Húsin verða vélunnin á Akur eyri en sett saman á byggingar stað. Vei-kstæðið mun bæta við sig 10—20 mönnum vegna þessa verkefnis. Yfirverkstjóri þess- ara húsbygginga verður Þor- steinn Williamsson. Hér er um að ræða vísi að verksmiðjubyggðum húsum. Nokkuð kemur það mönnum spánskt fyrir sjónir, að þessi hús skuli ekki byggð úr steini. En stuttan spöl frá byggingar- stað er steinasteypuverkstæði. Sagt er, að byggingartími sé of stuttur til að nota það bygg- ingarefni. BJARMIIINÁÐIST OT Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ náðist Bjarmi II frá Dalvík af strandstað, nálægt Baugsstaða- vita, en þar strandaði hann 6. marz sl. Skipið laskaðist ekki mikið er það strandaði, náðist inn fyrir skerjagarðinn og hef- ur síðan legið í sandfjöru. Skipið komst út með eigin vélar krafti. Tólf manna björgunar- flokkur vann á strandstað dag og nótt áður en skipið náðist út. SÍÐAN um páska hafa um- hyggjusamir borgarar og dýra- vinir mjög oft hringt til blaðs- ins eða komið á skrifstofur þess til að mimia á óumhyggjusama hrossaeigendur og bjargarvana útigönguhross á gaddinum. Allt er þetta í góðri meiningu gert og vekur til almennrar umhugs unar um, að eigendur þeirra hrossa, sem úti ganga, þurfa að fylgjast með þeim og hjúkra þeim þegar þess er þörf. Og til er, að umhirðulaus hross bæjar búa flækist um meðal hrossa bændanna. Nú fyrir páskana barst sýslu- manni Eyfirðinga munnleg kæra um, að hross stæðu í svelti í Hlíðarfjalli og gætu ekki fært sig til vegna snjóa. Og úr öðrum áttum bárust honum einnig ábendingar af líkum toga. Settur sýslumaður, Sigurð ur M. Helgason, tók málið í sín- ar hendur. Fór hann m. a. fram á, að bændur í Glæsibæjar- hreppi tækju hross sín úr Hlíð- arfjalli til hjúkrunar, af framan greinum ástæðum. En sumir bændur þar brugðust við þess- um fyrirmælum á þann veg, að þeir vísuðu ákæruatriðunum á bug og kröfðust þess, að rann- sókn færi fram, fyrr hreyfðu þeir ekki við hrossum sínum. Með því að dráttur varð á rannsókn sýslumanns, sem mun þó hafa farið fram í gær, fór ég á stúfana, gekk í Hlíðarfjall ásamt tveim valinkunnum mönnum, þeim Birni Jónssyni, kunnum hestamanni og Árna Magnússyni varðstjóra í lög- regluliði Akureyrarkaupstaðar. í leiðinni skoðuðum við 4 hross á Dvergasteini, nýkomin úr um ræddum hrossahópi í Hlíðar- fjalli, en síðan skoðuðum við. 24 hross, útigengin, uppi í fjallinu. Af þeim eru 6 utansveitar en hin eign bænda í Glæsibæjar- hreppi. Þar efra er nokkur skel (Framhald á blaðsíðu 7) Þrjár útigönguhryssur á Dvergasteini. (Ljósm.: E. D.) Morgunblaðshöllin við Aðalstræti í Reykja- vík er reisulegt hús og ekkert hefur þar verið sparað. En nú þegar líður að kosningum eru sumir farnir að kalla þetta „musteri óttans“, því að óttinn við úrslit alþingiskosninganna setur svip á margt, sem þaðan berst út um liöfuðborg og landsbyggð, ýmist í Morgun- blaðinu sjálfu eða fylgiblöðum þess hér og þar, svo og með erindrekum, sem komnir eru á kreik. Sá ótti, sem nú magnast í musterinu, er ótti við minnk- andi kjörfylgi Sjálfstæðis- flokksins og ótti við Fram- sóknarflokkinn. Margt ber til: Viðreisnin löngu strönduð og frelsið reynist stjórnleysi. — Bjarni Bcnediktsson þykir ekki sigurstranglegur foringi. Magnús Jónsson ræður ekki við fjármálin, varð að hækka skatta í fyrra og neyðist nú til að ausa tollvörum inn í landið í trássi iðnaðinn. Jó- liann Hafstcin stendur í stríði við læknastéttina, ríkisútvarp ið og almenningsálitið, — og stjórnarmenn í útvarpsráði orðnir að gjalti fyrir ritskoð- un. Niðurskurður opinberra framkvæmda og upptaka fjár frá sveitarfélögum sætir nú hörðum mótmælum jafnvel hjá borgarfulltrúum Sjálfstæð isflokksns í Reykjavík. Kjara samningar ógerðir. Bændur og sjómenn þungir á brún. Og „slagari“ * skemmtistaðanna: „Hvað á að ger við Þorvald Garðar — þegar hann kemur að vestan?“ Iætur ámátlega í eyrum þeirra, sem áður liöfðu nóg á sinni könnu. Hér á Akureyri og í nársveit um hvísla farandmenn að sunnan, að Magnús sé í hættu staddur — og bæta stundum við: Ef Jónas frá Yztafelli kemst að, er stjórnin fallin. Þetta er hræddra manna á- róður við gamla fylgismenn, sem nú þykja lausir á svelli. Auðvitað er Jónas í baráttu- sæti og eðlilegt, að fylgi Fram sóknarflokksins vaxi hér eins og annarsstaðar. Framsóknar (Framh. á bls. 7) r BERA VÖRUR Á BAKI SÍNU Raufarhöfn 31. marz. Snjór er hér meiri en elztu menn muna. Erfitt er því að komast um með flutning. Vérða merrn að bera varning á baki sér eða draga hann á sleða. Engir bílar fara um þorpið. Opnaður var í fyrradag veg- urinn út á gamla flugvöllinn og komu tvær flugvélar í gær. — (Framhald á blaðsíðu 4.)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.