Dagur - 01.04.1967, Síða 2
r
2
3lkið hefur orðið
RITSTJÓRI:
INGÓLFUR
SVERRISSON
Ungir Framsóknarmenn lögðu fram
drjúgan skerf
ur þeirra um brottflutning hersins
samþykktar á flokksþinginu
Á HINU glæsilega flokksþingi
Framsóknarflokksins, sem nú
er nýlokið, voru gerðar fjöl-
margar samþykktir, sem þeg-
ar hafa vakið verðskuldaða
athygli alþjóðar.
Ungir Framsóknarmenn
fagna þar mörgu, en þó öllu
fremur því, að flokksþingið
samþykkti sem stefnu Fram-
sóknarflokksins tillögur þær í
herstöðvarmálum, sem ungir
Framsóknarmenn áttu frum-
kvæðið að. Sýnir það eitt með
fleiru, að Framsóknarflokkur
inn er flokkur unga fólksins,
sá flokkur þar sem sjónarmið
þess eru virt og tekið tillit til
þess, sem unga fólkið hefur
fram að færa í þjóðmálum.
Hér birtist svo orðréttur sá
kafli í samþykkt 14. flokks-
þings Framsóknarflokksins,
sem fjallar um erlenda her-
setu og fleira:
„Flokksþingið telur rétt, að
óbreyttum aðstæðum, að ís-
lendingar séu aðilar að vam-
arsamtökum vestrænna þjóða,
en telur eðlilegt, að fylgzt sé
rækilega með öllum breyting-
um, sem verða kunna á At-
lantshafsbandalaginu og tekið
sé til gaumgæfilegrar athug-
unar í sambandi við uppsagn-
arákvæði sáttmálans, þegar
þar að kemur, hvort Islending
ar eigi að vera áfram í banda-
laginu. Flokksþingið vill jafn-
framt minna á þann fyrirvara,
sem gerður var af hálfu íslend
inga er þeir gerðust aðili að
Atlantshafsbandalaginu, að
meginefni hans var á þá lund,
að á íslandi yrði ekki herlið á
friðartímum, að það væri al-
gerlega á valdi íslendinga
sjálfra, hvenær hér væri er-
lent herlið, og að Islendingar
hefðu ekki eigin her og ætl-
uðu ekki að setja hann á fót.
Samkvæmt þessum fyrir-
vara og í samræmi við fyrri
yfirlýsingar vill Framsóknar-
flokkurinn vinna að því, að
varnarliðið hverfi úr landi í
áföngum. Flokksþingið telur
að stefna eigi að því, að Is-
lendingar sjálfir taki við
gæzlu ratsjárstöðva og nauð-
synlegra vamarmannvirkja,
er hið bandaríska varnarlið
hverfur á brott og meðan
þeirra er talin þörf. Sú breyt-
ing verður að gerast með
skipulegum hætti og stig af
stigi.' Telur þingið tímahært,
að hafnar séu viðræður um
að gerð sé fjögurra ára áætl-
un um brottflutning vamar-
liðsins og að þjálfaðir verði
íslenzkir kunnáttumenn, sem
tækju við starfrækslu ratsjár-
söðvanna og gæzlu nauðsyn-
legra mannvirkja stig af stigi,
samhliða því að bandarískum
hermönnum á íslandi yrði
fækkað. Þess sé vandlega gætt
að leyfa ekki framkvæmdir á
vegum varnarliðsins, sem tor-
veldað gætu þessar breyting-
ar.“
HVERNIG Á NORÐURLAND AÐIIALDA
SÍNUM HLUT?
| -KVISTIR-
! KOSNINGAHROLLUR í
í UNGUM SJÁLFSTÆÐIS-
j MÖNNUM.
Ungir Sjálfstæðismenn á Ak-
ureyri rjúka heldur betur upp
í nýlegu tölublaði íslendings og
eru þar engir aukvisar á ferð,
I sjálfur ritstjórinn og Halldór
Blöndal upprisinn. Hyggjast
þeir nú setja ofan í við unga
Framsóknarmenn á Akureyri.
Þetta eru sömu mennirnir, sem
börðust sem harðast sl. vor fyrir
„glæsilegum sigri Sjálfstæðis-
flokksins“ í bæjarstjórnarkosn-
ingunum á Akureyri, en þá
tókst þeim að fá einum bæjar-
fulltrúa færra, en við síðustu
kosningar og þá sennilega
vegna þess að „obbinn af unga
fólkinu“ á Akureyri kaus þá!
i
I
HUGHREYSTA SJÁLFA SIG.
Það er greinilegt af skrif-
um ungra Sjálfstæðismanna, að
þeir eru einungis að reyna að
liughreysta sjálfa sig, og telja
sér trú um að Vörður sé „öflug
asta stjórnmálafélag unga fólks
ins á Akureyri14. Eða hvernig
vita ungir Sjálfstæðismenn hve
margir meðlimir eru í samtök-
um unga fólksins hjá öðrum
stjórnmálaflokkum í bænum?
Ekki benda síðustu bæjarstjórn
arkosningar til að ungir Sjálf-
stæðismenn séu öflugir hér í
bæ, síður en svo. Allar stað-
reyndir benda hins vegar í þá
átt, að unga fólkið flykki sér
undir merki Framsóknarflokks
ins og kemur það raunar bezt
fram í því hve ungu fólki er
ætlaður ríflegur hlutur á fram-
boðslista flokksins hér í kjör-
dæminu við Alþingiskosning-
amar í vor. Það er því sízt undr
unarefni, hve sá framhoðslisti
hefur dregið að sér athygli
ungu kynslóðarinnar og þá um
leið skyggt á aðrá.
KOSNINGAALDUR
FÆRÐUR NIÐUR í 20 ÁR.
Nýlega var lagt fyrir Alþingi
frumvarp til laga um að lækka
kosningaaldurinn úr 21 ári í
20 ár. Til að frumvarp þetta geti
orðið að lögum, þarf að sam-
þykkja það á tveim þingum í
röð með kosningum á milli. Er
því að vænta, að við þarnæstu
kosningar fái fólk, sem náð hef
ur tvítugsaldri að kjósa full-
trúa á löggjafarsamkundn lands
ins. Ungir Framsóknarmenn
fagna þessum áfanga, sem ger-
ir ungu fólki kleift að láta æ
meir til sín taka í þjóðmálun-
um. Jafnframt vilja þeir livetja
allt ungt fólk til að kynna sér
sem bezt uppbyggingu og starfs
hætti þjóðfélagsins og viða að
sér fróðleik, sem að gagni má
koma við að taka þá stóru
ákvörðun hverjum fela eigi að
stjórna landinu. Ungir Fram-
sóknarmenn treysta íslenzkri
æsku til að færa sér aukin rétt-
indi vel i nyt, og eru þess full-
vissir, að með auknum áhrifum
unga fólksins mun ferskur
straumur leika um íslenzk
stjórnmál.
F.U.F. FÉLAGAR!
MUNIÐ fundinn að Hótel KEA
n.k. mánudag kl. 20.30. Ingvar
Gíslason alþingismaður segir
fréttir af flokksþinginu. □
f MJÖG athyglisverðu erindi
Áskels Einarssonar fyrrverandi
bæjarstjóra á Húsavík, er liann
flutti á kvöldverðarfundi hjá
FUF nýlega, fórust honum m.
a. orð á þessa leið um byggða-
jafnvægið:
„Ég hefi kosið mér þetta um-
ræðuefni með ykkur, ungir
Framsóknarmenn, sérstaklega
vegna þess, að það er nauðsyn-
legt fyrir ykkur, sem eigið að
erfa þetta land, að hugleiða
hvert þið viljið leiða hesta ykk-
ar fram í baráttunni. Menn
verða að gera sér ljóst, að
byggðaröskunin er það geig-
vænleg, að 8 af hverjum 10
börnum, er fæðast í landinu,
rnunu velja sér búsetu við
Faxaflóa, ef fylgir sömu þróun
sem hingað til. Það er ekki nóg
með það að Faxaflóabyggðirn-
ar taki til sín alla fólksfjölgun-
ina í landinu, lieldur meir. —
Tilflutningur fólks til þéttbýlis-
ins hefur svarað til að meðal
fjölskylda flýtti, á hverjum
virkum degi burt úr strjálbýl-
inu. f dag ættu að vera búsettir
um 70 þúsund manns á Norður-
landi, ef Norðurland hefði hald
ið hlutfalli síðustu 25—30 árin,
en hér eru aðeins 34 þúsundir
manna. Um næstu aldamót
verður þjóðin orðin um 400
þúsund manns eða íbúatalan
tvöfölduð. Hver verður hlutur
Norðurlands í þeirri þróun? —
Þetta er brennandi spurning nú
og verður um næstu ár. Getuin
við gert það átak í uppbyggingu
Norðurlands, að það haldi a. m.
k. hlut sínum? Allt þetta verð-
um við að hafa í huga, þegar
við mörkun stefnu okkar í upp-
byggingarmálum þess.“
Af þessum athyglisverðu orð-
um sést, að það er ekki auðvelt
verkefni, sem vinna þarf að á
næstu árum, og verður ekki
gert nema Framsóknarflokkur-
inn hafi áhrif á gang mála. —
Það er ekki nóg að semja
áætlanir, það þarf einnig að
sýna fram á, hvernig þær skuli
framkvæmdar. Norðurlands-
áætlunin verður aldrei annað
en pappírsplagg, ef ekki á sér
stað stórkostlegur tilflutningur
á framkvæmdafé frá Suður-
landi til Norðurlands. Allir vita,
að íslendingar hafa ekki nema
takmarkað fé til að verja til
framkvæmda ár hvert, og skipt
ing þess fjár þarf mikið að
breytast frá því sem nú er, ef
framkvæmd Norðurlatidsáætl-
unarinnar á að koma að tilætl-
uðum notum. En þar verður við
ramman reip að draga, ef nú-
verandi stjórnarstefna ríkir
áfram. „Athafnamenn“ í Sjálf-
stæðisflokknum syðra taka því
eflaust ekki hljóðalaust er rýra
á þeirra hlut og veita miklu
stærri upphæðum af fram-
kvæmdafé þjóðarinnar út á
landsbyggðina.
Það má því segja, að það sé
unga fólkið, sem nú ræður úr-
slitum. Það verður og mun
knýja á. Þeir, sem fæddir eru
á Norðurlandi vilja flestir eiga
þar heima áfram, en vilja ekki
láta sogkraft fjármagnsins
neyða sig til að flytja suður,
heldur reyna að mynda mót-
vægi gegn því með tilstyrk rík-
isvaldsins.
EKKERT SMÁMÁL.
Það, sem hér hefir verið rætt
um á undan, er ekkert smámál.
Það er í raun og veru um það
að tefla, hvort halda á áfram
á sömu braut eða snúa blaðinu
við. Það verður að sjálfsögðu
ekki gert í einu vetfangi, held-
ur með samræmdum aðgerðum
valdhafa og heimamanna. Þó
ræður stjórnarstefnan þar um
mestu. Ef öllum stórfyrirtækj-
um landsins, menntastofnunum
ýmiss konar og þjónustufyrir-
tækjum verður hrúgað á einn
stað í landinu eins og nú er
gert er voðinn vís. Þess vegna
hlýtur það að vera krafa allra
Norðlendinga, að nú verði blað
inu snúið við. Miklu stærri
hluta af athafnafé þjóðarinnar
verði beint út um landið og
ýmsum stofnunum ríkisins, sem
nú eru aðeins í Reykjavík,
verði dreift um landið. Hver
fjórðungur ráði meiru um sín
mál en verið hefur og t. d. að
bankaútibúin verði sjálfstæðar
stofnanir, sem fái aukið fé til
ráðstöfunar, því eðlilegra verð-
ur að teljast, að heimamenn viti
betur hvar skórinn kreppir, en
menn suður í Reykjavík.
Það er ekki ósanngjarnt, að
fara fram á, að hver fjórðungur
hafi sína húsnæðismálastofnun,
hafnarmálastofnun og auk þess
verði fólki út um land í ríkari
mæli gefinn kostur á alhliða
menntun heima hjá sér en ver-
ið hefur. Einnig þarf að skapa
fólki út um land betri skilyrði
til listsköpunnar og kynningu
á hverskonar listum. Þetta er
það verkefni, sem unga kynslóð
in þarf að vinna að á næstu ár-
um og áratugum. Það er höfuð-
nauðsyn, að skapa sem áþekk-
ust lífsskilyrði allra þjóðfélags-
þegna hvar sem þeir búa á land
inu, með því m. a. mynda þétt-
býliskjarna þar sem bezt hentar
og blómlega byggð í sveitum.
Fjöldamiðlunartækjum, eins og
t. d. sjónvarpinu þarf að dreifa
út um allt land sem fyrst til að
sporna gegn straumnum suður,
því að víst er, að þegar tímar
líða fram veitir okkur ekki af
að nýta allt okkar land, hvort
sem það heitir Suðurland eða
Norðurland.
Fyrir þessum verkefnum
munu ungir Framsóknarmenn
beita sér sem bezt þeir geta og
takist að breyta þeirri stefnu,
er nú ræður ríkjum og koma á
uppbyggingastefnu byggðanna
þá er mikill sigur unninri og þá
þarf fólk ekki að flytja úr sín-
um heimabyggðum suður að
Faxaflóa eins og verið hefur
undanfarið, heldur geti hver
byggð tekið við og skapað líf-
vænleg skilyrði þeim þjóðfélags
þegnum, sem þar fæðast og
alast upp. □
Frá kvöldverðarfundi FUF á Akureyri. (Ljósm.: P. A. P.)