Dagur - 01.04.1967, Síða 4

Dagur - 01.04.1967, Síða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hJ. ÁSTAND ATVINNUVEGANNA• í LEIÐARA síðasta blaðs voru rak- in nokkur ummæli Eysteins Jóns- sonar um loforð núverandi ríkis- stjómar í efnahagsmálum. Hér fara á eftir nokkur orð hans um efnd- irnar: Tæknibylting í síldveiðunum, sem hafin var áður en núverandi ríkisstjórn tók til starfa, hefur gert útvegsmönnum kleift að korna sér upp mjög góðum fiskiskipaflota til síldveiða, sem Itefur farið stækkandi undanfarin ár. Fer ]>ví þó fjarri, að sú aukning síldveiðiflotans, sem orð- ið liefur, hafi komið til fyrir forystu eða tilverknað stjómarvaldanna, heldur þvert á móti. Það hefur sem sé látlaust verið gert erfiðara og erf- iðara að eignast nýtízku síldveiði- skip, með alls konar nýjum skilyrð- um um fjárframlög fyrirfram og öðm af líku tagi. Sama er að segja um uppbyggingu síldariðnaðarins, sem hefur orðið vemleg, að þar hef- ur ekki að neinu leyti komið til for- usta ríkisstjórnarinnar. En síldveið- amar eru eini þáttur þjóðarbúskap- arins, sem hefur getað staðið af sér lömunaráhrif stjómarstefnunnar. Þar hafa uppgripin verið svo stór- felld, að óðaverðbólgan, álögurnar og lánsfjárhöftin hafa ekki fram að þessu náð að lama þá atvinnugrein, þótt röðin sé að koma að henni nú. Nálega alls staðar annars staðar blasa við ömurlegar afleiðingar stjórnar- stefnunnar. Togaraflotinn hefúr gengið óð- fluga saman á þessum árum og ríkis- stjómin hvorki hreyft legg né lið til þess að vinna gegn því. Á sama tíma sem aðrar þjóðir byggja nýtízku tog- araflota, hverfa gömlu togaramir, einn af öðmm úr landi óg engir nýir koma í staðinn og hefur svo gengið ár eftir ár. Hinir nýju togarar ann- arra þjóða em farnir að moka fiski inn á markaðina og verða hættulegri keppinautar með hverjum deginum sem líður. En það er til marks um reisn ríkisstjómarinnar í þessu efni sem fleirum, að sjávarútvegsmálaráð herra hefur að eigin sögn verið að leita fyrir sér um að leigja erlendan togara til reynslu fyrir íslendinga. Þorskveiðiflotinn, sem hefur verið og hlýtur að verða, ef vel á að fara, einn þýðingarmesti þáttur í þjóðar- búskapnum, gengur saman ár frá ári. Ofan á algjört tómlæti um nokkra fomstu til þess að bæta úr í þessu efni, hefur ríkisstjómin bætt því við að velta halla á rekstri togaranna að nokkru leyti yfir á bátaútveginn, í stað þess að láta þjóðarbúið í heild, taka á sig byrði. (Framh. á bls. 7) Um héraðsskjalasafn GERT er ráð fyrir, að Amts- bókasafnið á Akureyri flytji í nýja bókhlöðuna við Brekku- götu hér á Akureyri að ári liðnu, eða í síðasta lagi sumarið 1968. Þá er ætlunin, að sett verði upp Héraðsskjalasafn Eyjafjarð arsýslu og Akureyrarkaupstað- ar sem sérstök deild í Amts- bókasafninu. Við varðveitum nú þegar lítils háttar vísi að slíku skjalasafni. Svo er gert ráð fyrir, að við tökum við mikl um hluta af skjalasafni kaup- staðarins, og frá Þjóðskjalasafni munum við fá allt það, sem lög leyfa, að flutt verði aftur heim í héruðin (sbr. lög um héraðs- skjalasöfn frá 1947 og reglugerð frá 1951). Þetta allt mundi þeg- ar verða talsverður stofn. En betur má, ef duga skal. Enn munu varðveitt í héraðinu ýmis konar gögn, sem hafa eða geta haft mikla sögulega þýðingu og þyrfti að varðveita sem bezt. Þess vegna leyfi ég mér að fara þess á leit við alla Eyfirðinga og Akureyringa, sem enn eiga slík gögn í fórum sínum, að þeir afhendi þau Amtsbókasafninu (eða væntanlegu Héraðsskjala- safni) til vai'ðveizlu, eða geri þær ráðstafanir, að þau verði afhent síðar, en ekki eyðilögð. Ég veit, að ýmsir eru tregir til að láta af hendi gömul plögg, sem þeim eru ef til vill dýr- gripir og þeir varðveita af ætt- artryggð. Við skiljum fyllilega sjónarmið þeirra manna og munum alls ekki teygja fingur eftir slíku fágæti. En við vær- um ákaflega þakklátir, ef við mættum fá vitneskju um tilvist þeirra gagna og um hvað þau fjalla. Okkur cr þetta mest í mun: 1. Að safna saman á héraðs- skjalasafnið nú þegar eins miklu og framast er unnt af rituðum heimildum eða gögnum, sem gætu haft eitt- hvert heimildagildi. 2. Að fá vitneskju, og skrá þá vitneskju, um öll gömul plögg, sem eigendur af ein- hverjum ástæðum treysta sér ekki til að láta nú af hendi. 3. Að komast í samband við þá menn, sem áhuga hafa á varðveizlu slíkra gagna og þekkingu á því, hvar þeirra væri helzt að leita. Þau gögn, sem hér um ræðir, eru ótal tegunda. Sem dæmi mætti nefna: Handrit alls kon- ar, sögur, kvæði (rímur og stökur), þjóðleg fræði, hverju nafni sem nefnast, ættfræði og mannfræði (þar með t. d. dán- arminningar, líkræður o. s. frv.). Alls konar opinberar bæk ur, t. d. hreppstjómarbækur og skjöl, opinberar skrár og reikn- ingar, bækur og skrár forða- gæzlumanna o. s. frv: Alls kon- ar félagabækur, svo sem bún- aðarfélága, samvinnufélaga, út- gerðarfélaga, ungmennafélaga, bindindisfélaga, kirkjulegra fé- laga, kvenfélaga o .s. frv. Alls konar verzlunarbækur, skrár og reikningar, þar með allt, sem vai'ðar eyfirzka útgerð, bygg- ingabréf jarða, kaup- og leigu- samninga o. s. frv. Skrifuð sveitarblöð, ef einhver fyndust, dagbækur, veðurlýsingar, og síðast en ekki sízt gömul einka- bréf. Þessi upptalning gæti verið miklu lengri. En það er þarf- laust. Margt af þessu væri á- reiðanlega mjög merkilegt fyrir þá, sem réðust í könnun á sögu Eyjafjarðar. Allt þetta eru dýr- mætar frumheimildir, sem mega ekki glatast. Jafnframt megum við ekki gleyma því, að ýmislegt, sem við nú mundum ef til viH telja „ómerkilegt“, ef við litum á það í fljótu bragði, þarf alls ekki að vera það. Það er oft mjög erfitt að átta sig á því í skyndi, hvað eru „merki- legar“ og hvað eru „ómerki- Iegar“ heimildir. Gamall reikn- ingur eða miði með smávægi- legri ættrakningu getur falið í sér merkilega mannfræðilega heimild. Gamalt og ónýtt bygg- ingarbréf getur allt í einu orð- ið eitt af mikilvægustu gögn- unum í landamerkjamáli o. s. frv. Það er einmitt þetta, að við vitum aldrei með fullri vissu um heimildagildi gamalla gagna, sem veldur þeirri nauð- syn að bjarga öllu, sem bjargað verður undan sjó á tímans fjöru, áður en stórstraumur eyðileggingarinnar færir það í fang þeirrar miklu glatkistu, sem þegar hefur dregið sér svo drjúgan skerf íslenzkrar sögu. Amtsbókasafnið treystir því, að Eyfirðingar og Akureyring- ar bregðist vel við þessum til— mælum, gái nú í gamlar skúff- ur og kistuhandraða, athugi, hvað þeir eiga, og hvort þeir sjái sér ekki fært að láta það af hendi við okkur. Eins vH ég endurtaka það, sem segir hér að framan, að okkur væri mjög kært að fá upplýsingar um það, sem til væri, þótt eigendur þess vildu varðveita það sjálfir enn um sinn. Einnig væri okkur kært að ná sambandi við þá menn víðsvegar um héraðið, sem áhuga hefðu á varðveizlu þeirra verðmæta, sem hér um ræðir. Ymis héruð hafa nú þegar gert mikið átak í þeim efnum að safna saman alls konar heim ildum til sögu sinnar og sum komin nokkuð á veg með úr- vinnslu þeirra. Ég trúi því ekki, að Eyfirðingar kjósi að standa öðrum að baki á þessum vett- vangi. Ámi Jónsson, bókavörður. Bera vörur á baki sínu (Framhald af blaðsíðu 1) Samið mun um, að Norðurflug annist fólksflutninga frá Akur- eyri hingað austur fyrir hönd F. í. fyrst um sinn, eða þar til tekst að ryðja snjó af nýja flug vellinum. H. H. HVAÐ SKAL HAFA ORÐIÐ TIL ÞESS, AÐ HIN SVO- NEFNDA MINOS-MENNING LEIÐ UNDIR LOK SVO SKYNDILEGA, SEM RAUN VARÐ Á? Þessi menning, sem átti höf- uðstöðvar á Krit um 15 öldum fr. Kr., er kennd við Minos kon ung hinn goðumborna, son Seifs og Evrópu. Þeir, sem þessa menningu báru uppi, höfðu kaupskip í förum um austan- vert Miðjarðarhaf, og gætti því menningaráhrifa þeura víða á þeim slóðum. En svo var það, að öll þessi menning hvarf úr sögunni með einhverjum svip- legum hætti. Stór musteri og íburðarmiklar hallir urðu rúst- ir einar. Samgöngur um stein- lagða vegi, haglega gjörða, lögð ust niður, vatnsleiðslur ger- eyðilögðust og íbúar Krítar hurfu af sjónarsviðinu með furðulegum hætti. Um mörg ár var það álit fornleifafræðinga, að miklir jarðskjálftar hafi leik ið eyna svona grátt, eða að grískir innrásarherir hafi á kerfisbundinn hátt eytt eyjar- skeggjum. Árið 1939 kom svo gríski fornleifafræðingurinn Spyridon Marinatos fram með þá skoðun sína, að menning þessi hafi liðið undir lok um 1500 fr. Kr. og, að því hafi vald ið öskufall og eitraðar gasteg- undir frá eldgosum á eyjunni Theru (nú Santorin), en hún er í 75 mílna fjarlægð í norður frá Krít. En þessi ágizkun kom þó ekki að öllu leyti heim við sum ar staðreyndir. Leirker höfðu fundizt á Krít, sem báru það með sér, að hafa verið gerð um 1450, eða um 50 árum síðar en talið var að Thera hafi gosið. Svo var það, að á síðastliðnu ári voru sýnishorn tekin af botn lögum sjávar á þessum slóðum og unnu að rannsókn á bor- kjörnunum tveir frægir járð- fræðingar við Kólumbíahá- skóla. Kom þá í ljós að tvisvar hefur gosið á Theru, í annað skiptið um 1500 fr. Kr. og hitt skiptið um 50 árum síðar, og að síðara eldgosið muni hafa verið svo gífurlegt, að aska og eitur- gas þaðan hafi getað borizt með suðlægum vindum svo hundr- uðum mílna næmi suður á bóg- inn. Martinatos telur að hér sé fengin skýring á misræmi því, sem var á tímatalságizkun hans og téðum staðreyndum. Telur hann að í fyrra gosinu á Theru hafi allt líf eyðzt þar en ekki valdið þá neinum spjöllum á Krít og menningin þar engan hnekki beðið. En svo, þegar síð ara eldgosið varð um 1470 fr. Kr., þá hafi Thera blátt áfram liðazt í sundur, hafi miðbikið og vesturhlutinn sporðreistst og sokkið og um leið valdið því, að 100—165 feta háar bylgjur mynduðust. Innan 20 mínútna náðu þær svo ströndum Krítar og með því ægiafli, sem ekkert fékk viðnám veitt. Flóðbylgjum þessum fylgdi svo, að hyggju Martinatosar, gífurlegt ösku- fall, sem huldi brátt hvað eina og eiturgas, sem fólk það, sem enn kann að hafa hjarað, and- aði að sér. Hafi svo einhverjir Krítarbúar lifað af hörmungar þessar, hafi þeir sennilega flúið frá Krít til annarra Miðjarðar- hafseyja, til Grikklands og jafn vel til Litlu-Asíu. Eldgosið á Theru kann að hafa haft enn víðtækari áhrif. Sumir hyggja að áhrifa þess hafi gætt á Exodus, að þessi at- burður hafi valdið egypzku plág unum tíu um 450 mílum sunn- ar, og ennfremur að þriggja daga myrkvunin, sem biblían getur um í Egyptalandi, hafi vel getað stafað af eldfjallaösku og eins, að hún hafi getað vald- ið uppskerubresti og hungur- dauða. Þá er og gizkað á, að við það, að hluti Theru sporðreistist og sökk, hafi myndazt einskonar hvylft i hafið, sem svo varð þess valdandi að yfirborð sjávar á þessum slóðum lækkaði er hún fylltist að nýju. Kann þar að vera að finna skýringu á för ísraelsmanna þurrum fótum yfir Rauðahafið og drukknun egypzku hermannanna. (Utdráttur úr grein í Time fyrir nokkru). Ath. Ekki virðist fjarri að álykta, að við íslendingar leggj um eyru við frásögnum sem þessum. Þeir, sem búa á þunnri skel, eins og við, geta alltaf bú- ist við hremmingum af þessu tagi. Er nauðsyn að hafa slíkt í huga, einkum þegar um bygg- ingar er að ræða eða önnur mannvirki, ekki sízt á þeim svæðum, þar sem jarðhræring- ar eru tíðastar. S. FÆKKUN PRESTA ÞAÐ er talið orka tvímælis frumvarp það, sem liggur fyrir Alþingi um samdrátt presta- kalla og fækkun presta. Hitt er ótvírætt, að víngarðurinn er stór en verkamennirnir ekki of margir. Það rekur því margur maðurinn upp stór augu þegar hann sér eða heyrir um þessa fyrirhuguðu ráðstöfun. — Það vakna líka hugsanir hjá honum, sem mynda spurninguna: Er þetta eina úrræði hyggilegasta lausnin til eflingar guðskristni í landinu? — Og spurningingar krefjast svara. Sé litið svo á, að prestar, einkum til sveita, hafi of lág laun og því of lítið að starfa, væri þá ekki hugsanlegt að sameina mætti guðsþjónustu- og kennslustarf við barnaskóla eða aðra fræðslu ung- menna? Það heyrist ekki sjald- an, að talað sé um kennaraskort og skólavöntun. Og á hvern hátt yrði betur bætt úr hvoru tveggja. Ungmennin, sem skól- arnir rúma ekki, gætu e. t. v. notið kennslu prestanna t. d. 3 daga í viku. Margir líta svo á, að nær væri að fjölga prestun- um en fækka ef leggja á rækt vð kristna trú og siðgæði. Ef þess er ekki þörf, er hér tómt mál að tala um. Hinsvegar væri ekki illa til fundið að þrestur- inn hefði sem nánast samband við bernskuna og myndi heldur ekki spilla, að áhrifa hans gætti fram yfir ferminguna. Að þessu athuguðu virðist ekki óhúgsandi, að greiða mætti fram úr þessu máli á annan veg en þann, sem frumvarpið legg- ur til. í þessu sambandi væri e. t. v. heldur ekki ótímabært að varpa fram þeirri spumingu, hvort ekki rpundi tiltækilegt, að skipta guðfræðideildinni, — hafa annað próf og styttra nám fyrir prestsefni, en lengra nám fyrir prestakennaraefni. —■ Að vera góður prestur fer ekki eft- ir miklum lærdómi heldur eft- ir vizku, trú og siðmenningu, hugai-fari og hjartalagi. Þessu til vitnis má geta, að á síðustu öld vígðist tH prests maður án stúdentsprófs (séra Pétur Guð- mundsson skáld og prestur í Grímsey, skrifaði annál 19. ald- ar) og eftir styttri tíma við guðfræðinám en tilskilið var og reyndist mætur prestur og góð- ur maður. En það er einmitt aðall prestanna, að hafa þá eig- inleika til að bera og ávinna sér á þann hátt virðingu og elsku safnaðarfólksins. Verður slíks betur notið en þótt hann geti lesið eða þýtt nokkrar blaðsíður úr hebresku máli. E. G. Ó. MINNING Jónína Jónsdóttir frá Smmuhvoli JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR frá Sunnuhvoli, og nokkrir tengda- og ættmenn hennar. Jónína Jónsdóttir var fædd að Tjörn í Svarfaðardal 7. apríl 1887. Lézt í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 25. febrúar 1967. Foreldrar hennar voru þau Jón er nefndur og skráður var Stefánsson, póstafgreiðslu- maður m. fl. á Dalvík og kona hans Rósa Þorsteinsdóttir Enski söngurinn Ketill Indriðason á Fjalli skrifar eftirfarandi: SÉRA Pétur Sigurgeirsson svar ar aðfinnslum mínum um enska sönginn í Akureyrarkirkju í Degi 11. marz, hógværlega, sem vænta mátti, og ber í bætifláka og ræðir ýmislegt fleira, kenni- mannlega. Ég veit fullvel, að frá öllum löndum og þjóðum getur gott komið, en einnig illt. Efa ekki heldur, að eitthvað gott kunni að leiða af utanförum íslenzkra ungmenna á vegum kirkjunnar og dvöl erlendra jafnaldra þeirra hér, en óttast þó að þar halli á okkur, þjóðernislega. Enski söngurinn í Akureyr- arkirkju er einn ávöxtur þess- ara skipta. Þrátt fyrir hljóm- fegurð hans gekk ég óglaðari út úr kirkjunni en inn í hana og lauk þó samkomu þessa kvölds hátíðlega. Einlægni séra P. S. efa ég ekki, heldur fram- sýni hans og annarra, er eiga hlut að þessum barnaútflutn- ingi. Reynslan sker úr um það, hver fengur kirkju og kristni- haldi er að honum. Skiptin eru enn lítil en skilyrði fyrir aukn- ingu mikil. Fjárráð margra heimila um þessar mundir nægileg til þess að leyfa börn- unum að bregða sér tH útlanda, auðvelt að greiða dvalarkostn- aðinn þar með viðtöku annarra ungmenna. íslendingar streyma til út- landa hin síðari ár, óteljandi erinda og eftir ýmsum leiðum og farvegum. Margir þessara strauma eru ærið gruggugir, en það má ætla, að kirkju- kvíslin sé miklu hreinni en margar hinna, en það er var- hugavert við hana, að hún fleytir yngra fólki á brott en flestar aðrar, óráðnara, áhrifa- næmara, viðkvæmai-a, að sjálf- sögðu úr betri hluta hvers ár- gangs, að meirihluta. Gerum nú ráð fyrir að árlega fari allmargir tugir jafnvel fá- ein hundruð — til frekari glöggvunar á dæminu — ís- lenzkir unglingar til árs dvalar í Bandai'íkjunum í jöfnum skiptum Ætli vina og aðdáenda Bandaríkjanna og áhrifa þeirra gætti ekki ólíkt meira hér á landi er fram liðu stundir og þyrftu ekki mörg ár tH, en vina íslands vestan hafs? Enski söng urinn hljómaði heldur hærra hér, en íslenzka þar, nærri má geta og þarf ekki getspeki til. í þessu liggur háski okkar og allra smáþjóða í skiptum við stórveldin, mest þau vinveittu og unglingum þá allra mest hætta búin. Aldarfjórðungs- reynsla af nánum skiptum ís- lendinga við enskumælandi þjóðir hér á landi bendir til minni viðnámsþróttar okkar en Ijúft er að játa. Enskan brýzt allsstaðar inn og hávært í söng. í söngnum nær hún eyrum ná- lega hvers manns, barnanna þó öllum öðrum fremur. Tungunni stafar stór hætta af. Engum lif- andi manni í víðri veröld kem- ur til hugar að enskunni stafi hætta af íslenzku. Séra P. S. telur fráleitt, að ekki megi nota enska tungu í einstaka tilfelli í kirkjunni, sé það gert af kunnáttu og list. Væntanlega hvaða tungu sem er þó að þess sé ekki getið. Af þessu er auðséð, að frásagnir og myndasýningar Bandaríkjanna kölluðu fram enska sönginn. Því hefur m. a. lagið: Húmar að kveldi, verið flutt á ensku frem ur en íslenzku, nema svo hafi verið, að söngflokknum hafi verið það kærara, tamara þann ig, ekki kunnað íslenzka erind- ið. Séra P. S. lætur þess ógetið, enda ekki skylt að svara, en óneitanlega væri það fróðlegt að kynnast því, hvað sungið er í skólum landsins tæpum aldar- fjórðungi eftir fullveldistökuna, hvað mikið er sungið þar á ís- lenzku? Séra P. S. hefur nú lýst afstöðu sinni til þessa máls svo ekki verður um villzt. Ég sný því máli mínu til lesenda Dags. Ekki er nóg að enskan hljómi á knæpum og kaffistofum, mat- sölustöðum, í bílum og í hýbýl- um ensklyndra manna, á skemmtifundum og í samkomu húsum, að ekki sé talað um út- varpið, þar er þáttur unga fólks ins samfelld líkhringing yfir ís- lenzkunni. Sjúklingar senda hópum saman kveðjur til ást- vina í enskum söngvum. Það þarf engum að koma á óvart þó að fólk úr þeim söfnuði kysi sér yfirsöngva á ensku að ævilok- um, eða vandamenn vildu veita þá þjónustu. Hvernig snérist séra P. S. við slíkri ósk í ein- staka tilfelli? Ég vona að ég lifi það ekki að vera við slíka jarð- arför, og hver veit þó? Ég bjóst ekki við enskum söng í Akur- eyrarkirkju þegar ég gekk þar inn fyrir stuttu. Ég hélt að sú kirkja væri varin, en það er sýnt, að séra P. S. gerir það ekki. Ég veit gjörla, að mig skortir margt tH jafns við þá, sem stóðu að kirkjuvikunni á Akureyri — um trú eða breytni tala ég ekki — en þekkingu, víð sýni, háttvísi efalaust, og þetta munu þeir gera sér ljóst. Ég á að sjálfsögðu miklu fleira ólært en nokkur von er að ég nemi héðanaf. En ef einhver þeirra skyldi finna hvöt hjá sér til að biðja fyrir mér, nú eða.síðar, mælist ég tH þess, að það verði gert á íslenzku. Fjalli 14. marz 1967 Ketill Indriðason. bónda á Öxnhóli í Hörgárdal Þorsteinssonar hreppstjóra og bónda s.st. Móðir Rósu og kona Þorsteins yngra á Öxnhóli var Kristín Kristjánsdóttir frá Stóragerði í sömu sveit. Vorið 1887 fluttu þau Jón Stefánsson og Rósa Þorsteins- dóttir frá Tjörn og ofan á Böggvisstaðasand. Komu þang- að sárfátæk. Tókst þeim með dugnaði og hagsýni að búa sér þar staðfestu og komust til góðra efna. Ólu þar upp börn sin og bjuggu þar til æviloka. (í bókinni Sterkir stofnar eftir Björn R. Ámason er æviþáttur um þau Jón Stefánsson og Rósu Þorsteinsdóttur og vísast hér til þess.) Jónína Jónsdóttir mun hafa verið bráðþroska. Gerðist snemma væn kona og gervileg. Ung að árum giftist hún og gekk að eiga Júlíus Bjömsson skipstjóra Friðrikssonar síðast bónda í Brekkukoti í Svarfaðar dal. Móðir Björns skipstjóra og kona Friðriks var Guðrún Bjömsdóttir bónda á Jarðbrú Pálssonar. En kona Björns á Jarðbrú og móðir Guðrúnar var Margrét Björnsdóttir frá Ytra- Garðshorni Arngrímssonar. Bræður Guðrúnar í Brekkukoti voru þeir Bjöm bóndi á Hóli í Svarfaðardal (einn hinn mesti vinnugarpur sinnar samtíðar, bæði á sjó og landi) og Páll er síðast var á Hæringsstöðum. Gáfumaður og fjölfróður langt yfir meðallag. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir. Dóttursyn- ir þeirra Páls og Sigríðar voru þeir Hæringsstaðabræður. Allir prýðilega gefnir menn. Voru og sumir þeirra listhagir á smíði margskonar. Bróðir Friðriks bónda í Brekkukoti var Daníel Jónsson bóndi í Tjamargarðs- homi (nú Laugahlíð). Kona Daníels var Guðrún Jónsdóttir frá Litlakoti. Meðal barna þeirra Daníels og Guðrúnar voru þeir bústólparnir Guðjón á Hreið- arsstöðum og Júlíus í Syðra- Garðshorni. Systir þeirra var Friðrika húsfreyja á Grund. Hún átti Sigurð Halldórsson skipstjóra og bónda síðast á Grund. Sonarsonur þeirra Sig- urðar og Friðriku er hinn mál- djarfi og hreinskilni prestur séra Sigurður Haukur Guðjóns son, nú í Reykjavík. Þeir bræð- urnir Daníel og Friðrik voru harðneskju- og hreystimenn en þó hjálpsamir og raungóðir í aðra röndina. Margt hefir kom- ið fram í þeim fjölskipaða frændabálki vaskra manna og skörungskvenna. Verður það kyrrt að liggja um sinn. Er þar þó nægilegt efni í mikla sögu. Kona Björns Friðrikssonar skip stjóra og móðir Júlíusar Bjöms sonar var Kristrún Sveinsdóttir frá Efstakoti á Ufsaströnd. Og systkini Júlíusar voru þau Jón skáld og rithöfundur og Guð- rún móðir Bjöms Franssonar rithöfundar í Reykjavík. Júlíus Bjömsson gerðist snemma vaxt arþrekinn, fríður sýnum og hinn vænsti á velli, kurteis maður og fasprúður. Bjó þó yf- ir geðþunga nokkrum og eng- inn veifiskati. Fastlyndur og mikill vinur vina sinna. Vakti hvarvetna traust. Mátti ég vel um það vita, því að fermdir vorum við í sömu kirkju sama daginn. Voru og góðir kunnleik ar með okkur Júlíusi eftir það á meðan báðir lifðu. Skömmu eftir að Júlíus Björnsson kvænt ist Jónínu Jónsdóttur byggði hann íbúðarhús á Dalvík og kallaði ‘Sunnuhvol. í því húsi bjuggu þau hjónin lengi ævinn ar. Olu þar upp böm sín, rækt- uðu allstórt tún. 'Byggðu gripa hús og höfðu bústofn nokkum. En aðalatvinna Júlíusai' var sjávarútgerð. Var hann lengi formaður á eigin vélbáti. Fór- ust honum sæfarir farsællega og áfallalaust. — Þau Július Björnsson og Jónína Jónsdóttir áttu saman 10 böm. Komust 9 þeirra upp. En eitt þeirra — dóttur — missu þau ungfull- orðna að aldri. Árið 1944 eðá 5 létu þau Jónína og Júlíus af búskap á Sunnuhvoli. Keyptu jörðina Karlsá á Ufsaströnd og hófu þar búskap. Jörðin hafði verið Hla setin um nokkur undanfarin ár og um timabil var hún í eyði. Var það allmik- ið starf og kostnaðarsamt að hressa þar við hús, heimilisraf- stöð, girðingar og fleira. Litju síðar er hér var komið, tók Júlíus vanheilsu er éigi fékkát bót á ráðin. Hann lézt 1. júní 1946 og þá rúmlega sextugur að aldri. Virðist svo, ef marka má skráðar heimildir frá þess- um tíma, að Jónína hafi haldið við búi á jörðinni méð aðstoð bama sinna til ársins 1947. Þeg ar Jónína Jónsdóttir hvarf á brott frá Karlsá, settist hún að • á Dalvík í íbúðinni Skíðabraut 7. Hélt þar uppi sjálfstæðu heimili fyrir sig og Gunnar son sinn alla stund til æviloka. Jónína frá Sunnuhvoli var stór kona bæði í sjón og raun og auðsær manndómsblær í svip hennar og háttsemi. Ætið andlega sjálfbjarga þó öndvert blési. Hélt reisn sinni og virðu- leik þó vonir hennar hyrfu í örtröð hels og harma. Um- hyggjusöm móðir barna sinna. Gestrisin húsfreyja, gjafmild og gustukasöm. Hvergi hlutlaus og brast hana eigi einurð og þor til þess að verja málstað sinn og skoðanir við hvem sem var að eiga. Nærfærin um hollustu- hætti og heilsufar manna. Ekki dómgjöm um misfarir og ávirð ingar annarra. Áttu þeir er slíkts henti — þar sem Jónína var — handvísan málsvara eða verjanda fyrir dómstólum al- menningsálitsins. Var sá enginn með öllu ber á baki, er naut aðstoðar eða fulltingis hennar Jónínu frá Sunnuhvoíi, þó hvorki hefði hún fjárafla eða völd að styðjast við. Kona kunnáttusöm um kvennaverk öll, trúvirk og vandvirk. Kom þar til handlagni hennar og geðlægur smekkur. Síðastliðin 6—7 ár hafði ég daglega tæki- færi til þess að hitta Jónínu Jónsdóttur að máli. Voru þau oft notuð. Ég man ekki til að trúmál bæri á góma. Hitt vissi ég að viðmælandi minn bar lotningu fyrir lífinu og dásemd um þess og lyfti þar hærra h'öfði og skyggndist víðar um, en margir þeir er ég hefi kynnzt. • Jónína Jónsdóttir frá Sunnu- hvoli var ekki hversdagskona. Þessvegna hvorki gat hún né vildi aðlagast öllum almennum lífsháttum fjöldans um trú, skoðanir, venjur og siði. Það hefir ekki æfinlega verið tekið út með sitjandi sælunni að vera yfirburðamaður. Útlegð, fang- elsi, pyntingár og líflát beið þeirra sumra fyrr á tímum. Þakkarlaus ganga um langa ævi, hefir oft orðið erfið óg mæðusöm, um sviplausa, ófrjóa, flatneskju meðalmennskunnar. Lengst ævinnaí' hefi ég átt því láni að fagna að eiga góða ná- granna. — Minnist ég þeirra margra með þakklæti, en líka með söknuði. Meðal þeirra voru þau mæðginin í Skíða- braut 7, Jónina Jónsdóttir frá Sunnuhvoli og Gunnar Július- son. Böm þeirra Júlíusar Björns- sonar og Jónínu Jónsdótur voru þessi: 1. Egill, kvæntur Guðfinmi Þorvaldsdóttur, útgerðarmaður á Dalvík og Reykjavík. 2. Ekkjufrú Sigrún, átti Bjöm Arngrímsson vélbátaformann. og síðar verzlunarmann, bú- sett á Dalvík. 3. Frú Hrefna, gift Jónasi Hallgrímssyni frá Melum, vél- smið og forstjóra, búsett á Dal- vík. 4. Frú Kristín, gift Snorra Arngrímssyni, vélgæzlumanni, búsett á Dalvík. 5. Baldur, kvæntur Margréti Hannesdóttur, hefir stundað út gerð, bílaviðgerð og fleira, bú- sett í Keflavík. 6. Hjálmar, kvæntur Sólveigu Eyfells, sjómaður og fl., búsett á Dalvík. 7. Frú Ragnheiður Hlíf, gift Brjáni Guðjónssyni verzlunar- manni, búsett á Akureyri. 8. Gunnar, ókvæntur, annast gjaldheimsustörf o. fl. Búsettur á Dalvík. 9. María, lézt á tvítugsaldri, ógift. 10. Amalía Nanna, lézt í frumbernsku. Runólfur í DaL BIBLÍUFYRIRLEST- UR Á BJARGI '1 SUNNUDAGINN 2. apríl verð- ur í Bjargi, Hvannavöllum 10, opinber biblíufyrirlestur á veg- um Varðtumsfélagsins. Fyrir- lesturinn, sem er nefndur Raun veruleg þúsundárastjóm Guðs rikis yfir mannkjminu, mun hefjast kl. 16,00 og mun fulltrúi Varðturnsfélagsins hér á Akur- eyri, hr. Kjell Geelnard, flytja hann. Þess má geta, að þessi fyrir- lestur mun á þessum sama degi verða fluttur á mörgum tungu- málum heims, eða í h. u. b. 25 þúsund söfnuðum votta Jehóva um allan heim, en vottar Jehóva alls staðar á jörðunni starfa með Biblíufélaginu Varðturn- mn. Segir hr. Geelnard að Varðtumsfélagið og vottar Jehóva haldi þvi statt og stöð- ugt fram, að sú guðsstjóm yfir jörðinni, með Kristi sem kon- ungi, svo sem Biblíin hefur spáð, muni bráðum taka í taum ana og muni það hafa í för með sér stofnsetningu þúsund- áraríkis hér á jörðu. Halda þeir jafnframt þessu því fram, að núverandi heimskerfi sem „Hggur í hinu vonda“ samkv. Biblíunni og að ekkert mann- (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.