Dagur - 15.04.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 15.04.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herbet,u pantanir. Ferða- skríístoícm Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 Dagur L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 15. apríl. 1967 — 27. tölubl. Ferðaskrifsfofan S Skipuleggjum ódýrustu íerðirnar til annarra landa. [srsraj ÞUNGATAKMÖRK OG LOKUN VEGA ER FRAMUNDAN í SUNNANÁTT þeirri og hinni miklu hláku, sem nú hefur stað ið í rúma viku hefur vatnselgur brotið vegi og valdið umferðar- töfum á fjölmörgum stöðum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- um, auk þess á sumum stöðum tekið af alla umferð. Þegar blaðið spurði vegaverk Úr annál verðbólgunnar FATNAÐUR og metravara, sem árið 1958 kostaði kr. 2826.00, kostaði kr. 5726.00 árið 1966. Ýmsar neyzluvörur og þjónusta, sem árið 1958 kostaði kr. 2132.00, kostuðu kr. 5039.00 árið 1966. Sjáið hvernig við efn um loforð okkar um að stöðva verðbólguna, segja landsfeðum ir. stjórann, Guðmund Benedikts- son, um vegina í gær, stóðu þessi mál þannig: Ófært er til Húsavíkur sök- um flóða í Fnjóská. Áin flæðir yfir veginn hjá Végeirsstöðum og Böðvarsnesi. Vaðlaheiði hef ur ekki yerið rudd ennþá. Dal- víkurvegur er ófær vegna flóða hjá Hrísum. Hjá Kjarna og á fleiri stöðum hafa skemmdir orðið á þessum vegi. Lauga- landsvegur lokaðist alveg, enda tók veginn af við Gröf. í Oxna- dal urðu nokkrar vegaskemmd ir, svo fátt eitt sé þó talið. Auk vegaskemmda af vatna- vöxtum er að verða mikil aur- bleyta á vegum. Framundan eru þungatakmörkun á bifreið- um og lokun einstakra vega virðist á næsta leiti, sagði vega verkstjórinn. ? Samkeppni eða samvinna um flug norðanlands? ÞAU TÍÐINDI gerðust fyrir skömmu, að Norðurflug Tryggva Helgasonar flugmanns á Akureyri var breytt í hluta- félag og almenningi boðin þátt- taka í félaginu. Um þetta var var verður byggt í bænum í sumar? í. HVERJUM' kaupstað eru byggingar íbúða, aðrar bygg- ingar og mannvirkjagerð af ýmsu tagi meðal höfuðviðfangs efna borgara og bæjaryfirvalda. Hér á Akureyri hefur verið byggt allmikið undanfarin ár, enda mikil nauðsyn í bæ, sem telur nær 10 þús. manns og er vaxandi. Á síðasta ári var hafin bygging 52 íbúða með 96 íbúð- um, en miklu fleiri hús voru þó að sjálfsógðu í smíðum, því að byggingartími er því miður oft nokkuð langur. Á þessu ári lítur út fyrir minni byggingaframkvæmdir, einkum íbúða. Þó er ekki unnt að segja um það ennþá. Bæjaryfirvöldin hafa nú á- kveðið, að íbúðabyggingar verði á þessu ári einkum vest- an við Mýraveg og sunnan Þingvallastrætis. En ný gata verður lögð vestan Mýrarvegar og samhliða honum. Unnið er um þessar mundir að bygginga (Framhald á blaðsíðu 2) LÓAN ER KOMIN FUGLAVINIR á Akureyri og í nágrenni gáfu blaðinu þessar upplýsingar um komu fyrstu farfuglanna á þessu vori: Lóa, stelkur og rauðhöfði sá- ust 13. apríl, grágæs 9 apríl og tjaldur 6. apríl. Q Kosningaaldurinn UM ÞRJÚ HUNDRUÐ nemend ur Menntaskólans á Akureyri tóku þátt í skoðanakönnun um það, hvort rétt væri að færa kosningaaldurinn niður í 20 ár; Úrslit urðu þau að 83.1% var á móti lækkun kosningaaldurs- ins, 14.7% með, en 2.2% skiluðu auðum eða ógildum seðlum. Q birt fréttatilkynning í blöðun- um og sú ætlan hins nýja hluta félags, að kaupa nýja farþega- flugvél, er rúmaði yfir 20 far- þega. Um Norðurflug Tryggva Helgasonar, nýja hlutafélagið og þotukaupin hefur síðan ver- ið skrafað og einnig skrifað í Akureyrarblöð, á mjög vihsam- legan hátt. Hið norðlenzka fyr- irtæki nýtur vinsælda. Rekstur þess hefur gengið vel og flug- vélar Tryggva hafa oft bætt úr brýnni þörf. Þetta ber að meta réttilega og viðurkenna. Þar fyrir utan er svo sjúkraflugið og þurfa engin orð um það í þessu sambandi, þvi að um það eru ekki skiptar skoðanir. . En þeir, sem nú í vor hafa kvatt sér hljóðs um Norður- flug hf. og starfsemi þess í fram tíðinni, hafa gengið fram hjá veigamiklu atriði, þegar hugs- að er til nýju flugvélarinnar. Með komu hennar hefst nýtt tímabil í sögu hins norðlenzka (Framhald á blaðsíðu 2.) Sinfóníutónleikar á Akureyri EINS OG áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu leikur SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS undir stjórn Bodan Wodiczko í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. apríl n.k. kl. hálf níu á vegum Tónlistarfélagsins. Á þessa tónleika verða nú sökum meira húsrýmis seldir nokkrir aðgöngumiðar öðr- um en þeim sem þegar hafa gerzt styrktarmeðlimir f élagsins. Hefst sala aðgöngumiða í Bókabúðinni Huld, laugardaginn 15. apríl og stendur til kl. 6 e. h. á þriðjudag. Flutt verða 2 verk eftir Bach og leikur Guðrún Kristins- dóttir einleik á píanó í öðru þeirra, næst kemur verk eftir Gluck og að lokum 7. sinfónía Beethovens. Kl. 4 e. h. sama dag verða ÆSKULÝDSTÓNLEIKAR á sama stað og ætti skólafólk og aðrir unglingar ekki að láta þetta einstæða tækifæri fram hjá sér fara. Aðgöngumiðar á þá tónleika verða til sölu í M. A. og G. A. ásamt Tónlistarskólanum og við innganginn, og verð- ur verð þeirra aðeins kr. 50.00. Q HLÁKAN BJARGAÐI HROSSUM VESTUR á Skagaströnd var all stór hrossahópur í hríðunum um daginn. Hross þessi voru svöng mjög enda jarðlaust eftir 7 vikna meiri og minni hríð. Hreppstjórinn tók rögg á sig BALLETTSÓLÓ Þessi unga dansmær dansaði ballettsóló frá Ballettskóla Eddu Scheving, og er meðal annarra atriða á danssýningu sem Dans kennarasamband íslands heldur í Austurbæjarbíói um þessar mundir. Edda Scheving mun halda námskeið hér á Akureyri í ballett, jazzballett og frúarflokkum. Námskeið þetta hefst 17. þ. m. og verður haldið í Landsbankasalnum. og fyrirskipaði eigendum að taka þau og sjá þeim fyrir húsi og fóðri. Ekki bar þetta árang- ur nema að litlu leyti. Ráfuðu hrossin um göturnar á Skaga- strönd og lögðu sér það til munns, er ætt var. YfirvaldiS ákvað þá, að hrossunum yrði lógað ef þau hefðu ekki öll verið tekin til umönnunar fyrir ákveðinn dag. Hlákan kom tveim dögum áður en slátrar- arnir áttu að losa útigönguliross in við lengri hungurgöngu. Mjög var snjóþungt á Skaga- strönd í vetur. Jarðbönnum er nú væntan- lega lokið í byggð landsins. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.