Dagur - 29.04.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 29.04.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herbergia- pantanir. L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 29. apríl 1967 — 31. tölubl. Ferðaskrifstofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ódýrustu ierðirnar U1 annarra landa. Lægsta tilboðið var frá Dalvík VERK ALÝÐSFÉLÖ GIN hér nyrðra buðu út byggingu 10—12 orlofsheimilisluisa sem byggð verða á Illugastöðum í Fnjóska dal. Nokkur tilboð bárust, lægst frá Tréverk h.f. á Dalvík. Til- boðsfresturinn var lengdur og þá með tilliti til þess að hús- grunnarnir fylgdu með í til- boðinu. Sá frestur er nú út- runninn og tilboð þriggja aðila, sem voru endurnýjuð liggja nú fyrir. Endanlega hefur ekki ver ið gengið frá samningum við innlenda aðila og ekki heldur að fullu athuguð tilboð frá er- lendum aðilum. Q HARÐUR YETUR Á FJÖLLUM Grímsstöðum 27. apríl. Þótt snjórinn sé farinn að minnka töluvert, er hann enn töluverð- ur á jafnsléttu. Veturinn hefur verið harður og gjafafrekur. Nú er komin sæmileg beitarjörð 1. MAl Á HÁTÍÐ verkalýðsfélaganna á Akureyri 1. maí skemmta ein- söngvararnir Guðmundur Guð jónsson og Sigurveig Hjaltested. Ræðumenn dagsins eru Hanni- bal Valdemarsson forseti ASÍ, Sigurður Jóhannesson skrif- stofumaður og Rósberg G. Snæ dal rithöfundur. Lúðrasveit Ak ureyrar leikur undir stjóm Jan Kisa. U.m kvöldið verður barnasam koma og dansleikir. Sjá auglýs- ingu á öðmm stað. Q Kjörstaður fyrir íbúa Glerárhverfis? NOKKRIR íbúar í Glerárhverfi hafa beðið blaðið að koma þeirri ósk sinni á framfæri að kjör- staður verði í hverfinu hinn 11. júní n.k. Við síðustu bæjar- stjórnarkosningar var þessa einnig óskað, en þær óskir voru ekki teknar til greina. Kjósendur í Glerárhverfi munu nú vera á áttunda hundr að og eiga þeir lengri veg að sækja á kjörstað, í Gagnfræða- skólann, en flestir aðrir bæjar- búar. Barnaskólinn í Glerár- hverfi uppfyllir vel þau skilyrði sem kjörstaður þarf að hafa. Q fyrir féð og nokkur hross hafa gengið úti til þessa. Hey eru nægileg, því að menn áttu nökkrar fyrningar. í fyrrinótt kom jeppabíll aust an af Fljótsdalshéraði og fór til Akureyrar. Fex-ðin gekk vel. Síðustu póstferðir til Mývatns- sveitar hafa veiúð farnar á jeppa. Væntanlega verður veg- urinn ruddur áður en langt um líður. K. S. Nýr bátur, Vörður ÞH 4, kom til Akureyrar á fimmtudaginn. Skipið er 248 brúttólestir, vel búið og hið myndarlegasta, með 800 hestafla Listervél. Eigandi er Gjögur h.f. á Grenivík. — Vörður er smíðaður í Hommelvik í Noregi. (Ljósm.: E. D.) JONSMESSUDRAUMURINN í ÁVARP ! í | frá 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna á Ak. $ t | | f f I i i i I I I f & £ 1 i i i I s i .t■ NEFNDIN sendir meðlimum verkalýðsfélaganna og öllum launþegum baráttukveðjur og árnaðaróskir í tilefni dagsins. Nefndin vill minna á 1. maí, liinn alþjóðlega frídag og há- tíðisdag verkamanna og þýðingu hans fyrir baráttu og sam- fylkingu allrar alþýðu manna. 1. maí er dagur uppgjörs við liðna tíð og nýrrar sóknar inn í framtíðina, dagur einingar og fyrirheita um frekari sigra hins vinnandi fjölda, sem verðmætin skapar og leiðir menningarbaráttu allra þjóða. í umboði verkalýðsfélaganna á Akureyri, sendir nefndin bróðurkveðju til annarra staða hér á landi og um heim allan, til allra þeirra samtaka alþýðunnar, sem heyja baráttu fyrir FRELSI, JAFNRÉTTI OG BRÆÐRALAGI, kjörorðum hinn ar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar — og heitir þeim stuðn- ingi sínum. Nefndin skorar á Akureyringa að fjölmenna á hátíða- fundinn í Nýja Bíói og aðrar skemmtanir, sem haldnar eru í tilefni dagsins. Verum samstillt og samtaka 1. maí. „Sendum út á sextugt djúp, sundurlyndis fjandann“. LIFI VERKALÝÐSSAMTÖKIN. LIFI ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS. HEIL TIL HÁTÍÐAR 1. MAl. I 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri. Undirskriftir — Framhald á blaðsíðu 2. t © 4 I I f í f STJÓRN Leikfélags Akureyrar kallaði fréttamenn á sinn fund í gær og skýrði formaður félags- ins, Jón Ingimarsson, frá því, að liátíðasýning L. A., sem flutt verður í Samkomuliúsi bæjarins í tilefni af 50 ára afmæli félags ins, verði 6. maí. Einungis boðs gestir verða viðstaddir það kvöld. Daginn eftir verður af- mælisveizla haldin á Hótel KEA, en frumsýningin verður 8. maí. Leikhúsverk það, sem Leik- félagið valdi til hátíðasýningar, er Jónsmessudraumurinn eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leik- stjóri er Ragnhildur Steingrims dótitir. Þetta leikhúsvei'k er 122 viðfangsefni L. A. Stjórn Leikfélagsms skipa nú: Jón Ingimarsson formaður, Kristján Kristjánsson gjaldkeri og Kjartan Olafsson ritari. Vara formaður er Guðmundur Gunn arsson. (Framhald á blaðsíðu 2.) Stöðug hljómlist í björgunum i I f Grímsey 27. apríl. Ógrynni af fugli er kominn í björgin og bergmála þau. fuglasönginn bæði dag og nótt. Og æðarfugl- inn parar sig á grunnsævinu. Sjómenn hafa fengið ágætan afla og á morgun mun Drangur færa Akureyringum mikið af ágætum signum fiski. Enginn stundar nú hi'ognkelsaveiðai'. Hér er nú salla-rigning og veð- ur kyrrt. Snjórinn minnkar óðfluga. Barnaskólanum var slitið í dag. Heilsufar var svo gott í vetur að engin veikindafrí voru gefin. En einn eða tvo daga var ekki fært í skóla vegna óveðurs. Kennari er sem áður Jakob Pétursson. Að þessu sinni var kennt í nýja barnaskólanum. Þar er hlýtt og bjart og mikil viðbrigði frá þeirri aðstöðu sem áður var. S. S. ÖLVAÐUR MADUR ÓK Á DRENG Siglufirði 27. apríl. Nú er kom- ið vor í annað sinn og leysing- arvatnið og krapið setja svip á götur bæjarins. Siglfirðingur kom hér og losaði 70 tonn af fiski eftir 5 daga útivist og þyk ir það sæmilegur afli. Minni bát ar afla sæmilega og þeir sem stunda hrognkelsaveiðar fá mik inn afla. Það slys vildi nýlega til, að ölvaður ökumaður ók á hóp skólabarna, sem var að fara heim úr skólanum. Tólf ára drengur, Eggert Ólafsson, varð fyrir bílnum og kjálkabrotnaði og hlaut fleiri meiðsli. Hann var samdægurs fluttur til Reykjavíkur. Mál bílstjórans var þegar tekið til rannsóknar hjá yfirvöldum bæjarins. Enn er unnið hjá Tunnuverk smiðjunni og Niðurlagningar- verksmiðjunni og hafa margir atvinnu við það. Kennslu í barnaskólanum lýk ur núna um mánaðamótin, en sýning á handavinnu pilta og stúlkna verður á uppstigningar dag og skólaskemmtunin verð- ur á laugardaginn. Tólf ára börn sjá um skemmtiatriði. Ágóðinn rennur í ferðasjóð barn anna. Prófin hefjast svo 10. maí. I skólanum eru 289 nemendur. Próf í Gagnfræðaskólanum eru byrjuð og verður þeim lokið um miðjan maí. Ferming fer fram í Siglufjarð arkirkju fyrsta og annan hvita- sunnudag og verða 30 börn fermd hvorn dag. Ræt er um að opna veginn um Strákagöng og leyfa þar um ferð, þar til snjór verður hreins aður af veginum á Siglufjarðar skarði. J. Þ. NYR FLOKKUR - NÝTT BLAÐ NÝTT BLAÐ, sem heitir Lögrétta, var selt á götum Reykjavíkur í gær og er það gefið út af nýjum sltjórn- málasamtökum, sem heita „Óháði lýðræðisfIokkurinn“. Áki Jakobsson hæstarétt- arlögmaður og fyrrv. ráð- herra er ábyrgðarmaður blaðsins og formaður flokks ins en ekki er getið um aðra menn í stjóm. Flokkurinn hefur auglýst skrifstofu í Austurstræti 10. Segir blaðið að flokkur þessi muni bjóða (Framhald á blaðsíðu 2.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.