Dagur - 09.05.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 09.05.1967, Blaðsíða 7
7 Varað við vandræðaástandi Iij úkrunarmálum HJUKRUNARSTARFIÐ stsnd- ur andspænis kreppu, ssm ekki er síður alvarleg en kreppan í læknamálum og svipar að mörgu leyti til hennar. A vissum svæð- um í Asíu er aðeins ein hjúkrun- arkona á hverja 8000 íbúa. í Afríku er hlutfallstalan breytileg en fer sums staðar niður í eina hjúkrunarkonu á 12.000 íbúa. Þetta éstand veldur alvarleg- um vandamálum, sem krefjast skjótra úrlausna. Ein leið er að notast við aðstoðarhjúkrunarlið í stórum stíl, þar til menntuðum hjúkrunarkonum fjölgar. Kreppan er þó ekki aðeins bundin við vanþróuðu löndin. Meðal Evrópuþjóða hafa t. d. Frakkar eina hjúkrunarkonu á hverja 850 íbúa og Portúgal eina á hverja 1200 íbúa, og er það langt fyrir neðan það sem talið er viðunanlegt meðallag á al- þjóðavettvangi, — nefnilega ein hjúkrunarkona á hverja 350 íbúa. Enda þótt f járskortur sé aðeins ein af orsökunum, eru störf hjúkrunarkvenna yfirleitt van- goldin þegar litið er á það mikla og erfiða starf sem þær inna af höndum. Önnur óþægindi eru líka samfara starfinu. Vinnutím- inn er annar en hjá öðrum með- limum fjölskyldunnar, hjúkrun- arkonur eiga sjaldan frí á sunnu- dögum — franskar hjúkrunar- konur eiga að jafnaði frí einn sunnudag annan hvern mánuð. — Oft og tíðum geta þær ekki held- ur farið í sumarleyfi á sama tíma og aðrir í fjölskyldunni. Hjúkrunarstarfið þarfnast hærri launa, betri menntunar og betri starfsmannabústaða, en einnig meiri möguleika á frama í starfi. MEIRI ÁBYRGÐ. En erfiðleikarnir eru meiri en margan grunar. Fyrir ekki all- löngu gerðu hjúkr.unarkonur í New York-borg verkfall — ekki til að fá hærri laun, heldur til að fá betri vinnuskilyrði. Þetta er einkennandi og bendir það á kjama vandans. Samhliða þeim tækniframför- um, sem hafa gersamlega umbylt læknavísindunum á síðustu 20 til 30 árum, hafa verkefni hjúkr- uuarkvenna orðið erfiðari og ábyrgðarmeiri. Þær verða nú að nota áhrifameiri og skjótvirkari lyf, sem jafnframt eru miklu hættulegri. Ein mistök geta orðið afdrifarík, að ekki sé minnzt á MAI-BLOMIÐ komið. — Það er bðmullarprjÓBa- garnið frá Hjartagamsverk- smiðjunum. Dásamleg vara. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson HJARTAGARNIÐ Nýju tízkulitirnir. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson slys í sambandi við öndunartæki og annað því um líkt. Hjúkrun- arkonunni er ljóst, að starf henn- ar verður æ mikilvægara, og get- ur því hæglega látið hugfallast, þegar hún sér að það er ekki metið að verðleikum. Hún er ekki lengur einungis meðhjálp- ari læknisins. Jafnvel þótt það sé ekki hún, sem framkvæmir sjálfa aðgerðina, er hún engu síð- ur mikilsverð og nýtur ekki þeirr ar viðurkenningar, sem hún verð- skuldar. Hún getur ekki alltaf hagnýtt þekkingu sína til hins ýtrasta, jafnvel þótt henni sá ljóst, að verkefni hennar er ekki einungis fólgið í því að gefa innspýtingar og lyf eftir tímatöflu. Læknirinn sér sjúklinginn aðeins nokkrar mínútur í senn, en hjúkrunarkon- an er hjá honum dag og nótt og veit um hverja breytingu á líðan hans, en það getur hjálpað lækn- inum til að gera sjúkdómsgrein- ingu eða breyta meðferð sjúk- lingsins. Mönnum er ljóst, að tilfinn- ingaleg vandamál geta haft áhrif á sóttarfarið. I mörgum tilvikum er þörf á sálfræðilegri hjálp til að sjúklingur hjami við. Hjúkr- unarkonan verður að fylgjast með og ákveða hvaða þörf hver einstakur sjúklingur hefur fyrir umönnun, huggun og upplýsing- ar. Með því að hlusta á vand- kvæði sjúklingsins, sem stundum leiðir til að þau leysast, getur skilningsrík hjúkrunarkona verið sjúklingnum jafn mikils virði og lyfjagjöf. AÐ FRÆÐA SJÚKLINGINN. Það er ekki nægilegt að lækna sjúklinginn og senda hann heim til sín. Það verður að fræða hann um, hvemig hann fái varðveitt heilsu sína með því að fara að ráðum læknisins, með réttu mat- aræði, með heilsubótaræfingum eða einfaldlega með því að vera varkárri í líferni sínu. Alltof oft er vanrækt að gefa gaum þess- ari viðleitni til heilsubótar og hömlúnar gegn sjúkdómum, sem er þó svo mikilvæg bæði frá efnahagslégu og mannúðarlegu sjónarmiði. Af ýmsum orsökum getur hjúkrunarkonan að jafnaði ekki rækt nema eitt af þessum verk- efnum — hina beinu hjúkrun og lyfjagjöf. Vera má að henni séu ekki ljósir þeir kostir sem fyrir hendi eru og láti sér nægja að leysa þau verkefni, ssm fyrir hana eru lögð, á raunhæfan og sómasamlegan hátt. Hún finnur kannske ekki hjá sér köllun til að ganga lengra. í hinni hefð- bundnu menntun hjúkrunar- kvenna er alls ekki lögð æskileg áherzla á það hlutverk að fræða sjúklinga um heilsugæzlu í því skyni að koma í veg fyrir veik- indi. Hlutverk þeirra í því liði, sem starfar við heilbrigðisþjón- ustu og hjúkrun, er í mörgum til- vikum slælega skilgreint, og þær gera sér ekki alltaf ljóst, til hvers er ætlazt af þeim. Loks er ein meginástæða þess, að hjúkrunarkonan getur ekki rækt hin einstæðu verkefni sín, sú að hún er ofhlaðin skyldu- störfum, sem aðrir ættu að inna af hendi. Hún gæti losnað við eitthvað af skriftunum, ef hún hefði skrifstofustúlkur sér til að- stoðar, og með hjálparar gætu tekið að sér ýmis vandaminni dagleg störf. BREYTING NAUÐSYNLEG. Eins og yfirmaður hinnar alþjóð- legu hjúkrunarkvennastofnunar í Lyon hefur bent á, er vandamálið einfaldlega það, að rannsaka verð ur frá rótum hjúkrunarstarfið, þannig að menn fái raunhlýta yf- irsýn yfir það. Gera verður full- komnar og kerfisbundnar rann- sóknir á starfi hjúkrunarkvenna í sjúkrahúsum. Gífurlegum tíma og orku er nú sóað í Óþarfa, og bráðnauðsynleg þekking er _ cki hagnýtt. Afleiðingin er tvíþætt: vel menntaðar hjúkrunarkonur fá verkefni, sem einungis vel menntaðar hjúkrunarkonur ættu að leysa. Hjúkrunarkonurnar verða að horfa ferskum augum á störf sín og gera á þeim nauðsynlegar breytingar. Til skamms tíma var þetta ógerlegt, þar eð ekki var fyrir hendi nægilega stór hópur hámenntaðra hjúkrunarkvenna, sem gætu rætt vandamálin á jafnræðisgrundvelli við lækna og forráðamenn sjúkrahúsa. — En ástandið er í þann veginn að breytast. Hjúkrunarkonur verða jafn- framt að eiga kost á frama í starfi þó þær haldi áfram bein- um hjúkrunarstörfum. Eins og nú háttar, getur dugleg hjúkrun- arkona einungis fengið betri stöðu, bæði fjárhagslega og fé- lagslega, með því að snúa sér að kennslu eða skipulagsstörfum. Með öðrum orðum missir hún samband við sjúklingana — sem voru upphafleg orsök þess að hún lagði út á þessa braut. Sem betur fer er driffjöður hjúkrunarkvenna — löngunin til að hjálpa öðrum — sterk. Með betri starfsskilyrðum og mögu- leikum á frama í starfi væri hægt að fá fleiri konur til að velja sér starfa, þar sem þær geta hag- nýtt hæfileika sína til hins ýtr- asta og jafnframt orðið öðrum að ómetanlegu liði. (í tilefni af Alþjóðaheilbrigð- isdeginum, 7. apríl 1967). - SMÁTT 0G STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) þessu efni og vilja leyfa hátt- virtum kjósendum að skrifa á miða og koma þannig áhuga- málum sínum á framfæri. Sami leikurinn er sá, að með því að stækka kjördæmin í þá stærð, sem nú er, má heita miklum erfiðleikum bundið að halda sameiginlega framboðsfundi að gömlum og góðum sið. Við þá erfiðleika bætist svo óheppileg- ur kosningadagur, þegar oft er erfitt um fundahöld í sveitum hér norðanlands a. m. k. SKRIFSTOFA F ramsóknarf lokksins Hafnarstræti 95, er opin allan daginn á venjulegum skrifstofu tíma og flest kvöld. Sími 2-11-30 SKRIFST0FAN Glerárhverfi Lönguhlíð 2 (Verzl. Fagrahlíð) er opin kl. 8—10 öll kvöld, nema laugardagskvöld. Sími 1-23-31 Framsóknarfólk er hvatt til að koma á skrifstofurnar og athuga kjörskrá og gefa upp- lýsingar. MESSAÐ í ÓLAFSFIRÐI. — Hvítasunnudag kl,-11 ái'degis (Ferming). Annan hvíta- sunnudag kl. 2 síðdegis. Alt- arisganga. — Séra Ingþór Indriðason. LÖGREGLAN biður þá, sem eitthvað kynnu að geta upp- lýst um innbrotið í hús KFUM og K við Hólavatn í Eyjafirði, að gera aðvart. GUÐMUNDUR BENEDIKTS- SON sextugur. Á föstudaginn varð Guðmundur Benedikts- son frá Breiðabóli á Sval- barðsströnd, nú starfsmaður hjá Kaupfélagi Svalbarðseyr- ar, sextugur. Hann er kunn- ur ungmennafélagi, íþrótta- maður og óþreytandi áhuga- maður um félags- og íþrótta- mál æskumanna. Dagur send ir honum árnaðaróskir. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Hátíðasamkomur. Samkomur verða báða hvítasunnudagana kl. 8.30 síðdegis. Söngur og vitnisburðir. Allir hjartanlega velkomnir. Fííadelfía. - VERÐBOLGAN ... (Framhald af blaðsíðu 2). — Og hvert heldurðu þá að fjöldinrt snúi sér? — Fóik kýs Framsóknarmenn, og hér á Akureyri liggur straum- urinn mjög augljóslega þangað, sem sjá má t. d. af því, að unga fólkið innritar sig nú unnvörpum í Félag ungra Framsóknarmanna. Ég trevsti Framsóknarflokknum bezt til að koma skynsamlegu skipulagi á ríkisbúskapinn og stöðva braskarana, sem þrífast í skjóli Sjálfstæðisflokksins, en mis- takist Framsóknarmönnum stjórn- in, skyldi ég líka verða fyrsti mað- ur til að viðurkenna það, segir Herbert Olason að lokum. Dagur þakkar viðtalið. Bj. T. - Alþýðubandalagið er nú endanlega klofið (Framhald af blaðsíðu 1) hótumim sínum um að bjóða fram á móti Gils Guðmunds- syni í Reykjaneskjördæmi og Birni Jónssyni hér nyrðra. Þykir raunar ekki sennilegt, að þeir geti komið frarn sérstöku framboði hér gegn Bimi, enda mjög stuttur tími að verða til stefnu. □ - Leggjum öll fram okkar skerf (Framhald af blaðsíðu 2). En þó að ungir Framsóknar- menn eigi nú mjög sterk og sam stillt samtök um land allt, mega þeir ekki blunda á verðinum. Andstæðingar okkar hafa líka sínu liði á að skipa, og þótt það lið sé illa samstætt og sxmdrað, innan hinna einstöku flokka, má ekki vanmeta styrk andstæð inganna. Því er nú heitið á alla unga Framsóknarmenn að leggja siim skerf ríkulega af mörkum í kosningabaráttiumi og vinna vel að stórsigri Fram- sóknarflokksins, Bj. T. KVENNASAMBAND AKUR- EYARA heldur aðalfund að Hótel KEA fimmtudaginn 18. maí kl. 8,30 e. h. — Venjuleg aðalfundarstörf. — Stjórnin. GEFH) Fjórðungssjúkrahúsinu. Frá gamalli konu á Brekk- unni, til minningar um Krist- rúnu Júlíusdóttur frá Barði, kr. 1.000,00. — Með þökkum móttekið. — Guðm. Karl Pétursson. FERMINCARBÖRN í ÓLAFSFIRÐI Fermt á hvítasunnudag kl. 11 fyrir hádegi. Stúlkur: Hafdís Elísabet Jónsdóttir Helga Pálína Brynjólfsdóttir Nanna Ásgrímsdóttir Piltar: Birgir Ingvason Björn Þorsteinsson Gísli Gíslason Gylfi Ragnarsson Már Jónsson Óli Már Guðmundsson Rögnvaldur Ingólfsson Sigurður Pálmi Randversson Þorsteinn Jakob Þorsteinsson Ægir Ólafsson Örn Jónsson FERMINGARBÖRN í Dalvíkurkirkju á hvítasunnu- dag. Árni Steinar Jóhannsson, Karlsrauðatorgi 12. Gylfi Ægisson, Karlsbraut 20. Jón Viðar Óskarsson, Stórhóls- vegi 7. Rúnar Kristmar Rósmundsson, Skíðabraut 9. Skarphéðinn Frímann Jóhanns son, Bessastöðum. Stefán Bjömsson, Bárugötu 12. Stefán Páll Georgsson Bagguley, Jaðri. Stefán Stefánsson, Goða- braut 15. Áslaug Ásgeirsdóttir, Hóla- vegi 9. Bryndís Anna Hauksdóttir, Sæbóli. Gígja Gunnarsdóttir, Smára- vegi 1. Hafdís Helgadóttir, Stórhóls- vegi 5. Halla Kristín Sverrisdóttir, Karlsbraut 3. Jóhanna Helgadóttir, Smára- vegi 6. Jóhanna Skaftadóttir, Efstakoti. Kristrún Hjaltadóttir, Bjarkar- braut 15. Sigurbjörg Sigurlaug Magnús- dóttir, Ásvegi 3. Unnur María Hjálmarsdóttir, Baldurshaga. Þóra Rósa Geirsdóttir, Karls- braut 17. Sigrún Kristinsdóttir, Karls- braut 10. FERMINGARBÖRN í Vallakirkju annan hvíta- sunnudag. Atli Rúnar Halldórsson, Jarðbrú. Jón Bjartmar Hermannsson, Klængshóli. Ólafur Öm Björnsson, Laugahlíð. Elínrós Sveinbjömsdóttir, Skáldalæk. Margrét Arngrímsdóttir, Sandá. Margrét Berglind Gunnars- dóttir, Dæli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.